Morgunblaðið - 03.01.1914, Blaðsíða 2
292
MORGUNBLAÐIÐ
Drátturinn nm Ingólfshúsið.
Nr. 8665 var dregið.
Hver er eigandinn?
Biskupinn í Laufási.
Það var fremur fáment, en góð-
ment,á bæjarþingsstofunni í gærmorg-
un, er drátturinn um Ingólfshúsið fór
fram. Getur verið að færri en vildu
hafi vitað hvenær þessi hátiðlega og
margþráða athöfn átti að ske. Enn-
fremur eigi ólíklegt, að menn alment
hafi risið siðar úr rekkju í gær,
en endranær, eftir strit og erfiði
nýjársdagsins — heimsóknir og hvers-
konar gleðskap.
Drátturinn átti fram að fara kl. 10
og voru þá um 12 manns saman-
komnir í bæjarþingstofunni, og sátu
i röð meðfram veggjum stofunnar,
hljóðir og vongóðir, eins og hver
um sig byggist við að hreppa hnoss-
ið. í huga margra Iásum vér eftir-
væntinguna og á augnaráði sumra
var auðséð, um leið og augun hvörfl-
uðu úr einu horni stofunnar í annað,
að þeir í huganum voru þegar farnir
að flytja, með konu börn og alt sitt
dót, í húsið sitt við Bergstaðastræti.
Sumir sátu við stofugluggann í Ing-
ólfshúsinu og horfðu á rauðar rósir
og önnur fögur blóm í garðinum
sem ylmuðu og skinu í sumarsólinni!
Kl. varð 10V2 og enn gat drátt-
urinn ekki farið fram — Ingólfsnefnd-
in var enn ókomin. En hún gat
sagt eins og maðurinn sem átti að
hálshöggva — ekkert verður gert fyr
en eg kem. Fyrir innan grindur
sat bæjarfógeti Jón Magnússon og
virtist hann hálf-óþolinmóður yfir
biðinni.
Kl. 10.40 kom nefndin og með
henni Páll lögregluþjónn Árnason
með miðakassann í fanginu. Bæjar-
fógeti bað viðstadda ritstjóra og
votta að athuga innsigli kassans —
að eigi hafi hann verið opnaður eftir
að »notarius« innsiglaði hann. Síðan
var innsiglið brotið, Gils litla, syni
Sigurðar fangavarðar, lyft upp á borð-
ið, klútur bundinn fyrir augu honum
og skyrtuermar hans brettar upp.
Gils stóð við kassann nokkrar mín-
útur. Dauðaþögn var i salnum og
allra augu hvíldu á litla drengnum,
sem fengið hafði það hlutverk, að
gefa einhverjum góðum manni þessa
sjaldgæfu nýársgjöf.
Litla hendin leitar í kassanum.
Hann er einhentur — önnur hend-
in er máttlaus, og hefir verið það
siðan hann var ársgamall.
Einn miði er réttur bæjarfógetan-
um og hátt og skýrt les hann upp:
Númer 866j.
Eigi var erfitt að sjá, að enginn
viðstaddra manna átti þann miða.
Geðshræringin var á enda, og um
leið og vér gengum út úr hegning-
arhúsinu heyrðum vér alla viðstadda
varpa öndinní eins og létt befði verið
af þeim þungu fargi — eins og væru
þeir fangar, sem verið hefðu í »stein-
inum« í fleiri mánuð’ og nú væru
að losna þaðan.
Hver á miðann ? spurðu allir. Og
hvaða númer var dregið?
Á fregnmiða Mor^unblaðsins, sem
kominn var út um stræti bæjarins
stundarfjórðungi eftir að dráttinum
var lokið, gátum vér því miður'eigi
svarað nema annari spurningunni.
Nú vissi allur bærinn hvaða númer
hafði verið dregið — en hver á
miðann ?
Allan daginn var simað til vor og
vér spurðir hver ætti miðann. Kl.
4^/a sendi Morqunblaðið út annan
fregnmiða og á honum stóð: Mið-
ann nr. 8665 hefir biskupinn í Lauf-
ási.
Vér óskum biskupnum til ham-
ingju með þessa óvæntu nýársgjöf.
Vaqabundus.
Símfréttir.
Patreksfirði i %œr kl. 2 siðd.
Skipstrand.
Fyrir 4 dögum síðan strandaði
hér við Kollsvík, nálægt Patreksfirði,
brezkur botnvörpungur, »British Em-
pire« frá Hull. Öll skipshöfnin
bjargaðist, en mjög ólíklegt að skip-
ið nokkurntíma náist út.
Páll.
Þegar er þetta skeyti barst til vor,
spurðumst vér frekai fyrir um strand-
ið. Björgunarskipið Geir hefir ver-
ið kvatt vestur til þess að gera til-
raun til að ná skipinu út. Geir fór
vestur kl. 6 í gærkvöldi. —
Patreksfirði í qœr kl. 6 siðd.
Skipshrakningar.
Hingað kom í dag botnvörpuskip
brezkt, Emeralde frá Grimsby, brot-
ið mjög í báðum hliðum. Hafði
skipið verið við veiðar fyrir Vestur-
landi og lent í ís. Skipið er lekt
og bíður viðgerða.
Páll.
Is kvað nú vera nær landfastur
við Bolungarvik. Afli dágóður þeg-
ar á sjó gefur.
Innbrotsþjófnaður.
Brotist inn í Lækjartorgsbazarinn
og stolið peningnm.
Þegar Hjörtur Hansson kaupmað-
ur kom ofan í búð sína, Lækjar-
torgsbazarinn, í gærmorgun, sá hann
þar vegsummerki, að einhverir höfðu
verið þar miður kærkomnir gestir.
Hafði verið brotist inn í búðina og
stolið þaðan öllum þeim peningum,
er í skúffunni voru, en það voru
ca. 20 krónur í smásilfri og kopar.
Var nú lögreglunni gert viðvart
og kom hún að vörmu spori.
Þjófurinn (eða þjófarnir) hafði fyrst
farið inn í sundið á milli íslandsb.
og klúbbhússins gamla, þar sem nú
er Lækjartorgsbazarinn. A suður-
hlið hússins eru margir gluggar og
rúður stórar. Hafði þjófurinn fyrst
ætlað að ná einni rúðunni úr, en i
þeim svifum hefir brotnað neðri
hluti hennar, og hefir hann þá skrið-
ið bar inn. En ekki var hann nú
kominn inn í búðina að heldur. Er
þar geymsluklefi er hann kom inn
og dyr þaðan inn í búðina, en þær
voru harðlæstar og varð hann því
þar frá að hverfa. Aðrar dyr eru
rétt hjá og vita þær út í sundið á
milli klúbbhússins og Nýhafnar. —
Fyrir þeim dyrum er hleypiloka og
hefir nú þjófurinn opnað dyrnar og
farið þar út. Á norðurhlið hússins
er gluggi með litlum rúðum, og er
þar innri hluti búðarinnar. Þjófur-
inn hefir nú brotið eina rúðuna í
þeim glugga, og skriðið þar inn.
Ekki segist Hjörtur sakna neinna
muna úr búðinni, enda ekki gott að
ákveða það að svo vöxnu tnáli.
Lögreglan er nú farin að leita ó-
dáðamannsins og spáum vér því, að
þess muni skamt að bíða að Þor-
valdur vísi honum veginn — í stein-
inn. — Valdi.
■---■ DAGBÓEflN. C=3
Afmæli í dag:
Bernhart F. Smidt vólstjóri
Magnús Þorsteinsson, prestur Mosfelli.
í dag byrjar 11. vika vetrar.
HáflóS er í dag kl. 9.32 árd.
og kl. 9.54 síðd.
Sólarupprás kl. 10.21 árd.
Sólarlag kl. 2.43 síðd.
Gamlárskvöld. Mikið var um
dýrðir hór í bænum þá. Veðrið var
kyrt og milt og bærðist ekki hár á
höfði. Klukkan sex var flestum búð-
um lokað, en götustrákarnir hófti þá
þegar »kínverja«-skothríð á aðalgötum
bæjarins. Klukkan tólf voru allir, sem
vetling gátu valdið, á kreiki og var
krökt af fólki um allar götur, en flug-
eldasýningar voru á hverju strái. Niðri
á bryggju var samankominn múgur og
margmenni að horfa á flugeldasýningar
björgunarskipsins. Kvaddi »Geir«
gamla árið með mörgum skotum, og
heilsaði því nýja með löngu »pípi«.
Þó þótti mönnum tilkomuminni við-
höfn björgunarskipsins við þessi ára-
mót en oft áður.
Málleysingjaskólinn hafði og undur-
fagrar skrautljósa-sýningar og er þær
þraut, tók við Siggeir Torfason, en
eldregnið dundi yfir allan Laugaveginn
og næstu götur. Þá kom Jón Zoega
og Bernhöft, báðir í Baukastræti, með
fögur skrautljós og skot.
En þar sem þröngin var mest voru
drengir með »kínverja« og púðurkerl-
ingar og skemtu sér við það, að gera
fólkinu hvert við. Getur það oft verið
gaman, en þó ætti ekki að leyfa nokkr-
um manni að skjóta púðurkerlingum
þar sem þröng manua er saman komin.
Af því geta hlotist slys oft og tíðum,
og slfkar »kerlingar« valda ætíð skemd-
um á klæðum manna, brenna þau oft
til óbóta. F 1 u g m .
Veðrlð i gær: Reykjavfk, aust-
angola, hitl 1.7. ísafjörður, norðvest-
angola, frost 1.0. Akureyri, logn, frost
3.0. Grímsstaðir, logn, frost 8.0. Seyöis-
fjörður. logn, frost 1.9. Vestmanna-
eyjar, logn, regn, hlti 3.3.
í Þórshöfn á Færeyjum, norðvestan-
kul, hiti 7.3.
M a r z seldi afls sinn (um 1000
körfur) í Hull f gær fyrir 497 sterl-
ingspund.
G e i r fór til Patreksfjarðar í gær
kl. 6, til þess að reyna að bjarga botn-
vörpungnum brezka, sem þar strand-
aði.
Force, fiskflutningsskip P. J. Th.
& Co., sem strandaði á Fuglaskeri við
Akranes um daginn, er nú sokkið. —
Tekist hafði að ná úr skipinu 6—700
skpd. af saltfiski áður en það sökk.
M i k i ð var um dýrðir á Austur-
velli á Gamlárskvöld. Th. Thorsteins-
son kaupm. hafði fengið lúðraflokkinn
»Harpa« til þess að spila fyrir fólkið.
Ennfremur voru þar flugeldar betri og
fegurri en vór áður höfum sóð hér i
bæ. Var Ijósunum komið fyrir á stóru
hjóli, sem snúið var, en inu f miðju
bjólinu gat að lesa Th. Th.
Troðfult var af fólki kringum völl-
inn, og var gerður hinn bezti rómur
að þessari sjaldgæfu ljósasýningu hr.
Thorsteinssons.
Haraldur p r ó f e s s o r Níel s-
s o n ætlar að flytja hið ágæta erindi
um Helen Keller, hið sama sem hann
flutti í Bárubúð síðastliðinn mánudag,
fyrir Hafnfirðingum. Fyrirlesturinn
verður haldinn í Fríkirkjunni á sunnu-
daginn kl. 6 e. h.
Sundkapparnir. Af þeim 6
mönnum, sem í þetta sinn tóku þátt í
Grettissundinu, var að eius einn, er
þreytt hefir sundið í hvert sinn, sem
það hefir farið fram. En það er Sigur-
jón Sigurðsson.
Lögrétta. Meðritstjóri hennar
er orðinn Einar skáld Hjörleifsson —
að því er sagt er.
Stjórnarráðið. Hagfræðisskrif-
stofan hóf starf sitt í gær. For-
stöðumaður hennar er Þorst. Þor-
steinsson cand. polit.. en aðstoðarm.
Georg Ólafsson cand. polit.
Eins og kunnugt er hefir Þorst.
gegnt starfa á 3. skrifst. stjórnarráðs-
ins. í þá stöðu er nú skipaður af
ráðherra Guðm. Magnússon prentari
og skáld (Jón Trausti).
Reynslu-hjónaband.
Meðal Igorotte-Indiána í Norður-
Ameríku tíðkast sá siður, að hjóna-
band eigi er talið löglegt, fyr en
báðir málsaðilar hafa í votta viður-
vist lýst því yfir, að þau séu vel
ánægð með sambúðina.
Fyrst eru þau gift og búa saman
í 3 mánuði. Þá koma saman allir
heldri menn kynkvíslarinnar og
spyrja hjónin hvernig þeim líki sam-
búðin.
Ef annaðhvort þeirra er eigi ánægt,
þá skilja þau.
— Oft hefir verið talað um það,
hvernig koma eigi í veg fyrir hjóna-
skilnað. Ef til vill gæti þessi venja
Indíánanna, ef hún væri notuð, orðið
til þess að bæta sambúð hjóna. En
komið gæti það þá fyrir, að sama
konan yrði »til reynzlu* á fleiri
stöðum.