Morgunblaðið - 02.12.1913, Síða 2

Morgunblaðið - 02.12.1913, Síða 2
142 MORGUNBLAÐIÐ leiðis, að hann í hugsunnm, orðum og gjörðum greiði fult iðgjald eilíjrar líftryggingar og uppfylli allar mögu- legar skyldur við konu sína og börn, land sitt og þjóð, að lögum og dómi guðs og manna. Svar nr. 44. Við hæfi konunnar. Svar nr. 45. Það er algerlega undir því komið, hvernig konu hann á. --- , . ------------ Símfréttir. Akranesi í qcer. Veður hefir verið hér mjög vont. I fyrradag féll önnur hliðin á fisk- verkunarpalli, sem Haraldur Böðvars- son er að láta gera. Tjónið er um xooo kr. Margir hafa net úti enn þá, en talið er víst, að eitthvað af þeim hafi glatast eða horfið í illviðr- unum. Gísli. Rjúpnafriðunarlögin. Eg ferðaðist mjög víða um land í sumar. Átti eg oft tal við bænd- ur um rjúpnafriðunarlögin. Allflest- ir voru mjög ánægðir yfir þessum lögum og álitu þau bráðnauðsynleg og þörf, því ella mundi rjúpunum algeriega verða útrýmt. Einn þeirra, er eg átti tal við um þetta mál, sagðist hafa búið á jörð sinni í fjölda- mörg ár. Fyrst er hann kom þang- að, var fjöldinn allur af rjúpum og þurfti hann aðeins að bregða sér rétt upp fyrir bæinn. til þess að skjóta nægju sína af þeim. En nú þyrfti hann að fara hátt upp í fjall eftir þeim, og væru þær svo styggar, að það væri varla tilvinnandi. Sagði hann að þetta væri alt því að kenna, hvílík ógrynni væri skotið af þeim. Eg átti tal við marga fleiri, og tóku þeir nær allir í sama streng. Yfir- leitt voru flestir löguuum mjög hlynt- ir. í 812 tbl. >Vísis« (26. nóv. 1913) ritar }. H. um þetta efni. Álítur hann þau bæði »heimskuleg og óheppi- leg vegna tekna landsins«. Sömu- leiðis tekur hann það fram, hve mik- ið tjón bændur bíði við lög þessi. Þetta má vel vera; en sá góði maður gáir ekki að því, hver endirinn verður, ef lög þessi komast ekki á. A hverju ári eru mörg þús- und rjúpur skotnar. En viðkoman hjá þeim er ekki svo gifurleg, að þetta geti til lengdar átt sér stað. Að lok- um verður lítið sem ekkert eftir af þeim, eða þær jafnvel hverfa alveg, og þá verður landið og bændurnir alveg af tekjunum og óska þess af heilum hug, að lög þessi hefðu feng- iðsamþykki árið 1913. Eg fyrir mitt leyti álít lögin að öllu leyti bráð- nauðsynleg, enda er það alveg áreið- aníegt, að það er margfalt betra fyr- ir landið og bændurna að verða af tekjunum nokkur ár í bili, en missa þær fyrir fult og alt seinna meir. Klanqur. Böðullinn mikli. í New York dó nýlega maður, Edvin Drake að nafni, sem verið hafði böðull borgarinnar mörg ár. Hann var aðeins 60 ára — en eftir útliti að dæma gat hann vel verið níræður. Allir þektu Drake, er hann gekk inn um fangelsisdyrnar, og allir hötuðu hann og fyrirlitu. Síð- ustu 24 árin hafa allir dauðadæmdir glæpamenn í Bandaríkunum verið drepnir með rafmagni — og Drake hefir bundið þá flesta í stólinn. í hvert skifti fekk Drake 600 kr að launum — og fyrirlitningu fólksins fyrir starfið. En hann kærði sig kollóttan. Sparsemdarmaður var hann mikill — átti dálítinn búgarð fyrir utan New York, og hélt þar til ætið, því hann var hálfhræddur að ganga út um stræti. Oft höfðu glæpamenn reynt að ræna hann lífinu og hann vissi vel, að hvergi var hann óhult- ur fyrir þeim. Annars var Drake hræddastur um hefnd i öðru lífi fyrir böðulsstarf sitt. Eitt sinn er hann átti að drepa mann, sem dómstólarnir höfðu dæmt til dauða, leið hann í öngvit. Það var ungur maður — morðingi —, sem altaf bjóst við sjálfur, að hann mundi verða náðaður. En Drake tók hann og batt hann rækilega i rafmagns- stólinn. Ungi maðurinn lét sér eigi bregða, leit á Drake og hvíslaði: »eg hitti þig hinumegin«. Eftir litlastunddó morðinginn — en Drake lá við fætur hans í öngviti. Skömmu áður en Drake dó, fann hann upp rafmagnsstól til þess að drepa glæpamenn i, og er hann þannig ger, að engan böðul þarf til aftök- unnar'. Amerísk blöð hafa mikið talað um það, hvort þeir, ungi morðinginn og Drake, hafi hizt »hinu meginc—og »hvoru meginc það þá hafi verið. Þykir mörgum líklegt, að Drake hafi farið þangað, sem »morðinginn« var fyrir. Rottur drepa mann. í smábæ einum á Frakklandi gerð- ist saga sú, er hér fer á eftir. Fátækrahæli var þar i þcrpinu. Gamall maður nokkur laumaðist þaðan á brott, og kom aftur heim blindfullur. Umsjónarmaðurinn varð bálvondur og dæmdi karlinn í þriggja daga fangelsi. En nú var ekki önn- ur fangavíst í hælinu en kjallarinn, og þangað var maðurinn fluttur. En svo gleymdist hann þar niðri og umsjónarmaðurinn mundi ekkert eftir honum, fyr en þrir sólarhringar voru liðnir frá því, er hann var fluttur niður í kjallarann. Var uú farið að grenslast eftir líðan hans, og brá mönnum í brún, er hann lá þar á gólfinu steindauður og margir tugir af rottum í kring um hann. Þegar að var gætt, höfðu rotturnar etið hann upp að mestu og var ekki ann- að eftir en bein og föt. En í vasa hans var brennivínsflaska hálftæmd, sem hann hefir skemt sér við áður en rotturnar spiltu gleði hans. Hversvegna fara húsbænd- urnir í veitingahúsin ? Þeirri spurningu hefir hygginn maður svarað á þennan hátt: Af því að maður veit ekki' nema það sé í síðasta skifti; af því að það er betra að gefa veitingamanninum peninga heldur en lækninum; af því að það er betra fyrir kon- una að taka til í berbergjunum, þegar maðurinn er ekki heima; af því að maðurinn skipar fyrir i veitingahúsinu, en verður að hlýða heima; af því að konan fer ekki með manni þangað; af því að ung og fögur jungfrú þjónar manni til borðs; af því að maður hittir þar ef til vill lækni eða málaflutningsmann, sem maður þiggur ráð af, án þess að borga þau; af því að konan getur þá með góðri samvizku sagt skuldheimtu- mönnunum, að maðurinn sinn sé ekki heima; af því að maður hittir þar ef til vill unga og fríða stúlku. . . . Fleiri ástæður eru að vísu til, en nú er bezt að lesendur vorir bæti við þennan lista eins og þeim bezt líkar. Smáyegis Yíðsvegar að. Ákaflega næmur sjúk- dömur. Kenslukona við barna- skóla bar ákaflegan ótta fyrir næm- um sjúkdómum. Dag nokkurn, er hún fekk að vita að móðir Möggu litlu lægi í rúm- inu, gaf hún stúlkunni skipun um að koma ekki í skólann nokkra daga, meðan hún leitaði sér vissu um það, hvað gengi að móður hennar. Daginn eftir kom Magga litla í skólann á venjulegum tima og þeg- ar kenslukonan skjálfandi af hræðslu spurði hana hversvegna hún ekki hefði hlýtt og verið kyr heima, svar- aði Magga litla: fú, eg skal segja yður fröken, hún mamma átti barn í gærkvöldi, — og pabbi hélt að það gæti varla smittað frökenina svona alveg strax — hérna í skól- anum. — Hann rataði á þá réttu. Húskarlinn: Gottkvöld, gott kvöld, eg átti að skila þessu bréfi frá honum bróðursyni yðar, unga manninum, sem leigir hjá okkur. Það er viðvikjandi 10 krónum, sem bróðursonur yðar þarfnast og eg átti. að taka með mcr. Ungfrúin: En hvernig gátuð þér nú vitað, að það væri eg, sem átti að taka á móti bréfinu. Húskarlinn: Það var vanda- laust. Bróðursonur yðar sagði að þegar eg kæmi inn í stofuna og sæi þar eldgamla vinnuþurku — eða kerlingu, þá gæti eg verið viss um að það væri hún, sem við bréfinu ætti að taka, svo að þér sjáið að hér var ekki úr vöndu að ráða. Tóurækt. 20.000 kr. fyrir einn ref. Það er nú aldarfjórðungur siðan fyrst var byrjað á því að rækta tóur. Það var á eyju Játvarðar prins r Norður-Ameríku. í fyrstu var það að eins i smáum stil, en reynslan sýndi að fyrirtækið var arðvænlegt,- þvi að eftirspurnin eftir fallegum tóu- skinnum óx ár frá ári. Og nú er tóurækt stunduð bæði þar, á New- Foundlandi, Grænlandi og víðar. Það eru einkum skinnin af silfur- tóunni, sem eru í geypiverði. Þau eru kolsvört, en broddurinn er silf- urlitur á hryggnum og afturlöppun- um. Þessi skinn eru seld i Lund- únum, París og Pétursborg, fyrir 400—500 pund Sterling (7200— 9000 krónur). En það er beldur ekki hlaupið að því að ná í þessr skinn. Ein tóuhjón af þessu kyni eiga sjaldan meira en 30—60 hvolpa og stundum minna. Og það er ýmsum erfiðleikum bundið, að fá sér góðan ref til und- aneldis. Verðið á tóunum lifandi er alt að 20 þús. kr., og það er slæm snurða á þræðinum, ef sú verður reyndin, að tóan er óbyrja, þegar er sú upphæð hefir verið goldin fyrir hana. Oft og tíðum vill það einnig til, að tóan drepur alla hvolpana, þegar þeir eru nýfæddir. Meðalverð tóuhjóna á New-Found- landi er 2800 pund Sterl. og stund- um eru 7000 pund borguð fyrir tóu með fjórum hvolpum. Kostnaðurinn við tóuræktina er ekki svo tilfinnaniega mikill. í Norð- ur-Ameríku kostar matur handa hverri tóu frá 2 pence upp i 6 pence á dag, og á Grænlandi mun það verða svipað, því þar er fiskur notaður til fæðu handa þeim. Þar eru tóurnar hafðar í eyjum, og eru af sama kyni sem íslenzka tóan, ýmist hvítar eða mórauðar. Hér á landi hafa verið gerðar ýms- ar tilraunir í þá átt að ala upp tóur og selja svo skinnin, en þær hafa flestar mishepuast. Mun það þvi að kenna, að kostnaðurinn hefir orðið of mikill í samanburði við hagnað- inn. Þó má telja vist, að tóurækt gæti margborgað sig hér, ef fyrir- komulagið væri haganlegt, og nægir að benda á hið geypilega verð á skinnunum því til sönnunar. FluqmaÖur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.