Morgunblaðið - 07.01.1914, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.01.1914, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ Smivegis. Eimskipafélag íslands. Þegar rætt var um það í Frakk- landi að veita verðlaun fyrir barn- eignir, flutti blaðið »Figaro« smásögu þessa. Um aldamótin 1700 hafði fólkinu á íslandi fækkað svo hrapallega, að danska ríkisstjórnin sá ekki annað ráð vænna en að gefa út lög um það, að íslenzkar stúlkur mættu eiga alt að sex börnum í lausaleik, án þess að það væri þeim nokkur mann- orðsspel). Þessi lög höfðu svo góðan árang- ur að stjórnin neyddist til þess nokkr- um árum síðar að ógilda þau, og meira að segja, leggja harða hegn- ingu við því ef nokkur færi eftir þeim I ,Rauða akurliljan4. Nýlega hefir lögreglan í París hand- samað þjóf nokkurn, sem um langt skeið hafði stolið skartgripum frá gimsteinasölum. Maður þessi er málari og hafði honum áður verið hegnt fyrir þjófn- að. Sat hann þá nokkuð lengi i fangelsi og málaði hann þá stóra og forkunnar vel gerða mynd af fanga- húsinu og gaf því til minningar um veru sína þar. Hann gekk oft í kvenfötum og var af stéttarbræðrum sínum nefnd- ur »Rauða akurliljan* vegna kænsku sinnar og hins, að hann gekk altaf i rauðum kjólum. Þykist lögreglan hafa vel veitt og mun manntetrið ekki sleppa úr greip- um hennar fyrst um sinn. Eítirtekt skal vakin á því, að þeir sem vilja koma íram með breytinga- eða viðauka- tillögur við lagafrumvarp bráðabirgðastjórnarinnar, verða að hafa skilað slikum tillögum til einhvers úr bráðabirgðastjórninni eða á skrifstofu Eimskipafélagsins fyrir þ. 12. þ. m. Til- löqur, sem seinna koma, geta eigi komið undir atkvæði á stofnfundinum. Frá 12. til 16. þ. m. að báðum dögum meðtöldum, fá hluthafar, sem borgað hafa hlutafé sitt, eða umboðsmenn þeirra, afhenta aðgöngumiða og atkvæðaseðla fyrir stofnfund- inn. Engum verður veittur aðgangur að stofnfundinum nema^hann hafí aðgöngumiða. Stofnfundurinn verður haldinn í Iðnaðarmannahúsinu þ. 17. þ. m. og hefst á hádegi. Skrifstofa félagsins er i Austurstræti nr. 7 (beint á móti Isafoldarprentsmiðju) og er opin frá þvi í dag á hverjum virkum degi frá kl. 12—2 og 5—7 e. h. Reykjavík 6. janúar 1914. cBráóaGirgóastfórnin. Þvottdagur. Ung vinnukona í Berlin, Pauline Kreter, átti fyrir skemstu að mæta fyrir rétti vegna einhverrar smá-yf- irsjónar. En þegar dómarinn var seztur í sæti sitt og kalla átti á stúlkunavar hún ekki komin. En þetta bréf barst dómaranum. ,Eg þarf að þvo stórþvott f dag og af því að hann á að verða búinn í kvöld, get eg ekki komið. Pauline Kreter. Þessi ósvífni gekk svo fram af dómaranum, að hann sleit réttarhald- inu þegar. En eftir nokkra daga var lögreglan látin sækja stelpuna og þá dugðu engar mótbárur. Áukafundur i h|f P. J. Thorsteinsson & Co verður haldinn á skrifstofu félagsins í Kaupmannah.^ Dronningens Tværgade 5, fimtudaginn 29. janúar 1914, kl. 3 e. h. Fundarefni er að taka ákvörðun um eignasölu og skuldalúkning (Likvidation) félagsins og að kjösa framkvæmdarnefnd þaraðlútandi (Likvidatorer). Aðgöngu- og atkvæðamiðar til fundarins verða afhentir á ofangreindri skrifstofu félagsins. cTélagsstjórnin. Rauða akurliljan. Skáldsaga frá 26 stjórnarbyltingunni miklu eftir baronessu Orczy. (Framh.) — Eg hlýt að búa við þröngan kost, sagði hún brosandi, úr því eg varð svona glöð við að sjá yður. — Og það þó hið ástríka hjóna- bandsár sé ekki á enda. __ Já, ástríkt hjónabandsár, .það er nú einmitt það vafasama. __ Nú. Svo? Svo þessi ástúð- lega heimska varaði ekki nema nokkrar vikur, sagði Cauvelin rólega en þó hæðnislega. — Ástúðleg heimska varir aldrei lengi, Chauvelin litli, hún brýst út eins og mislingar og læknast eins fljótt. Chauvelin tók aftur í nefið, hann virtist vera mjög hneigður til þess- arar skaðlegu venju, sem þá var algeng; ef til vill gat hann líka með því að taka í nefið betur dulið sitt skarpa, rannsakandi augnaráð, sem hann beindi að hverjum þeim manni, sem hann talaði við. - Þá er ekki að furða, sagði hann með sömu kurteisi, þó gáfað- asti heilinn í Norðurálfu sé frá af leiðindum. — Eg var að vona, að þér nefð- uð einhver ráð gegn leiðindum, litli Chauvelin. — Hvernig get eg vonast eftir, að mér hepnist það, sem herra Percy Blakeny hefur mishepnast. — Eigum við ekki að sleppa herra Percy í bráðina, sagði hún þurlega. ÓI kæra frú, fyrirgefið þér mér, en það getum við nú ekki svo vel, sagði Chauvelin, um leið og hann leit kæruleysislegum augum á Mar- gréti. Jeg hefi ágæít meðal gegn leiðindum, jafnvel þeim allra verstu, og eg skyldi með mestu ánægju láta yður fá það, en------- — En hvað ? , — Hvað mundi herra Percy segja? — Hvað kemur honum þa& við ? — Talsvert mikið býst jeg við. — Meðal það sem eg hefi á boð stólum, fagra frú, heltir á góðu al- þýðumáli: vinna. — Vinnal Chauvelin horfði lengi og fast á Vlargréti, alveg eins og hann vildi með hinum skörpu augum sínum esa allar hennar hugsanir. Þau voru alein. Kveldkyrðin ríkti yfir, nema hvað við og við heyrðist hávaði úr veitingastofunni. Chauvelin gekk nokkur skref frá hurðinni, leit fljót- lega og glögt í kringum sig, og þegar hann hafði gengið úr skugga um, að enginn gæti heyrt til þeirra, gakk hann|,fast að Margrétu. —”Viljið£þér£gera Frakklandi dá- lítinn greiða? spurði hann um leið og hann snögglega skifti um lát- bragð og alvörusvipur mikill kom á hið mjóa, refslega andlit hans. — Nei, nei, sagði hún glaðlega, en hvað þér verðið alt í einu al- varlegur. Eg veit ekki hvort eg vil gera Frakklandi nokkurn greiða, að minsta kosti er það komið undir því hverskonar greiði það er. — Hafið þér nokkurntíma heyrt getið um rauðu akurliljuna, Margrét St. Just? spurði Chauvelin. — Heyrt^um rauðu akurliljunaí svaraði hún og hló dátt, — heyrt um hann, Við sem ekki tölum um annað en hann. Við höfum hatta og hesta, sem kendir eru við hann, og í kvöldboði nýlega hjá prinsin- um af Wales, fengum við akur- lilju súpu. Já, nýlega pantaði eg bláan kjól með grænni bryddingu, og vitið þér hvað, saumakonan kall- aði hann akurlilju-kjól. Chauvelin hafði ekki hreift sig meðan hún lét þessa dælu ganga. Hann reyndi ekki einusinni til að hefta mál hennar, þó að hennar hvella, barnslega rödd heyrðist víða í kvöldkyrðinni. Hann hreyfðist varla, en þegar hún hafði lokið máli sínu sagði hann svo lágt að það varla heyrðist: — Úr því þér hafið heyrt getið um þennan dularfulla mann, þá hljótið þér líka að vita það, að þessi maður, sem felur sig undir þessu dularnafni, er bitrasti fjandmaður okkar lýðveldismanna og manna eins og Armand St. just. — Nú, já, sagði hún og stundi lágt. Það er hann víst. Frakkland á marga bitra fjandmenn nú.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.