Morgunblaðið - 20.11.1913, Qupperneq 2
86
MORGUNBLAÐIÐ
Trá útíöndum.
Tlý uppgötvun.
Símskriff.
Tveir sænskir verkfræðingar hafa
nýskeð gert merkilega uppgötvun í
sambandi við símana, og er hún
fólgin í því, að skrifa má bréf með
símanum og jafnvel vélrita. Ekki
þarf annað en setja vél þá, er þeir
hafa smiðað, í samband við simana
sem nú eru algengir. Sá sem vill
skrifa vini sinum, fær venjulegt
síma-samband og svo skrifar hann,
og viðtakandi les bréfið með eigin-
hendi hins heima hjá sér, jafnóðum
og hann skrifar. Þessi aðferð get-
ur komið að notum alstaðar þar
sem sími er fyrir, og má mikils
vænta af uppgötvaninni, því auk þessa
er líklegt, að ýmsir gallar á tal- og
ritsíma leggist niður.
Mót8pyrna íra gegn heimastjórninni.
A fundi, sem háður var í Belfast,
samþyktu 6000 kaupmenn, sem eiga
yfir meira en 100 miljónum sterlings-
punda að ráða, að svo fremi sem
heimstjórnarlögunum yrði beitt í
Ulster, þá neiti þeir að borga einn
eyri í skatt.
í samþykt þessari láta þeir einnig
í Ijós ánægju sína yfir þvi, að sjálf-
boðalið skuli hafa safnast til þess
að berjast með oddi og egg móti
lögunum.
ParÍ8. Forsætisráðherra Frakka,
Barthou, átti fyrir viku síðan tal við
nefnd þá, sem á að sjá um blut-
töku Frakka í Olimpíuleikunum, sem
háðir verða í Berlin 1916. Barthou
lofaði að fara fram á það á þingi,
að veittir yrðu 400.000 frankar af
ríkissjóði, til þess að standast kostn-
aðinn, sem af leikunum leiddi.
stokkhólmur: Verðbréfhafa fallið
geypilega í verði, um 20—30 af
hundraði. Margir hafa orðið gjald-
þrota. Orsökin er talin sú, að eftir-
spurnin á heimsmarkaðinum sé of
lítil, en meiri líkindi eru til þess, að
njósnarmálið alræmda muniráðamestu
um.
Útgerðarmiðill nokkur, Brandelius
að nafni, varð 7. nóv. að gefa upp
verzlun sína sem þrotabú. Skuldirnar
eru 10 miljón krónur, og er ómögu-
legt að segja, hve víðtækar afleiðing-
ar þetta ógurlega fjárþrot hefir i för
með sér.
Búlgaria. Grunt er á því góða
enn milli Grikkja og Búlgara. Þegar
Grikkir skiluðu aftur föngum þeim
hinum búlgörsku, er- þeir tóku í síð-
asta ófriði, vantaði marga þeirra, sem
stóðu á nafnalista Grikkja. En
þeir neituðu að gefa nokkrar upp-
lýsingar þessu viðvíkjandi, þegar
Búlgarastjórn krafðist þess. Senni-
legast þykir að Grikkir hafi drepið
fangana. Óteljandi Búlgarafjölskyld-
ur klaga Grikki daglega fyrir stjórn
sinni. Það er sagt, að þeir hefti ferðir
Búlgara eða jafnvel myrði þá, ef
þeir koma inn fyrir landamærin í
verzlunarerindum.
Kvenréttindakonur. Snemma í þess-
um mánuði ók Asquith forsætisráð-
herra í bifreið upp um héruð. Réð-
ust þá kvenréttindakonur á vagninn,
köstuðu steyttum pipar framan í ráð-
herrann, og ætluðu sýnilega að dusta
úr honum rykið á eftir. En þá bar
þar að lögregluþjón, sem bjargaði
honum úr greipum þeirra.
3. nóv. kveiktu þær á járnbrautar-
stöðinni i Streatham-Hill, sem er
smábær rétt hjá Lundúnum. Þó
varð skaðinn lítill, því slökkviliðinu
tókst að eyða eldinum.
Noregur. í Bergen er svo þröng-
býlt að til stórra vandræða horfir.
Til þess að ráða bót á því, hefir
bæjarverkfræðingurinn komið með
þá uppástungu, að hluta burtu bæjar-
landinu til þeirra, sem vildu byggja.
En það land er 31 hektari, og áætl-
ar hann að þar geti búið rúmlega
6200 manns. Uppástunga hans er
sú, að leggja fyrst vegi, leiða þang-
að vatn og grafa skolpræsi, og af-
henda mönnum svo skikana. Kostn-
að við vinnu þessa hefir hann áætl-
að 620,000 krónur, eða 100 kr. á
hvern ibúa. Gefi bæjarstjórn sam-
þykki sitt til þessa, og úthluti land-
inu með sæmilegum kjörum, er bú-
ist við að húsasmíðar fari óðum í
vöxt, og borgarbúar fái nægileg húsa-
kynni.
Ljón í Norðurálfu.
Það bar til tíðinda fyrir nokkrum
vikum suður á Steiermark á Þýzka-
landi, að óargadýr eitthvert lagðist
á fé bænda. Hugðu þeir að það
mundi úlfur vera eða björn, sem
kominn væri i mörkina. Söfnuðust
bændur nú s^man og hugðu að vinna
óvætt þessa, en ekki bar fundum
þeirra saman í það skifti. Hefir nú
svo farið fram um hríð, að enginn
hefir séð dýrið, en drepið hefir það
nú freklega 350 af alidýrum bænda.
Uxa drap það fyrir einum manni,
og át af honum hérumbil 60 pund
af kjöti. A því þóttust menn sjá
að hér mundi grimmara dýr vera en
venjulegur skógarbjörn. Síðar fundu
menn slóð þess, og þóttust þekkja
að þar væri ljón komið. En hvað-
an ?
Nú er frá því að segja, að hjá
dýratemjara í Karnten hlupu á brott
nokkur dýr, fyrir æði löngu síðan.
Maðurinn hefir þrásinnis fullyrt það,
að sér hefði tekist að finna þau öll
aftur og handsama, en nú er hann
horfinn, og veit enginn hvað af hon-
um hefir orðið. Er það ætlan manna
að enn muni ófundin ein hýena og
og eitt ljón af dýrum þeim, sem á
brott hlupu, og ætli hann nú annað-
hvort að handsama þau aftur eða þá
að leynast, til þess að komast hjá
hegningu.
Bændurnir í Steiermark eru, sem
nærri má geta, óttaslegnir mjög,
enda ekki óhultir um líf sitt, því
vargurinn gengur heim að híbýlum
þeirra um nætur. Skólarnir eru lok-
aðir, því enginn þorir að seada börn
sín út fyrir húsdyr, og ferðamenn
þora ekki að fara um vegina.
En nú er lagt fé til höfuðs þess-
um héraðsfjanda, 3000 kr., og hefir
það freistað ýmsra til þess að leita
hann uppi og drepa. Maður er
nefndur Fritz v. Schellendorf og á
heima í Múnchen. Hann er nafn-
kunnur veiðimaður, og hefir um mörg
ár stundað ljónaveiðar í Afriku. —
Schellendorf lagði á stað fyrir þrem
vikum síðan með nokkra menn og
marga góða hunda, að freista þess,
að hann fengi feldan að velli þenna
vágest. Hefir ekki spurst til ferða
þeirra síðan, en fyrir fáum dögum
var símað frá Murzuschlag, sem er
þorp i grend við Wien, að þar hafi
rándýr drepið bæði svín og kýr, og
voru þegar sendir veiðimenn þaðan
til þess að elta þau. Þýzk og aust-
urrísk blöð hafa naumast um annað
rætt hinar síðustu vikur en tíðindi
þessi. Þykir öllum til stórra vand-
ræða horfa, og skjótra og góðra að-
gerða við þurfa. En sem sagt, varg-
urinn stendur enn heilum fótum og
er öllum landslýð til skelfingar.
Bréfaskrína.
Hr. Kvöldtílýur! Þökkum fyrir
hugvekjuna; erum að ýmsu leyti
yður samdóma — en getum undir
engum kringumstæðum birt grein-
ina fyr en þér komið til viðtals
við oss.
Hr. Herkules! Vér erum alveg á
sama máli. Komið til viðtalsl
Gnúsi! Þér getið sótt handritið
á skrifstofu vora; getum eigi birt
greinina.
---------------------
Símfréttir.
Hajnarfirði 20. nóv.
Fríkirkjan verður víqð sunnudaqinn
14. des. nœstkomandi.
Hér liqqja nú fiskiskip pau, er
Gunnar Hafstein bankastjóri l Feer-
eyjum keypti. Fareyinqarnir, sem
komu með Sterlinq, bíða hér byrjar til
sins heima.
Ritstjórnarát.
í gær kom piltur með heljarstór-
an poka inn á skrifstofu Morqun-
blaðsins. Hann gekk til ritstjórans
og hlammaði honum á borðið, svo
handritin fuku í allar áttir. Pok-
inn var hátíðlega opnaður og, ilmur
nýrra ávaxta fylti"herbergin. “»H/f.
Thorsteinsson|i& Co (Godthaab) send-
ir ritstjóranum §þetta«, sagði stráksi
— og þaut út. Allir ritstjórnarmenn
stóðu upp úr sætum sínum og flykt-
ust kring um borð ritstjórans, þar
sem blóðrauð epli og safamiklar
perur lágu í hrúgu. Öll vinna hætti
i hálfa stund og tóku menn nú til
óspiltra málanna. Leið eigi á löngu
áður hvert eplið á fætur öðru hvarf
í maga hinna hungruðu og mat-
elsku blaðamanna, sem rifu í sig
sælgætið úr Godthaab, eins og þeir
hefðu eigi mat bragðað síðan Morg-
unblaðið byrjaði starf sitt.
Tíminn er dýrmætur á ritstjórn-
arskrifstofunni og hafði ritstjórinn
að eins kvatt fólkið til vinnu aftur,
er barið var að dyrum. — »Kom
inn«, sagði einhver —og inn gekk
Einar garðyrkjufræðingur Helgason
með lítinn pakka í hendi sér. Hann
kvað það vera ost — íslenzkan
Rockefordost — og bauð oss að
bragða. Osturinn var afbragðs góður,.
bráðfeitur og næringarríkur.
Bróðurmorðið.
Próf í því voru haldin í gær. Hafðí
bæjarfógeti Jón Magnússon látið kalla
Jón Jónsson úr klefa sinum og fyrir
rétt. Jón meðgekk eigi — sagðist
ekkert hafa vitað um fyrirætlanir Júlí-
önu.
Júlíana hefir legið rúmföst síðustu
tvo dagana og hefir því eigi verið
fyrir rétti. Búast má við að málið
standi lengi yfir, áður það verður
dæmt og eigi ólíklegt, að læknir
verði látinn skoða Júliönu og rann-
saka hvort geðveik sé eða eigi.
=3 D AGBÓfJIN. -----------------------
Afmœlf 20. nóv.
Hansina Þórðardóttir verzlk.
Reinh. Andersen klseðsk. 50 ára.
Sigr. Olafsdóttir hú-fr. 41 árs
Ragnh. Magnúsdóttir húsfrú 34 ára
Olafur Þorsteinsson læknir 32 —
Veðrið f gær. Hitastigin vorn -4- 2.5 f
Rvlk, -4 6,2 á ísaf., -4- 9,0 á Akureyrir
-5- 12,0 á Orimsst., -4- 2,8 á Seyðisf.
Hægt veðnr nm land alt.
Háflóð er i dag kl. 9,44 siðd.
Sólarupprás kl. 9,14.
Sólarlag kl. 3,11.
Bragi, botnvörpnngur Thorsteinssons-
hræðra, seldi afla sinn i Englandi í fyrra-
dag fyrir 403 Sterlingspnnd.
Nýja Bfó. Þar er þessa dagana sýnd
gamanmynd, sem heitir: Chr Schröder ger-
ist leiguþjónn. Maðurinn er nafnkunnnr
fyrir kýmni sina, og skemti áhorfendum
vel að vanda, en þó þótti mönnum meira
koma til íþess að sjá þar annan mann,
sjálfan leikhús8tjórann í Nýja Bió, hr.
Johs. Bang. Nú eru siðnstu forvöð i
kvöld til þess að sjá myndina, fyrir þá
sem ekki hafa séð hana áður,
Eftirtekt mikla vakti við söngskemtun
frú Finsen i fyrra kvöld hið hljómfagra
hljóðfæri frá Weissbrod. Hljóðfærið er
hið ^fyrsta, sem hingað flyzt frá þeirri
verksmiðjn, og er tónskáldið Árni Thor-
gteinson sá, sem hljóðfærið hefir í umboðs-
söln.
Yerksmiðjueigandinn var hér sjálfnr i
snmar á »Grrosser Kurfiirst* og þótti mikið
til söngskemtnnar þeirrar koma. sem hald-
in var fyrir þjóðverjana þá.