Morgunblaðið - 26.11.1913, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
Hattarnir í Bio.
Teiknari Morqunblaðsins kom
inn á skrifstofuna í gær með mynd
þá, sem hér birtist.
Er hún af eiturmorðinu? spurð-
um vér, því vér vissum, að hugur
hans hafði mjög snúist um það
mál síðustu vikuna. Nei, sagði
teiknarinn og brosti; í þetta sinn
er það mynd, sem sýnir aðra hættu
hér í bænum — miklu meiri, en
þó önnurhvor kona hér í bænum
fengi áskriftalaust fosforeitur í
lyfjabúðinni, og það nóg til þess
að drepa bæði manninn, öll börn-
in, bræður og systur sínar. Vér
litum upp frá handritinu, (svar við
eiginmanns-spurningu Morgun-
blaðsins) því oss virtist teiknarinn
taka fremur djúpt í árina. Hann
er óvanur slíku, því stillingarmað-
ur er hann mikill, og vanur að
teikna bæði morðingja og lík og
geggjað kvenfólk.
Mér þykir gaman að fara í Bio, og eg sé hverja mynd, sem
kvikmyndahúsin sýna, eða réttara sagt, eg reyni að sjá allar myndirnar;
en vanalega hverf eg heim aftur, án þess að hafa séð meira en helm-
inginn. Hvað veldur slíku, spurðum vér, og reyndum að sefa skap
teiknarans, sem virtist vera óvanalega i'ilt í dag.
En bannsettir hattarnir og nálarnar!
Flestir bæjarmenn fara í Bíó. en þar er hættulegast allra staða,
hér í höfuðstaðnum. Það undrar mig, að nokkur maður skuli vera
sjáandi lengur — að ekki skuli fyrir löngu vera búið að stinga úr oss
augun. Eg sé að þér, hr. ritstjóri, hafið bæði augun óskemd ennþá;
en sjáið þér hér! — og teiknarinn glenti upp vinstra augað, sem var
blóðugt og blátt eftir nálarstungu. fiann var i Bíó i gærkvöldi, en
hafði ekkert séð fyrir heljarstórum hatti konunnar, sem fyrir framan
hann sat. Teiknarinn hafði verið í veizlu kvöldið áður, var hálfþreytt-
ur og varaði sig eigi á nálinni, sem stóð 8 þumlunga út úr hatti stúlk-
unnar, sem sat við hliðina á honum. Og nú er hann hálfblindurl
En vér losnuðum eigi við teiknarann fyr en vér höfðum lofað
honum, að fréttaritari Morgunblaðsins skyldi mæta hvert kvöld í Bíó
þessa viku, og sjá hver hefði stærsta hattinn og lengstar nálarnar. Og
hann bað um rúm í blaðinu fyrir rnynd hennar — með hattinn og
nálarnar.
Lágir hattar,
svo kallaðir
Bíó-hattar,
fást í
Vöruhúsinu.
Hattprjónar,
stuttir og óskaðlegir hvar
sem er,
fást í
Vöruhúsinu.
KOL.
Kaupið kol að „8kjaldborg“
við Vitatorg. Nægar birgðir af hin-
um ágætu kolum, sem allir
ættu að vita, að eru seld að mun
ódýrari en alsstaðar annarsstaðar; flutt
heim daglega. Sími 281.
Alls konar
Kálmeti
fæst hjá
JES ZIMSEN.
Stúlka óskar eftir vist í góðu
húsi. Upplýsingar á Laugaveg 24
B. (austurenda).
Svörtu gammarnir.
25 Skáldsaga
eftir
Ovre Richter Frich.
(Frh.)
Bréfið á að vera skírteini hennar,
en Burns hefir auðvitað hnuplað því
frá Jones. En nú skal það í allra
djöfla nafni vera dauðadómur henn-
ar. Við höfum nokkrar litlar þum-
alskrúfur hérna, og með þeim skul-
um við neyða hana til þess að segja
sannleikann. Og svo má þessi góði
vinur vor, Burns, gæta þess vel að
við skerum hann ekki á háls, áður
en honum vinst timi til að gera okk-
ur samskonar greiða. Það er vín-
tunna hérna niðri í kjallaranum, og
hún er nógu góð líkkista handa hverj-
um þeirra sem er. — Svona, látið
þið nú stelpuna koma hingað.
Pétur frændi hneigði sig og fór
út og kom að vörmu spori inn aft-
ur með Bessie svörtu. Hún var i
ágætu skapi.
— Nú, nú, gamla náttuglan þín,
sagði hún og sló Saimler kumpán-
lega á öxlina. Hvað viltu mér?
Hann virti hana fyrir sér frá hvirfli
til ilja.
— Hvað borgaði Ralph Burns þér
mikið fyrir það, að hætta þér inn í
bjarnarhýðið ? svaraði hann háðslega.
Bessie varð fyrst orðfall. Þó blikn-
aði hún ekki og ekkert fát kom á
hana, en hendin skalf svolítið.
— Eg held að karlfuglinn sé band-
vitlaus, mælti hún hlæjandi og leit
til Delma. Burns? Eg þekti einu
sinni dyravörð í New-York sem hét
því nafni. Er það hann sem þú átt
við?
— Stelpudjöfull, hrópaði Saimler
óður af reiði. Segðu okkur satt,
eða þú skalt ella fá að komast að
raun um það að úlfarnir hafa víg-
tennur. Þú ert komin hingað til
þess að njósna um okkur og stela
skjölum okkar ef þú gætir. Kann-
astu við það, eða við skulum mola
hvert einasta bein í skrokknum á
þér, að öðrum kosti. Pétur, komdu
með skrúfurnar. —
Hún hörfaði undan. —
— Er þér alvara, Saimler, spurði
Delma rólegur.
— Já, svaraði hinn. Mér skjöpl-
ast ekki. Fríður svipur og óðamála
tunga, hafa aldrei glapið mig.
— Og í fyrra málið skal eg fá
sannanir. —
— Well, svaraði Delma. Bíddu
þá þangað til í fyrramálið. Þá skal
eg sjálfur leggja skrúfurnar á hana,
bætti hann við og glotti.
— Jæja, farið þið þá með hana
niður í kjallara, hrópaði Saimler.
Bindið þið hana á höndum og fót-
um og keflið þið hana svo hún geti
ekki grenjað. Eg kæri mig ekkert
um óhljóð og kveinstafi hér í mín-
um húsum. Á morgun. . , .
Og áður en stúlkuna varði, höfðu
þorpararnir bundið hana á höndum
og fótum og bundið klút fyrir munn-
inn á henni. Pétur frændi greip
hana í fang sér, bar hana niður í
kjallara og fleygði henni þar frá sér
um leið og hann létti á hjarta sínu með
því að tvinna saman öll þau blóts-
yrði er hann mundi í þann svipinn.
Svo setti hann slagbrand fyrir hurð-
ina og fór upp til félaga sinna.
Handsápur
Stórt úrval. Verðið afarlágt.
H|f.
P. I. Thorsteinsson
& Co.
(Godthaab).
Kven-vetrarkápur
verða seldar nú í nokkra daga fyrir
hálfvirði.
Kápur sem kostuðu áður
30 kr. nú 15.
— 25 ---- 12,50.
— 18-----9.
Notiö tækifæriO meðan það býðst.
Sturla Jónsson
Laugaveg 11.
Stórt urval af
Kexi og Kaffibrauði.
King Georg kexið
komið aftur.
H|f. P. I.Thorsteinsson
<£ Go.
(Godthaab).
Júdas Romm
á afmæli í dag.
Bessie lá við að gráta, en það var
ekki af myrkfælni né ótta við dauð-
ann. Hún hafði svo oft séð hvað*
mjótt er lífs og dauða milli, þegar
hún ráfaði um hin hrjóstrugu héruð
i Alaska og það haíði gefið henni
næstum karlmannsþrótt. En hún var
að hugsa um manninu sinn, sem nú
var heima. Hamingja þeirra beggja
var nú á förum.
Þá heyrði hún einhvern hvísla í'
eyru sér. Klúturinn losnaði frá munni
hennar og skorið var á böndin á
fótum hennar og höndum.
— Við verðum að hraða okkur,
sagði Fjeld. Taktu þessa þjöl og
fylgdu mér eftir.f '; En hafðu ^hljótt
um þig. Þessi” djöflabústaður hefir
þúsund eyru.
Þau skriðu út um gluggann og
rétt á eftir voru þau önnum kafin
við það að sverfa sundur járnriml-
ana f girðingunni.
Þegar fyrstu ljósgeislar dagsins
flugu yfir sléttuna, sáu þeir tvær
mannverur, sem gengu fram hjá
sjúkrahúsinu í Eppendorp og stefndu
til Hamborgar.