Morgunblaðið - 24.11.1913, Blaðsíða 1
Mánudag
24.
nóv. 1913
HORfiDNBLADID
1. árgangr
23.
tölublað
Ritstjórnarsími nr. 500
Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen.
ísafoldarprentsmið j a
Afgreiðslusími nr. 48
I. O. O. F. 9511289
Bio
IBio
Biografteater
Reykjavíkur.
,Hinn‘
eftir hinu nafnkunna leikriti Paul Lindaus,
i fimm þáttnm.
Sýningin er 2 klukkustundir. Aflalhlutverkið leikur frægasti leikari Þjóðverja
Albert Bassermann.
Aðgöngumiðar kosta: Beztn sæti 0,70, önnur sæti 0.60, almenn sæti C,80.
Aðgöngumiðar fyrir börn verða ekki seldir.
Bio - kaffifyúsið
(inngangur frá Bröttugötu) mælir með
sínum á la carte réttum, smurðu
brauði og miðdegismat,
Nokkrir uienn geta fengið
fult fæði,
Jlarívig Jlietsen
Talsimi 349.
Nýja Bíó
Stökk-kafarinn.
Norræn listmynd i 2 þáttum.
Stribolt.
Undrabarn. — Hlægilegt.
4 manna orkester sunnud. kl. 7—9.
Reykið
Godfrey Phillips tóbak og cigarettur
sem fyrir gæði sín hlaut á sýningu
í London 1908
sjö guUmedaliur
og tvær silfurmedalíur.
Fæst í tóbaksverzlun
R. P. Leví.
Sa
=j L
L
Sælgætis- og tóbaksbúöin
LANDSTJARNAN
á Hótel Island.
)in
i j=
J
Sftrifsfofa ^
Eimskipafélags íslands
Austurstræti 7
Opin kl. 5—7. Talsimi 409.
4\ ijl 11 ’ziii nn iiirrrrjn^
H. Benediktsson.
Umboðsverzlnn. — Heildsala.
TTTTrrrrrrmillimTríi
V öruhúsinu.
Leikhúsið.
Trú og heimili, eftir
Karl Schönherr. —
Það er áhrifamik;ð leikrit, sem
Leikfélag Reykjavíkur lék fyrsta sinni
í gærkveldi, og það er yfirleitt mikið
vel með það farið.
Frá aðalefni leiksins hefir verið
sagt áður hér i blaðinu. Það er *vor
allranáðugasti herra, keisarinnc, sem
á sligamannavisu segir við vissan
hluta þegna sinna: Peningana eða
lífið, þ. e. kastið trú yðar, eða út úr
landinu með ykkurl Og vesalings
fólkið er milli tveggja elda. Annars
vegar fastheldnin við óðul þess.
Hins vegar ást á hinum nýju, end-
urfæddu trúarbrögðum.
Flesta lætur höf. meta trúna meira.
— Einna átakanlegast í leiknum er
það, er elzti maðufinn, Roít gamli,
lýsir fylgi sínu við nýju trúna.
Meðferð Leikfélagsins á þessu leik-
riti mátti heita sérlega góð.
Ekkert hlutverk var illa af hendi
leyst, flest dável og sum mjög vel.
Helqi Helqason lék hlutverk gamla
Rotts betur en nokkuð annað,
sem eg hefi til hans séð. Þau Rotts-
hjón (|ens Waage og Emilía Indriða-
dóttir) voru og myndarlega leikin,
sumir kaflar í leik Emilíu, þegar
snögg geðskifti gerast í hug hennar,
ágætir.
Keisarans fulltrúi, »ólmi riddarinn*
sem alt drepur, sem eigi sver við
kaþólska trú, sem er blóðslettóttur
frá hvirfli til ilja af manndrápum, en
er »sannkristinn« Maríu meyjar ridd-
ari — það miður þakkláta hlutverk er
leikið af Jakobi Mölkr, með krafti.
Þrjár persónur eru í leikritinu, eins
og til þess að létta á alvöruþungan-
um í því. Það er Englbauer bóndi
(Friðfinnur) spaugilegur karl, sem
leikanda tóksl vel að ráða við, og
flökkuhjú tvö, sem ganga syngjandi
gegnum lífið (Stefanía Guðmundsd.
og Ragnar Hjörleifsson).
Son Rottshjóna, unglingsdreng
ákaflega skapmikinn og eldfjörugan,
leikur frú Guðrún Indriðadóttir, og
er orð á gerandi, hve vel hún gerir
það.
Árni Eiriksson hefir í leik þessum
hlutverk, sem eigi virðist hægt að
gera neitt sérstaklega mikið úr, og
Loftskip Zeppelins brennur.
Morqunblaðið flutti fregnir af því um daginn, að eitt af loftskipum
Zeppeiins hefði brunnið, er það var á siglingu skamt frá Johannisthal á
Þýzkalandi. Eitthvað hafði komist í ólag þegar skipið var komið 500 fet
í loft upp, vélin sprakk og alt komst í bál og brand á augabragði. Á ör-
fáum mínútum brann skipið og féll til jarðar með braki miklu, sem heyrð-
ist í margra rasta fjarlægð. Á skipinu voru 28 ménn og fórust þeir alíir.
Þetta loftskip var hið stærsta, sem Þjóðverjar áttu. Var það af sömu
gerð sem fyrsta loftskip Zeppelins, en að öllu fullkomnara en nokkurt
hinna. — Lík mannanna sem fórust, voru öll óþekkjanleg af brunasárum
og meiðslum. Handleggir og fætur voru rifnir af mörgum, en höfuðlausir
búkar tveir fundust nálægt skipsbrotunum. Að eins einn maður var á lífi
þegar fólk kom að, og hrópaði hann i sifellu: Drepið mig, drepið migl
Hann dó eftir tvær stundir.
Slys þetta bar að í sömu vikunni, sem Volturno brann í Atlantshafi;
þar fórust 136 manns. Daginn eftir varð námuslysið mikla á Suður Bret-
landi; þar fórust 435 manns. Ennfremur varð járubrautarslys sama dag og
fórust þar 6 menn. Þetta skeði alt á einni viku — »svört vika* í meira
lagi. Af þessum slysum skeði eitt á hafi, eitt neðanjarðar, eitt á landi og
eitt — í loftinu.
Efri myndin er af loftskipinu, sem hét L 2, er það lagði á stað frá
Johannisthal. Neðri myndin sýnir »strandið« — loftfars-rústirnar, þar sem það
féll til jarðar.
sama er um hlutv. Herb. Sigmunds-
sonar.
Enn eru óupptaldir nokkrir leik-
endur, en sama er um alla, að sæmi-
lega eru af hendi leyst hlutverkin öll.
Er það cjaldgæft í annálum Leik-
félagsins, að leiksýning í heild sinni
hepnist eins vel.
Hitt skal ósagt látið, hvort Reyk-
víkingar kunna að meta leikrit og
leiksýning þessa, hvort þeir meta
eigi meira alls konar »hopp og hí«,
en alvarlega lýsing á mjög einkenni-
legu og merku tímabili í sögu trú-
bragðanna.
Comes.
Eimskipafélagið.
Bráðabirgðastjórnin hefir nú látið
fullgera uppdrætti og nákvæmar lýs-
ingar á þeim tveim skipum, sem ráð-
gert er að byrja með. Er nú verið
að senda uppdrætti þessa og lýsing-
ar til helztu skipasmiðastöðva í Dan-
mörku, Noregi, Þýzkalandi, Hollandi
og Englandi (10—20 alls), og þeim
ætlað að gera tilboð um smíði á
skipunum.
Mun það tilætlun bráðabirgðastjórn-
arinnar, að fá tilboð þessi svo tím-
anlega, að stjórn sú, sem væntan-
lega verður kosin á stofnfundi fé-
lagsins þ. 17. jan. næstkomandi,
geti þegar gert ráðstafanir til að láta
smíða skipin. Gert mun ráð fyrir
að smíði skipanna taki alt að 12
mánuðum.
Uppdrættirnir munu verða hlut-
höfum og öðrum til sýnis á skrif-
stofu félagsins, Austurstræti 7, um
miðja vikuna.