Morgunblaðið - 21.11.1913, Side 2
90
MORGUNBLAÐIÐ
WZtrSiii
m: ' •
•V>: ■' :
...........—\—«.
......Ml,
Woolworth-byggingin við Broadvay i New-York.
Hiín er 57 lofthæðir fyrir ofan jörð, eða um 800 fet, og hefir kostað um 40 milj. kr.
Það sem veknr mesta eftirtekt útleodinga þegar þeir koma til New-
York, eru hinar risavöxnu byggingar (Skyscrapers), sem eiga hvergi sinn
líka í öllum heimi. í þessum hiisum eiga oft mörg þúsund roanna heima.
Tvent er það sem gerir mönnum það fært að smíða þessi hús og
búa í þeim. Það er lyftivélin, sem flytur mann á fáum sekundum frá gólfi
og upp á efsta loft, og stálgrindin sem má vera eins há og hverjum sýnist.
í raun réttri er hver þessi bygging heil borg út af fyrir sig, með
lyftivél og sporvagn, eigin vatnsleiðslu, brunalið, rafmagnsstöð og upphit-
unartæki, póst- og síma-skrifstofu, einkennisklædda lögregluþjóna, gilda-
skála, verzlunarbúðir og lyfjabúðir.
Sá sem á heima í höllum þessum, getur fengið þar allar lífsnauð-
synjar sínar, án þess að fara út fyrir húsdyr. Þar er talsími og ritsími
handa öllum íbúum hússins. Bréfunum fleygir hann í lyftivélina, en hún
skilar þeim niður í póstkassann, sem stendur fram við húsdyr og er tæmd-
ur á hverri klukkustund. Hádegisverð fær hann sér á fyrsta sal, þar sem
gríðarstórar veitingastofur eru. Hann kaupir sér lífsábyrgð á öðru lofti,
vixla og ávísanir á þriðja og geymir peninga sina og verðbréf á 3. og 5.
lofti kjallarans, — Því i kjallaranum eru mörg loft. Læknar eru við hend-
ina í húsinu, ef heilsan er slæm, efnafræðingur og óteljandi málaflutnings-
menn og fjármálamenn. Og þar eru rakarar, skraddarar og skósmiðir, tó-
bakssalar, pappirssalar, járn- og glysvarningssalar. Þar er einkaleyfisskrif-
stofa og í fám orðum sagt, alt sem nöfnum tjáir að nefna.
Eins og nærri má geta, er ys og þys þarna allan daginn og næt-
urnar líka. Því Ameríkumenn kæra sig kollótta þó þeir verði að vinna allan
sólarhringinn. Eitt af þessum byggingum er Woolworth á Broadvay. Það
er talið að í því húsi séu að minsta kosti 10.000 manns frá kl. 2—4 á
daginn. Það er hið sama og allir borgarbúar Reykjavíkur væru þar saman-
komnir. Annrikið og gauragangurinn er svo mikill þarna, að engan á sinn
líka. Götuþröngin hjá Englandsbanka í Lundúnum, þar sem manni virðist
þó hvorki hægt að hreifa hönd né fót, er ekkert hjá þeim ósköpum.
Tíminn er peningar og enginn veit það eins vel og Ameríkumenn.
Ljósast dæmi þess er atvik sem bar fyrir mig á rakarastofu í Lord Court-
húsinu í Williamstræti. Þar sat aldraður maður inni og lét raka sig. Skó-
burstarinn lá á knjánum fyrir framan hann og gljáfægði skóna hans. Ung
stúlka skar neglur hans, en skraddarar tveir festu tölur á buxurnar og
»pressuðu« jakkann hans. En meðan þessu fór fram, talaði hann í sím-
anum við verzlunarfélaga sinn yfir á Wallstrætiskauphöll. Vaqab.
Trá útlöndum.
Nýtt kensluáhald í landafræQi hefir
H. Anderson, sænskur verkfræðing-
ur, gert nú nýlega og hefir það
fengið lof fjölda margra mikilsmet-
inna kennara. Það er Skandinavíu-
skaginn gerður af grjóti, sem hann
nefnir gerfigrjót, og sýnir nákvæm-
lega öll fjöll og dali, ár og vötn.
Ahald þetta á ekki að kosta meira
en 5—6 krónur, svo allir barnaskól-
ar geti keypt það.
Jafnrétti karla og kvenna. Héma
um daginn sást óþarflega ölvuð
stúlka á götum Kristíaníu. Lögregl-
an tók hana þegar og »setti hana
inn«. En hún var ekki ánægð með
vistina og lét öllum illum látum,
svo fangavörðurinn varð að setja
hana í járn.
Tango er sá dans sem nú er mest
umtalaður. Hann fluttist hingað í
álfu frá Suður-Ameríku. Fyrst var
hann álitin siðspillandi og ekki öðr-
um hæfur en lauslátu fólki, en nú
er hann dansaður á helztu samkomu-
stöðum stórborganna. í London
hafa te- og kaffihúsin tango dansa
til þess að skemta gesturn sínum og
spá blöðin því að þeir muni verða
helzta dægrastyttingin þar í vetur.
Frá Mexiko. Bandamenn hafa nú
sent 4 herskip, 1 fallbyssubát og eitt
aðstoðarskip til Veracrus. Eitt herskip-
anna hefir hin heztu loftskeytatæki
sem til eru, og stöðugt að skiftast á
skeytum við Washington
Hvernig á eiginmaður-
inn að vera?
Svar nr. 17.
(Lag: Um sumardag er sólin skin).
Ó, að eg fengi eiginmann
ástargjarnan, brosleitan,
fríðan, ungan, frjálsiyndan
og fram úr lagi ástríkan,
já, ástríkan.
A mig horfi' hann eina bara
og ekki faðmlög sín má hann spara,
og augunum hann skjóti’ á ská,
ó, skemtilegur væri’ hann þá.
Hörfrún.
Svar nr. 18.
Hvernig maðurinn minn á að vera.
1. Maðurinn minn á að vera ríkur.
2. Hann á að láta mig hafa öll völd
yfir peningunum.
3. Hann á aldrei að finna að því,
hve miklu eg eyði.
Að öðru leyti er mér alveg sama
hvernig hann lítur út.
Ein aý dtján.
Svar nr. 21.
Eiginmaðurinn á að vera trúmað-
ur, ekki drykkjumaður, sjálfstæður,
duglegur og ráðdeildarsamur, rækja
vel starf sitt, hvað sem hann vinn-
ur, sem heiðarlegt er, skyldurækinn
og góður við konu og börn og góð-
ur heimilisfaðir.
í einu orði sagt: Eiginmaðurinn
á að vera prúðmenni í orðsins fylsta
skilningi. Ef hann er það, þá er
hann líka góður eiginmaður.
M.
Símfréttir.
^Akranesi { gœr.
Afli er fremur lítill þessa dagana.
Hér gengur bettusótt, er þó fremur
væg. Annars fréttalítið.
Gísli.
Dýrafirði í gœr.
Afli er hér góður. Vélaskipið
»CapelIa« aflaði í dag 750 af væn-
um fiski. P.
Pistill frá Snæfellsnesi.
Varanger, flóabátur Breiðfirðinga
um undanfarin 4 ár, er nú að hætta
ferðum sinum að þessu sinni. Von-
andi verður þetta siðasta árið, sem
Breiðfirðingar þurfa að nota jafn ó-
fullkominn og ófullnægjandi bát, og
höfum vér heyrt, að sýslunefndir
Snæfellsnes, Dala- og Barðastrandar-
sýslna muni hafa hug á, ef ekki
beint að kaupa nýjan bát, þá vera
sér í útvegun um betri bát etlendis.
Munu þegar vera gerðar ráðstafanir
hér að Iútandi.
Ósk manna hér er, að þegar nýji
báturinn kemur, verði hr. Ól. Sig-
urðsson einnig skipstjóri á honum.
Ólafur hefir getið sér hið bezta orð
á Varanger, og mun leitun á jafn
kunugum manni um þessar slóðir,
En heyrst hefir að hann standi framar-
lega sem skipstjóraefni hins nýja
»Eimskipafélags íslands«, og mund-
um vér unna honum þess, þó fegnir
vildum vér hafa hann hjá okkur
framvegis.
Varanger á nú að stunda fisk við
Vesturland fyrst, og síðan við Vest-
mannaeyjar þegar vertíð byrjar þar.
Aðal hvatamaður þessarar nýbreytni
er Ólafúr og á hann þakkir skilið
fyrir það. Afli er hér góður.
O. J. P.
Líkamsment.
Allir kannast við J. P. Mtiller
hinn danska, sem ritað hefir bókina
*Mín aðferð*. Hann er heimsfræg-
ur maður, og þúsundir manna iðka
líkamsæfingar hans á hverjum morgni.
En nú hefir Þjóðverji nokkur kom-
ið með »sína aðferð« og er hún
mjög frábrugðin hinni. Hann kveð-
ur flesta kvilla mannanna vera þvi
að kenna að þeir gangi á tveimur
fótum, en forsjónin hafi aldrei ætlast
til þess, maðurinn hafi átt að ganga
á fjórum fótum, en hann hafi sjálf-
ur vanið sig -á hitt. Þjóðverjinn
ræður mönnum því til að hlaupa á
fjórum fótum, kvölds og morgna,
aftur og fram um gólfið heima hjá
sér. Æfingarnar eiga að vera til
þess,að líkaminn fái að hvílast í þeim
skorðum sem forsjónin sjálf hefir
ætlast til, og ætlar hann klukkutíma
á dag til þeirra, hálftíma að morgni
og annan að kvöldi.
Þess er getfð að margir hafi að-
hylzt kenningar hans, bæði karlar og