Morgunblaðið - 26.11.1913, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.11.1913, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ 114 Hringurinn. Eftir Knut Hamsun. Eg sá einu sinni unga konu í sam- kvæmi, sem var ástfangin. Augu hennar voru helmingi blárri og helm- ingi skærari, og hún gat alls ekki dulið tilfinningar sínar. Hvern elskaði hún? Unga manninn yfir við gluggann, son húsbændanna, mann i einkenn- isbúningi og með þrumu rödd. Guð minn góður, hvað augu henn- ar elskuðu unga manninn og hvað hún var óróleg á stólnuml Á heimleiðinni um nóttina sagði eg við hana, af því við vorum svo kunnug: »En hvað það er bjart og fallegt veður! Hefirðu skemt þér vel?« Og til þess að gera henni til geðs, dró eg trúlofunarhringinn af hend- inni og bætti við: »Líttuá! Hring- urinn þinn er orðinn mér of þröng- ur, hann meiðir mig, hvernig væri að þú létir stækka hann ofurlítið ?« Hún rétti mér hendina og sagði: »Fáðu mér hann, þá skal hann verða stækkaður*. Og eg fekk henni hringinn. — Svo leið mánuður. Þá hitti eg hana aftur. Eg ætlaði að spyrja hana um hringinn, en hætti við það. Það liggur ekkert á þvi, hugsaði eg. Lofum henni að átta sig enn þá betur. Þá litur hún niður og segir: »Æ, það er satt — hringurinn — það tókst óheppilega til með hann. Eg hefi lagt hann einhversstaðar af mér, og get nú ekki fundið hannc. Og síðan bíður hún eftir svari. »Þykir þér fyrir því?« segir hún óróleg. »Nei«‘, svaraði eg. En hvað hún var létt í spori, þegar hún kvaddi mig, og mér þótti ekkert fyrir. — Svo leið heilt ár. Mér varð aftur reikað á fornar slóðir kvöld eitt. Eg var kominn á gamalkunnugar götur. Þá kemur hún á móti mér, og augu hennar voru þrefalt blárri og þrefalt skærari; en munnurinn var orðinn of stór og varirnar fölvar. Hún kallaði til mín álengdar. »Hérna er hringurinn þinn — trúlofunarhringurinn þinn. Eg hefi fundið hann aftur, ástin mín, og látið stækka hann. Nú meiðir hann þig ekki framarlc Eg horfði á þessa einmana konu — á stóra munninn og fölvu var- irnar — og eg horfði á hringinn. »Æ«, sagði eg og hneigði mig djúpt. »Við höfum verið óheppin með þennan hring. Nú er hann orðinn altof rúmur!« Einar E. Sœm. þýddi lauslega. Fiskifélag Islands Reykjavíkurdeildin tekur á móti innritun nýrra félaga. Gjald fyrir æfifélaga 10 kr., ársfélaga 1 kr. Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 10—3 og 4—7 í Þing- holtsstræti 25. Einhver úr stjórninni til viðtals kl. 3—6. e. m. DAGBÓEflN. 1-------1 Sendiferðaskrifstofa. Það hefir lengi brunnið við, hér í bæ, að ilt er að fá menn eða drengi til þess að fara í smá sendi- ferðir innanbæjar, nema þá fyrir geypiverð. Mun það ekki óvenju- legt að maður þurfi að borga smá drengjum 25 aura fyrir það að skreppa 5 mínútna veg, og gott ef þeir fást til þess. En nú er í ráði að koma hér á fót skrifstofu, sem tekur að sér að annast allar sendiferðir innanbæjar. Er það hið þarfasta fyrirtæki og má furðu gegna, að það skuli ekki hafa fyr- ir löngu komist á fót. Má nærri geta að margri húsfreyjunni muni þykja það þægilegt, að þurfa ekki annað en síma í skrifstofuna og biðja hana að senda sér heim fisk í matinn, í stað þess að þurfa sjálf að leita um allan bæ að fisksölumönnunum og bera svo fiskinn heim. Og mörg- um manninum mun einnig þykja það bæjarbót, þegar svo er komið, að skrifstofan sækir til þeirra blöð og bréf, bögla og aðrar sendíngar og flytur það um bæinn þveran og endilangan, eins og hver vill hafa. Samskonar skrifstofur og þessi, eru í öllum eða flestum bæjum er- lendis, og þykja bráðnauðsynlegar. Er það spá vor, að sú muni einnig verða reyndin hér, og óskum fyrir- tækinu góðs gengis. Fluqmaður. Smávegis Yíðsvegar að. Conan Doyle. Allir þeir er lesið hafa sögurnar af Sherlock Holmes, hafa dáðst að hyggjuviti höfundarins og skarpsýni, enda er hann heims- frægur maður. En fyrir skömmu siðan hitti hann þó fyrir, sér meiri mann, og er sú saga þannig. Hann kom að kvöldi til inn á veitingastofu í Carton-veitingahúsinu í London. í fataklefanum færði hann sig úr yfirhöfninni, eins og venja er til. Veitti hann því þá eftirtekt, að þjónninn veitti honum sérstaka at- hygli og var svo nærgöngull, að Conan Doyle hafði það á orði við hann, og spurði hann hvort hann þekti sig. »Nei, eg þekki yður ekki, en eg veit hvaðan þér' komið og hvað þér hafið aðhafst i dag«, svaraði þjónn- inn íbygginn, og þegar hann sá að Conan Doyle þótti vænt um glögg- skygni hans, hélt hann áfram. »Fötin yðar eru dálítið rykug. Eg sé að það er kritarryk, og á því veit eg að þér hafið verið að »spila billiard*. Þér eruð þreyttur, og af því að þér hafið ekki látið bursta rykið af yður, þá veit eg að þér hafið spilað lengi og verið kappsamur. Og þér hafið ekki unnið, það sé eg á því hvað þér eruð daufur í skapi. Á vinstra skónum yðar er gulur blettur, og er hann áreiðanlega eftir leirinn á Soho- götunum. Og eg sé það á göngu- lagi yðar, að þér eruð alls ekki van- ur »billiard-spilari«. Af þessu öllu dreg eg þá ályktun, að þér hafið tekið þátt í kapp-spilinu í veitinga- húsinu Orme og beðið lægra hlut«. Þetta var hverju orði sannara, og Conan Doyle varð svo hrifinn af athygli mannsins og röksemdaleiðslu, að hann gaf honum gullpening og hvatti hann til þess að gefa sig all- an við því, að æfa athugunargáfu sína. Ef til vill hefir hann búist við því að pilturinn segði sér, að þetta hefði hann lært af sögum Sherlock Holmes, en þá hefir honum hrapal- lega skjátlast. Þjónninn lét peninginn í vasa sinn og sagði: »Sú aðferð sem eg hefi, er bæði einföld og áreiðanleg, og eg vil fastlega ráða yður til þess að temja yður hana«. Dró hann þá upp úr vasa sínum seinasta tölu- blaðið af »íþróttablaðinu« og sýndi Conan Doyle. Þar stóð mynd af honum og frásögnin um ósigur hans í kapp-spilinu á Orme-veitingahúsi. Carpeaux myndhöggvara var einu sinni falið það að gera mynd, sem átti að heita: »Poiyphem drepur Acis með steini*. Honum var borgað fyrir fram, til þess að hann skyidi frekar vanda sig og flýta verkinu. Hann tók við fénu, en af því hann hafði litla löngun til þess að smiða listaverkið, þá fór svo, að peningarnir voru uppétnir áður enp hann hófst handa. En kaupandinn var ekki ánægður með það og heimtaði smíðis- gripinn. Carpeaux leiddist nú þófið og einu sinni þegar kaupandinn kemur til hans og biður hann að lofa sér að sjá hve langt sé komið smíðinni; þá fer Carpeaux með hann út í horn á vinnustofu sinni og sýnir honum þar stóran óhöggvinn stein og kveð- ur það vera smíðisgripinn. Hinn varð í fyrstu forviða, en stillir sig þó og svarar: — »Eg sé það að hér er steinninn. En hvar er Acis?« »Náttúrlega undir steininum, því Polyphem drap hann með honutn*. »Nú, en hvar er þá Polyphem?« »Eruð þér nú sá glópur, að halda það að hann hafi ekki haft vit á að flýja, eftir þvílíkt ódæðil« Bréfaskrína. Vill Morgunblaðið gefa mér upp- lýsingar um, hvaða þýzkt blað sé heppilegast til skemtunar og fróð- leiks og um leið ódýrast. Patrick. Það er úr miklu að velja. Að voru áliti er »Hamburger General Anzeiger« ágætt fróðleiksblað og afar ódýrt (kostar víst 50 aura á mánuði). Ánnars eru »Kölnische Zeitung* og »Hamburger Fremden- blatt« fyrirtaks blöð, en nokkuð dýr, eins og flest blöð þýzk. Ef til vill væri »Der Hausfreund« í Neurode heppilegastur. 5—6 blöð á viku og 3 aukablöð kosta 10 aura. Afmæli 25. nðv. Maud, drotning Norðmanna, 44 ára. Henriette B. Waage húsfrú. Helgi Arnason, dyravörður, 39 ára. Veðrið i gær: JReykjavik, austan stinn- ingsgola, -f- 0.7, ísafjörðnr, logn, + 0.4, Akureyri, suðlægur suðvestan-andvari + 0.2, Grímsstaðir, suðaustan stinningskaldi + 2.0, Seyðisfjörður, logn. + 2.1, Vest- manneyjar, austan stormar + 1.6. Skýjað loft alstaðar og regn í Vest- mannaeyjnm. I Þórshöfn á Færeyjum var sunnan stinningsgola, regn og 6.2 hiti. Háflóð er k). 2,38 árd. og 3,2 siðd. Sólarupprás kl. 9,33 árd. Sólaríag kl. 2.56 siðd. Ókeypis augnlækning í Lækjargötu 2, kl. 2—3. Isafold bregður vana og kemur ekki út‘ i dag. Er það vegna þess, að ritstjórinn, hr. 0. B., hefir verið lasinn af kvefsótt síðnstu dagana. Vesta er væntanleg hingað á morgun. Hún kemur frá útlöndum. Rjúpur. Mikið kvað vera um rjúpu í» hrauninu snður af Vifilstöðum. Maður, sem þar var í fyrradag, sá marga hópa. »Hinn<, stóru myndina góðu, ætlar Qamla Bíó að sýna á fimtudag eða föstudag fyr- ir þá, sem eigi komust að hin kvöldinj,- sem myndir. var sýnd. Kaupmenn eru sem óðast að undirhúa- jólabazara sina og rýma til fyrir jólavör- um, sem koma með Vestu og Botnin. Á Gamla Bió eru sýndar margar og skemti- legar myndir. Lifandi fréttablað, sem öll- um þykir svo gaman að, og skipstrand suðnr á Portúgal. Þar ern einnig myndir frá hinni forkunnar-fögru ey, Ceylon, og loks mynd sem heitir »Tryggur til dauðans«. Sú mynd gerist á Indlandi Eru þar upp- hlaup og blóðsúthellingar, en náttúran brosir á bak við fögur og aðlaðandi. Káta þvottakonan beitir sú siðasta. Er það gamanmynd, sem öllum hlýtur að þykja gaman að. Eimskipafélagið. í dag gefur að lita uppdrætti af hinum fyrirhugnðu skipum félagsins i glnggnm skrifstofu þess, Aust- urstræti 7, — andspænis ísafoldarprent- smiðju. En hvað eiga nú skipin að heita ? Nýja Bió sýnir langa mynd, sem heitir »Vald konunnar«. Hún er leikin af frönsk- um leikendum frá Theatre francaise. Efni hennar er það, að sýna hvernig vændis- kona nokkur neytir fegurðar sinnar til þeBS að steypa þeim karlmönnum i ógæfu, sem eru nógn ósjálfstæðir til þess að fórna henni öllu sínu. Aukamynd: »Erfðaskrá Binu«, sýnd til þessa að hressa skap áhorf- endanna. Bróðurmorðið. Jón Jónsson hefir enn ekkert játað á sig i þvf máli. Hefir verið fyrir rétti nokkrum sicnnm. Júliana ligg- ur veik enn og því engin próf verið haldin yfir henni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.