Morgunblaðið - 10.11.1913, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 10.11.1913, Qupperneq 2
42 MORGUNBLAÐIÐ eða þeim staðnum. Ferðirnar séu auglýstar reglulega, svo lengi sem nægir farþegar bjóðast o. s. frv. Ef þetta fyrirkomulag yrði haft, gæti enginn kvartað, en allir yrðu ánægðir og gætu fyllilega reitt sig á ferðirnar. Hafnarf. 8/u. 1913. S. — 10. f. — SmáYegis víðsvegar að, Skipstjórinn á »Fram«, hinu nafn- kunna skipi, sem Nansen sigldi í Norðurskauts-leiðangri sínum og Amundssen til Suðurskautsins, hefir símað frá Colon, að hann muni að líkindum sigla um Panamaskurðinn í næsta mánuði. Tveir svertingjar gerðu uppreist i bænum Fayette (Norður-Ameríku) fyrir skömmu síðan. Óðu þeir sjóð- bandvitlausir um alla borgina og skutu með skambyssutn á hvern, sem varð á vegi þeirra. Drápu þeir 13 menn og særðu sex. Að lokum voru þeir handsamaðir og drepnir án dóms og laga, en likin siðan hengd á járn- brautarstöðinni, öðrum til viðvörunar. VoOalegur stormur æddi yfir Alaska í fyrra mánuði. Fimm hundruð hús í borginni Nome fuku og fjöldi annara húsa skektust, svo að þeim liggur við hruni. Skaðinn er met- inn D/a miljón dollara. Frá »mið8töð« i Paris. Fjórtán símameyjar og tvær umsjónarkonur við talsima borgarinnar eru ákærðar fyrir að hafa hjálpað kornsala nokkr- um til þess *að snuða keppinauta sína. Málin standa yfir þessa dagana. Viöa er pottur brotinn. Metcalf, sem lengi var forstjóri Atlantic Nationalbankans í New-York, hefir verið varpað í myrkvastofu fyrir fjár- drátt. Hann hefir stungið i sinn eigin vasa 200.000 doll. af bank- ans fé. Kvenréttindi. Enskar konur berjast fyrir frelsi sínu með oddi og egg og þó af lítilli fyrirhyggju. Hafa þær gert sig að götuskríl og spilt mál- stað sinum stórum. En hitt er virðingarvert, er konur neyta allrar orku til þess að standa karlmönnum jafnfætis í hverju sem er. Nii hefir norsk skúlka, Anna jensen að nafni, fetað í fótspor Þuríðar formanns og gerst sjómaður. í vetur æfir hún sig á hverjum degi í leikfimi og aflraunum og verður svo háseti á skipi þegar vorar. Eftir hálft þriðja ár ætlar hún sér að ganga á stýri- mannaskóla. Og eftir nokkur ár væntir hún þess að verða skipstjóri. Dýr kálfur. Á landbúnaðarsýn- ingunni, sem haldin er árlega i Buenos Aires, var i haust seldur bolakálfur fyrir 133.136 kr. og er það hæzta verð, sem nokkur naut- gripur hefir selst fyrir. Hann heitir Americus, er að eins 19 mánaða gamall, en vegur þó rúm 2000 pd. Svo mikils þótti um þessi kaup vert, að bæði seljandi og kaupandi voru bornir á gullstóli aftur og fram um torgið. Til skýringar á simskeyti því er birtist í Morqunblaðinu í gær, skulum vér með fáum orðum minnast á Tammanyhringinn. Hann er stofnaður í New-York árið 1789, sem góðgerðaklúbbur. Er hann kendur við hús það, er hann hélt fundi sína í og hét Tammany Hall. Síðar tók hann að sér afskifti opinberra mála og 1860 fengu þeir félagar mikilsverð embætti í borgar- stjórn New-York. En skjótt varð sú raun á, að þeir kunnu ekki með völdin að fara. Þó héldu þeir þeim um tíu ára skeið og höfðu þá stofn- að bænum í stórskuldir. Var reynt að koma fram ábyrgð á hendur þeim, en þeir gátu skotið sér undan. 1889 komust þeir aftur til valda og 1892 var einn þeirra manna í kjöri við forsetakosningu. 1894 biðu þeir ó- sigur og hafa síðan haft sig minna í frammi, þangað til nú, að þeim skýtur aftur upp á hæstu stöðum. Hvernig á eiginmaður- inn að vera? Svar nr. 2. Það er maðurinn, sem ann þvi góða og berst fyrir því, veqna hins góða. Eg ann manninum mín- um af því að hann þorir að horfast í augu við sannleikann, og talar aldrei á móti sannfæringu sinni. Stór, sterk- ur og fríður má hann til að vera — og kurteis við kvenfólkið. Eiginkona. Hrekkur. Fyiir all-skömmu kom heldri maður nokkur inn í búð gimsteina- sala i París, og bað kaupmanninn að selja sér hálsband úr perlum. Maðurinn var með hægri hendina i fatla, en var vel búinn og hafði þjón með sér. Kaupmaðurinn sýndi hon- um vöru sína, og keypti maðurinn eitt hálsband og kostaði það sex þúsund franca. En þegar hann ætl- aði að |borga það, vildi svo illa til, að hann hafði ekki nóg fé á sér. Honum þótti þetta sýnilega miður. Eins og þér sjáið, mælti hann við kaupmanninn, þá er eg hand- lama og get því ekki skrifað. Vild- uð þér nú ekki vera svo góður að skrifa konunni minni fyrir mig og biðja hana að senda mér peningana. Svo læt eg þjóninn minn hlaupa með bréfið. Eg skal með ánægju gera það, sagði gimsteinasalinn og greip skrif- færin. Og svo las maðurinn hon- um fyrir: »Elskan minl Gerðu það fyrir mig að afhenda þjóninum 6ooofranka. Mér liggur á peningunum. Eg ætl? að koma með nokkuð þér á óvart. Þinn )acques«. Kaupmaðurinn skrifar. Jacques! segir hann, það er skrítið. Við erum þá nafnar! Það lítur svo út, segir komumað- ur, og afhendir þjóninum bréfið. Hann fer og kemur aftur innan lít- illar stundar, með sex þúsund-franka seðla. Komumaður fær nú háls- bandið og fer síðan brott. Gimsteinasalinn fer skömmu siðar heim til að borða. Hann var í ágætu skapi, því jð verzlunin hafði gengið vel þann daginn. Konan tók á móti honum í dyrunutn. Hvað er það, sem á að koma mér á óvart? spurði hún og bar ótt á. Við hvað áttu? Þú sendir hingað áðan eftir 6000 frönkum og lézt þess um leið getið, að þú ætlaðir að láta eitthvað koma mér á óvart. Nú fór kaupmaðurinn að skilja samhengi málsins. Hann þaut eins og eldibrandur til lögreglunnar. En hún hefir ekki ennþá fundið dýr- gripinn. Móðurlausa barnið. Fátæk kona býr í litlu þakherbergi í stóru húsi. Hún lifir á því að þvo fyrir fólk. Allan daginn, frá morgni til kvölds, stendur hún við þvotta- balann og kemur ekki heim nema tvisvar á dag, sem allra snöggvast, til þess að vitja um barnið sitt, sem hún lokar inni i herberginu. Því að hún er svo fátæk, að hún getur ekki keypt sér hjálp, og barnið verðurað sjá um sig sjálft meðan hún er burtu. Svo er það einn morgun, skömmu eftir það að konan er farin að heiman, að barnið langar til þess að komast út. Hurðin er auðvitað læst, og þó að hún væri það ekki, þá kæmist barnið samt ekki út um dyrnar, því að það er svo lítið, að það nær ekki í snerilinn. En það er annar vegur til undan- komu, — glugginn. Barnið kemst upp á borðið og getur opnað glugg- ann. Nú er vegurinn opinn og óvit- inn fer út. Frá húsinu hinu megin við göt- una sézt þessi atburður. Fólkið verð- ur gagntekig af skelfingu. Innan fárra mínútna er búist við því, að barnið liggi niðri á strætinu blátt og blóðugt, líkara öllu öðru en lifandi veru. — En hvað skeður? Fötin festast á þakrennunni og barnið hang- ir þar i lausu lofti. Á götunni hefir safnast saman múgur og margmenni að horfa á þessa hryllilegu sjón. Á hverri mín- útu er við því búið að barnið losni og hrapi niður á steinlagt strætið. Sumir hlaupa eftir stigum en aðrir hljóða og biðja fyrir sér. Þá er opn- aður gluggi uppi undir þakbrún og sterkleg hönd seilist út og nær barn- inu. Það er frelsað. Nú keppast allir við að fá að sjá það, og allir vilja vera því eins góðir og hægt er. Frú, sem býr á þriðja lofti, læt- ur sem hún hafi aldrei til þess vitað, að barnið hafi verið einsamalt uppi í þakherberginu. Hún tekur það inn til sín, og þar á það nú að vera hér- eftir, meðan móðir þess er úti að vinna. Þessi saga gerðist að vísu ekki hér í bæ, en hún er sönn. Og er menn lesa þetta, þá muna menn eftir myndinni, sem sýnd var í »Nýja Bió« nú fyrir skömmu. Þar var lika barn, sem klifrað hafði út á húsþakið meðan móðir þess stutta stund var vant við látin. C=3 DAGBÓE[IN. ----------------------- Prk. Ólafía Runólfsdóttir. Sesselja Þorsteinsdóttir. Andrés Fjeldsted augnlœknir, 38 ára. Q-ísh Halldórsson trésmiður, 43 ára. Þórður Þórðarson Laugarnesi. Morgunblaðið. Af því var í gær borið út til áskrifendu og selt á strætum bæjarins 1893. Blaðið var 8 siður og fullar 5 sið- ur af þvi lesmál. Mun það nýung vera fyrir bæjarbúa, að fá svo stórt blað fyrir 65 aur. á mánuði heim til sin eða 3 aura á götunum. Yér þökkum bæjarbúum og öðrum fyrir þær góðu viðtökur, sem þessi tilraun til þess að koma hér á góðu dag- blaði hefir fengið alment og mnnnm vér reyna eftir mætti að gera blaðið svo úr garði að sem flestum liki. Sturla kaupm. Jónsson hefir látið gera gluggatjöld fyrir búðargluggasina áLauga- veg 11, sem vekja mikla eftirtekt fólksinsr sem framhjá gengur. Eru það auglýsing- ar um varning þann, er þeir bræður Sturla og Friðrik verzla með, og þykir prýða vel. Veðrið i gær var fallegt, logn um land alt, nema andvari á Akureyri og Seyðis- firði, heiðskirt i Rvik og á ísafirði, hálf- heiðskirt á Seyðisfirði annars ,skýjað. Hitastigin voru 3.00 i Rvík. 0.4 á ísafirði, 1.5 á Akureyri, 4.5 á Q-rimsstöðnm, 1.1 í Yestmanneyjum. Háflóð er i dag kl. 3,16 Sólarupprás 8.40 og sólarlag 3.42. Hafnarfirði. Nýju kvikmyndahúsi er verið að koma þar á. Búist við að sýn- ingar hefjist um næstu mánaðamót. Austurvöllur. flann var vatni ausinn alla nóttina og sunnudaginn með, en sást hvergi að völlurinn vöknaði. Stjórnar- meðiimir skaotafélagsins stjórna vatns- austrinum, og er sagt, að sumir þeirra séu farnir að örvænta. Ausið bara, bræður og systur, og gefist eigi upp fyr en gamli Bertel stendur undir hendur i vatni! Ann- ars kvað nú vera bezta skautasvell í kjöllurum húsanna kring um völlinn. Pistill sá, sem vér birtum i blaði vorm í dag úr Hafnarfirði, mun mörgum Reyk- víkingum þykja fróðlegur. Það er ótrú- legt hve bæjarbúar vita litið um það, sem er að gerast i kaupstaðnum i nánd við höfuðstaðinn. En framfarir eru þar miklar. Skautasvell var ágætt á Tjörninni i gær og mikið notað af yngra fólki bæjarins. Virtust margir vera þar »á hálum braut- um kærleikans* og var gleðskapur mikill á isnum. Skauta-íþróttin á hér marga góða vini, sem nota hvern dag er gefst til skautaferða. Ceres kom til Yestmanneyja kl. 3‘/2 siðd. igær. Væntanleg hingað um hádeg- isbilið. Trolle skipstjóri brá sér til Vestmann- eyja í fyrradag — með bifreið til Hafn- arfjarðar og á fiskiskipi þaðan út i Eyjar Væntanlegur hingað til bæjarins með Cer- es i dag. Látin er i gær, 8. nóvbr., I n g i b j ö r g Magnúsdóttir, kona Guðjóns alþing- ismanns Qnðlaugssonar i Hólmavlk. Hún varð 66 ára. Hafði legið rúmföst 2—3- vikur áður en hún dó.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.