Morgunblaðið - 21.11.1913, Side 1
Föstudag
1. árgangr
21.
nóv. 1913
HOB&DNBLADID
20.
tölublað
Ritstjórnarsími nr. 500
Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen.
ísafoldarprentsmiðja
Afareiðsiusimi nr. 48
I. O. O. F. 9511219
Biografteatei
eykjavíkur.
Dín I Biografteater
DlO R<
Aðalumtalsefnið í bænum
næstu daga verður
,Ba3sermann8-Filmen‘
i Gamla Bíó.
Bio-kaffibúsið
(inngangur frá Bröttugötu) mælir með
sínum á la carte réttum, smurðu
brauði og miðdegismat,
Nokbrir menn geta fengið
fult fæði.
Jlarívig Tlielsen
Talsimi 349.
Nýja Bíó
Þrír fólagar.
Norræn listmynd.
Leikin af jrú Aqqerholm,
herrum Aggerholm og Henry
Seemann.
Reijkið
Godfrey Phillips tókbak og cigarettur
sem fyrir gæði sín hlaut á sýningu
í London 1908
sjö gullmedaliur
og tvær silfurmedalíur.
Fæst í tóbaksverzlun
R. P. Leví.
Sælgætis og tóbaksbúðín
LANDSTJARNAN
!U
á Hótel Island.
Skrifsfofa
Eimskipaféíags Isíands
Austurstræti 7
Qpin kl. 5—7-______Talsími 409.
H. Benediktsson.
Umboðsverzlun. — Heildsala.
að alt
er
ódýrast
V ör uhúsinu.
Brlendar símfreg'nir
Kaupmannahöjn 20/n kl. j.
»Fjalla-Lyvindur« Jóhanns Siqurjónssonar var leikinn i Jyrsta skifti í
Stockhólmi í gœr, og tóku áhorjendur honum með Jádama Jögnuði. Blöðin
í dag bera einróma lof á leikritib.
London i0/n kl. 6lr>.
Stórorusta i Mexiko. Uppreistarmenn haja unnið Jullkominn sigur á
stjórnarhernum.
Bæjarstjórnarfundur
20. nóv. 1913.
Fjárhagsáœtlun 1914 átti að vera
x. mál á dagskrá, en var frestað.
Breyting á vatnsskattinum þess efnis,
að lækka gjöld fyrir vatnssalerni úr
6 krónum niður í 2 krónur árlega,
vakti nokkrar umræður.
Sveinn Björnsson flutti þessa tillögu,
benti á þrifnaðaraukann, sem af vatns-
salernum leiðir og því sjálfsagt, að
bæjarstjórnin hlynni að útbreiðslu
þeirra. Ráðið væri að lækka gjaldið.
Knstján Þorgrimsson kvaðst enga
ástæðu sjá til þess að létta þessu gjaldi
af mönnum, sem ráð hafi á að láta
saur sinn í postulínsskálar (ílátin).
Taldi vatnssalerni hættuleg fyrir hol-
ræsin, þau mundu stýflast vegna þess,
að menn notuðu sykurtoppapappir í
stað hins rétta pappírs. Þetta kvaðst
bæjarfulltrúinn hafa frá eigi óábyggi-
legri manni en Magnúsi Vigfússyni.
Jón Þorldksson mælti með lækkun
gjaldsins. Þessi stýflun, sem Kr. Þ.
talaði um, lenti í húsæðunutn og
kæmi því mönnunum, sem sykur-
toppapappírinn nota, sjálfum i koll.
Tryggvi taldi mikið tap að því að
missa áburðinn, og væri hann því
fremur á móti vatnssalernum; vildi
eigi láta lækka meir en í 3 kr.
L. H. B. vildi lækka gjaldið niður
í 4 kr.
Kn. Z vildi afnema þetta gjald
með öllu. Tillaga Sv. Bj. um lækk-
un úr 6 niður í 2. kr. var samþ.
Salernahreinsun. Borgarstjóri gat
þess, að fáanlegur væri samningur
um að fá salerni hreinsuð 7 mánuði
ársins vikulega og 5 mán. á tveggja
vikna fresti — fyrir sama verð og
bæjarstjórn gerði ráð fyrir að hálfs-
mánaðarleg hreinsun mundi kosta.
Knud Zimsen réðst mjög á nefnd
þá, er fjallað hefir um salernahreins-
unina. Taldi nefndina hafa haft það
eitt í huga að spilla hreinlætisástandi
bæjarins. (Kr. Ó. Þ.: þettaer ósvíf-
ið I borgarstjóri hringdi).
Kr. 0. Þ. Aðdróttanir Zimsens
voru óviðeigandi. En því ræðst
hann svona á nefndina? Af því að
hann selur færri W. C. áhöld. (Hringt
af borgarstj.)
Su.nir vildu fresta þessu máli, en
niðurstaðan varð, að samningurinn
var samþ.
Lýsisbrœðsla í Lffersey. G. Zoéga
kauptn. sótti um að mega bræða lýsi
áfram í Effersey, að eins færa skúr-
ana til.
Móti þessu lagðist Tryggvi af al-
efli, kvað það eintóman hringlanda-
skap af bæjarstjórn að ley/a þetta.
Kendi um undirróðri bak við tjöldin.
L. H. B. andæfði Tryggva og
bað hann vera eigi svo vondan út
í giút Geirs. Honum hefði eigi
orðið bumbult að þefa af öðrum grúti!
Samþykt var að lokum að leyfa
Geir bræðsluna til ársloka 1914 —
gegn 200 kr. gjaldi minst.
Fleiri mál voru eigi tekin fyrir á
undan matarhléi, en kl. 9 hófst fund-
ur af nýju um fjárhagsáætluuina.
Þær umræður koma í blaðinu á
morgun. Comes.
Leikfélag Reykjavíknr
Laugardaginn 22. nóv. 1913
kl. 8^/2 síðdegis:
Trú og heimili
eftir
Karl Schönherr,
sjónleikur í 3 þáttum.
Tekið við pöntunum í bóka-
verzlun ísafoldar (ekki í sfma).
CZ3 DAGBÓíflN. D
Afmælf 21. nóv.
Anna Halldórsdóttir hiísfrú.
tíuðrún önðmundsdóttir húsfrn.
Jóbanna Sveinbjornsdóttir —
Kristbjörg Helgadóttir —
Kristine K. Einarsson —
Pálmi Pálsson adjunkt 56 ára.
Ólafur Th. Guðmundsson 40 ára.
Veðrið f gær. Erost um land alt nema
í Vestraannaeyjum, þar var 0,5. I Rvik
-4- 0,5, ísafirði -r 0,2, Akureyri -j- 2,5,
tírimsstöðum — 7,0 og Seyðisfirði -7-1,2.
Háflóð er k). 10,51 siðd.
Sólarnpprás kl. 9,17.
Sólarlag kl. 3,08.
Tungl 3 kv.
Vesta fór frá Leith i gærkvöld. Kem-
ur við í Færeyjnm.
Fálkinn fór héðan seint i gærkvöld. í
Vestmanneyjnm staðnæmist skipið lítið eitt
og hefir boóið til sin nokkrum eyjabúmn
Fer þaðan áleiðis til K.hafnar siðdegia i
dag.
Fangar í hegningarhúsinu eru nú auk
Júliönu og Jóns, tveir kvenmenn og sex
karlar.
íslenzkur iðnaður. Th. Thorsteinsson
kaupmaður hefir komið á fót netaverk-
smiðju hér i bænnm. Var það þarftverk
og er vonandi að útgerðarfélögin islenzku
sjái sér hag i þvi að skifta við verksmiðj-
una og styðja nm leið innlendan iðnað.
Netavörnr sinar og flest er að útgerð lýt-
ur hefir Thorsteinsson til sýnis i búð sinni
I Austurstræti við hliðina á fataverzlnn-
inni. Er ölln smekklega og haganlega
fyrir komið og hefir ekki sést önnnr eins
glnggasýning hér í bæ áður.
Forstöðumaður verksmiðjunnar er glimu-
kappinn Signrjón Pétursson og hefir hann
annast sýninguna.
Uppboð
1 dag kl. 11 á Laufésveg 5
Þar verður selt:
brak, mjög mikið,
2 magasln oínar
1 þvottapottur
tómar tunnur
girðingagrindur
hurðir
gluggar
og margt fleira.
Ársrit Heilsuhælisfélagsins er nýlega
komið út. Viljum vér benda mönnum á
að kynna sér bækling þennan rækilega,
þvi hann mælir mikln betur með stofnnn-
inni en langar og þreytandi lofræður. Aldrei
verðnr það þó of vel brýnt fyrir mönnnm,
hver lifsnanðsyn það er fyrir þjóðina að
hlynna sem bezt að Heilsuhælinn. Þar
eiga allir íslendingar að leggjast á eitt
og vinna sem ötulast. Ártiðaskráin er i
þetta skifti kr. 4214.25 og er þvi fé sýnn
betnr varið en i kranza, sem e n g u m ern
að liði né ánægju. Við ernm fátækir,
þvi neitar enginn. En við kunnnm heldur
ekki f.ð fara með það fé. sem við eigum.
Ártíðaskráin er gleðilegnr vottur þess að
hleypidómum er að fækka. En hvenær
verður þjóðin svo mentuð, að hún leggi
þar á vöxtu alt það fé, sem hún hing-
að til hefir borið i hang með feðrnm
sinnm ?
Vanalegt verð á minningarskildi er 2
kr. Ætti engnm að vera það ofætlun að
láta það fé af mörkum, ef hann hefir efni
á þvi að kaupa kranz fyrir 6—10 kr.
Menn eiga einnig að styrkja Heilsuhælið
með gjöfnm og á h e i t u m . Öllnm verð-
ur að ósk sinni, þeim er á það heita.
Prentvillur voru í grein hr. Á. Th. i
blaðinu i gær: efsta röddin i 16.
1. a. 0. á að vera festa í röddinni
og i 23. 1. a. n. stendnr liðsmenn, en
á að vera listamenn. Þetta ern allir
góðir menn beðnir athuga.
Fasteignasala. Lárus Lárusson selur Jóni
Þorkelssyni húseign nr. 6 við Bröttu-
götu. Dags. 22. júli. Þingl. 20. nóv.
Stefania Á. Sveinbjarnardóttir selur Guð-
mundi Þ. Sveinbjarnarsyni húseign nr. 2
við Spitalastíg. Dags. 30. sept. Þingl.
20. nóv.
Gunnlangur Pétursson selur Pétri S.
öunnlaugssyni 504 fer áln. lóð við Fram-
nesveg. Dags. 14. nóv. Þingl. 20. nóv.
Marz kom i gær af fiskiveiðum og hafði
aflað um 400 körfur.
Snorri Goði kom i gær af fiskiveiðum
og hafði aflað um 1000 körfur.