Morgunblaðið - 07.01.1914, Qupperneq 2
312
MORGUNBLAÐIÐ
Samverjastarfið.
Það bar við einhverntíma á miðri
jólaföstu að góðkunningi minn og
gamall reglubróðir, sem eg raunar
hefi ekki tekið eftir að hafi neitt elzt
síðan eg sá hann fyrst fyrir 17 eða
18 árum, lá andvaka í rúmi sínu —
hefir ef til vill drukkið of sterkt
kaffi á einhverju kaffihúsinu. Svefn-
inn flýði hann, og hann kunni ekki
neitt ráð við þesskonar, sem sé að
hefja 7 upp í 7. veldi og þegar það
dugar ekki, að fara þá líkt með ein-
hverja hærri tölu. — Það voru aðr-
ar vandaspurningar, sem komu í
huga hans og þá meðal annars þessi:
Hvað eiga templarar að taka á stefnu-
skrá sína til viðbótar við verndun
banniaganna ? — Eftir ýms heilabrot
kom »Samaritanen« danski í hughans.
Hafði hann á Hafnarárum sínum séð
fátæklingana fara þangað hungraða
en koma aftur sadda. Og annað-
hvort var það hann sjálfur eða ann-
ar maður honum nákunnugur, sem
hafði séð Maríu kongsdóttur koma
þangað með bróður sinn eða ná-
frænda, biðja um 2 diska af hafra-
graut, borða af þeim við hliðina á
tréskóuðum förumönnum — og borga
xo kr. fyrir hvern skamt. —
]á, þetta ættum vér templarar að
gera, hugsaði hann, það er að segja,
ekki að selja konungsbörnum fyrir
10 kr. diskinn, því að vér erum rétt
að segja öll kongsbörn eða af kon-
ungum komin einhverntíma endur
fyrir löngu, en hitt er það: vér ætt-
um templarar að gangast fyrir því
að gefa fátæklingum hafragraut og
eitthvað fleira, sem þeim má að haldi
koma i harðindunum. Vér höfum
nú í 30 ár verið að reyna að
bæta kjör manna með því að fá £á
tál að drekka minna, nú er kominn
tími til að reyna að bæta kjcr ein-
hverra með því að gefa þeim kost
á að borða meira. — Eg gleymdi
að spyrja hann að hvort hann hefði
getað sofnað þegar þetta heillaráð var
komið í huga hans. — Sennilegt
þykir mér það samt. —
Með því að hann var sjálfur i stjórn
umdæmisstúkunnar hér i bæ, sneri
hann sér til formanns hennar dag-
inn eftir, og ekki latti hann það.
Hann hóaði saman embættismönnum,
eða réttara sagt framkvæmdarnefnd
umdæmisstúkunnar. Ávarp var sam-
ið, það sýnt ýmsum mætum borg-
urum bæjarins, er flestir gerðust með-
mælendur. Svo fóru gjafir að koma,
og nú á að byrja á morgun kl. 10
árd. —
Eins og kunnugt er, verða matar-
veitingarnar i G.-T. húsinu uppi (í
litla salnum), heitur matur borinn
þar á borð i 3 stundir, frá kl. 10
árd. til kl. 1 siðd., ókeypis handa
fátæklingum, fyrir 25 eða 30 aura
handa þeim, sem eru með annan
með sér, — og vitanlega er ekki
bannað að taka upp seðlaveski og
borga eins og kongsdóttir, ef ein-
hvern efnamann langar til þess.
Það er ómögulegt að fullyrða neitt
um hvernig þetta muni takast; vér,
sem höfum tekið starfið að oss, er-
um reyndar ekki óvön að lita til
fátækra, en óvön að hjálpa þeim á
þenna hátt, og þá er það ekki siður
nýbreytni fyrir fátæklingana. Aðal-
atriðið er að full tiltrú sé á báðar
hliðar. Þeir, sem við skort eiga að
búa, láti tii sín heyra, eða að kunn-
ugir leiðbeini þeim til vor, séu þeir
óframfærnir. Letingjar láti ekki sjá
sig, nema þeir hafi aura með. Því
að okkar á milli sagt, er það veiga-
mesta mótbáran, sem heyrst hefir
gegn þessu starfi, að einhverjir let-
ingjar eða nauða-sparsamir menn
muni misbrúka góðgerðasemina, fylla
sig á graut ókeypis, fara svo heim
og liggja í bælinu þangað til farið
verður að skamta hjá oss daginn
eftir. Eg vona að þær spár rætist
ekki, og fari einhver til þess, þá
verði nógir til þess að hvísla því að
oss, og fær þá sá maður engan
graut framar, nema fyrir gallharða
peninga.
Hitt atriðið er vitanlega ekki síð-
ur mikilsvert, að gjafirnar til starfs-
ins haldi áfram. Það er komin góð
byrjun, en samsvarar ekki nema
svo sem 8—xo daga forða, ef að-
sóknin verður mikil. Vér viljum
komast hjá að fara með gjafalista
um bæinn, og höfum hvorki spurt
kvikmyndaleikhúsin hvort þau vildu
ekki gefa oss ágóðann af einu eða
tveimur kvöldum, né spurt viðskifta-
vini þeirra, hvort þeir vildu nú ekki
fara í »Bíó-bindindic fáeina daga,
en láta inngangseyririnn fyrir mál-
tíðir hanaa bláfátækum meðbræðrum
sínum — en einhverjum hefir samt
komið það í hug. — Við sjáum
hvort þeir gera það ekki óbeðnir, —
og ræðum svo frekara um starfið að
mánuði liðnum.
Siqurbjörn Á. Gislason.
Kvikmyndaleikhúsin.
Nýja Bíó sýnir í kvöld efnis-
ríka og fjölbreytta myndaskrá. Er
þar fyrst sýndar fegurstu landlags-
myndir frá Indlandi, Sviss, Ítalíu og
Svíþjóð. Bera þar fyrir auga mörg
dásamlega fögur héruð, sérstaklega
frá Sviss. Eru þær myndir undra
líkar ýmsum íslenzkum héruðum.
Næsta mynd er tekin í kolanámu og
sýnir hvernig kolin eru höggvin og
flutt á markaðinn. Einnig er þar
góð lýsing á æfi námumannanna og
hinum sólarlitlu dögum þeirra. Er
þetta hin fyrsta lifandi mynd, sem
tekin hefir verið neðanjarðar. Að
síðustu koma »Erljend tíðindi« og er
þar meðal annars sýndar nokkrar
háskalegar reiðæfingar frá reiðskól-
anum í Saint-Cyr. Yfirleitt má segja
um dagskrá leikhússins að þar sann-
ist á »Bíóið« það, sem um það hefir
verið mælt: að það sé bezta og fjöl-
skrúðugasta myndabók heimsins.
Ces.
Gamla Bíó. Það er fjölbreytt
myndaskráin í gamla Bíó núna —
ekki færri en fjórar myndir, hver
annari betri. Fyrst er »Amatör«-
myndasmiðurinn, saga minns sem
einkis lætur ófreystað til að ná i
góðar myndir. Lifandi fréttablað og
ffótti frá fangelsinu, sem er mjög
»spennandi« og að lokum »Búktal-
arinni. Er það sagan af því hvern-
ig vinur vor Bummy trúlofaðist,
misti kærustu sina og náði í hana
aftur. Geta menn hlegið sig dauð-
þreytta er þeir sjá og skilja gang
málsins.
----—..................■----
C=a DAGBÓIflN. »---------------»
Afmæli í dag:
Einar Einarsson skipstjóri.
Jósef S. Húnfjörð.
Sigurður Þorsteinsson verzlunarmaður.
Sólarupprás kl. 10.17 árd.
Sólarlag kl. 2.52 síðd.
Háflóð er í dag kl. 12.53 árd.
og kl. 1.31 síðd.
Drengir handsamaðir.
Eins og vér höfum getið um áð-
ur hefir síðasta hálfa mánuðinn við
við og við verið brotist inn í búðir
hér í bænum og þar stolið einhverju
litilræði af peningum. A sumum
stöðum hafa tilraunirnar mishepnast,
eins og t. d. í Smjörhúsinu á ný-
ársdag, er þar var gerð tilraun til
innbrots.
Lögreglan hefir nú handsamað ó-
dæðismennina og eru það.’drengir 2,
héðan úr bænum, um 11 ára að
aldri, sem báðir hafa áður gert sig
seka í einhverjum smáafbrotum. —
Þeim hefir verið komið fyrir í gæzlu-
varðhald hjá fólki úti i bæ, og mega
fyrst um sinn ekki búa í heimahús-
um.
Próf var haldið í málinu í dag
og meðgengu báðir drengirnir syndir
sínar, að þeir hefðu gengið í hús í
þeim tilgangi að stela, sumstaðar
stolið, og hefðu einnig verið í Smjör-
húsinu í þeim erindum á nýársdag.
Þorvaldur sótti annan drenginn í
barnaskólann og fanst þá á stráksa
kvenúr, sem stolið hafði verið úr
húsi einu í Austurbænum nýlega.
Hvort drengir þessir eru sekir að
þjófnaðinum úr Edinborgarverzlun og
Konfektbúðinni, vita menn eigi enn,
en ólíklegt þykir það mjög.
Carol.
Lifandi grafin.
Rússneskur bóndi misti konu sína
í haust. En af því ekki var hægt
að ná í lækni, varð presturinn að
gefa dánarvottorð.
Hann hikaði heldur ekki við það,
og ráðlagði bónda að láta jarðsetja
hana sem allra fyrst, svo líkið skyldi
ekki rotna, því heitt var í veðri.
Var nú gert eins og prestur lagði
fyrir.
En bóndi var þó ekki fullviss um
það að konan hefði dauð verið og
fekk nokkru síðar leyfi yfirvaldanna
til þess að mega grafa hana upp
aftur. Voru þar margir viðstaddir.
En er kistan var opnuð blasti við
þeim svo hryllileg sjón, að orð fá
naumast lýst.
Konan hafði raknað við i kist-
unni og dáið þar skelfilegum kvala-
dauða. Hún hafði í æðinu nagað
alt kjötið af höndum sér svo ekki
var annað eftir en beinin; hárið hafði
hún reitt af höfði sér, og lá það í
flyksum í kistunni. Og auk þessa
hafði hún stungið augun úr höfði
sér.
Allir stóðu sem þrumulostnir er
þeir sáu þessa hrygðarsjón, og mundi
bóndi hafa viljað gefa mikið til að
hann hefði ekki grafið konuna upp.
Augnlækning ókeypls kl. 2—3
í Lækjargötu 2.
VeðriS f gær:
Rvik: a. kul, frost 4.2.
ísafj.: logn, frost 7.2.
Ak.: n. n. v. andvari, frost 8.5.
Gr.: v. s. v. andv., heiðskírt, frost 12.0.
Sðf. s. v. andvari, frost 2.4.
Vm.e.: logn, frost 4.2.
Þórsh., F.: norðankaldi, snjór, frost 0.3,
Auðnupeningar. Fyrir nokkr-
um dögum kom unglingspiltur Inn
á flkrifstofu Morgunblaðsins og vildi
hitta ritstjórann. Hann kom með 2
krónu pening og bað oss að koma hon-
um til Heilsuhælisins. Sagðist hann
hafa fundið hann í fórum sínum, er
hann las hina ágætu sögu Guðmundar
landlæknis í jólablaði Morgunblaðsins.
H e i 1 s u h æ 1 i ð. Maður nokkur
kom i fyrradag til landlæknisins og
lagði 4 auðnupeninga á borðið. Hann
bað landlæknirinn taka við þessari
litlu gjöf til Heilsuhælisins — og þaufc
svo út, án þess að láta nafns síns
getið. Þetta var fallega gert.
Skúli fógeti kom í gær frá
Bretlandi.
Snorri Sturluson kom í gær
frá Grimsby.
Dáinn. A Vífilsstaðahælinu dó
gær Jón Jónasson, fyrrum ritstjórí
Fjallkonunnar og skólastjóri við barna-
skólann í Hafnarfirði. Jón heit. lá
lengi á hælinu mjög aðfram kominn
af tæringu.
Skautafólagið: Spádómur vor
og vinnumanna bæjarstjórnarinnar, sem
vór gátum um í gær, hefir rætzt.
Þegar búið var að ausa Austurvöli
vatni í gær, kom rigningin og eyði-
lagði svellið.
Botnvörpungurinn Earl
Hereford kom frá Bretlandi í gærkvöld.
Farþegi um borð var Geir Thorsteins-
son kaupmaður. Skipið hafði fengið
fremur ilt veður í hafi.
J ólagleði fyrir fátæk gamalmenni
hélt Thorvaldsensfóiagið i Iðnó í gær.
Hófst skemtunin kl. 5 síðd. með mið-
degisverði, sætsúpu og nautakjöti.
Síðan var leikið á lúðra fyrir fólkið,
sem annars skemti sór við dans, spil-
um og öðru. Kaffiveitingar með sæta-
brauði voru tvisvar um kvöldið. Alls
voru boðin um 260 gamalmennl á jóla-
Þrettándinn. Umferð var með
mesta móti um götur miðbæjarins i
gærkvöldi. Mikill gauragangur í Aðal-
stræti — og óhemju af púðurkerling-
um skotið.