Morgunblaðið - 03.12.1913, Side 4

Morgunblaðið - 03.12.1913, Side 4
148 MORGUNBLAÐIÐ LtOGMENN Sveinn Björnsson yfirdómslögm. Hafnarstræti 22. Sími 202. Skrif8tofutími kl. 10—2 og 4—6. Sjálfur við kl. 11—12 og 4—5. EGGERT CLAESSEN, yfirréttarmála- flutningsmaður Pósthiisstr. 17. Venjulega heima 10—11 og 4—5. Sfmi 16. 777. Jtlagnús læknir sérfr. í húðsjúkd. Kirkjustr. 12. Heima 11—1 og 6V2—8. Tals. 410. F*0RVALDUR PALSSON Spec. meltingarsjúkd. Laugaveg 18. Viðtalst. 10—11. Sími 334 og 178. Massage læknir Guðm. PéturSSOn. Heima kl. 6—7 e. m. SpltRÍastig 9 (niðri). — Sími 394. ►» VÁT^ YGGINGAÍ^ - A. V. TULINIUS, Miðstræti vátryggir alt. Heima kl. 12—3 e. h. ELDUR! Vátryggið í »General«. Umboðsm. SIG. TH0R0DDSEN Frikirkjuv. 3. Heima 3—5. Talslmi 227. Carl Finsen Austurstr. 5, Reykjavík. Brunatryggingar. Heima 6 >/4—7^/4. Talsími 331. TmmmTinnirinit Mannheimer vátryggingarfélag C. Trolle Reykjavík j Landgbankanum (appi). Tals. 235. j Allskonar sjóvatryggingar n Lækjartorg 2. Tals. 399. Havari Bureau. Vátryggið hjá: Magdeborgar brunabótafélagi Den Kjöbenhavnske Söassurance Forening limit Aðalumboðsmenn: O. Johnson & Kaaber. I ISl 31 =^J f Stór útsala! Slór útsala! 1 Alls konar vefnaðarvara. Tilbúinn fatnaður. Vetrarfrakkar og -jakkar. Regnkápur (Waterpr.) kvenna, karla og barna. Hálslín, slipsi og slaufur. Skófatnaðnr alls konar o. m. fl. Alt selt með atarlágn verði. I Aii Bon uit'u tuanagu vtuui. | 10-40^ afsláttur. Sturla Jónsson, Rvík. | 3E jmm-' Úfsalati mikfa á Laugaveg 5 heldur enn áfram. Nær alt á að seljast til þess að nýju vörurnar með Vestu og Botniu komist fyrir. En þá fæ eg feiknin öll af faííegum og mjfsömum en afar-ódýrum jóíavörum. Mjög mikill afsláttur gefinn og nær alt selt u n d i r innkaupsverði. LiíiÖ inn i vefnaðarvöruverzlunina Laugaveg 5 og þér munuö sannfærasfí <Jfi. <Jfi. átasmus. i 1 3 I 3 I 1 1 I Svörtu gammarnir. 32 Skáldsaga eftir Ovre Richter Frich. (Frh.) Honum varð alt i einu orðfall! Hvað var þetta? Rétt á eftir svörtu /uglunum gat að líta stóreflis flugvél, gula að lit. Nokkur skot drundu, og i sömu svipan hóf guli fuglinn flugið hátt mpp yfir Svörtu gammana. Það leit svo út, sem förinni væri heitið beint til himna. En er hann var kominn á hæð við Gaustatinda, sneri hann höfði niður á við, suart eins og eld- ing, rétt eins og þetta væri hvíti Kondorinn í Anderfsfjöllum, sem dembir sér yfir svarta hræíuglinn þar á sléttunum. Guli gammurinn risti loftið. Stafn- inn, sem var eins og vindill að lög- un, boraði sér, eins og nafar væri, inn í eina flugvélina, með feikna-afli. Voðabrestur heyrðist, sem bergmál- aði í fjöllunum. Flugvélarnar héngu asman nokkur augnablik. Þá hvein í einni skrúfunni á efri gamminum, vængirnir þöndust út, og áður en varði var sá guli laus orðinn við herfang sitt. . . . Svarti gammurinn kútveltist í loftinu og steyptist beint niður í Mánafljótið — með voða- dynk. Aftur hóf guli gammurinn flugið til þess að verjast árás frá hinum Svarta gamminum, er reyndi afdirfsku mikilli og ofurhug, að hefna félaga síns. Bragðið mishepnaðist og sprengi- kúla, sem miðað var á þann gula, hæfði eigi og sprakk í loftinu, rétt við verkmannahælin nýreistu. Fjandmennirnir höfðu í skjótri svipan horfst í augu. Jacques Delma sat við stýri. Augu hans glóðu af grimd og bræði. En bak við hann gat að líta Josias Saim- ler náfölan, húfulausan, með lista- mannshárið flögrandi út í loftið. í þessu sáu verkmennirnir, sem á vegunum voru,.. að Svarti gammur- inn nálægðist þá á renniflugi. Þeir viku í dauðans ofboði til hliðar, en í næstu andrá var hin mikla vél komin mitt á meðal þeirra. Fjeld hikaði eigi eitt augnablik, heldur rendi sinni flugvél á eftir, og io sekúndum síðar lenti hann svo sem 20 stikur frá fjandmönnunum. Saimler og Delma stukku út úr flugvélunum báðir með skammbyssu í hendi. — Sækið að þeim, öskraði Saimler á þýzku til verkmannanna. Þarna er féndur ykkar. Myrðið þá, brjót- ið í þeim hvert bein. Verkmennirnir stóðu sem agndofa og störðu hverir á aðra. Þá ruddist Pólverjinn fram úr hópn- um. — Hann er að segja ykkur, að parna séu óvinir yðar, hvein í hon- um. Og hann benti á gula gamm- inn, sem nú stóð þar á veginum eins og slagbrandur. — Drepið þá, skrækti Pólverjinn og miðaði á þá skammbyssu sinni. Verkmennirnir hikuðu enn, en blóðið fór samt að komast í ólgu. Stjórnleysis gerillinn fór að verka á heila þeirra — og skammbyssurnar í höndum þeirra voru orðnar blóð- þyrstar. Þeir æddu á stað með ópum og óhljóðum, umkringdu hinn mikla gula fugl — er eigi bærðist heldur en klettur. — Víkið brott! Ella er yður bu- inn bráður bani, hrópaði maðurinn, sem við stýrið sat. Verkmönnunum brá. er þeirheyrðu þessa miklu og bjóðandi raust. Þeir hneygðu sig ósjálfrátt og tóku til húfunnar. — En við eggjunaróp Pólverjans röknuðu þeir við sér. Fyrsta skotið reið af og því fylgdu hundruð skota svo undir tók. En á hinu hrausta brjósti fuglsins unnu þau eigi fremur en fyr. Nú opnaði Umari Erkos með skjálf- andi hendi málmöskju er lá fyrir framan hann og sneri lítilli sveif óskop hægt. — Þá gerðist það að frá eirþráðun- um utan um flugvélina streymdu ótal eldingar — eins og margar þús- undir heitra gerla, reykjar-laust og hvell-laust. Það var eins og jörðin rynni und- ir fótum stjórnleysingjanna. Þeir brytjuðust niður — hver á fætur öðrum, heilar fylkingarnar. Skamm- byssurnar féllu úr höndum þeirra, en hinir öftustu flýðu sem hraðast — í ofboði og skelfingu. — Þetta var eldingaurmull unninn af snillingi út úr rafmagnsstöð sjálfs loftsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.