Morgunblaðið - 15.11.1913, Síða 2
62
MORGUNBLAÐIÐ
sat ístrubelgur nokkur með glóandi
demantshringa á hverjum fingri, de-
mantsprjón i hálsbindinu og stóra
og langa gullfesti við úrið sitt.
Hr. ritstjóri I kallaði járnbrautar-
þjónninn. »Þessi maður segir að
hann sé aðstoðarmaður við blaðið
yðar*.
»Alveg rétt, alveg rétt«, svaraði
ritstjórinn. »Nú, hvernig hafið þér
það, herra minn?«
Járnbrautarþjónninn bað afsökun-
ar á tortrygninni og flýtti sér burt
sem mest mátti hann, en blaðamað-
urinn hneig niður í bekkinn og lof-
aði Guð fyrir að hafa sloppið svona
vel úr klípunni.
»Eg skil þetta hvíslaði auðkýfing-
urinn, en eg skal segja yður nokk-
uð: Eg ferðast einnig ókeypis með
járnbrautinni*.
»En, herra ritstjóric stamaði mann-
garmurinn.
»Hvaða bull er þetta! Eg er als
ekki ritstjóri. W. slátrari frá Bost-
on. Gleður mig að kynnast yður,
herra minnlc
Hjá fótbrotna manninnm.
Vér gátum þess í blaði voru í
gær, að maður nokkur, Þórólfur
Bjarnason, hefði fótbrotnað í hálk-
unni í Asturbænum.. »Mor%tinblað-
ið» — og sjálfsagt marga lesenda
vorra — langaði til þess að heimsækja
hinn slasaða mann á heimili hans á
Skólavörðustíg, og þó oss fyllilega
væri ljóst hver hætta gæti stafað af
slíku langferðalagi á þessum tímum
árs, þegar nær allur bærinn er gler-
háll og öll stræti sandlaus, þá réð-
um vér samt af að senda mann til
heimilis Þórólfs, svo lesendur vorir
fengju nákvæmar fregnir af slysinu.
Eftir langt fundarhald meðal ritstjórn-
armanna og miklar bollaleggingar,
var loks kosinn hinn fóthvatasti
blaðamaður, er vér áttum völ á —
maður, sem talinn er fær í flestan
sjó — og á alla ísa og hálku, þó
sandlaus væri. Fór hann frá skrif-
stofunni um hidegisbilið, áleiðis
austur í bæ — en öll ritstjórnin,
sem eftir var heima, beið með óþreyju
símskeytisins frá honum um að nú
væri hann »lentur« á Skóhvörðu-
stíð 45 hvorki fót- háls- eða hand-
leggsbrotinn. —
Er það frá blaðamanninum að segja,
að ferðin upp Bankastræti gekk vel, því
þar hefir verið borinn sandur á gang-
stéttina eftir að Morgunblaðið fyrst
allra blaða vakti máls á því. Telj-
um vér oss þar hafa unnið þarft verk
Var margt manna á strætinu, sem
fyrst nú eftir margra daga inniveru
hætti sér niður í bæ. En Skóla-
vörðustígurinn lá auður og yfirgef-
inn af öllu nema hálkunni. Eitt
einasta glerhált svell, sem jafnvel
hinum fótvissa blaðamanni stóð ugg-
ur af. »Hér er eitthvað að«, hugs-
uðum vér. íbúðarhús á báðar hliðar
— en engin Jsála á götunni! Jú,
þegar ofar kom á stíginn mættum
vér einni af yfirsetukonum bæjarins
í regnkápu, með mannbrodda á fót-
Leir- og glervörubúðin
í Kolasundi
hefir með aukaskipinu fengið talsvert af vörum í viðbót við það, sem
áður var komið með »Ceres«. Þar er svo margt fallegt, að margur mundi
sér kjósa sem jólagjöf.
Lítið því inn I Kolasund, og rennið augum á vöruna, og vitið
hvort of mikið er mælt.
Reykvikingar!
Þegar þér komið til Hafnarfjarðar, hvort heldur skemtiferð eða í
áríðandi erindum, þurfið þér að fá hressingu. Hana getið þér fengið á
HOTEL HAFNARFJÖRÐUR
fullkomnasta hoteli bæjarins,
Heitur matur og kaldur allan daginn, kaffi og allskonar öll, einnig
næturgisting.
Reykjavíkurveg 2. Talsimi 24.
Steinlausar
rúsínur og sveskjur
um og tösku i hendi. Hún leit til
vor eins og hún vildi spyrja. Hvað
an kemur þú? Því við vorum ein
tvö á stígnum. Auðvitað hefir hún
eigi síður en vér, haft áríðandi erindi
á Skólavörðustiginn — erindi, sem
undir engum kringumstæðum gat
beðið. Hún; hvarf inn í húsið og
um leið og hún opnaði dyrnar heyrð-
um vér smábarn gráta inni í húsinu.
Hún var lika i sjúkraheimsókn.
Vér héldum áfram — stauluðumst
fram með grjótgarðinum og gripum
hendinni við og við i stórgrýtið er á
stígnum lá.
í gluggum og dyrum húsanna
stóðu konur og börn þeirra og litu
út á hálkuna. Börnin voru með
skólatöskur á herðum — tilbúin að
fara í skólann undir eins og sand-
vagninn kæmi. En hann kom ekki
— og er vist ókominn enn. Mæð-
urnar andvörpuðu þungt, en börnin
hlóu i hjörtum sínum yfir »frídeg-
inum«, þvi þau komust ekki í menta-
stofnanirnar.—
Vér vorum nú loks komnir i hús-
ið nr. 45, þar sem Þórólfur Bjarna-
son liggur í sárum eftir slysið um
daginn.
Hann var hress vel, en verður
rúmfastur í minst 14 daga enn.
Hafði hann dottið á svellinu fyrir
framan heimili sitt og brotið annan
fóttinn. Hann býr þar með móður
sinni aldraðri, og ersjómaður. Þór-
ólfur var kátur vel og kvað það vel
gert af Morgunblaðimu að hefja máls
á mannhættu höfuðstaðarstrætanna.
Kvað það hafa verið hepni, að
ekki verra slys hlaut af hálkunni —
Zinkhvíta,
Blýhvíta,
Fernisolía og
Terpintína
er bezt og ódýrast í
Edinborg-.
Stúlka
sem vill nema ensku, með annarri,
hjá ágætum kennara, gefi sig fram
sem fyrst við ritsjórann.
því vel hefði hann getað dottið svo
illa, að eigi hefði hann aftur staðið
upp. En vér kvöddum Þórólf og
óskuðum honum bráðs bata, og að
kominn væri sandur á strætin, er
hann aftur kæmist á kieik.
Carol
Hvernig á eiginmaður-
inn að vera?
Svar nr. 6.
Eiginmaður á að vera fremur hár
vexti, dökkhærður með ljóst skegg,
og ljósar augabrýr. Hann á að vera
með dökkbrúnt annað augað en grátt
hitt.
Hann á að vera mikiil glímumað-
ur og mjög sterkur og liðugur.
Hann á að geta lifað af íþróttum
sínum, svo að hann þurfi ekkert að
gjöra.
Hann á að hafa eina vinnukonu
og svo eina barnfóstru, svo að við
hjónin getum altaf verið úti, og við
þurfum ekki annað en að koma
heim bara til að borða.
Hann á að faia með mig í leik-
húsið, einkum þegar Jens B. Waage
og Guðrún Indriðadóttir leika.
Hann á að kaupa sér vetrarseðil að
skautasvellinu fyrir okkur (það er að
segja) pegar búið er að búa það til
á Austurvelli svo að við gætum rent
okkur þar á skautum á kvöldin.
Hann á aldrei að neyta neins tó-
baks og aldrei að drek'ka áfengt vín.
Hann á altaf að fara með mig í
»Bíó« og altaf að vera með mér á
dansskemtunum.
Hann á að elska mig mjög mik-
ið, og þá líkaði mér nú lífið. Og
ef minn maður væri svona væri
hann sá bezti.
Magga litla.
1=3 DAGBÓIflN. C=I
Afmælíjl5. nóv.
Gnðrón Jónsdóttir húsfrú.
Jóhanna Einarsdóttir húsfrú.
Margrethe P. A. Gndmundssen.
Steinnnn Thorsteinsson.
Heigi Teitsson hafnsögnm. 57 ára.
Helgi Jósefsson trésm. 46 ára.
Auglýsing: I saumavéla-auglýsingn hr.
Th. Thorsteinssonar i blaðinu i gær, var
mÍ8prentað. J?ar stóð —1. jan. 1912 voru
notaðar als 1314 miljónir þessara heims-
frægu véla. En það átti að vera l3/*,
miljón. Þetta er tekið frem til þess að
forðast allan misskilning.
£ Naut á svelli. I Hafnarstræti tóku menn
í gærmorgnn eftir að naut var leittútúr
portinn hjá Gnnnari kaupm. Gunnarssyni
og austur i bæ. Vorn tveir menn með
nantið, sem i staðinn fyrir »mannbrodda«
var vafið tuskum nm klaufirnar. Ferðin
gekk ógreitt það er vér sáum.
Valurinn: Boð mikið stendur til að
verði um borð í »íslands Falkc á sunnu-
daginn. Hafa skipstjórinn og sjóliðsfor
ingjarnir boðið til sín mörgum bæjar-
mönnum 'til miðdegisverðar kl. 7 síðd.
Valnrinn fer héðan alfarinn í ár á fimtu-
daginn og er boðið þvi kveðjuhót til bæj-
armanna.
Ceres fer áleiðis til útlanda í dag kl.
6 síðd. Skipið fer kringum land og kem-
ur við á ísafirði, Blönduósi, Sauðárkróki,
Akureyri og Seyðisfirði. Meðal farþega
er séra Matth. Jochumsson á heimleið til
Akureyrar.
Nord-Jylland, aukaskip Sameinaða félags-
ins, fer áleiðis til útlanda i dag. Kemur
við á Djúpavogi, Breiðdalsvik, Stöðvar-
firði, Fáskrúðsfirði og Akureyri. — Tek-
ur kjöt á þessnm stöðum.
Dáin er hér i bænum konan Rósa Sig-
urðardóttir, til heimilis að Bjarnaborg við
Hverfisgotu, 33 ára gömul. Kona Guðm.
Jónssonar ökumanns. Hún dó frá manni:
og 5 ungnm börnum.
Simaslit: Landsiminn var enn slitinn i
gær. Samband við Norðurland og útlönd
varð skyndilega i gærmorgun en hvarf
aftnr að hálfri stnndn liðinni. Evað slit-
ið vera hér i Mosfellssveit einhversstað-
ar milli Grafarbolts og Esjubergs, en tal-
ið víst, að hann komist í lag i dag. ís-
ing kvað vera mikil og þræðirnir slitnað
af ofþunga hennar.
Veðrið i gær Hiti um land alt, nema á
Grímsstöðum -f- 6,5 ,í Rvik -f- 3,5, á Isa-
firði 0,7, á Akureyri 3,0, Seyðisfirði 1,0.
Stormur var i Yestmannaeyjum af austri.
en kaldi i Reykjavík.
Háflóð kl. 5,49 síðd.
Sólarupprás kl. 9 árd. Sól&rlag kl. 3,26.
Fult tungl var í fyrra dag.
Nýtt blað. Á r v a k u r heitir nýtt blað,.
sem Heimastjórnarmenn standa að. Fyrsta
blaðið kom út i gærkvöldi. Ritstjóri
er Pétur Zóphóniasson, en fyrir útgefenda
hönd lýsir Lárus H. Bjarnason 'stefnunni.
Mannslát.
Hér dó á spitalanum maðnr i gær, sem
Eyjólfur Jónsson hét. Ganga sögur um
það, að hann hafi dáið af eitri, sem hann
hafi borðað i mat. Gekk sú fregn um
bæinn i gær, að eitthvað nndarlegt væri
um dauða hans. nokkuð er það, að bæj-
arfógeti lét, skömmu eftir dauða mannsins,
færa likið frá spitalanum, þar sem mað-
urinn dó, og upp i likhús gamla spitalans
við Þingholtsstræti. Var likið þar kruf-
ið af læknum, en þeir eru sem stendur
ófáanlegir til þess, að gefa öðrum en bæj-
arfógeta frekari upplýsingar i málinu.
fast í
Liverpool