Morgunblaðið - 05.02.1914, Side 2

Morgunblaðið - 05.02.1914, Side 2
444 MORGUNBLAÐIÐ ^ Fösturiag og laugardag 6. og 7. þ. m. verða BÚTAR o.fl. selt afar ódýrt L í vefnaðarverzl. Th. Th., Ingólfshvoli. _____________________________________ 1 þau en bankinn, eignumst vér þau. En bjóði nokkur hærra í þau — og það er eigi ómögulegt — þá tapar bankinn engu af því fé, sem þau eru veð fyrir. — Hefir bankastjórnin lengi búist við eða vitað af fjárskorti Miljónar- félagsins? — Siðan fyrri hluta ársins 1912 hefir bankastjórninni verið það ljóst, að félagið hefir átt í talsverðu basli. Nokkrir víxlar áttu þá að greiðast, en nægilegt fé var eigi til. Fyrver- andi bankastjóri íslandsbanka, Schou, fór þá utan, og varð það þá að samkomulagi allra bankanna, sem viðskifti áttu við félagið, að þeir skyldu styrkja félagið framvegis allir í sameiningu, eftir vissu hlutfalli, í þeirri von, að félagið kæmist úr fjárkröggunum á þennan hátt. Is- landsbanki tók aðallega þátt í þess- um samningum til þess ekki að jafnstórt atvinnufyrirtæki, sem i svo ríkum mæli hafði gripið inn í verzl- unarviðskifti íslendinga við cnnur lönd, — ekki sízt hvað útgerð og fiskútflutning snerth —, skyndilega skyldi stöðvast. Það var eigi með öllu vonlaust um, að fyrirtækið gæti bjargast með góðri samvinnu milli bankanna og þess. Félagið hefir gert mikið á þessu landi með hjálp bank- ans, og þó bankinn nú verði fyrir einhverju fjártjóni, þá vetður varla annað sagt, en að félagið hefir að sumu leyti verið góður viðskiftavin- ur bankans um langt skeið. — Til hvers hafa peningarnir verið brúkaðir? Hefir mikið verið lagt í fasteignir ? — Félagið hefir brúkað mjög marga tugi þúsunda króna í Viðey til bygginga og umbóta. íslenzkar af- urðir hefir félagið einnig keypt of hátt og stundum, t. d. árið 1908, tapað stórfé á sölu þeirra erlendis. Ennfremur koma hér til greina ýms- ar ráðstafanir við stjórn félagsins, eins og vér áður höfum vikið að. — Bankinn hefir að mestu leyti að eins lánað félaginu veltufé, til kaupa á íslenzkum ajurðum, og hefir eigi nægilega snemma fengið vitneskju um, hve mikið fé félagið hefir fengið að láni í erlendum bönkum, né til hvers fé það hefir verið notað. Er það ætíð erfitt að komast fyrir slíkt fyr en eftir á, og yfir höfuð ilt þeg- ar svo stór verzlunarfélög hafa mörg bankasambönd í senn. — Álitur bankastjórnin eigi alt hlutaféð i félaginu glatað? — Það eráreiðanlegtogeflaust hefir það í raun og veru verið glatað síð- an árið 1911. En það er sennilegt, að stjórn félagsins hafi eigi verið það Ijóst. — Hve miklar eignir á félagið nú? — Það er erfitt að segja, hvers virði eignirnar eru, og kemur það mikið undir því, hve mikið fæst fyrir eign- irnar, þegar þær verða seldar. Mundi það eflaust vera betra, ef hægt væri, að vinna að sölu eignanna smátt og smátt og að eigi bæri nauðsyn til að selja alt undir eins. Eignirnar eru mjög dreifðar, og því ómögu- legt að láta neitt í Ijós um verð- mæti þeirra að svo stöddu. — Hve mikið býst bankastjórnin við að bankinn muni fá upp í skuld- irnar ? — Það kemnr mikið undir því, hve mikið fæst hjá A. T. Möller & Co. í K.höfn. Áður en vér vitum það, verðúr ekkert um tjónið sagt. Annars hefir bankinn, eins og vér gátum um áður, búist við þessu síð- an 1912. Árið 1912 lagði bankinn álitlega upphæð til hliðar upp í væntanlegt tap við félag þetta, og greiddi þess vegna hluthöfum minni arð það ár (sVa°/o) en eHa hefði orðið, og þó óx varasjóður talsvert það ár. Sams- konar aðferð mun bankinn hafa að því er árið 1913 snertir, og býst þá við, að leggja enn meira til hliðar. Þessa aðferð hygst bankastjórnin að viðhafa þangað til tapið er að fullu horfið, en bankastjórnin vonar að eigi muni líða á löagu að það verði. Tap bankans við Miljónarfélagið kemur þá eingöngu fram í því, að hluthafar bankans fá um fleiri eða færri ár minni arð af hlutafé sínu en þeir ella mundu hafa fengið. Þó væntir bankinn, að aldrei þurfi árs- arður til hluthafa að vera minni en 5°/0, og að varasjóður muni aldrei snertur verða í þessu skyni. En vér getum með vissu sagt, að tjónið mun verða bætt að fullu að nokkrum árum liðnum, og að bank- anum er engin hætta búin, eins og einstakir menn í fyrstu virðast hafa óttast. Loks tók bankastjórnin það fram, að engum tæki sárara hvað skeð hefði, en henni. Bankinn hefði með viðskiftunum við félagið viljað greiða fyrir kaupum og sölu á íslenzkum afurðum, sem félag þetta hefði rekið í stærri stíl en nokkurt annað hér- lent félag. Atvinnu hefði félagið veitt mikla, og það væri því verra og tilfinnanlegra, að nú skuii svo komið, að félagið væri að líða und- ir lok. Að svo vöxnu máli fundum vér eigi ástæðu til að inna bankastjórn- ina eftir frekari skýringum á þessu máli. Mun verða tími og tækifæri til þess síðar, þegar fleiri nákunnug- ir fyrirtæki þessu hafa látið sitt álit í ljós um tildrög og afleiðingar þessa, í sögu verzlunarlífs vors, stór- kostlega hruns. En eigi getum vér endað þessa grein án þess að taka það fram, að sá maður, sem að voru áliti á mest- an þátt í viðskiftum íslandsbanka við félagið, er fyrverandi aðal-banka stjóri bankans, hr. Emil Schou. Carol. Slysið í Yestmannaeyjum. Slys það sem komið hefir fyrir í gærmorgun i Vestmannaeyjum er eitt hið raunalegasta, sem vér minn- umst að hafa heyrt getið um hér á landi i mörg ár. Fimm menn róa til fiskjar á stórum og tryggum vél- bát. Stormur skellur á skyndilega og áður nokkurn varir fyllir bátinn af sjó og mennirnir drukna. Fregnin úr Vestmannaeyjum kveð- ur mennina alla hafa verið ókvongaða — nema einn, Sigurð Jónsson. Hann átti konu og 4 kornunq b'órn — d árunum 1—4 ára. Ekkjan sit ur ein eftir með barnahópinn sinn — bláfátæk og syrgjandi manninn sinn, sem sjá átti henni og börnun- um fyrir nauðsynjum þessa lifs. Ver- tíðin var að byrja og þau hafa mikið til lifað á skuldum í vetur, i von um góðan afla og mikið innlegg til kaupmannsins, undir eins og vertíðin byrjaði. En nú er ekkert til — nema skuldir. — Vér búumst við að margir góðir menn í Vestmanneyjum muni hlaupa undir bagga með þessari blásnauðu ekkju og börnum. En oss finst sem einhver hjálp ætti héðan að koma — að höfuðstaðarbúar ættu að sýna það í verkinu, að þeim tekur sárt til mun- aðarlausu barnanna, sem árangurs- laust bíða heimkomu föðursins og ei%i Já skilið hvað veldur Jjarveru hans og gráti móðurinnar. Vér vitum það af fyrri reynslu, að höfuðstaðarbúar eru eigi ómóttæki- legir fyrir áhrifum utan að — hvað- an sem þau koma. — Sýnið ekkert tómlæti þessari ekkju í sorgum henn- ar, þótt heima eigi í öðrum lands- hluta! Þörfin er jafn-mikil fyrir því. Gefið nú allir lítinn skerf til barn- anna, sem mist hafa föður sinn! Vér tökum á móti gjöfum til þeirra og munu þær verða sendar til Vest- mannaeyja með Sterling síðast í þessari viku. Vér skorum á lesendur vora að hjálpa ekkjunni og bórnunum! Þegar í gærkveldi meðan verið var að rita þessa grein, hafa nokkrir menn komið og gefið fé. Sjálfir byrjum vér með að gefa 10 kr. til samskotanna. Komið eða sendið ykkar skerj á skrij- stoju Morgunblaðsins, ^Austurstræti 8, pegar í dag. E=3 DA6BÓf)IN. Afmæli í dag: Þóra Halldórsdóttir húsfrú. B r a g i kom hingað í gær frá Bret- landi. MeSan skipiS lá < Hull bar það slys við, að einn háseta varð fyrir vír- streng; lenti vírinn á fæti hans og meiddist hann nokkuð. Maðurinn kom með skipinu hingað og verður fluttur í land. Skipið hrepti illviðri mikil fyrir sunnan land. Gangverð brezks gulls fóll í gær úr kr. 18.25 niður ( kr. 18.23. Þýzkur botnvörpungur, Búrger- meister Mönkeberg, kom hingað í fyrra- dag frá Geestemúude til viðgerða. S k ú 1 i f ó g e t i seldi afla sinn í Bretlandi fyrir 730 sterl.pd. í Hafnarfirði er s»m óðast ver- ið að undirbúa kvikmyndahús það, er þar er að hlaupa af stokkunum. I n g ó 1 f u r kom frá Borgarnesi í fyrrakvöld. Með skipinu kom Gísli Jónsson verzlunarstjóri o. fl. Gisli var einn farþega á skipinu, er það varð að snúa aftur á miðjum Borgarfirði vegna óveðurs. Stó Gísii, ásamt mörgum öðrum, í land á Akranesi, og hólt hann með fleirum þaðan fótgangandi til Borgarness. Voru þeir félagar 8 stundir á því ferðalagi. Vesta fór frá Seyðisfirði í gær — noröur um land til Reykjavíkur. E n g a r fregnir frá Botníu eru enn komnar. Skipið á að koma hingað þ. 10. Botnvörpnngarnir Snorri goði og Skallagrímnr náðu hellu og höldnu til Englands þó vont væri veðrið. Seldu þeir afla sinn í fyrradag, Snorri goði fyrir 858 Sterlingspund og Skallagrímur fyrir 1157 Sterlingspund. - i^i8C» ----

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.