Morgunblaðið - 05.11.1913, Page 2
i8
Upplitsmillnr, Beltisbönd o fl.
ódýrast hjá
Jóni Sigmundssyni
gullsmið. Laugaveg 8.
Kristján I»orgrímsson
hefir miklar birgðir af Ofnum, Eldavél-
um, rörum, hreinsirömmum o. fl., frá elstu
verksmiðju i Danmörku (Anker Heegaard).
Það er ekkert skrum, að þeBsar vörur taka
langt fram öllum eldfærum, sem flytjast
hingað til bæjarins.
Franski háskólakennarinn nýi, hr. A.
Barraud, hélt fyrsta fyrirlestur sinn i Há-
skólanum i gær. Hann talar á mánu-
d ö g u m kl. 6—7 e. h. um »Yictor Hugo,
poéte lyrique«, en á miðvikudögum kl.
6—7 e. h. um »le Roman Psycbologique
au XIX. siécle. Hr. Barraud er mjög vel
máli farinn, og er liklegt að þeir hæjar-
búar, sem frönsku kunna, noti tækifærið
og hlýði á þessa fyrirlestra, sem frjáls
aðgangur er að.
Fjárhagsáætlun Reykjavíkur. Fjárlaga-
frumv. Rvíkurbæjar kemur fyrir bæjar-
stjórn á morgun. Tekjur hæjarins eru
ásetlaðar kr. 372.794.53 au., og er það
hér um bil 27 þús. kr. meira en í fyrra.
Sá tekjuauki fæst með þvi að hækka nið-
urjöfnun um þessa fjárhæð. — Hækkun á
gjöldum er aðallega á fátækraframfærslu-
lið og þnrfamanna annara sveita og harna-
skólaliðnum.
Smekkleg sýning: Th. Thorsteinsson
hefir látið gera sýningn mikla i gluggum
fatabúðar sinnar í Austurstræti. Stendur
jafnan hópur karla og kvenna fyrir fram-
an gluggann og lofa mjög hve smekklega
öllu er niðurraðað Eru slíkar sýningar
hænum til mikillar prýði, og mundi vel
farið, ef slíkt væri oftar gert hér í bæ.
Sýninguna hefir annast Haraldur for-
stjóri Árnason, sem, eins og kunnugt er,
lengi starfaði erlendis við verzlanir stór-
borganna.
Með Botníu fóru, auk þeirra sem áður
er getið um, frú Ellen Hallgrimsson, er-
lendar jungfrúr 2, Maria Kos og Marg-
rethe Glaser, jungfrú Sigurveig Sveins-
dóttir (Hotel Island), Englendingur einn,
Mr. Aitken, Kathenhöj danskur kaupm,,
og til Yestmanneyja Axel Bjarnason o. fl.
Botnía fór frá Vestmanneyjum i gær-
kvöldi kl. 6'/2. Yeður vont í Eyjnm og
gat hún eigi lokið alveg að taka vörurn-
ar, sem taka átti.
Baron Stjernblad komst loks frá Blöndu-
ósi í gær siðdegis. Er búinn að sitja 7
dagana sæla á Húnaflóa!
Nýja bifreiðin. Orðum aukið kvað bún
hafa verið frásögnin, sem Morgunblaðinu
barst i gær um skemdir á Nýju bifreiðinni.
Ekki orðið meira að en að fjaðrir sprnngu,
en farþega sakaði ekki að neinu. Mjög
orðvar maðnr sagði Morgunblaðinu frétt-
ina, en honum verið flutt hún ýkt.
Marz, botnvörpungur, seldi afla sinn i
Hull fyrir 9000 kr.
Sauðárkróksprestakall er laust. Umsókn-
arfrestur til 18. des. Veitist frá fardögum
1914.
Kirkja er reist í Hafnarfírði, af frikirkju-
söfnnðinum þar, smíði komið það langt,
að prédikunarstóll verður settur í hana i
dag. Hún er 28 álna löng og 16 eða 18
álna breið.
Þjóðkirkjumenn vilja ekki vera minni
menn og eru nú einnig að hugsa um að
reisa sér kirkju.
Gift voru í gær (4. nóv.) Kristján Guð-
jónsson Skram og ym. Kristín Guðmunds-
dóttir, Bræðraborg.
MORGUNBLAÐIÐ
Fálkinn.
Hann fer héðan til útlanda um
miðjan mánuð og kemur aftur eftir
nýárið. Það eru þannig nær tveir
mánuðir, sem engin strandgæzla
verður hér við land. Má geta nærri
hvort botnvörpungar muni ekki nota
sér það tækifæri, til þess að brjóta
lögin og veiða í landhelgi. Þeir
eru líka sjaldan seinir á sér, þegar
»Fálkinn« er farinn og ekkert skip,
er lengur til að gæta þeirra. Vaða
þeir jafnan nær upp í landssteinum
og gera tjón mikið.
Þegar Fálkinn kemur aftur eftir
nýárið, verður Aabye skipstjóri, en
Bistrup, Evers, Albeck og Örsted
honum til aðstoðar.
Hr. Bistrup var hér við mælingar
í sumar í Gilsfirði.
Fisksalan enn.
Rangar vogir.
Maður keypti lúðu, sem seljandinn
kvað vera 9 pund, en sem reyndist
vera 7 7/io pd. þegar hún var vegin
á rétta búðarvog. Ennfremur var
stúlku seld önnur lúða er vóg 5 pd.,
en var að eins 4 3/10 pd. á rétta vog.
Yfir þessu var kvartað við seljendur
og skiluðu þeir aftur mismuninum.
Kaupendurnir kvörtuðu einnig yfir
þessu við bæjarfógann, ef vera mætti
að hann gæti komið í veg fyrir að
slíkar vogir yrðu notaðar framvegis,
og brá hann þegar við og sendi V.
E. fulltrúa sinn til þess að rannsaka
vogirnar, en þá var salan um garð
gengin og mennirnir á brott. Von-
andi reynir bæjarfógeti að hindræað
slíkar vogir séu notaðar framvegis.
Kaupandi.
I£YIE[MYMDAIíEIKHÚj3IN
Gainla Bíó. Þar var í gær-
kvöldi sýnd mynd sem heitir Vatna-
búinn. Sýnir hún mann sem hefir
vanið sig á að vera svo lengi í kafi
að hann má fremur kalla sjódýr en
mann. Er myndin skemtileg og auk
þess lærdómsrík, því hún er mjög
greinileg. Önnur myndin heitir Kon-
ungsdóttirin indverska. Efnið er í
fám orðum þetta: Greifi nokkur hefir
keypt indverska furstahöll, en í garði
hennar finst kista og í kistunni for-
kunnar fögur stúlk. Með tilstyrk
töframanns tekst að lífga hana, og
er þá svo töfrandi fögur, að greifinn
verður gagntekinn af ást til hennar,
en gleymir unnustu sinni. En annar
maður, vinur greifans, verður einnig
ástfanginn og nemur hana á brott.
Og til að segja ekki of mikið skul-
um vér að eins geta þess, að greif-
anum tókst að frelsa hana úr hönd-
um hans. Þá kemur unnustan heim.
Konungsdóttir fórnar sjálfri sér, er
hún veit hvernig í öllu liggur, og
lætur töframanninn dáleiða sig aftur.
En alla æfi minnist greifinn at-
vikanna sem fegursta draumsins, sem
hann hefir dreymt.
Auk þessa er sýnd gamanmynd:
Kakerlak á ferðalagi, sem allir verða
að sjá.
Auðugasta barn heimsins.
Auðugasta barn í heimi er dreng-
ur að nafni Vinson Walsh Mc. Lean.
Þegar hann fæddist átti hann 400
milj. krónur, og áður en hann vex
svo upp, að hann geti farið að eyða
fé, verður þessi upphæð yfir 800
miljónir. Ef hann skyldi nú verða
duglegur maður og sóaði ekki fé úr
hófi fram, yrði hann um þrítugt
talsvert ríkari en mesti auðkýfingur
veraldarinnar, sem J. P. Morgan
hét, og nú er dáinn fyrir ári síðan.
Fé þetta erfði drengurinn eftir
þau afa sinn og ömmu, en foreldr-
ar hans eru heldur ekki blásnauð,
því eftir þau fær hann 200 milj.
kr. arf.
Þegar Vinson varð þriggja ára var
mikið um dýrðir. Tvö hundruð
börnum heldra fólksins í Washington
var boðið í afmælisveisluna. For-
eldrarnir voru ekki talin með, því
þau komu til þess að gæta barna
sinna. Afmælisgjöfunum rigndi nú
yfir barnið eins og nærri má geta.
Foreldrar hans gáfu honum full-
komna eftirlíkingu af stærsta skipi
heimsins sem þá var Lusitania, með
gufuvélum, loftskeytaáhöldum og
raflýsingu. Kostaði gripurinn 10,000
dali (ca. 40,000 krónur). Auk þess
voru honum gefnar flugvélar, neðan-
sjávarbátar, brúður sem gátu talað,
hvolpar, ketlingar, hermenn úr líni
sem gátu gengið, grammofón, járn-
braut með öllu tilheyrandi, svo og
gufuvagn, fólks- og flutningsvögnum
og játnbrautarstöð. Auk als þessa
bárust honum einnig óteljandi mun-
ir aðrir, og kostaði þetta alt mörg
hundruð þúsund krónur. Drengur-
inn hefir 14 herbergi til þess að
leika sér í. Þar var nú öllum þess-
um gripum komið fyrir auk þeirra,
sem hann átti fyrir og geta menn
getið sér nærri, hvort ekki hefir ver-
ið glatt á hjalla þar á afmælisdaginn.
Dýrasta leikfangið sem Vinson á,
er bifreið sem hann ekur i, aftur á
bak og áfram, um þessi 14 herbergi
sín. Vagnin er að fullu og öllu
eins og þeir vagnar, sem notaðir eru
til fólksflutninga. Sætin eru dún-
mjúk, og allur er vagninn fóðraður
innan, til þess að ekki skuli fara illa
um piltinn, ef hann skyldi sofna þar
í ógáti.
Gripur þessi var smíðaður í París,
og kostaði, með flutningsgjaldi, 165
þús. krónur.
Mc. Lean fjölskyldan á fjórar
geysistórar og skrautlegar hallir, sem
hún býr i til skifta. A milli þeirra
er óravegur, og er því allur farang-
ur fluttur á járnbrautarvögnum, og i
hvert skifti eru margir vagnar ein-
göngu hlaðnir leikföngum Vinsons
litla.
Auk þessa, sem hér hefir nefnt ver-
ið, má geta þess, að hann á fimm
barnfóstrur, sem gera ekkert annað
en hlýðnast keipum hans; því það
er auðvitað, að ekkert má láta á
móti auðkýfingnum. Fjórir varð-
menn gæta hans nótt og nýtan dag.
Rúmið hans er úr gulli; kostaði það
200 þús. krónur, og var einu sinni
í eign Leopolds Belgíu konungs.
Tvisvar hefir verið gjörð tilraun
til þess að nema Vinson litla á brott.
Bófafélagið »Svarta höndin«, sem
nú um nokkura ára skeið hefir drýgt
klæki sína í stórborgum Ameríku,
veit vel hvers virði drengurinn er.
Ef félagið gæti klófest hann, mundi
það fá í lausnargjald hvað sem það
heimtaði. En drengsins er vel gætt,
svo það eru litlar líkur til þess að
honum verði stolið.
Skósmiðir!
Munið eftir skógarninu í
Veiðartæraverzluninui
„Verðandi“
Álnavara
laudsins stærsta, bezta og
ódýrasta úrval.
Sturla Jónsson
Laugaveg 11.
Hvítar, svartar eikarmálaðar. Likklæði.
Likkistuskraa’. Teppi lánuð óbeypis i
kirkjuna.
Eyv. Árnason.
Trésmíðaverksmiðjan Laufásveg 2.
Uppboð
verður haldið á frakkneskum skips-
bát við' frakkneska spítalann hér,.
föstudaginn þ. 7 kl. 12 á hádegi.
Bæjarfógetinn í Reykjavík.
Regnkápur
fá menti lang ódýrastar hjá
Jóni Zoeg*a
Bankastræti 14.
*£rúlofunarfíring ar
vandaðir með hvaða lagi sem menn
óska, eru ætíð ódýrastir hjá
Jöiii Sigmundssyni
gullsmið. Laugaveg 8.
Margarine
hið marg eftirspurða er nú komið
aftur i verzlun
Jóns Zoega.
50 aura pundið.
Taða og stargresi fæst keyptr
Afgr. vísar á.
Peningabudda með 12—16
kr. tapaðist í gær á leið frá Vestur-
götu niður i Edinborg. Skilvís finn-
andi skili henni á afgreiðslu Morg-
unblaðsins.
Bókaskápur og búðar-
skilti til sölu. Ritstj. vísar á.
Ágætt herbergi til leigu, með
eða án húsgagna, i Þingholtsstr. 22.
Restir
af stumpasirsi seljastnæstu
viku á að eins 1 krónu pnndið á
á Laugaveg 63.
Jóh. Ögm. Oddson.