Morgunblaðið - 12.12.1913, Blaðsíða 1
Föstndag
12.
des. 1913
HOBGIIHBLADIB
1. árgangr
41.
tölublað
Ritstjórnarsimi nr. 500
Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen.
ísafoldarprentsmiðja
I. O. O. F. 9512129
Bio
Biografteater
Reykjavíknr.
Leyndardómur
Kador-klettanna.
Leikrit í 4 þáttum,
ákaflega »spennandi«.
Bio-kaffifjúsið
(inngangur frá Bröttugötu) mælir með
sínum á la carte réttum. smurðu
brauði og miðdegismat,
Nokkrir menn geta fengiö
fult fæði.
Tíarívig Tlieísen
Talsími 349.
Heyhið
Oodfrey Phillips tóbak og cigarettur
sem fyrir gæði sin hlaur á sýningu
í London 1908
sjö gullmedaliur
og tvær silfurmedaliur
Fæst í tóbaksverzlun
H. P. Leví.
Má eg minna
yður á sælgætis-
kassana í Land-
stjörnunni fyrir
jólin! Simi 389.
Shrifsfofa
Eimskipafélags Ísíancfs
Austurstræti 7
Opin kl. 5—7. Talsími 409.
Yacunm Oil Company
hefir sínar ágætu oliubirgðir M
handa eimskipum hjá
H. Benediktssyni.
Kaupmenn og útgerðarfélög
munið það.
Símar: 284 og 8.
Kaupið kol að „8kjaldborg“
við Vitatorg. Nægar birgðir af hin-
um ágætu kolum, sem allir
ættu að vita, að eru seld að mun
ódýrari en alstaðar annarstaðar; flutt
heim daglega. Sími 281.
Hjónaskilnaðarmálið
sænska.
K.höjn 28. nóv.
Sú er nú orðin raunin á, að slitn-
að er til fulls upp úr hjónabandi
þeirra Vilhjálms Gústafssonar Svía-
konungs og Maríu prinsessu. Prin-
sessan er komin alfarin til föður síns
í Parísarborg og tekur þvert fyrir
að hverfa heim aftur til manns síns.
Þau hjónin voru gefin saman, bæði
að sænskum og rússneskum sið.
En i Rússlandi er það miklum vand-
kvæðum bundið að fá leyfi til hjóna-
skilnaðar og varð því að fara mjög
leynt með málið þangað til kunnugt
varð um undirtektir yfirmanns rúss-
nesku kirkjunnar. Hann kvað nú
hafa gefið samþykki sitt til skilnað-
arins, sem og við var að búast, er svo
tignir aðilar áttu í hlut.
Tvennum sögum fer um það, hvort
nokkurt samband sé milli þessa
skilnaðar-máls og brottfarar rúss-
neska sendiherrans. Sænska hirðin
neitar því harðlega, en kunnugir þykj-
ast vita betur.
Maria prinsessa er dóttir Páls Alex-
androvitsch, stórfursta frá Rússlandi,
en móðir hennar var Alexandra dótt-
ir Georgs Grikkjakonungs. Prin-
sessan var 18 ára er hún giftist Vil-
hjálmi hertoga og eiga þau einn son
41/2 árs að aldri.
Bátnr sekknr við steinbryggjnna.
Skaðinn mörg þúsund krónur.
Um hádegisbil í gær bar það við
hér við steinbryggjuna að bát hvolfdi,
fullum vörum og með þrem mönn-
um innanborðs. —
Verið var að skipa vörum út í
Botníu og var báturinn fullfermdur
við bryggjuna. Brim var mikið, og
er vélbáturinn ætlaði að draga upp-
skipunarbátinn frá bryggjunni, lenti
hann — vörubáturinn — á bryggj-
unni og hvolfdist. Þrír menn voru
i bátnum og urðu þeir undir hon-
um, en komust samt á kjöl eftir
skamma hríð. Allar vörur, sem í
bátnum voru, fóru í sjóinn og tók
það langa stund að ná þeim í smá-
báta aftur. — Mikið var af svo köll-
nðum »jólakössum« i bátnum, þ. e.
matvörur og jólagjafir, sem bæjar-
menn senda vinum og vandamönn-
um til útlanda um jólin. Eitthvað
hefir áreiðanlega eyðilagst af vörum
þessum, og er það mjög bagalegt
hlutaðeigendum.
Auk þess sökk þarna og eyðilagð-
ist mikið af vörum, sem átti að fara
til útlanda. Eignatjónið er því afar-
mikið og lendir á þeim, sem vör-
urnar senda. — Carol.
Símfréttir.
Akurcyri í gœr.
Samsæti var haldið í gærkvöldi fyr-
ir skólameistara Stefán Stefánsson í
tilefni af 25 ára kennaraafmæli hans.
Sátu það um 60 vinir skólameistar-
ans og var mikið um ræður. Sam-
sætið var hið fjörugasta. —
Guðmundur á Sandi hélt fyrirlestur
nýlega um »Valdið í landinu*.
Miklar og snarpar umræður urðu
á eftir erindi Guðmundar.
Run.
ísafirði í s>œr.
Hólmfríður Sigurðardóttir (fyrver-
andi fangavarðar), lézt hér á ísafirði
í gærmorgun af holskurði sem gerð-
ur var á henni. Hún var gift Marí-
usi Guðmundssyni verzlunarmanni.
Skýring*.
Herra ritstjóri!
Við grein yðar í 39. tbl. Morgun-
blaðsins um Verzlunarskóiann, hefi
eg þetta að athuga:
Þér segið: sFriður var saminn í
fyrradag«. Hér var um engan friðar-
samninq að ræða, heldur að eins það,
að nemendur gengu að þeim skil-
yrðum, sem skólanefndin hafði frá
öndverðu sett þeim og þeir höfðu
hafnað í heila viku, og þó að sumu
leyti þrengri kjörum. Þér segið, að
forsprökkunum 5 hafi verið veitt
heimild til að sjá sér sjálfir fyrir prí-
vat kenslu í námsgreinum skóla-
stjóra. Þetta er ekki nákvæmt. —
Skólastjóri vildi helzt ekki taka við
þessum nemendum aftur í tíma, en
gerði það þó fyrir mín orð, að hafa
ekki á móti þeim kosti, sem þess-
um piltum var settur, en hann var
sá, að skorað var á þá, eða því
»skotið ti!« þeirra, að útvega sér
kenslu annarsstaðar, þó með þeirri
tilslökun, að þeim var heimilað að
»sitja í kenslustundum* hjá honum,
ef þeir kysu það heldur.
Af því að sumir þeir, sem sízt
skyldu, hafa haldið áfram að bera út
ósannar sögur af þessari skóladeilu
og úrslitum hennar, býst og við að
eg neyðist til, um eða upp úr helg-
Afgreiðslusími nr. 48
Leikfélag Reykjavíknr
Sunnudag 14. des. kl. 8V2 síðd.
í síðasta sinn:
Tru og heimili
eftir
Karl Schönherr,
sjónleikur í 3 þáttum.
Aðgöngumiðar má panta í
Bókaverzlun ísafoldar.
Umboðsverzlun. — Heildsala.
Magnús Th. S. Blöndahl.
Skrifstofa o'g sýniskornasafn
Lækjargata 6 B (uppi). *
Selnr að eins kanpmönnnm og kanpfélögnm.
Notiö sendisvein
frá sendisveinaskrifstofunni.
8 í m i 4 4 4.
Komid í dag til fríkirkju-
prestsins með krónuna eða tieyring-
inn til jólaglaðnings fátækum.
hálf er til sölu með gjafverði.
Semja ber við
Odd G. Jónsson
biðreiðarstjóra.
Nýkomiö mikið úrval
af nýjum vörum í
Nýju verzlunina
í Vallarstræti.
Afsláttur gefinn af
öllum vörum til jóla.
demantshringana hjá Magnúsi Er-
lendssyni gulismið. Þeir eru feg-
ursta og haldbezta j ólagjöfin.
Sími 176.
Sjálfstæðisfélagsfundur
laugardaginn 13. des. kl 8 Va 8iöd.
í húsi K. F. U. M. við Amtmanns-
stíg (uppi). Fundarefni: Merkjalínur.
Allir Sjálfstæðismenn velkomnir.
IMrí síðasta sinn í kvöld kl. 9—
„Gættu Amalíu — en ekki meira“.
Skemtilegasti gamanleikur veraldarinnar i lifandi myndum.
F*ér munuð hlæja! Þér hljótið að hlæja! Yður verður óniögulegt annað en að hlæja!