Morgunblaðið - 24.11.1913, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ
ioé
Hafnarfjörður.
Bæjarstjórnar- Á síðasta bæjarstjórnar-
málefni. fundi hér var fjárhags-
áætlun kaupstaðarins árið 1914, til
síðari umræðu.
Eftir langar og ítarlegar umræður
í 7^/2 kl. tima, var hún samþykt.
Árið 1913 voru tekjur bæjarins
26.779 kr. og gjöldin jafn mikil. En
árið 1914 eru tekjurnar áætlaðar
31.964 kr. og þar af 12.534 kr. í
niðurjöfnunargjöld.
í fyrra var vatnsveitan og rafljósa-
stöðin, látin standa með sömu upp-
hæð tekju- og gjaldamegin, og svo
er enn með rafljósastöðina. Ekki
er þó svo að skilja, að fyrirtæki
þessi — sérstaklega vatnsveitan —
gefi ekki arð umfram stofn-reksturs-
og viðhaldskostnað, heldur hefir ágóð-
anum verið varið til aukningar. Á
næsta ári er gert ráð fyrir að vatns-
veitan gefi 1000 kr. arð. Nú hefir
bærinn látið byggja 200 tonna vatns-
geymir ofan við hafskipabryggjuna,
til þess að skip verði fljótari við
vatnstöku, og munu þau nú hvergi
hér á suðurlandi geta menn fengið
jafn fljóta afgreiðslu á vatni og hér
við bryggjuna.
Þeir liðir, sem mestri breytingu
hafa sætt á áætluninni nú og í fyrra,
eru lóðargjöldin, og vextir og af-
borganir lána. Aukning lóðargjald-
anna stafar af því, að bærinn hefir
nú eignast allar þær lóðir í bænum,
er áður tilheyrðu Garðakirkju, og
falla þvi öll lóðargjöldin, sem Garða-
prestur áður hafði, til bæjarins á
næsta ári.
Aftur á móti hafa vextir hækkað
sem svarar til 60 þús. kr. — þá
upphæð skuldar bærinn kirkjujarða-
sjóði vegna landkaupanna. Lán þetta
ávaxtast með 4%, og endurborgast á
næstu 60 árum með 1000 kr. á ári.
Fátækra framfærsla fer heidur hækk-
andi. Stafar sú hækkun aðallega af
2 vitfirringum sem bærinn verðnr
að sjá um. Fara þeir með nálega
1200 kr. á ári. Annar þessara sjúkl-
inga er búinn að vera veikur í mörg
ár, og hefir hann gert mönnum hér
allmikil leiðindi og umstang. Hefir
bærinn orðið að kosta miklu fé til
þess að hindra það að sjúklingur
þessi væri ekki að flækjast á götum
bæjarins, bænum til stór skammar.
Vonandi er að röðin komi bráðum
að honum, þvi á geðveikrahælislista
læknisins mun hann hafa verið tek-
inn 1908. Á hælinu mun kostnað-
ur við dvöl sjúklinga þessara ekki
fara fram úr 360 kr. árl.
Aukaútsvörin hækka um 1607 kr.
frá í fyrra, en ekki ætti sú hækkun
að þurfa að koma tilfinnanlega nið-
ur á gjaldendum, með því að þeim
hefir fjölgað, og gjaldþol einstakra
manna aukist.
Aætlun yfir tekjur og gjöld hafn-
arsjóðsins (bryggjunnar 0. fl.) var til
umræðu á þessum fundi, en var
frestað til næsta fundar.
Framtfðar- Á. kL Rirrel & Co. Ltd.
horfur. frá Liverpool hefir tekið
hús og lóðir M. Blöndahls kaup-
manns á leigu um næstu 2 ár. Fram-
kvæmdarstjóri firmans W. S. Hadden
er nú hér staddur, til þess að gera
ýmsar ráðstafanir viðvíkjandi fyrir-
hugaðri starfsemi hér á næsta ári,
m. a. ráða verkafólk og leigja eða
kaupa fiskireiti. — Þetta firma hefir
enga útgerð með höndum, heldur
kaupir það fisk af útlendum botn-
vörpunum hér á höfninni og verk-
ar hann hér. — Eru slikir menn
sem hann, góðir gestir í bæinn, og
er hann líklegur til að veita mikla
atvinnu hér á næstu árum.
Veðráttan teppir nú sem
Atvinna. sten(jur vjnnu vjg byggingu
fiskireitanna. Nokkrir menn keyptu
nýlega barkskipið »Vasco de Gama«
er h/f. P. J. Th. & Co. átti, og
lengi lá inni í Sundum. Er nú sem
óðast verið að rífa skip þetta og hafa
margir menn atvinnu við það.
Kaupendur skipsins gera sér von
um hagnað af kaupunum, því í skip-
inu er mikið af kopar, látúni og eir.
Hafnargerð Reykjavikur kvað hafa
falað innviði skipsins til kaups.
Edinborg hér er að Edinborg hér
að hætta. hætti verzlun um næstu
áramót. Er það mikill skaði fyrir
bæjarfélagið, því verzlun þessi hefir
löngum verið hæsti gjaldandi hér til
bæjarsjóðs, og veitt bæjarmönnum
mikla atvinnu. Vonandi er þó að
einhver fylli skarðið áður en langt
um líður, því húseignir og lóðir
verzlunarinnar liggja mjög vel við;
samhliða hafskipabryggjunni, og í
járnbrautarsambandi við hana.
Setbergs- Jóh. J. Reykdal bóndi á
bóndinn. Setbergi er nú að koma
upp hjá sér rafmagnsstöð til Ijósveit-
ingar og hitunar. — Stöðina ætlar
hann að reisa heima á túni, en vatn-
ið fær hann úr upptökum Hafnar-
fjarðarlækjar, en það er alllöng leið
frá Setbergi. Er hann byrjaður á
skurðgrefti, og öðrum framkvæmd-
um. Gerir hann sér vonir um að
stöðin framleiði meira rafmagn en
hann sjálfur þarf að nota, og mun
hann ætla að setja það sem umfram
verður, til lýsingar i Hafnarfirði. —
J. J. R. er brautryðjandi rafmagns-
notkunar hér á landi, í Hafnarfirði.
Hann leiðbeindi og þeim eina bónda
á landinu sem ennþá hefir komið
upp rafmagnsstöð hjá sér, bóndanum
á Bíldsfelli i Grafningi. — Nú eru
menn farnir að sjá hve ómissandi
er að hafa rafmagnið til lýsingar hér
á landi, því flestir bæir og kauptún
vilja nú koma á fót hjá sér rafmagns-
stöðvum þar sem þvi verður við
komið.
Dugnaði J. J. R. ætti að halda á
lofti, þvi landið á slíkum mönnum
sem honum mikið upp að unna. —
Vonandi verður þetta ekki seinasta
rafmagnsstöðin, sem bændur ráðast í
að koma upp hjá sér, þar sem nóg
vatnsafl er til.
Fleiri munu á eftir fara.
Hafnarf. 16/u—1913.
5.
Hvernig á eiginmaður-
inn að vera?
Svar nr. 29.
Góður eiginmaður er heimilisrak-
inn og er því ekki á ótal fundum
fram á nætur meðan konan hans sit-
ur þreytt yfir börnunum heima.
Hann er jafnkurteis við konuna
sina og áður við heitmeyjuna, og ber
svo mikla virðingu fyrir henni, að
honum kemur ekki í hug að taka
hana í faðm sinn utan hún sé jafn-
fús til að leggja hendur um háls
hans; ofbeldi i hjónabandinu er hon-
um því jafn-andstyggilegt eins og
utan pess.
En þýðlyndur er hann, og er aldrei
svo þreyttur, að honum sé ekki ljúft
að gefa konunni sinni góðan koss,
er hann kemur frá vinnu.
Hann er varkár og lundlipur, eink-
um þegar konan hans er »nervös«
af barnagargi eða lasleika.
Hann reynir í fám orðum af fremsta
megna að efna sem flest aí fögrum
loforðum, sem hann gaf istmey sinni
fyr, er hún í fyrsta skifti settist á
kné honum, hallaðist að brjósti hans
og trúði honum fyrir framtíð sinni.
Þótt hann verði karlfauskur, en hún
hrukkótt kerling, verður hún jafnan
»gamla kærastan« hans.
Hamingjusamur eiginmaður.
LíOGMBNN
Sveinn Björnsson yfirdómsiögm.
Hafnarstræti 22. Simi 202.
Skrifstofutími kl. 10—2 og 4—6.
Sjálfur við kl. 11—12 og 4—5.
EGGERT CLAESSEN. yfirréttarmála-
flutningsmaður Pósthússtr. 17.
Venjulega heima 10—II og 4—5. Sfmi 16.
C=3 D AGBÓFJIN. ■--------------■
Afmæli 24. nóv.
Gnðrfður Gfaðmundsdóttir húsfrú.
Steingrimur Steingrfmsson skipstj. 39 ára.
Helgi Jónsson bóndi i Tungu 29 ára.
Eirikur Bjarnason járnsm. 47 ára.
Arni Kr. Magnússon skipstj. 40 ára.
Veðrið I gær. Hiti um land alt. f
Reykjavík S S A hvassviðri og 3,2 stig.
Stormur í Vestmannaeyjum af S S V og
hiti 3,6. Suðaustanstormur á Isafirði,
hiti þar 7,3. Á Akureyri sunnankaldi og
3 stiga hiti. Á Grim8stöðum minstur hitir
0,9, og suðvestankul. Sama veður á
Seyðisfirði, en hitinn þar 9,9.
Háflóð er kl. 2,6 árd. og 2,32 siðd.
Sólarupprás kl. 9,23 árd.
SólarUg kl. 2,56 siðd.
Ýlir (frermánuður) byrjar i dag.
Á íþrðttavellinum suður á Melum sáust'
i gtermorgun nokkrir röskir iþróttamennr
sem voru að æfa hlaup.
! C=
Gátur.
Hálkan. Eftirtekt nokkra hefir það vak-
ið meðal Austur-bæjarmanna, að borinn
hefir verið sandur á hálkuna i Banka-
stræti og Laugaveg. En i miðhænum sózt
eigi sandkorn ennþá. Eftir hverju blður
bæjarverkfrseðingurinn ? Ef til vill eftir
fleiri fótbrotum I
Jósep, hertogi í Sachsen-Altenburg,
var vanur því í hvert skifti, er ókunn-
ur maður heimsótti hann, að bera
upp fyrir honum tvær gátur.
Hin fyrri var þannig: »Hvað
munduð þér gera, ef þér væruð tann-
læknir?« Sá sem spurður var átti
auðvitað örðugt með að svara, en
þá hló hertoginn og sagði: »Ef
maður væri tannlæknir, þá mundi
maður draga út tímans tönn. En
hvað munduð þér gera ef þér væruð
skírari?« Sú gátan var nú litlu auð-
ráðnari en hin, og hertoginn svaraði
svo sjálfum sér hlæjandi: »Ef mað-
ur væri skírari, þá mundi maður
skíra eilífðina í hafinul*
Friðrik Vilhjálmur IV, í Prúss-
landi, hafði heyrt getið um þennan
vanda hertogans. Einu sinni var hann
á ferð um Altenburg og heimsótti
þá hertogann. Ekki leið á löngu
áður en þar kom, að hertoginn bar
upp fyrir honum fyrri spurninguna.
Konungur hugsaði sig um stundar-
korn og segir síðan: »Ef eg væri
tannlæknir, þá mun eg skíra eilífð-
ina í hafinu«.
Hertoginn varð fyrst alveg for-
viða, en þegar hann skildi sneiðina,
þá svaraði hann hlæjandi: »Fyrst
svona er, þá þarf eg ekki að bera
upp fyrir yður síðari gátuna 1«
Gamla Bio. Troðfnlt hús var við báð-
ar eýningar þar i gærkvóldi, og eins á
langardaginn. Hefir áreiðanlega-eigi ver-
ið sýnd betri mynd, en þessi, siðan kvik-
myndahúsin tókn til starfa hér i bænnm.
Fyrirlestur Árna Pálssonar í Iðnó í gær
var mjög vel sóttnr.
Sterling varð að fara fram hjá Ólafs-
vik, á leið til Stykkishólms, vegna óveð-
nrs.
Juliana Jónsdóttir liggnr enn veik i
hegningarhúsinn. Engin próf verið haldin
yfir henni i nokkra daga. Jón félagi
hennar hefir verið fyrir rétti, en ekkert
játað enn.
Varö, fiskskip til Mr. Geo. Coplandr
kom í gær frá Seyðisfirði með eitthvað
af fiski. Skipið fermir hér meira og
heldnr svo eftir nokkra daga til Spánar.
Lárus H. Bjarnason, prófessor sagði
sig úr fólaginu »Fram« í fyrradag,
eins og getið var um hór í blaðinu. Á
fundi, sem haldinn var í Good-Templ-
arahúsinu það sama kvöld, sögðu sig
140 menn úr fólaginu — fylgismenn
prófessorsins. Munu þeir þegar stofna
með sór nýtt fólag, til þess að berjast
fyrir áhugamálum sínum.