Morgunblaðið - 03.12.1913, Side 2

Morgunblaðið - 03.12.1913, Side 2
146 MORGUNBLAÐIÐ Hættnleg skip. Hættulegustu skipin, sem á sjó fara eru hinir svonefndu »olíu-dallar«. Er varla nokkur sá sjómaður, er fást mundi á slík skip, ef hann ætti ann- ars kosti. Olíudallur er skip kallað, sem fermt er olíu, er hún flutt í geysistórum geymi, sem tekur upp undir 500,000 lítra. Tvær hættur vofa altaf yfir skipinu, sú, að í oliunni hitni og springi geymurinn, sem hefði þær afleiðingar að alt færist á augnabliki menn og skip, eða ef geymurinn lekur, sem er alveg það sama og i skipinu kvikni. Þá er ein hættan enn, sem að visu er ekki eins líkleg, að olian «angi«. Ef olia »angar«, er nær ómögulegt að vinna á skipinu. A »angandi olíudalli* getur enginn maður verið lengur en tíu min- útur undir þiljum, ella mundi hann svælast af »olíuanganinni*, sem er hundrað sinnum hættulegri mannlegu eðli en kolagas. Hinir hryllilegustu sorgaratburðir, er á sjó hafa skeð, hafa farið fram á þessum oliu-döllum. Fyrir nokkrum áium sást af þýzku gufuskipi til rússnesks oliu dalls, er »Omar« hét, og var á leið frá Bat- um til Bombay, fermdur oliu. »Om- ar« hafði neyðarmerki uppi, og er nær var komið sást að skipið lá hreyfingarlaust. Sjór var kyrr, og fór þýzki skip- stjórinn svo nærri nauðstadda skip- inu að hann gat kallað til þess, en fekk ekkert svar. Sendi hann þá bát yfir á hið þögula skip, og þegar komið var upp á þiljur þess, sáust þar liggja fimm menn, og voru þrir þeirra dauðir, tveir lifðu, en voru mjög aðþrengdir. Stýrimanninum, er björgunarbátn- um stjórnaði, datt þegar i hug, að olían hefði »angað«, sennilegast að næturlagi. Með mikilli fyrirhöfn og hættu tókst mönnum hans að kom- ast undir þiljur, því enn þá »angaði olían. í káetunni fundu þeir sex menn af skipshöfninni, gasið hafði kæft þá í svefni. Þessir tveir, sem lífs voru, höfðu vérið á þiljum uppi, er olian byrjaði að »anga«, og voru nær búnir að drepa sig við björgun félaga sinna. — Fyrir nokkrum árum átti skips- höfnin á »Helios« norskum olíu-dalli, við ægilega hættu að stríða úti á miðju Atlantshafi. í stormi miklum og stórsjó, er skipinu veitti full örðugt að halda leið sína, bilaði olíugeym- urinn. Olian streymdi í kolageym- irinn og viðbúið var að hún rynni í eldstæðin, og kveikti þar með í skipinu. í mesta ofboði hamaðst skipshöfn- in á dælunum. En brátt fór olían að »anga« og enginn gat verið leng- ur en nokkrar minútur við dælurn- ar, án þess að sigrast á gasinu. Sjaldan mun harðari bardagi hafa háður verið fyrir lífinu en hér var, jafnvel ekki á sjó. Strax eftir að geymirinn sprakk, var kyndurunum skipað að yhrgefa vélarúmið. Eng- inn vegur framar til þess að slökkva þar eldinn, því kyndararnir mundu óðara hafa kafnað, ef þeir hefðu dval- ið þar lengur. í ellefu klukkutima unnu undir- og yfirmenn við dæl- urnar, og hinna fráleitustu ráða var neytt til þess að verja oliunni að renna í eldstæðin. Þegar hér var komið láu átta menn meðvitundar- lausir á þilfarinu, ýmist af áreynsl- unni, eða af því að hafa andað að sér hinu drepandi gasi. Nú var ekki lengur hægt að nota nema 2 dælur, og enginn efi að skip- ið hlyti að farast, ef eigi kæmi hjálp mjög bráðlega, þvi i storminum hafði »Helias« mist alla björgunarbáta sína. Að lokum voru að eins skipstjóri og stýrimaður vinnufærir, og ekki annað fyrirsjáanlegt en að skip og menn færust þá og þegar. í þess- um svifum sást til olíudallsins af »Majestic«, skipi White-Star línunn- ar, og eftir 10 mínútur var öll skips- höfn hins dauðadæmda skips í góðu yfirlæti á fólksflutningsskipinu. — Naumast var seinasti maðurinn kom- inn upp úr bátnum, sem »Majestic« sendi yfir í »Helias«, er eldsúla mikil gaus upp úr þiljum skipsins, og á einu augnabliki sökk hið brennandí skip f hafið. Oft veldur olíu-angan vitfirringu. Fyrir nokkrum árum fann enskt her- skip 12 menn á litlum bát í stórsjó. Fimm þeirra voru óðir og lágu bundnir á höndum og fótum í kili bátsins. Bátsverjar voru Norðmenn, sem höfðu yfirgefið olfudall rr.eð lek- um geymi. Skipshöfnin ætlaði að dæla upp olíuna sem út rann, en þá fór hún að »anga«. Marga kl,- tima unnu þeir við dælurnar, en að lokum urðu 5 þeirra óðir, og nærri lá að þeir kveiktu í skipinu. Það fengu félagar þeirra þó hindrað með þvi að binda þá og leggja þá í björg- unarbátinn, sem svo öll skipshöfnin fór i á eftir. Þegar þeir voru komnir xo min. veg frá skipinu, rann olían í vélarúmið, og skipið stóð sam- stundis í björtu báli. ... ■- ■ ■ Nauðgunartilraun í jarðgöngunum. Fyrir nokkru síðan var ung stúlka á ferð með járnbraut á Suður-Eng- landi. Brautarlestinn stöðvaðist á lítilli stöð — og rétt í því að hún átti að fara aftur, steig ungur, vel- búinn maður inn. Hún var ein fyrir i klefanum, og það hafði ungi maðurinn séð. Litlu síðar fer lestin gegnum jarð- göng nokkur, og dimt verður í klef- anum. Stúlkan veit þá eigi fyr en maðurinn ræðst á hana og ætlar að nauðga henni. Hún bjóst til varnar og náði góðum tökum i trefil mann- sins — og hélt honum þannig með annari hendi frá sér, með því að taka hinni hendinni um barka mann- sins. Hún bauð honum svo fé sitt og dýrgripi, ef hann vildi láta sig í friði. Og af þvi að lestin átti skamt eftir út í dagsljósið, gekk hann inn á það — og hvarf svo út um klefa- dyrnar um leið og lestin staðnæmdist á næstu stöð. Stúlkan var mjög illa leikin. Föt hennar voru rifin, og blóðug var hún í andliti eftir hnefahögg níðingsins. En þau sár gróa, — áður en hún giftist. Faðir stúlkunnar, sem er vellauð- ugur, hefir lofað þeim 2000 kr. að launum, sem nær í glæpamanninn og afhendir hann lögreglunni. Kærumál Vísis. Mál það, sem Einar Gunnarsson höfðaði gegn ritstjóra Morqunblaðsins var fyrir sáttanefnd i gærmorgun. Mætti fúlíus Halldórsson þar fyrir hönd Einars, sem sagður var lasinn. Júlíus hafði gleymt sáttakærunni(ll) — en þó var málið tekið fyrir. Sættir komust engar á, og bíðum vér þess nú að Júlíus láti málið ganga sína venjulegu leið. Vér kröfðumst þess, að Júlíus — fyrir hönd hins sjúka ritstjóra — gæfi yfirlýsingu þess efnis, að vér hefðum verið hafðir fyrir rangri sök, og komum jafnframt fram með sönn- unargögn fyrir því. En Júlíus vildi samt eigi rita undir yfirlýsinguna, — og verður endirinn líklega sá, að vér neyðumst til að höfða mál gegn E. G. fyrir rangan sakaráburð, — hversu þungt sem oss annars fellur að þUrfa að neyta þeirra ráða, til þess að ná rétti vorum gegn þ e ss u frumhlaupi Vísis. Fallegur dranmnr. — Því varstu nú að vekja mig, kona! Mig dreymdi svo yndisleg- an draum, að það var synd af þér að lofa mér ekki að sofa lengur. — Nei, hvað dreymdi þig ? — Mig dreymdi að eg var í stórum sal og þar voru óteljandi ungar stúlkur og konur til sölu. Þær voru sumar svo aðdáanlega fagrar og verðið stóð á þeim öllum. Sumar kostuðu ioooo, 1000 og 500 krónur. — Sástu þar nokkra sem líktist konunni þinni? — íá, hvað heldurðu I Þær voru þar í hundraðatali, og héngu í stór- um kippum á veggnum og kostuðu aðeins 25 aura kippan. Sfmfréttir. Akureyri í %œr. Hér var haldinn stjórnmálafundur í fyrra kvöld og var hann hálf illa sóttur. Magnús Kristjánsson talaði um »grútinp« og kvað hann upp- runalega vera kominn frá konungi. Töluverðar umræður voru á fund- inum. Kom loks fram tillaga frá Stefáni skólameistara svohljóðandi: Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir úrskurði konungs í fánamálinu, og var hún samþ. með 47 atkv. gegn 2. Voru þá margir farnir af fundi, er atkvæðagreiðsla fór fram. Ingólfur og Nord-Jylland liggja hér og eru orðin mikið á eftir áætlun. ---- -- ■ E=a DAGBÓFJIN. 1=3 Afmæli i dag. Ragnheiður Blöndal verzlunarmær. Guðrán Indriðadóttir húefru. Thor Jensen kaupm., 50 ára. Jón GHslason verzlm., 43 ára. Bergur Einarseon sútari, 41 árs. Jens Eyólfsson trésm., 34 ára. Gunnl. Claessen læknir, 32 ára. JóhamP’Kr. Briem prestur, 31 árs. Veðrið i gær sami kuldinn og áður. — Grimdarfrost á Grimsstöðum 23.0, á Ak- ureyri — 8.5, Seyðisfirði — 9.2, Reykja-- vik -í- 4, Isafirði -j- 4.9, Vestmanneyjum ■r 2,4. Háflóð kl. 8.55 árd., sólarlag kl. 2.30. 14 kvenbuxur keypti yngissveinn nýlega á uppboði hér i bænum! Botnvörpungurinn Great Admiral, eign skipstjórans, Þórarins Olgeirssonar, Beldi afla sinn i gær i Húll fyrir 600 steri.pd. Botnvörpungurinn Marz kom til Búll i gær, eftir 5 daga ferð héðan, og seldi afla sinn fyiir 503 sterl. pd. Thor Jensen kanpm. verður fimtugur f dag. Misprentast hafði í hlaðinu i gær um söngskemtun frú Lauru Finsen. Skemtun- in verður haldin i þ e s s a r i viku en ekki i næstu viku, eins og þar stóð. Gamla Biú sýndi i gærkvöldi fyrsta sinni margbreytt pn'gram. 2 ó þ r e y t - andi elskendur er skemtileg mynd og þar leikur John Bunny, feiti Yestur- heimsmaðurinn, aðalblntverkið. Sameigin- legur övinur er einnig mynd frá Ameriku, og er efni hennar tekið úr lifi gullnema i Mexikó. — Æfintýri nýgiftu hjónanna heitir síðasta myndin og er mjög skemti- leg — kemur þar fyrir misskilningur mik ill út úr skóm, sem látnir hafa verið við vitlausar dyr á gistihúsi. Nýja verzlun ætlar hr. fljörtur Hansson að opna eftir nokkra daga i Melsteðshúsi við Lækjartorg. Verður þar seldur ýmis konar jólavarningur o. fl. Vesta fór frá Seyðisfirði aðfaranótt þriðjudags, eins og getið var um i blaði voru i gær. Skipið er væntanlegt hingað á föstudaginn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.