Morgunblaðið - 31.12.1913, Blaðsíða 2
284
MORGUNBLAÐIÐ
Endurkoma Krists
Og
„stjarnan í austri14.
Eftir C. W. Moncrieýý M. A.
prest i enskn þjóðkirkjunni.
Svo mun flestum þykja sem breitt
sund greini sundur þessi tvö hugsana-
svæði: trú og vísindi. Trúmennirn-
ir hafa engin veruleg boð eða ákveðna
fræðslu að bjóða vísindamönnunum,
uppeldisfræðingunum eða þeim, er
við þjóðfélagsfræði fást. Og enda
þótt visindamennirnir játi einhverja
trú sem einstaklingar, þá taka þeir
þá trú lítið til greina þegar til vís-
indalegrar starfsemi kemur, hvort
heldur sem þeir vinna að aukinni
þekkingu eða umbótum þjóðfélags-
skipunarinnar. Þó mun það sanni
næst, að trúin hvetji þá til starfsemi
og blási þeim ýmsu í brjóst;enhún
veitir þeim ekki skýra né skipulega
og ákveðna heildarþekkingu á heim-
inum og lögum þeim,erhonum stjórna
né heldur á þroskalögmáli efnis, sál-
ar og anda, á eðli uppruna og ör-
lögum mannanna, hverttakmark þeirra
er og hv'ar veginn er að finna, er
að því liggur.
Það sem mannkyninu er þörf á
er »vísindaleg trú«. Hún gæti orð-
ið vlsindalegri þekkingu samferða á
öllum þeim sviðum sem unt er, og
víkkað sjóndeildarhring hennar og
fullkomnað. Slík trú mundi verða
þjóðfélagsfræðingum og stjórnmála-
mönnum leiðarstjarna, vekja þá til
frekari og árangursbetri rannsókna
og blása þeim viturlegum og affara-
sælum framkvæmdum í brjóst. Hún
mundi veita einstaklingum heilbrigða
skoðun á réttu framferði og gagn-
taka hjarta hans með innilegustu
lotningu og dýpstu trúartilfinningu,
er honum yrði ljóst hversu dýrð-
lega framtið hann getur átt í vænd-
um.
Vegna þessa verður alþjóð heims
í fyrsta lagi að bera þá háleitu von
i brjósti, að sátt og sameining kom-
ist á með trúarbrögðunum. Og
þessu verður unt að koma i kring,
ef þeir sem hæzt standa í andleg-
um efnum, gera sér æ gleggri grein
þess, hver þau aðalsannindi eru, sem
fólgin eru í öllum æðri trúarbrögð-
um og alstaðar eru hin sömu, en
vaxa upp úr hinu sem aðgreinir trú-
arbrögðin og litlu eða engu máli
skiftir. í öðru lagi er það von vor
að bráðum ljómi, mitt á meðal vor,
hið mikla leiðarljós, hann, sem einn
getur hjálpað mannkyninu út úr
þessari andlegu ringulreið, sem það
er nú statt i og sameinað trúna og
vísindin. Þvi að undir þvi er menn-
ingarþroski vor kominn. Það þarf
að renna upp nýtt ljós, ný opin-
berun, það þurfa fram að koma ný
trúarbrögð, sem í raun og sannleika
eru vísindaleg og náð geta um allan
heim. Og hann, eins og sá er vald
hefir, getur einn boðað þessa trú á
þann hátt er hæfir kröfum nútimans,
hann einn getur krýnt hinar miklu
hugsjónir fortíðarinnar og innblásið
mannkyninu háleitari hugsjónum,
heldur en nokkurn hefir enn þá órað
fyrir.
Ekki ætti að þurfa að geta þess,
að þetta mundi að engu leyti rýra
hinn fyrri boðskap Krists. í þvi er
ekki annað fólgið en þetta tvent: að
vera kann að kristindómurinn hafi
glatað ýmsu af hinni upprunalegu
kenningu, og aflagað margt í henni
á umliðnum öldum, og að nú á tím-
um verður að taka tvent til greina:
hinar tröllauknu ýramýarir vísindanna
0% hið ndna samband milli allra hluta
heimsins. Og sökum þessa ber eigi
að eins nauðsyn til þess að grafa
upp það sem glatast hefir, heldur
og að oss birtist nýr sannleikur,
sem trúin gat fremur án verið áður.
Nú er það alsanna, að bróður-
kærleikurinn er æ að verða sterkari
með þjóðunum, þrátt fyrir alla sundr-
ungu í trúmálum, stétta- og þjóða-
rig. Þeim fjölgar sífelt, sem fúsir
eru til þess að berja á andlegum
hleypidómum og fórna jarðneskum
gæðum mannkyninu til heilla. Nú
á tímum ber mjög á hjálpfýsi manna;
en henni er enn þá ekki beint í
rétta átt, þvi að fyrirhyggjuna vantar.
Sökum þess kemur hún oft að engu
haldi.
Það er og alsanna, að trúhneigðir
menn úr ðllum trúarflokkum hneig-
jast æ meir hver að öðrum, þrátt
fyrir alla trúboðsviðleitni, sem í raun-
inni má þó þakka þetta, þvi að
viðkynnin á báðar hliðar skýra skiln-
inginq og efla umburðarlyndið. Ljós
vottur þessa er það, hversu Bahai-
hreyringin og Guðspekifélagið eflist.
En bæði þessi félög vinna að ein-
ingu allra trúarbragða, og i þau er
öllum frjálst að ganga, hverrar trúar
eða þjóðar sem þeir eru.
Enn er það alsanna, að ýmsir and-
ansmenn úr flokki trúmanna og vís-
indamanna eru farnir að eiga sam-
leið á einu rannsóknarsviði vísind-
anna. Gefið gaum að visindamönn-
unum og hinum fáu forkólfum trú-
arbragðanna, sem haldast i hendur
að rannsóknum dularafla mannsand-
ans og náttúrunnar. Gefið gaum
að sálarrannsóknunum, sem bæði
trúmenn og vísindamenn vinna nú
að af kappi.
Agætt er að þessu skuli þoka svo
mjög áfram. Framh.
Hvita mansalið.
Mansalsmenn eru á þönum um
allan heim til þess að ná í ungar
stúlkur. Hafa þeir oft klófest dætur
auðugra manna, þó hitt sé tíðara, að
fátækar og umkomulausar stúlkur falli
í hendur þeirra.
Nýlega hefir horfið ung stúlka í
New-York, Jessie Mc Cann að nafni
og ætla menn að hún sé á valdi
mansalsmanna. Faðir hennar er vell-
auðugur kaupmaður og hefir hann
heitið 3600 króna verðlaunum hver-
jum þeim, er finnur stúlkuna eða get-
ur gefið upplýsingar um það, hvar
hún er niður komin.
e ........
Æröfin'.
í einhverri fegurstu götunni i
borginni Toronto í Kanada, stendur
tvílyft hús, úr rauðum múrsteini og
hvítum sandsteini. Bæði að utan
og innan er húsið hið snotrasta.
Herbergin eru rúmgóð og björt,
einkum þó það sem snýr að göt-
unni. En þó er þetta hús nefnt
»Gröfin« og er til þess þessi saga:
Það eru nú mörg ár siðan að
maður að nafni »Stóri Bill« bjó á
þessum stað. En þá voru einungis
bjálkahús i þessum hluta borgarinn-
ar. Stóri Bill rændi sér ungri og
fagurri konu og flutti hana heim til
sín. En hann var fyllirútur hinn
mesti og misþyrmdi henni á ýmsa
lund. Einu sinni sáu nágrannar
hans að hann ætlaði með valdi að
ná af hönd hennar hring með græn-
um steini, en hún formælti honum
þá svo voðalega, að honum féll all-
ur ketill í eld.
Skömmu áður en hún dó, hét
hún að hefna sín á hverjum þeim,
sem dirfðist að trufla grafarfrið sinn.
Stóri Biíl flýði vestur i skógana og
var þar skömmu síðar drepinn af
Yníánum.
Löngu síðar var bjálkahúsið rifið
og fann þá einn verkamaðurinn
beinagrind af kvenmanni. A vinstri
hönd var hringur með grænum
steini og stakk finnandinn honum i
vasa sinn. Einni stundu síðar féll
skriða á manninn og drap hann.
Fyrsti maðurinn sem í nýja húsinu
bjó, hét Whitelow Green. Eftir
tveggja mánaða dvöl þar, varð hon-
um einn góðan veðurdag fótaskort-
ur á húströppunum og rotaðist hann
til dauðs.
Sá er næstur kom var vélfræð-
ingur Drawnee. Hann átti dóttur
að nafni Mabel og var hún 19 ára
gömul. Hún ætlaði einusinni að
loka þar glugga, en féll þá dauð á
gólfið. Læknirinn sagði banameinið
hjartaslag.
Adam Geszler umboðsmaður flutti
nú inn i húsið. Einn morgun er
hann vaknaði kendi hann lasleika
nokkurs og sendi því konu sína til
læknisins, en er hún kom heim aft-
ur lá maður hennar dauður í her
bergi því, er veit að götunni.
Næstur dó þarna maður, sem
nefndur var »Prince Charlie«. Hann
drap sig á karbólsýru.
Maður er nefndur James Marwell,
og hafði áður átt heima i Buffalo.
Hann var sá er næstur bjó i Gröf-
inni. Fáum dögum eftir að hann
flutti þangað kafnaði hann í svefn-
herbergi sínu af gasi, sem streymdi
út um gaspipurnar.
Nú stóð húsið autt í marga mán-
uði og fekkst enginn til að taka
það á leigu. Þó kom að því, að
þar kom maður, sem ekki kvaðst
óttast drauginn. Hann hét William
Reinard Scott, og var stór og sterk-
ur maður og hafði aldrei kent sér
neins meins. En skömmu síðar fekk
hann slag og dó samstundis. Var
hann sjöundi maðurinn í röðinni,
sem dó þarna í húsinu. Nú stend-
ur húsið í eyði, og eru litlar líkur
til þess að nokkur vilji setjast þar
að framar.
Yindlarnir hans Edisons.
Edison reykir ákaflega mikið og
vindlarnir hans eru ágætir. En einu
sinni hafði hann þó fengið sérstak-
lega góða vindla og var kassinn inni
á vinnustofu hans. Þjónarnir vissu
um þetta, og áður en Edison varði
höfðu þeir hnuplað nær öllum vindl-
unum. Edison varð vondur, en sagði
þó ekki eitt orð við piltana. Hann
símaði einungis til tóbakssalans og
bað hann að senda sér eins vonda
vindla og hann gæti. Kaupmaður-
inn sendi honum þegar vindla, sem
lyktuðu svo illa þegar þeir brunnu,
að ekki var líft i sama herbergi.
Nokkru síðar símar Edison til hans
aftur og spyr þvi hann fái ekki vindl-
ana Kaupmaðurinn bregst ókunn-
uglega við því, segist hafa sent hon-
um vindlana þegar í stað.
Nokkru siðar fann Edison kassann
tóman inni í læstum skáp. Hann
virti kassann fyrir sér nokkra stund
og sagði svo brosandi:
Nú, í þetta skifti hefi eg áreiðan-
lega reykt þá sjálfur.
Börnin á St. Thomas.
Við manntal, sem nýlega hefir
farið fram á Vesturheimseyjum, hefir
það komið i Ijós, að 70 af hverjum
100 börnum, sem þar fæðast, eru
óskilgetin. Meðal presta og and-
legrar stéttar manna í Danmörku
hefir þetta vakið gremju mikla. Fyrst
höfðu menn hugsað sér að ráða bót
á siðferði svertingjanna með því, að
láta að eins skýra hjónabandsbörn í
kirkjunni, en hin utan kirkju. Bisk-
up Sjálands hefir samt ákveðið að
ekkert slíkt ákvæði skuli koma til
framkvæmda.
Blaðamaður danskur, sem mjög
mikið hefir ritað um Vesturheims-
eyjarnar, skýrir svo frá, að ástæð-
urnar fyrir þessum fjölda óskilget-
inna barna liggi beint fyrir. »Fólk-
ið er blóðheitt*, segir hann, »og’
stúlkurnar verða fegnar að hafa ein-
hvern karlmann, sem gætir þeirra
og gefur þeim i sig og á«.
»En«, bætir hann við, »til þess er
hjónaband eigi nauðsynlegt«.
Ástin sigrar!
Kona ein í New-York hefir nýlega
orðið uppvís að þvi, að hafa myrt
mann sinn og gert tilraun til þess
að myrða 4 börn sín á eitri. Hafði
hún í margar vikur byrlað þeim
arsenik éí matnum; beið maðurinn
bana af, er 3 vikur voru liðnar, en
börnin liggja enn mjög þungt hald-
in á sjúkrahúsinu.
Þennan voðalega glæp framdi hún
af ást til annars manns, sem hún
síðar ætlaði að eiga. —