Morgunblaðið - 18.11.1913, Qupperneq 1
Þriðjudag
1. árgangr
18.
nóv. 1913
MOR&UNBLADID
17.
tölublað
Ritstjórnarsími nr. 500
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen.
ísafoldarprentsmiðja | Afgreiðslusími nr. 48
I. O. O. F. 9511149
Bio Biografteater 1 Dín Reykjavíknr. | PIU
Fyrsta ástin.
Fórnin hennar.
Sjónleikur i 3 þáttum. Aðal h lutverkið leikur:
Frú Lilli Beck.
Bio-kaffif)úsið
(inngangur frá Bröttugötu) mælir með
sínum á la carte réttum, smurðu
brauði og miðdegismat,
Nokkrir menn geta fengið
fult fæði.
Tíarfvig Tlieísen
Talsími 349,
Nýja Bíó
frír félagar.
Norræn listmynd.
Leikin af Jrú A^erholm,
herrum Aggerholm og Henry
Seemann.
Reijkið
Godfrey Phillips tókbak og cigarettur
sem fyrir gæði sin hlaut á sýningu
í London 1908
sjö gullmedaliur
og tvær silfurmedaliur.
Fæst i tóbaksverzlun
R. P. Leví.
3IE
Sælgætis- og tóbaksbúBin
LANDSTJARNAN
Skrifsfofa'
Eimskipaféfags tsíands
Austurstræti 7
Opin kl. 3—7- Talsimi 409.
TIIMIII nrrrrriii 1 niitt
H. Benediktsson.
Umboðsverzlun. — Heildsala.
iiiifiinnirrrm
Hvar verzla menn
helzt?
Þar sem vörnr eru vandaðastar!
Þar sem úr mestu er að velja!
Þar sem verð er bezt eftir gæðuml
Hver uppfyllir bezt
þessi skilyrði?
óefað
Vöruhúsið
Rcykjavík.
London ij. nóv. kl. 4 síðd.
Kiamil Pascha, ýyrverandi stórvezir Tyrkja, dó í da%.
Khöýn 17. nóv. kl. 4.30 siðd.
Cordosamálið var deemt i daq. Louis Cordosa var damdur i 18 mán-
aða hetrunarhússvinnu 0% sonur hans Harry, sem átti upptök svikanna, var
damdur í y ára Janqelsisvist.
THorð.
Hve hryllilega lætur ekki þetta
orð í eyrum?
Morð, morð!
Myrt bróður sinn á eitri I Annars
vegar bróðurástin, blíð og barnsleg,
og góð sambúð meðal systkina, og
hins vegar hatrið, brennheitt og
ástriðufult, eða það sem verra er:
ískalt tómlæti gegn bróðurnum
og ótakmörkuð fégirnd! í æðum
þeirra rennur eitt og sama blóð, þau
hafa í æsku hvilt hvort við annars
brjóst, sæl og glcð yfir tilverunnni
og systkinaástinni. Móðir þeirra
leggur blessun sína yfir þau bæði,
er þau fara úr heimahiisum og í
eyrum þeirra hljóma síðustu orð
hennar : Elskið hvort annað I.. .
Það er leiðarstjarna sii, sem á að
lýsa þeim út yfir líf og dauða.
En — svo hrapar stjarnan!
Konan er fátæk, en með löngun
til lífsins berst hún við sultinn og
seyruna, en sigrar — með hjálp
bróður síns. Hann er sparsemdar-
maður, þreyttur á lifinu, en með
þá einu þrá, að geta gert eitt-
hvað að gagni fyrir munaðarlausa
barnið, sem hann elur upp — áður
en hann deyr. Sparsemi bróðurs-
ins kvelur hana, i fátækt sinni
sér hún ofsjónum yfir auð hans,
hún öfundar hann og litla barnið,
sem arfinn á að fá — og sú hrylli-
lega hugsun fæðist í brjósti hennar:
myrða hann og eignast féð! Hún
býður honum heim og ber á borð
það bezta sem hún á í húsi sínu.
Enn þá er hið góða hugarþelið til
bróðursins sterkara í hjarta hennar,
en ágirndin. En aftur grípur morð-
hugsunin hana —, og fær vald yfir
henni. Eitrið hefir hún útvegað sér
áður, og nú er að nota tækifærið!
En í barnarúminu sefur lítil saklaus
stúlka og dreymir um þá góðu
hönd, sem verndar hana frá öllu
illu . . .
Getur manneskja, sem slíkt gerir,
verið Jmeð öllum mjalla. JMaður
spyr sjálfan sig aftur og aftur —
og manni finst það vera ómögulegt.
Það fer hrollur i gegnum merg og
bein, og maður spyr sjálfan sig:
Hver er þá tilgangur lífsins, hafi hún
framið ódæði þetta með réttu ráði?
Að hverju er þá stefnt, þegar svo
vill til sem hér, að slitin eru hin
helgustu bönd, sem binda mennina
saman, — sifjaböndin?
Vér vitum það eigi og vér skilj-
um það eigi, en vér getum eigi
annað en samhrygst öllum þeim, sem
hin grimmu forlög hafa látið þenn-
an sorgaratburð bitna á — ættingj-
um þeirra og vandamönnum. Þeir
eiga enga sök á þessu og á þá má
enginn skuggi falla af þessu máli.
En skylda hvers einstaklings á að
vera, að milda sorg þeirra, er mest líða.
Réttarhald í morðmálinn.
Eyólfur Jónsson.
í gær voru þau hjónin, Magnús
Bjarnason í Dúkskoti og Ingunn
kona hans, leidd sem vitni i morð-
málinu. Framburður þeirra var mj«g
á eina lund. Hvorugt þeirra hafði
þekt Eyólf sál. nokkuð, fyr en í haust
er hann kom úr kaupavinnunni og
settist að hjá þeim. Voru þau nú
spurð ítarlega um alla háttu manns-
ins eftir það og einkum voru þau
int eftir því hversu honum hefðu
fallið orð meðan hann lá banaleg-
una. Var það alt hið sama og sagt
hefir verið áður í Morgunblaðinu.
Ennfremur voru fyrir rétti i gær
piltar þeir tveir, sem með Eyólfi
höfðu farið á fund Júlíönu systur
hans, þegar hann sótti gulu kistuna.
Þeir gátu ekkert nýtt borið í mál-
inu, annað en að þeir hefðu hjálpað
Eyólfi með kistuna vestan af Brekku-
stíg og heim í Dúkskot.
Frekara héfir eigi gerst i málinu
enn. Jón Jónsson, sá er bjó með
Júlíönu, hefir eigi enn játað á sig
neina sök. Grunur nokkur leikur þó
á, að eitthvað hafi hann vitað um
fyrirætlanir Júlíönu og þykir eigi
ólíklegt, að heldur hafi hann hvatt
hana til verksins en hitt. Júliana
sjálf kvað bera það, en játning hans
er enn ókomin. Bæði Jón ogjúlíana
báru sig vel í gær í klefum sínum
í hegningarhúsinu. Þau neyttu mat-
ar síns eins og aðrir. Verða þau
að likindum yfirheyrð i. dag...
Um Júliönu segja kunnugir, að
hún hafi lifað tilbreytingariku lifi, sið-
an hún flutti til Reykjavikur. Átti
hún fyrst í stímabraki með að feðra
barn er hún átti. Þá bjó hún um
tíma með manni, er Hannes heitir,
en fór frá honum, er Jón kom til
sögunnar. Júliana var ástriðurik gleði-
kona og um tima gefin fyrir drykk.
Kvað þó aldrei mjög mikið að þvi.
En skapstór hefir hún ætið verið.
Jóni þótti einnig gott í staupinu.
Lík Eyólfs er enn í líkskurðar-
húsinu. Á að jarða hann siðari hluta
vikunnar. Kunnugir segja hann hafa
verið fyndinn mann og með afbrigð-
um skemtinn, kvæðamann mikinn, og
rimur kunni hann margar. Kvöldið
sem hann hafði verið hjá systur sinni
háttaði hann kl. 9. Lá hann i flat-
sæng undir glugganum, en í rúm-
Juliana Jónsdóttir.
inu þau Magnús og Ingunn i Dúks-
koti. Kvað þá Eyólfur rímur marg-
ar, áður en uppköstin byrjuðu, m. a.
mikið úr Þórðarrímum. Voru það
seinustu rímurnar, sem hann kvað
um æfina.
Vaqabundus.
Frá Eyóifi.
Meðal annara, sem Morgunblaðið
fann að máli, til þess að frétta
um æfi Eyólfs sál., var Helga kona
Edilons Grímssonar skipstj., á Vestur-
götu 48. Hún þekti Eyólf manna
bezt frá fornu fari, og síðan hann
fluttist hingað til bæjarinsv var hann
daglegur gestur i húsi þeirra hjóna,