Morgunblaðið - 12.11.1913, Side 2

Morgunblaðið - 12.11.1913, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ -----■ D AGBÓIJIN. 1= Afmæli 12. nóv. Magnás Helgason skólastj. 56 ára. Pétnr Hjaltested stjórnarráðsritari 48 ára. Lárus Lárusson verzlm. 48 ára. Sigurgeir Finnsson 43 ára. Dáin: Ekkja Halld. Elíasdóttir, Njálsg. 13. 49 ára gömul. Dó í gær. Veðrið i gær var hálfleiðinlegt. Bleytu- kafald um morguninD, en úrkomulaust seinni part dags. Himinn alskýjaður um land alt vindur, ekki mikill. Hitastigin voru: í K,vk.-f-1.3. YeBtm. eyjum-|-1.5. Ísafirði-í-l.l. Akureyri-i-1.2. Grimsstöðum-r-3.0. Seyðísfirði -J-0.2. Háflóð er í dag kl. 11,24. síðd. Sólarupprás 8.46 árd., sólarlag 3.35 síðd. Hlutavelta Ungmennafélagsins gekk held- ur hærilega í fyrrakvöld. A að gizka helmingur komst inn af þeim sem ætluðu, enda var rækiiega auglýst: götuauglýsing- ar hlemmistórar og marglitar, fregnmiðar frá Bárnbúð flugu út, bifreiðin þaut um göturnar með trúðbúnum hljóðabelgjum, flugeldarnir þntn út í geyminn, ljóslet- ursauglýsingarnar voru bornar um strætin, máluð spjöld héngu hér og þar. — Inni lék alt í lyndi, aliir keptust um að draga — og meira bar á ánægju þeirra sem hreptu Llendingasögur, haframélssekki, kolaskippund og annað þess háttar, en hinum sem »núllin< hlutu. — Ungmenna- félagið á, og á að eiga ítöb i hugum manna, en þá á það iiba að vera duglegt! Utanför. Jes Zimsen ræðismaður ætlar að bregða sér »út yfir pollinn* einhvern tíma bráðum. flugsar hann sér að ferð- ast á botnvörpungnum »Apríl« og er bú- ist við að skipið sæki hann hingað mjög bráðlega. Sú fregn gekk um bæinn i gær, að ræðismaðurinn færi utan til þess að taka við forstjórastöðu fyrir h.f. P. J. Thor- steinson & Co. hér i bænum. Morgunblaðið átti viðtal (1 síma) við Zimsen I gær, og kvað hanD engan flugufót vera fyrir fregn þessari. Marz. Botnvörpuskipið Marz kom i gær frá Bretlandi og hafoi selt afla sinn í Hull fyrir 502 sterlingspund. Hafði fengið ágætis veður frá Bretlandi hingað —tæpa 5 daga ferð. Bragi, botnvörpungur Thorsteinssons bræðra, kom inn í gærkvöld með um 600 kitti af fiski. Per hann áleiðis til Hull i dag og með honnm Gunnar cand. Egils- son frá Yestmannaeyjum. Hljómleikar. Undir stjórn Brynjólfs Þor- lákssonar verða í kvöld hljómleikar. Er þar góð efnisskrá og fjölbreytt, bæði karlakór, karla og kvennakór, einsöngur (hr. Símon Þórðarson) og harmoniumspil Brynjólfs sjálfs. Leikur Brynjólfur m. a. lög eftir Chopin, Schumann, Grieg og Hassenstein. Má búast við góðri skemtun í Bárubúð í kvöld. Gamla bifreiðin fór á sunnudaginn suður i Kefiavík með Gnnnlaug Claessen læknir, sem sóttur, var til sjúks barns snður i Höfnum. I ferð með Gunnl. voru þeir Arent Claessen kaupm. og Ólafur Björns- son ritstj. Fór bifreiðin. undir stjórn Jóns Sigmund8Sonar, á 1 ’/« kl.st. frá Kvík til Keflavikur og mnn það vera hröðust ferð, sem farin befir verið milli bæjanna Um kvöldið skrapp bifreiðin með nokk- ura Keflvikinga inn i Njarðvikur en i því ferðalagi bilaði tannhjól eitt, svo að hún komsl ei úr stað. Er hún nú suður í Njarðvíknm vafin seglum, en »stranda- glóparnir< komu á Ingólfi i fyrradag. Yerðnr bifreiðin sjálfsagt i lamasessi viku- tima og guð má vita hvort hún kemst það fyr en með vorinu, ef snjóar verða slíkir, sem spáð er! Verzlunin Víkingur. Vefnaðarvöru verzl- unarinnar »Víbingur* á Laugaveg 5 hefir frú Rasmus nýlega keypt. Er þar haldin útsala þessa dagaDa — eins og sést annars- staðar i blaðínu — og alt á að seljast. Geta margir gert þar góð kaup. Síra Matthías fekk heila legió samúð- arskeyta á afmæli sinu i gær víðsvegar að, flest á íslenzku, en frá Meulenberg presti á latínu. I gærkveldi var honnm haldið dálitið samsæti af ýmsum vinum hans, körlum og konum 50—60 alls. Hafði verið til þess efnt af skyndingu og því eigi ráðrúm til að hafa það; fyrir »alþjóð«, svo sem þó hefði æskilegast verið, með þvi, að Matt- hias er alþjóðar eign. Vigfús Sigurðsson. Grænlandsfarinn kominn heim. Hann kom með Ceres í fyrradag landinn, sem gekk með Kock um þvert Grænland í sumar. Höfðu þeir félagar farið frá Akureyri þ. 7. júli 1912 og komið til Danmerkur- hafnar á austurströnd Grænlands þ. 21. júlí. Þaðan héldu þeir inn í landið að skriðjökli sem »Storströmm- en« kallast, og reistu þar hús sitt. Þar bjuggu þeir um veturinn 1912 til 1913, en fóru þaðan alfarnir þ. 20. apríl. Gengu þeir svo vestur allir fjórir, þeir Kock, dr. Wegener, Larsen og Vigfús, og komust í bygð á vesturströndinni þ. 15. júlí þ. á. Var það að »Pröven« — iitlu skræl- ingjaþorpi á 72. stigi norðurbreíddar. Ferðalagið gekk mjög misjafnt — eftir veðráttu og landslagi. Samt höfðu þeir að jafnaði gengið um 15 rastir á dag — svo vel hefir þó verið haldið áfram. Með þeim félögum var einn ísl. hundur og 16 hestar. Hestana skutu þeir, er fóðrið tók að þverra og hundinn urðu þeir að drepa — og éta sjálfir — skömmu áður en þeir komu til »Pröv- en«. Voru þeir þá mjög þjáðir orðnir af hungri og ekki gott að vita hvernig það farið hefði, ef ekki hefðu þeir haft »seppa«. Annars sagði Vigfús Mortrunblaðinu, er vér fyrstir manna buðum hann velkominn heim, að mat hafi þeir ætíð haft nógan, nema síðustu dag- ana. Og hann bætti við: »hund- urinn var ágætur á bragðið«. — Frá Grænlandi fóru þeir áleiðis heim þann 22. sept. og komu til Khafnar þ. 18. okt., eftir 26 daga sjóferð. Var þeim þar haldin veizla mikil, og var yfir höfuð mikið um dýrð í Danmörku við heimkomu þeirra. Yalurinn veiðinn. Valurinn var í fyrra kvöld á leið frá ísafirði hingað til Reykjavíkur. Um miðnætti skaust hann inn til Ólafsvíkur og hitti þar þrjá botnvörp- unga og einn þeirra i landhelgi. Hann var ljósalaus og við veiðar. Valurinn brá ljósum sinum yhr söku- dólginn og sendi þegar þrjá vopnaða menn út á skipið. Var skipið her- tekið og komið með það til Rvíkur í gær kl. hálf tvö síðd. Skipið heitir Edinburgh Castle, eign Waverley S. T. Co. í Grímsby og var réttur haldinn á varðskipinu kl. 3 i gær. Skipið var sektað um 1800 kr. og afli og veiðarfæri ger upptæk. — Mikill fiskur var í skip- inu. Hann er fengsæll, Valurinn, i árl Hefir hann nú náð 32 söku- dóigum á tæpum 8 mánuðum. IíANDAI^ EIpLBNDIjE) | Viqfús Sis’urðsson Grænlandsfari var af konungi sæmdur verðlaunapeningi úr silfri um daginn. Hann var og heiðursgestur i veizlu, sem danski innanríkisráðherrann hélt Grænlands- förunum í Khöfn. Mælti Daniel Bruun þar fyrir minni Vigfúsar, en dr. Valtýr þakkaði fyrir hans hönd og mintist Danmerkur. Pétur Jónsson, söngmaðurinn góði, hefir fengið lof mikið í þýzkum blöð- um fyrir söng sinn í fjöllistaleikhúsi í Berlinarborg. Ráðgerir hann að syngja þar áfram fram yfir nýjár. Sóffvarnarmeðafíð Desinfecfor gefa menn sefíð fengið í rakarasfofunni í Jfafnarsfræfi 16. Hinn fjeimsfrægi Cobden- vindill fæst hvergi nema hjá okkur. Sömul. mælum vér með: Cervantes, La Corona, Maréchal Niel, Yurac Bat o. fl. o. fl. H.f. P. J. Thorsteinsson & Co Kex og Kafflbrauð er altaf lang-bezt í Liverpool. Nýútkomin póstkort af Einari Péturssyni á bátnum, sem Valurinn tók herfangi 12. júní 1913, fást í bókaverzl. ísafoldar, Arinbj. Sveinbjarnarsonar, Sigf. Eymundss. og Guðm. Gamalíelssonar. E^YIEJMYMDADEIKHÚjSIN Nýja Bíó sýndi í gærkvöld mynd frá dögum Napoleons mikla. Hefst hún með því að frá París er sendur hraðboði á fund hersins, sem um þær mundir er suður á Ítalíu, og á að flytja þangað peninga. En á leið- inni er vagninn rændur af þorpur- um nokkrum. Nást þeir allir, að einum undanteknum. En í hans stað er saklaus maður handsamaður, dæmdur til dauða og líflátinn. Myndin er leikin af alþektum frönskum leikurum, og er svo eðli- leg og blátt áfram að áhorfendum hlýtur að finnast að þeir séu sjónar- vottar atburðanna. GamlaBíó. AstPierrots. Sjón- leikur i 3 þáttum. Ziska og Tucci voru æskuvinir og störfuðu bæði við sama leikhús. Kvöld eitt verður Stan- islaus greifi ástfanginn í Ziska og vaknar þá afbrýði Tuccis. En Ziska er einnig ástfanginn í greifanum, og þó henni falli það sárt, þá verður hún þó að snúa bakinu við Tucci. Myndin er bæði fögur og efnis- rík. Frú Psilander og Einar Zang- enberg leika aðalhlutverkin af sinni alkunnu snild. Mun óhætt að telja þessa mynd með því bezta, sem sýnt hefir verið á kvikmyndaleikhúsunum hér. Nýjir ávextir kornu með „Ceres“ í Nýhöfn. ■i DEIG-A Gott herbergi með húsgögn- um og rúmi fyrir einhleypan, ósk- ast leigt nú þegar. Menn snúi sér til skrifstofu E. Chouillou, Hafnar- stræti 17. Dansíeikur í Skautaféíaginu laugardoginn 15. nóvbr. kl. 9 e. h. á Hotel Reykjavík. Félagar vitji aðgöngumiða í Bóka- verzlun ísafoldar fimtudag og föstu- dag. Púður bæjarins bezta og ódýrasta komið aftur í verzlun h.f. P. J. Tborsfeinsson & Co (Gobtfyaab). Ávextir og Kálmeti komið í Liverpool svo sem: Hvítkál Appelsínur Rnuðkál Epli Gulrætur Vínber Rauðbeður Purrur Selleri Laukur Kartöflur. Aldan Fundur i kvöld kl. 8x/a í Bárubúð.. Fé'.agsmenn beðnir að mæta. Stjórnin. Stúlka, 13—16 ára, óskast fc vist nú þegar. Frú Krogh, Schoushús.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.