Morgunblaðið - 06.12.1913, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.12.1913, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ Trá úílöndum. þráðlaust firðtal. Heims- frægi hugvitsmaðurinn, Marconi, dvel- ur nú um þessar mundir í Glace Bay á New Foundlandi. Gerir hann það- an tilraunir við loftskeytastöð sína á írlandi og honum hefir tekist að láta hjóð mannlegrar raddar berast yfir þvert Atlanzhaf; það er frá Glace Bay til Clifden á írlandi — 1900 sjómílur. En áður hefir honum tekist að senda loftskeyti frá Poldhu á Suðurbretlandi til Buenos Ayres — um 6000 sjómílur. Þráðlaust firðtal hefir tekið mikl- um framförum síðustu missirin. Næst- ur Marconi er þar landi hans, Moretti, en hann gat komið hljóði milli tveggja staða, 625 rasta veg. Menn búast við að eigi verði þess langt að bíða, að talað verði yfir þvert Atlanzhaf — eins áreiðanlega og nú þjóta loftskeyti Marconis yfir hafið á hverjum degi. Voðalegur jarðskjálfti. Ný- komnar fregnir frá Lima segja að borgin Abancay í Peru hafi eyði- lagst af jarðskjálfta 9. f. m. Rúm- lega 200 manns beið bana og hinir allir húsviltir. Aðrar fregnir herma það, að fjölda mörg þorp í héraðinu Aymara hafi einnig gerhrunið í jarðskjálfta þess- um. Mörg hundruð manna eru grafin lifandi undir rústunum. Þeir sem af komust eru bæði matar- og klæða- litlir. En veðrið er afskaplega kalt og fólkinu bani búinn. Stjórnin hef- ir þó sent hjálp, en óvist hve langt hún nær. Frá járnbrautarslysinu mikla. Lestarstjórinn sem slysinu olli, hefir nú verið látinn laus aftur vegna geðveiki. Radium. Borgarstjórn Péturs- borgar hefir ákveðið að kaupa eitt /rram aj radium, og kostar það 200 pús. rúblur. Radium er haft til lækn- inga við krabbameini. Föngum kastað í sjóinn. Það hefir nú vitnast að Grikkir hafa drepið íanga þá hina búlgörsku, er vöntuðu þegar friður var ger. Með- al annars lét skipstjórinn á griska skipinu Pelops, kasta 80 búlgörsk- am föngum í sjóinn og pina til dauða ix tyrkneska fanga, er hann átti að flytja til Saloniki. Farþegar á skipinu urðu alls þessa vísari og hafa þeir sagt frá tiðindum. Gyðingar á Rússlandi. Þing Rússa hafði til meðferðar fyrir skemstu frumvarp þess efnis, að veita Gyð- ingum jafnrétti við aðra landsmenn. Þeir sem málinu voru hlyntir fylgdu því fram af kappi, en er einn þeirra ætlaði að minnast á Beilis-málið, neitaði forseti honum máls. Frum- varpið var að síðustu felt með 162 atkv. gegn 92. Búlgarar taka Ián. Fjár- málaráðherra Búlgara hefir verið í Paris nýlega til þess að fá ríkislán Egg! Egg! Bezta varpfóðrið handa Hænsnum eru Hafrar. Þeir fást beztir og ódýrastir hjá Verzl. Bdinborg,. hjá Frökkum. Lánið fá þeir nú um áramótin, 250—300 milj. franka, og ætla þeir að verja því til endur- greiðslu á gömlum ríkisskuldum, ófriðarskuldum og til þess að leggja járnbraut frá Haskoso yfir Porsu til Lagas. Rausnargjafir. Sænsk ekkja, Galathee Lamm að nafni, dó seint f októbermánuði síðastl. í erfðaskrá sinni hefir hún gefið 100.000 kr. til heilsuhælis handa berklaveikum, 100.000 kr. til hælis fyrir blinda fátæklinga í Stokkhólmi og 84.000 krónur til ýmsra annara góðgerða- stofnana. Kanada. Ofsastormar hafa geys- að yfir Kanada í nóvemberm. Mörg skip hafa farist þar á vötnunum og fjöldi manns beðið bana. Hafnar-hásköli. Hann hélt afmæli sitt 12. nóv. s. 1. Aðsóknin að skólanum er svo mikil, að það er mælt að þar sé 3000 stúdentum ofaukið við allar deildir til samans, nema guðfræðisdeildina. Þar er aldrei fullskipaður bekkur. írar hefja verkfall. Allir verkamennirnir við höfnina í Dublin hafa gert verkfall, og hefir þvi stöð- vast allur vöruflutningur yfir irska sundið. Hættuför. Gufuskipið »Orion< frá Arendal var fyrir skemstu á sigl- ingu til Lundúna. Skipið á Sören- sen útgerðarmaður í Arendal, og er sonur hans skipstjóri. Brast nú á þá ofsaveður svo ekki varð við neitt ráðið; skipið lét ekki að stjórn og voru þá dregin upp segl, en það hafði enga þýðingu að heldur. En er skipstjóri gætti betur að, sá hann að stýrið var brotið. En honum félst ekki hugur. Hann lét skjóta út tveimur trjám all-miklum, sínu á hvort borð og hafði við þau langar járnviðjar, og með þessum útbúnaði tókst honum að stýra skipinu til hafnar í Grawesand. Flóð í Frakklandi. Viða i Frakklandi, einkum í suður-héruðun- um hafa gengið fádæma rigningar nú undanfarið. Vatnið hefir flætt yfir landið og sópað burtu því er fyrir varð, og valdið afarmiklu eigna- tjóni Lestarrán á Rússlandi. Um miðjan fyrra mánuð, réðust átta vopn- aðir ræningjar á mann nokkurn, sem ferðaðist með lestinni til Jekaterinos law og rændu af honum 60.000 rúblum í peningum. Siðan neyddu þeir lestarstjórann til þess að stöðva lestina og fóru svo leiðar sinnar með ránsfenginn. --------#1»---------- 159 CN*. § •Ss 2» £ ö a í t37öruKúsinu. Vöruíjúsið. Hver sem verzlar í Vöruhúsinu, fær almanak í jólagjöf ef hann æskir þess. og getið Og ef þér kaupið fyrir 3 krónur upp á afgreiðslu- fjöldann í Vöruhúsinu ár ð 1913, getið þér unnið 25 kr., 20 kr , ijkr., 10 kr. eða 5 kr. Útbýtt verður 20 verðlaunum til þeirra er réttast geta. Fyrir upphæðina getið þér tekið út vörur þær er yður þóknast. 'nuisnynuof^ 1 > Ss a cs Q 2 cv 5; a «2 55- I I g 1 Munið útsöluna í Austurstræti 1. Klæði 4,50 nú 3,60. 20% af Kjóla og Svuntudúkum. Til viðbótar með e/s Vestu: Nýjar Karlmanna-regnkápur úr ull duga sem vetrarfrakkar. > dlsgeir &unnlauc}SSon & @0. Verzlunarmannafélagið. Fundur á venjulegum stað (Bárunni uppi) kl. 9. Nýir ávextir Nvir ávPYtir og Kálmeti lijfll uYCiALll 5 nýkomið í svo sem: Nýhöf n. Perur, Bananar, Kven-úr fundið. Geymt í ísa- Vinber, Epli, foldarprentsmiðju. Af sérstökum ástæðum selur verzlunin Edinborg talsvert nýkomið til af góöu Export-kaffi fyrir hálfvirði. H. l P. I, Thorsteinsson & Co. Komið sem fyrst. (Godthaab).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.