Morgunblaðið - 05.11.1913, Blaðsíða 1
Talsími
Talsími
500
(Ritstjórn)
MOHfiDNBLADIÐ
48
(afgreiðsla)
Reykjavík, 5. nóvember 1913. | Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen.
ísafoldarprentsmiðja
1. árgangur, 4. tölublað
Bio Biografteater Reykjavíkur. Bio
Sæbúinn, Aukamynd.
Konungsdóttirin indverska. Sorgaileikur í 3 þáttum.
Hr. Kakerlak á ferðalagi. Aukamynd.
Bio-kaffil)úsið
(ingangur frá Bröttugötu) mælir með
sínum á la carte réttum, smurðu
brauði og miðdegismat,
Nokkrir menn geta fengið
fult fæði.
Virðingarfylst,
Jfartvig TUetsen
Talsími 349.
=3 Tltjja Bíó =
Hótel ísland
Mynd elskhugans
ítölsk listmynd.
Stórfagurt landslag.
Aukamynd:
Borgundarhólmsúrið.
Mjög hlægilegt.
Ketjkið
Godfrey Phillips tókbak og cigarettur
sem fyrir gæði sín hlaut á sýningu
í London 1908
sjö gullmedaliur
og tvær silfurmedalíur.
Fæst í tóbaksverzlun
H. P. Leví.
Sælgætis og tóbaksbúðin
LANDSTJARNAN
Skrifstofa,
Utmskipafétags íslancts
Austurstræti 7
Opinjd. 5—y, Talsími 409.
H. Benediktsson.
tJmboðsverzlun. — Heildsala.
Hvar verzla menn
helzt?
^ar 8em vörnr eru vandaðastar !
Par sem nr mestu er að velja!
*~>ar sein ver;j er bezt eftir gœðum!
Hver uppfyllir bezt
þessi skilyrði?
óefað
Vöruhúsið
Reykjavlk.
Erlendar símfregnir
London 4. nóv, kl. 6
Simskeyti frá New-York se%ir, að Wilson forseti hafi í daq sett Mexi-
kó tvo kosti: annaðhvort að reka Huerta forseta frá vóldum eða að Banda-
ríkin ses;i lýðveldinu strið á hendur. Bandamenn hervceðast pe%ar. 2jo til
y 00 pús. manns eru komin suður að landamarum Mexíkó og alhúmr pess
að ráðast inn í landið. I alniœli er hér, að blásið sé í kolin af Diaz, hinu
forsetaefninu, sem er í miklum metum hjá Bandamönnum. —
Göturnar í Reykjavík.
Oss er enn minnisstæð blaðagrein,
sem vér fyrir nokkrum árum lásum
í ensku myndablaði um ísland. Höf.
greinarinnar hafði ferðast hér um
landið, tekið myndir og skrifað hjá
sér hið markverðasta, er fyrir augu
bar. Að loknu ferðalaginn fór hann
heim til Bretlands, og skömmu síð-
ar birtist greinarkornið, sem hér er
átt við. Vér lásum hana, og oss hefir
eigi enn tekist að gleyma orðunum,
eins og þau stóðu þar:
»Reykjavík er án efa ljótust allra
borga í Norðurálfu. Hdsin eru dr
timbri, litlir og óálitlegir trékassar,
klædd þakjárni, og ýmist máluð rauð,
gul, grá eða græn«.
Þannig fórust þessum brezka ferða-
lang orð um höfuðstað vorn. Oss
þótti þetta nokkuð hörð orð þá, og
oss þykir það enn — að nokkru
leyti. Er Reykjavík ljótur bær? Er
byggingarsnið og götur óálitlegri hér
en í samsvarandi bæjum erlendis?
Því verður því miður eigl með 'öllu
neitað, að höfuðstaður vor hefir orð-
ið á eftir í framförum þeim, sem
orðið hafa í byggingarlist og öllu
götusniði; en það er það sem dt-
lendingar, sem hér koma ókunnir,
fyrst af öllu taka eftir. Þeim þykja
götur bæjarins vera óreglulegar og
óhreimr. »Hér er enginn þrifnaður«
segja þeir, og því verður eigi held-
ur neitað, að margt gati verið hrein-
legra í höfuðstaðnum en það nd er,
þó auðvitað séu það ýkjur, að eng-
in þrifnaðartilfinning sé hér til. í
þurrviðri eru göturnar hér með engu
móti verri en alment gerist í öðrum
bæjum. En í óþurkum eru þær
áreiðanlega miklu verri, og ef vætu-
samt hefir verið, þegar þessi Breti
kom hingað, er engin furða þótt
honum hafi eigi geðjast að for og
leðju þeirri, sem hér liggur þuml-
ungs-þykk á strætum og gangstétt-
um. Gangstéttir! Það er einusinni
eigi áreiðnnlegt hvort hér hafa ver-
ið nokkrar gangstéttir þegar Bretinn
var á ferðinni.
Augu bæjarstjórnarinnar hafa eigi
opnast fyr en síðustu árin fyrir því,
að hér væri eitthvað að, sem nauð-
synlegt væri að bæta dr. Alt fram
að 1909 var engin viðunanleg gang-
stétt i bænum. Vögnum og fólki
var víðast ætlað sama umferðarrdm.
Allir kvörtuðu, en ekkert var gert.
Vegna hvers? Fjárskortur stendur
öllum framförum fyrir þrifum, og
hann er það, sem mestu veldur. —
Menn hafa eigi síður hér næma
hreinlætistilfinningu en annarsstaðar
og margt mundi vera gert hér í
bæ, ef fé væri fyrir hendi. En þetta
fellur erlendum ferðamönnum erfitt
að skilja til fulls.
En hvað á þá að gera ? Pening-
ar eru eigi miklir fyrir hendi, en
svo virðist sem grjót til götulagn-
ingar sé hér til í rikum mæli. Hvar
sem maður kemur erlendis i bæi af
líkri stærð og Reykjavik, eru göt-
urnar grjótlagðar, en það er bæði
hreinlegra og haldbetra en ofaniburð-
ur. Því er það ekki hér ? Aðrar
þjóðir sækja grjót langt að, borga
fyrir það mikið fé, af því þær álíta
nauðsynlegt að fá það. Hér er grjót
til í holtunum kringum Reykjavík,
hvar sem litið er. Grjótið hér er
óþrjótandi. Síðustu 5 árin hafa fluzt
hingað til bæjarins mörg hundruð
verkfærir menn, sem áður bjuggu
góðu bdi til sveita. Til hvers ? —
Vinnulöngun og dtlit góðs hagnað-
ar hefir gripið fólkið, en þegar hing-
að kemur er ekkert annað en at-
vinnuleysi og miskunnarlaus barátta
fyrir lífinu. Konur og börn hálf-
svelta, en mennirnir, sterkir og
þróttmiklir, híma niður við höfnina
og á götuhornunum og bíða óróir
eftir þeirri atvinnu, sem þeir allir
ómögulega geta fengið. En lítið í
kringum ykkur! Lítið á forina á
götunum og á holtið hér alt um-
hverfis oss ! Er ekki betra að vinna
fyrir litlu kaupi en hafa enga at-
vinnu ? Ef fólkið væri sanngjarn-
ara mætti mikið vinna hér í bæn-
um, sem bæjarfé nd eigi endist til.
Ef menn ynnu að grjóti á þeim
tímum árs, sem atvinnuleysið er
mest, ætti eigi að vera ókleift fyrir
bæjarstjórnina að gera hér grjótlagð-
ar götur, hreinlegri og haldbetri en
þær nd eru. Með því fengist einn-
ig það, að vitnisburður um höfuð-
stað vorn yrði sæmilegri í erlendum
blöðum og er það eigi lítils virði,
sem einn liður í því að laða ferða-
menn hingað til landsins.
Símfregnir.
Akureyri, þriðjud. kl. 8*/4.
Mannalát.
Solveig Pálsdóttir, kona Jakobs
Björnssonar prests í Saurbæ, er látin
á niræðis aldri. Leið dt af.
Á Siglufirði dóu 2 konur í nótt,
köfnuðu af kolsýru, sem kom frá ofni.
Félög.
Stúdentafélagið á Akureyri hefir
nýlega kosið sér stjórn. Böðvar
Jónsson er formaður, Sig. Einarsson
dýralæknir skrifari og Karl Nikulás-
son gjaldkeri.
Sjálfstæðisfélag er ný stofnað. Kosn-
ir í bráðabirgðastjórn: Sig. Einars-
son dýralæknir, Ingimar Eydal og
Böðvar Jónsson gæzlustjóri.
Fjárskaðar.
Fé hefir fent mjög í fárviðrinu
um daginn, einkum í Bárðardal og
Reykjadal.
Á Rauðá í Bárðardal rétt við
Skjálfandafljót fenti 40 fjár. Enn þá
um 17 ó f u n d i ð, en hitt, sem
fundið er, flest dautt.
Á Einarstöðum í Reykjadal fenti
23 kindur í sama skafli. Þær fund-
ust 21 dauð en 2 lifandi.
Kringum Akureyri hafði fent 1,
2, 3 og upp í 13 kindur á hverjum
bæ.
■—■ DAGBÓÍJIN. c=a
Afmæli 5. nóv.
Adele E. Torfason hásfr.
Sigr. Sighvatsdóttir —
Gnðrún M. Bergmann hásfr.
Gnðrán Egilsdottir —
Ingibjörg Ólafsdóttir —
Þóra Jónsdóttir —
Benedikt Kristjánsson prestnr 73 ára
Björn Guðmnndsson kaupm. 64 —
Síra Magn. Bl. Jónsson 52 ára
Hans Petersen kanpm. 40 —
Hafliði Hjartarson trésm. 27 ára
Arehoe Clausen verzlm. 22 —
Magnús Blöndahl, fyrv. alþingismaðnr,
liggur þnngt ■ haldinn af heimakomn.
Morgunblaðið spnrði um liðan hans kl. 7
í gserkveldi og var svarað, að hitinn væri
heldnr minni þá, en sjáklingnrinn þnngt
haldinn þó.
Aukaskips frá Sameinaðafélaginn er von
hingað fyrir jólin. Yerður það að lik-
indnm »Hólar«, Bem fara eiga frá Khöfn
þ. 12 des. og koma við i Færeyjnm.
Mun mörgnm eigi miðnr þykja að fá
póst og vörnr á þeim tima árs.
Hesturinn datt. Maður nokknr anstan
ár Hreppum, Eirikur Kolbeinsson frá Stórn-
Mástnngu, slasaðist mikið í gær. Skamt
frá Árbæ i Mosfellosveit datt hestnrinn
með hann og varð maðnrinn nndir. Yar
hann borinn heim að Árhæ og læknir sóttnr
ár Reykjavik. Maðnrinn er eigi enn kominn
til sjálfs sin, en þó eigi vonlanst nm að
hann haldi lifi.
Nord-Jylland. aukaskip fré Samein. fél.,
fór frá Khöfn i gær, heina leið hingað