Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 1913næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 04.12.1913, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.12.1913, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ 150 Ef framhald verður á tilraunum dr. Voronoffs, jafngott og byrjunin, er eigi hægt að gera sér grein fyrir hvílíkar heljarbyltingar verða i lækn- isfræðinni. Tilraunir hans miða bein- línis til þess að framlengja lífið með hjáip dauðra líkama. Þær konur, sem nú eru barnlaus- ar og þjást af þvf böli — þær þurfa nú eigi, að því er dr. Vornoff full- yrðir, að örvænta lengur. Björgin felst í því, að tekin eru þau heil- brigð líflæri úr frjósömum konum, er deyja af slysum, sem óbyrjurnar vantar og þau munu veita þeim skil- yrði til þess að lifa eðlilegu lífi. Enga hættu telur dr. Voronoff muni af þessu stafa fyrir séreðli kon- unnar eða barnanna sem hún fæðir. »Konan, sem er ófrjósöm, þarf að eins að láta gera á sér einn óhættulegan holdskurð — og þar með er hún orðin fær um að verða móðir*. Svona hljóðar spádómur dr. Vor- onoffs! Nú er eftir að vita hvernig hann reynist í framkvæmdinni. Come.s. Slys. Skipstjórinn á Skallagrími slasast. Botnvörpungurinn Skallagrím ur var við veiðar fyrir nokkrum dögum fyrir Vesturlandi. Gálgahjól það, sem vörpustreng- urinn rennur um, bilaði og gerði skipstjórinn við það aftur. En litlu síðar komst hjólið á ný í ólag og lenti þá strengurinn á Jóel skipstóra Jónssyni. Skipið kom hingað i gærmorgun með Jóel, sem fluttur var til heim- ilis síns á Frakkastíg. Eitthvað hafði hann meiðst og talið víst að hann muni verða rúmfastur nokkra daga. Skallagrímur fór aftur héðan á veiðar í gærkvöld — og á honum Guðmundur Bjarnason sem skipstjóri. Fyrirspurn. Er leyfilegt að gefa út og selja póstkort án vitundar viðkomanda, jafnvel þó það sé fangi? Oss vitanlega getur enginn bannað að selja slík póstkort, nema viðkom- andi sjálfux. Hvar er franskt brennivín fáanlegt og hvernig skal haga blönduninni? Franskt brennivín fæst í lyfjabúð- inni, blandað með 1% af salicylsýru. Brófaskrína. Hr. Aktor! Vér erum yður sam- mála í öllu, er bréf yðar getur um. Og vér vonum að þér séuð oss eigi síður sammála um, að ónauðsynlegt er að birta það I Hvernig á eiginmaður- inn að vera? Svar nr. 46. Góður eiginmaður á að vera, greind- ur, skemtilegur, laglegur og vel ment- aður. Hann á altaf að skoða l^onu sína sem jafningja sinn, Hann á að bera með henni heimilisáhyggjurn- ar, að svo miklu leyti sem honum er unt. Hann á að vera hreinskilin og einlægur, og ráðfæra sig altaf við konu sína. Hann á að vera reglu- maður og rækja vel atvinnu sína. Hann á að vera fyndinn og kátur og mátulega gefinn fyrir skemtanir. En utnfram alt á hann að elska konu sína af öllu hjarta, og kappkosta að gera hana hamingjusama. Slúlka. Svar nr. 47. Glaður, fríður, gáfaður, góður, blíður, ástríkur, falslaus, þýður, frjálslyndur, flestri prýði sveipaður. Itnba. C=3 DAGBÓFflN. E=3I Afmœli f dag. Frá Ingibjörg Johnsen. Ungfrú Sofia Lára Hafstein. Hannes Hafstein ráðh. 52 ára. Kjartan Ólafsson rakari 38 ára. Veðrið í gær: Enldi nm land alt. Á Grimsstöðnm — 13.0, á Aknreyri -j- 4.5, Seyðisfirði -j- 3.4, Reykjavik -j- 2.7, ísa- firði — 5.2, Yestmannaeyjnm -r- 2.7. í Þórshöfn i Færeyjnm var 2.5 stiga hiti. Slys. Einn botnvörpnnga Thos. Bask- cond & Co. i Q-rimsby, kom i gær inn á Patreksfjörð með tvo veika menn, sem slasast höfðn i ofviðrinn fyrir Vestnr- lanái. Hannes Hafstein ráðherra verðnr 52 ára I dag. Sjálfnr er hann farþegi á Botníu, sem kemnr hér á morgnn. Söngskemtun frú Lanrn Finsen verðnr haldin annað kvöld — föstndag — í Bárn- búð kl. 9 siðd. Aðgöngnmiða má panta i bókverzlun Isafoldar og Sigfúsar Ey- mnnd8sonar. Skautasvell. I gær var enn á ný farið að nndirbúa skantasvell á Anstnrvelli. I þetta sinn var völlnrinn eigi vatni ansinn, en byrjað var að aka snjónum bnrt. Ef frostið helzt i nokkra daga enn, er útlit til þess, að skantasvell verði komið þar á snnnndaginn. Eitt af þeim þægindum, sem sendisveina- skrifstofan flytnr bæjarbúnm, er, að hús- mæðnr geta simað þangað, er þær vilja vita hvort fisknr er til söln niðri í bæ. Og ef svo er, þá ern sendisveinar skrif- stofnnnar ætið reiðnbúnir að náfgast hann, ef þess skyldi vera óskað. Þórarinn listmálari Þorláksson hefirlát- ið gera litmyndir í London af málverki ÁsgrimB Jónssonar: Öræfajöknll. Þessar litmyndir ern sérstaklega vel gerðar; ná- kvæm eftirmynd sjálfs málverksins, en mikln ódýrari. Hver mynd kostar að eins 2 krónnr, og gætum vér bezt trúað, að þeir yrðu margir, sem notnðn þessar is- lenzkn myndir tii jólagjafa, einkum þeir, sem annars eigi hafa ráð á að eignast málverkin sjálf. Baidur fór til Englands í dag að selja afla sinn, 1400 körfnr. Með skipinn tók sér far Hallgr. Benediktsson umboðssali. Vesta er væntanleg hingað i dag. Botnia kemur væntanlega hingað í fyrra- málið. Námuhestar. ■slenzkir hestar í kolanámunum Það hefir margoft verið fullyrt að kolagröftur gæti ekki þrifist ef ekki væri til öryggislampinn og — hest- arnir. Að vísu er lampinn nauð- synlegri, en samt sem áður, mun naumast hægt að komast afán hest- anna. Þeir eru látnir vinna, svo að segja dag og nótt, niðri á hinum kolsvörtu neðanjarðarvegum, og vinn- ur hver þeirra á við marga menn. Þó eru þeir ódýrir, 100—x 50 kr. hver og fóður þeirra er afar-ódýrt. Hver hestur dregur matga vagna í einu og ungir piltar sem vinna fyrir lágu kaupi eru látnir teyma þá fram og aftur. Og þegar þess er einnig gætt, að sami maðurinn gæti allra hestanna, gefur þeim fóður o. s. frv. þá má geta því nærri hve mikill sparnaður það er fyrir kolanámueig- endur, að hægt er að láta hestana vinna niðri í námunum. Hestarnir eru allir annaðhvort frá íslandi eða Rússlandi. Þúsundir hesta eru árlega fluttir til Englands frá þessum löndum, og allir eru þeir keyptir af námueigendum, sem setja þá þegar í stað niður í námur sínar. Það er hryggileg breyting, sem verð- ur þannig snögglega á lífi aumingja skepnanna. Alt sumarið hafa þeir gengið upp til fjalla, baðað sig í sól- skininu og leikið sér á grænum bökk- um blárra og krystalstærra fjallalækja og — hvílt sig í milli. En svo er þeim alt í einu varpað í dýflissu — nyður í hyldjúpar námurnar, þangað sem enginn sólargeisli nær. Loftið er rakt, og blandið banvænum efn- um, vatnið er gruggugt og lítið, og grænt grasstrá} fá þeir aldrei. I fæstum orðum sagt: Þeim er varp- að úr Edenlundum dýranna, niður til hins versta helvítis. Meðferðin á aumingja skepnunum var áður, og er ef til vill enn sum- staðar, svo sárgrætilega meðaumkv- unarlaus, að manni hrýs hugur við. Lögin, sem eiga að v^rnda dýrin fyrir pyndingum, ná ekki niður í hyldýpi jarðarinnar, og þorpararnir geta óhindraðir beitt hestana hinni ótakmörkuðustu grimd. Margar sögur hafa aftur á móti heyrst neðan úr námunum um meðferð hestanna. Eins og auðsætt er, eru þeir flestir fælnir og óþekkir fyrst í stað, en tamninga- mennirnir hafa sama lagið við þá alla, að þvinga þá til hlýðni með fantabrögðum og misþyrmingum.. Augun eru stungin úr þeim, til þess að mykrið skuli ekki blinda þá (!), og þeir eru barðir með ólum og gadda- svipum, og látnir vinna 16 stundir í sólarhring, svangir og þyrstir. — Sögur þessar bárust þó að lokum yfir- völdunum til eyrna, og voru þá sendir menn niður í námurnar, til þess að grenslast eftir því, á hve miklum rök- um þær væru bygðar. Og árangur- inn varð sá, að enn fleiri og hrylli- legri sögur urðu heyrin kunnar. Mað- ur nokkur hafði t. d. í bræði sinni gripið í tunguna á einum hestinum og rifið hana úr honum með rótum. Annar hafði lamið hest með gadda- svipu fyrir það, að vagninn hafði oltið um koll, og veitt honum mörg' sár og hættuleg. En svo til þess að leyna ódæðinu, þá hafði hann borið hráa koltjöru í sárinl í nokkrum námum, sem dýra- læknar rannsökuðu, var ekki einn einasti hestur sem ekki bar menjar sults og seyru og hryllilegra mis- þyrminga. Hvergi var hestunum brynt oftar en einu sinni á sólar- hring. Hestaklefarnir voru þröngir og lágir og alveg loftlausir. í stuttu málí, meðferð hestanna var á allan hátt óþolandi. Árangur þessara eftirgrenslana var sá, að blöðin kröfðust þess af stjórn- inni að hún tæki i taumana til bess að sporna við því að þessu héldi fram. í sama mund var til umræðu i parlamentinu frumvarp til hinnx svonefndu »Atta-stunda-laga«, sem ákváðu að enginn mætti vinna leng- ur en átta klukkustundir í senn niðri í kolanámu. Og nú var sama ákvæðí látið ná til hestanna. Svo voru á ýmsum stöðum ráðnir menn til þess að fara niður i námurnar þegar þeim sýndist, og rannsaka meðferðina á- skepnunum, og var námueigendun- um gert það að skyldu, að hleypa þeim niður í námurnar hvenær sem þeir krefðust þess. Þessa menn ótt- ast allir námumenn. Þeir koma eins og þjófar á nóttu ofan i námurnar, og hver sem þá verður uppvis að þvi að fara illa með dýrin, er tafar- laust kærður og honum hengt grimmi- lega. Lögin mæla einnig svo fyrir að hver hestur skuli að minsra kosti einu sinni á mánuði fluttir upp úr námunum og honum leyft að bíta í haga eitt dægur eða lengur. Þessar ákvarðanirstjórnarinnar hafa áreiðanlega átt mikinn þátt í þvi að bæta meðferðina á aumingja skepn- unum. En víst er um það að enn þann dag í dag er þeim misþyrmt á ýmsan hátt, án þess að umsjónar- mennirnir komist að því. Þó er verkamönnunum viðast hvar farið að skiljast það, að hestarnir, sem vinna á við marga þeirra, þurfa að hafa gott atlæti, ef þeir eiga ekki að drep- ast í höndum þeirra. í námu þeirri, er eg heimsótti, er nákvæmlega fylgt öllum fyrirmæl- um laganna og öllum þeim mönnum visað á braut úr vinnunni, sem á einn eða annan hátt skeyttu skapi sinu á hestunum. »Hesthúsið* var neðst niðri í námunni og var bæðif

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 33. tölublað (04.12.1913)
https://timarit.is/issue/96731

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

33. tölublað (04.12.1913)

Aðgerðir: