Morgunblaðið - 15.11.1913, Page 3

Morgunblaðið - 15.11.1913, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ 63 Gefið þessu gaum. Haframjöl 0,14 aura pd. Hrísgrjón 0,14 aura pd. Haffi 0,85 aura pd. do. 0,90 aura pd. do. 0,95 aura pd. Verzlunin Edinborg Ausurstræti 9. □ □□□□□□□□ □ □ □ □!□ □ □ □ □ □ □ □ 01 □ □□□□□□□□□□□□□□□ mi=il3 Góð jóíagjöf er Saumavéí. Nú eru þær komnar aftur hinar velþektu Frister & Rossmanns vélar. Verð: handvélar með hraðhjóli og kass.i kr. 45.00, — stignar vélar með kassa kr. éy.oo. 80.00 og 95.00. 1. janúar 1912 voru notaðar alls 18/4 miljónir þessara heimsfrægu véla, sem vefnaðarvöruverzíuti J7f. TTí. Jngóífsfjvoíi hefir einkasölu á fyrir ísland. □ □□□□□□□□□□□□ □ □ □ □ □ □ □!□!□ □□□□□□□□□□□□□□□□□ Rúgmjöl ágæt dönsk tegund, fóðurmjöl, bankabyggsmjöl og aðrar kornvörur er lang bezt að kaupa í Nýhöfn. Ef það er einhver sem ekki veit það að verzlunin Edinborg selur beztar og ódýrastar kornvörur i borginni, þá er það tilkynt hérmeð. Sem dæmi skulum við nefna: Hrísgrjón á 27,00 pr. 100 kg., Haframjöl 13,50 pr. 50 kg., Rúgmjöl 17,00 pr. 100 kg. <3mparial~ ^ ritvélinni er óþarft að tí gefa frekari meðmæli en það, •S að eitt til tvö hundruð 3 hérlendra kaupenda nota hana dagleða með sí- vaxandi ánægju. Allir þurfa ^ að eiga og nota Imperial- •2 ritvélina, sem að eins kostar £ 205 kr. Einkasali fyrir ísland og Fær- eyjar, Arent Claessen, Rvík. Hlægilega ódýrt. Könnur Katlar, Blikkvörur Bmail, vörur o. fl. Rjómi og jarðarber er ljúffengur réttur. Þetta fæst hvorttveggja hreint og óblandað í Nýhöfn- verður selt í dag og næstu daga fyrir sama sem ekkert verð í verzluninni Edinborg 9 Austurstræti 9. Svörtu gammarnir. 14 Skáldsaga eftir Ovre Richter Frich. —- (Frh.) — Það er ef til vill kynlegt, svaraði hún, að eg er hætt því að vera htædd um hanu. Það er einhver hulinn máttur sem heldur verndarhendi yfir honum. — Einu sinni frétti eg ekk- ert af honum í tvö ár, og þá datt mér ekki annað i hug en að hann væri dáinn. En hann kom aftur heill á húfi, og siðan hefi eg ekki borið kvíðboga fyrir því að honum hlekt- ist á. — En það er eitt sem hann getur aldrei felt sig við, og það er smásálarskapur meðborgaranna og og hinn reglubundni aldarháttur. — Þó hann sé skaprór, logur þó spila- fýsnin í sál hans, hann þarf að spila djarft, hætta miklu og vinna mikið. Nú hefir honum boðist tækifæri til þess að svala æfintýraþorsta sínum. Og mér þykir vænt um að þetta verkefni er þannig, að það er honum samboðið. Fyrir nokkrum vikum síðan fékk eg bréf frá ungri læknis- fru, sem nefnist donna Francesca de Francia. Maðurinn minn hafði kynst henni, þegar hun var ung stúlka. Á eg að segja yður hvað hún sagði meðal annars? »Gætið þess að fo- hnny Stone tapi ekki verndargripn- um sem hann ber á brjósti sér. »Kondorinn« mun aldrei deyja meðan hann ber þann grip. ______ fohnny Stone, mælti Burns fyr- ir munni sér. Mér finst eg kann- ast við nafnið. — Mig minnir einnig að eg hafi heyrt það áður, sagði Katrín. En maðurinn minn mun ekki deyja. Hann berst fyrir góðu málefni. Eg er hrifin af honum — og eg elska hann, bætti hún við í hljóði. Hún horfði út um gluggann Og virti fyrir sér sólarlagið, en Burns var annars hugar. Hann studdi hönd undir kinn og var hugsi. — Síðan tók hann bláa bók upp úr vasa sín- um og reyndi að fletta benni. — Hvaða bók er þetta ? spurði Katrín. — Það er sú eina bók sem eg les, mælti Burns. Það er nafnaskrá yfir alla verstu glæpamenn heimsins. Það er glögt yfirlit og lýsingar með myndum og er prentað sem handrit. — Eg get ímyndað mér að það séu skemtileg fræðil sagði Katrin brosandi og stóð á fætur. Og eg ætla ekki að trufla yður á meðan þér lesið þau. Maðurinn minn kemur að vörmu spori. — Burns hringdi þegar er hún var komin út úr dyrunum. Helena systir kom inn. — Flettið þér bókinni þessari fyr- ir mig, Helena systir, sagði hann. Mér gengur það svo illa af því eg hefi ekki nema fimm fingur. Finn- ig þér stafinn S. Hafið þér fundið hann ? Flettið svo áfram þangað til þér finnið nafnið Stone. Finnið þér það ? — Arthur Stone, byrjaði Helena systir, ræningi og morðingi frá Mell- bouröe, dæmdur — — Hlaupið þér yfir hann. — — Haraldur Stone innbrotsþjófur, fæddur — Haldið þér áfram. — — Johnny Stone. — Burns spratt á fætur eins og eld- iug. — Hvað stendur skrifað um hann? spurði hann lágt. Helena syrstir leit undrandi á hann allra snöggvast. Svo las hún: — fohnny Stone. Þjóðerni óþekt.. Var félagi Jaap von Huysmann f San Francisko, skömmu áður enn hinn síðarnefndi dó. Grunaður um morð í Klondyke. Sást síðast á Waldorf Astoriahótelinu í New-York. Þar komst hann undan og hefir ekki til hans spurzt síðan. Er að líkind- um Þjóðverji. Hann er á að gizka 30 ára gamall. Hann er jötunn að afli og hér um bil 180 sentimetra á hæð, ljóshærður og býður af sér góð- an þokka. Árið 1914 fann hann gullnámu við Indiánafljót og seldi hana síðan. Hann er álitinn hættu- legur glæpamaður, en enginn veit hvar hann er nú niðurkominn. — Dauði og djöfull, urraði Burns. Þetta eru skemtilegar kringumstæð- ur. — — Það eru þær óneitanlega, sagði einhver að baki hans. Burns snéri sér við í stólnum og krepti hnefann eins og hann byggist við árás.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.