Morgunblaðið - 05.12.1913, Qupperneq 2
154
MORGUNBLAÐIÐ
fyatida karlmönnum & drengjum
fáið þér — bezt og ódýrast, og um leið úr mestu að yelja hjá
TL TL D Aa fataverzlun
I Hb 1 íli OC UUi Austurstræti 14
Símfréttir.
Trá úfíöndum.
< r' * ’ <
Stjórnarbyltingin i Ung-
verjalandí. Það þykir ekki tíð-
indum sæta þó eitthvað heyrist um
róstur og óeyrðir í ungverska þing-
inu. Stjórnin þar hefir um langa
hríð fleytt sér á miitugjöfum og öðru
því líku og hefir á þann hátt getað
kóg^ð mótflokkinn. Fyrir nokkru
varð samtstjórnarformaðurinn Lukacs,
að leggja niður völd. Hafði blaða-
maður einn kallað hann opinberlega
»mesta fjárglæframann heimsins* og
var sýknaður með dómi í meið-
yrðamáli, sem af því leiddi. Tók
þá við stjórnarstörfunum Tissa greifi.
JEftir stjórnarskiftin fór ýmislegt mis-
jafnt að koma fram i ferli fyrirrenn-
irans. Heflr hann selt einkaleyfi og
hluunindi ýmisleg þeim, sem hæst
buðu, og látið leyfisgjöldin renna til
kjörsjóðs flokks sins. T. d. hafði
hanp veitt félagi manna rétt til að
reka spilabanka í Buda-Pest. Skyldi
ríkið fá j°/0 af hreinum ágóða, en
sjálfur fékk stjórnarformaður il/t
milljón kr. þegar í stað og 2 þing-
menn, sem þátt höfðu átt i samn-
ingnum 500,000 kr. NúhefirTissa
neitað lögmæti þessa samnings og
synjar leyfisins. Hinir krefjast fjár
sins aftur, en það er gengið tij þurð-
ar ,í siðustu kosningabaráttu.
Þetta mál er ljóst dæmi spilling-
ar þeirrar, sem á sér stað i Ung-
verjalandi. Stjórnin er einvöld. And-
stæðingarnir undir forustu Andressy
greifa eru reknir út úr þingsalnum
ef þeir segja eitthvað, sem stjórn-
inni geðjast ekki að, og hefir það leitt
til þess, að þeir halda sér frá þing-
salnum, en stjórnin ríkir sem ein-
völd væri.
Auðugt eimskipafélag.
Hamborg-Ameríku-eimskipafél. hefir
á fundi i Hamborg ákveðið að auka
hlutaféð um 30 miljónir marka —
frá 150 til 180 miljónir. Félagið er
að láta byggja 8 ný skip — þrjú
þeirra feiknastór farþegaskip, sem í
ferðum eiga að vera milli Hamborg-
ar og New York.
Lioyd George og hervarn-
ir stórveldanna. Fjármálaráð-
herra Breta hélt nýlega fyrirlestur í
Middlesborough i Engiandi um fast-
eignaskattafrujnvarp sitt:og hervarn-
ir stórveldanna. M. a, hélt hann
þvi fram, að betra væri fyrir Breta,
Frakka, Þjóðverja og Rússa, að kasta
fé því sjóinn, er þeir nú eyða í her-
varnir, heldur en kaupa bryndreka
og vopn til þess að myrða hver
annan. Eigi væri unt fyrir aðeins
eitt landanna að koma þessu í fram-
kvæmd, en ef þau öll væru sammála
um að hætta fjárveitingum til her-
varna, þá mundi hægt að koma ýmsu
því í kring er alþjóðaheill varðaði.
Bökmentaverðlaun Nóbels.
Eins og »Morgunblaðið« hefir þeg-
ar skýrt lesendum sínum frá, voru
Nóbels-verðlaunin í bókmentum í ár,
veitt indversku skáldi, Rabindranath
Tagore. Hann er fæddur árið 1861,
og er aí tignurn ættum í Bengal. í
föðurlandi sínu hefir Tagore borið
höfuð og herðar yfir alla landsmenn
sína, og þó víðar sé leitað eru það
fáir, sem geta komist til jafns við
hann.
Á 14. árinu fór hann að gefa út
skáldrit sín. Seytján ára gamall flutt-
ist hann til Englands og stundaði
þar nám litla hríð. Þegar hann kom
heim aftur, reit hann ógrynni skáld-
rita ýmislegs efnis.
Árið sem leið hefir hann dvalið í
Englandi og Ameríku og þýtt skáld-
rit, sín á enska tungu. Hafa nú þeg-
ar komið út 3 bækur: Gitanjali —
safn af“ ljóðmælum andlegs efnis,
sem sameina á hinn fegursta hátt
jötunanda skáldsins og barnslega ein-
feldni; nokkrar sögur frá Bengal og
ástarljóð. •
I Bengal syngja allir ljóð hans
og hefir hann sjálfur samið lögin.
Rithöfundurinn Per Hallström legg-
ur þann dóm á skáldrit hans, að þau
séu það bezta, sem birzt hefir nú
um marga áratugi.
Isafirði í %œr.
Tiðin er afaróstöðug svo naumast
gefur á sjó. Afli því lítill hér. Hæztu
hlutir 80 krónur frá þvi um göngur.
Göður ajii í miðdjúpinu 100—150
króna hlutir.
Smásíld nokkur hefir veiðst á Skötu-
firði og notuð mest til beitu þó
dýr sé.
Heilsujar manna hér um slóðir
má ágætt kalla.
Bæjarstjórnarfundur
4. des. 1913.
Hann var haldinn á vanalegum stað
og tíma. Mörg mál voru á dag-
skrá.
Mjólkursalan.
Sveinn Björnsson bar fram tillögu
um að lækka fitukröfur þær, sem nú
eru gerðar til nýmjólkur samkvæmt
mjólkursölureglugerðinni, 3,25% nið-
ur i 3°/0. Kveðst hann koma ffam
með tillögu sína i samráði við beil-
brigðisnefnd. Af 95 sýnishornum,
sem tekin hafa verið af mjólk nú á
einum mánuði, reynddst 59 undir
fitumarkinu, þar af 31 undir 3°/0.
Nær 2/s hlutar allrar mjólkur hér í
bænum því undir fitumarki þvi sem
heimtað er. Bærinn nú i mjólkur-
þröng og hvað yrði ef bannað væri
að selja alla mjólk, sem ekki nær
fitumarkinu ? Eðlilegra að breyta
ákvæði reglugerðar, sem ekki er hœ%t
að fullnægja, heldur en vita ákvæðið
brotið og geta ekki framfylgt því.
Var tillaga Sv. Bj. samþykt.
Hverfisgata. — Skúlaskeið.
Út af tilmælum frá bæjarfógeta um
að breyta húsnúmerunum á Hverfis-
götu, bar byggingarnefndin fram til-
lögu um að breyta nafni götunnar,
og leggur til að hún verði nefnd
Skúlaskeið, kend við Skúla fógeta.
Talsverðar umræður urðu út af þessu
og orðahnyppingar. Lauk svo að
samþykt var að fresta málinu til
næsta fundar.
Tr. G. kallaði nafnið »sérvizkulegt,
afkáralegt og ópassandi*.
Móakotsbletturinn.
H/f. Kveldúlfur hefir farið fram á
að fá að byggja stórt fiskþurkunar-
og geymsluhús 48X44.40 metrar á
Móakotsbletti. Byggingarnefndin vildi
ekki veita leyfið nema landinu, sem
hún telur vera erfðafestuland, verði
breytt í byggingarlóð og þá greitt
venjulegt gjald, einn fimtungur af
verði landsins, i bæjarsjóð. Sam-
þykt var, að breyta umræddu svæði
í byggingarlóð gegn venjulegu gjaldi
í bæjarsjóð, og sé það miðað við
matsverð dómkvaddra manna, þó
mætti gjaldið greiðast með þeim fyr-
irvara, að það verði endurgreidd, ef
sannað verður síðar, að landið sé
byggingarlóð. Méð þessum fyrir-
vara var byggingarleyfið veitt.
Síðan voru dregin út 4 skulda-
bréf Baðhússins, nr. 20, 34, 61 og
70, og 1 Laugarnesskuldabréf nr. 54.
.CHBjf'eiiit rhs-i Óif'iv 'icj
H U}ÍUl |
Tltjff með e\s Vesfu í gær:
Svartröndótt Sifki sem er alþekt á kr. 8,45 í svuntu.
Siffti, tvíbreið og einbreið, svört, mislit og litbrigða.
Mjög falleg Baflkjófaefni, eolienne, margir litir á kr. 1.55,
að eins í einn kjól af hvorum lit.
Dömukamgarn svart og Dömukfæöiö á kr. 2.90.
Mikið aí Lfííarboíum og Uííarnærfafnaöi.
Vefnarvöruvezíun Tf). Tb. lngó(fsf)vofi.