Morgunblaðið - 05.02.1914, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ
445
Regnkápur
(Waterproot)
fyrir karla, konur og unglinga, eru seldar með
óvanalega lágu verði. Afarmikið úrval.
Til hins 24, þessa mán.
gef eg
10°|0 af öllum ábyrjuöum og 2O°i0
aí ateiknuðum isaums-stykkjum.
Sturla Jónsson.
cflugusía Svenésen.
Engin úísala
þó þvergi befra né óctýrara.
Ulstera- og ICrakkaefni frá 19—30 kr. með öllu tilheyrandi.
Kjólar 02 Diplomatfrakkar með öllu frá 44—53 kr.,
fíuasta tegund.
Fataefni margar teg. frá 10—40 kr„ nýtízku efni.
Afmæld buxna- og vestisefni margar teg.
Drengjafataelni afmæld, niðsterk, frá kr. 7.80. 4 al. tvl-
breitt í fötin
-j^ggí Jiomið og sAoðið.
Allur saumaskapur er nú seldur með lægra verði
en áður að eius þeunan mánuð.
Tíjótasfa afgreiðsfaí
H.f. Eimskipaféiag Islands.
Úí af fyrirspurnum, sem félagsstjórninni hafa borist víðs-
vegar að, vill stjórnin láta þess getið, að tekið er enn við
hlutaáskriftum á skrifstofu félagsins i Reykjavík, og jafnframt
mælist hún til þess, að hlutafjársafnarar úti um land, haldi
áfram að taka við hlutaáskriftum og innborgunum af hluta-
fé. — Til þess að njóta sömu réttinda og stofnhluthafar,
verða menn að hafa skrifað sig og greitt hlutafé að fullu
fyrir i. júlí næstk.
Stjórnin.
Guðm. Sigurðsson
Simi 377. Afæðskeri. Laugaveg 10.
Frá útlöndum.
Hattaskreyting. Engin atvinna
borgar sig betur nú á dögum fyrir
ungar stúlkur en kvenhattaskreyting.
Sumar stúlkur, sem eru orðnar van-
ar starfanum og hafa glögt auga
fyrir því hvað vel fer, vmna sér inn
3600 krónur á ári. Þess er getið
um stúlku í Englandi, að hún hafi
byrjað hattaskreytingu fyrir sjö ár-
um og var hún þá 18 ára að aldri,
og vinni hún sér nú.inn 10 sterl.-
pund á viku eða rúmlega 180 kr.
Onnur ung stúlka ensk réðist til
tízkuverzlunar nokkurrar fyrir fáum
árum. Hún hafði fyrst að launum
rúmar 2 kr. á viku, en nú er kaup
hennar 4800 kr. á ári.
Vatn8flóð i Pétursborg. Á Rúss-
landi leggur vötn og ,ár vanalega í
nóvember og leysir ekki fyr en í
april. Ána Neva lagði og þegar í
haust, enda hafa verið svo mikil
frost í Rússlandi til þessa, að mörg
skip hafa frosið inni á Rigahöfn.
Var reynt að brjóta þeim veg með
ísöxum, en þær unnu lítið á.
En síðustu dagana í janúar gerði
það aftaka veður, að það braut ísinn
af ánni og flæddi hún inn í Péturs-
borg. Var þar ófært um margar
götur borgarinnar fyrir flóðinu. í
Kronstadt og Riga brotnaði ísinn á
höfnunum af veðrinu og losnuða
þannig flest þeirra skipa, er þar voru
frosin inni.
Rauða akurliljan.
Skáldsaga frá
51 stjórnarbyltingunni miklu
eftir
baronessu Orczy
(Framh.)
Sir Percy átti að visu eignir mikl-
ar í Norður-Englandi og hafðí oft
farið þangað og verið á burtu nokkra
daga, jafnvel viku. En henni þótti
það einkennilegt, að þan atvik kæmu
fytir milli klukkan sex og sjö að
morgni, að hann væri neyddur til
að flýta sér þangað.
Og þá greip hana einkennileg þrá
til þess að sjá hann nú þegar, áður
en hann færi á stað.
Hún gleymdi því að hún var litið
klædd, aðeins í þunnum morgun-
kjól og með laust hárið. Hún þaut
niður stigann og fram i snddyri.
Hurðin var læst eins venja var
til um þetta leyti dags, þvi enginn
var enn á fótum í húsinu. En hún
heyrði mannamál fyrir utan og
hófatak á steinstéttunum.
Hún reyndi að hleypa slagbrönd-
unum frá dyrunum, en þeir voru
stirðir og þungir svo hún meiddi
sig á höndunum og braut á sér
neglurnar. En hvað kærði hún sig
um það ? Hún varð að komast út
áður en hann færi! Hún varð að
fá að kveðja hann 1
• Að lokum gat hún þó opnað
dyrnar. Henni hatði ekki misheyrst.
— Hestasveinninn stóð skamt frá
dyrunum og hélt i tvo reiðtýgjaða
hesta. Annar þeirra var »Sultan<
uppáhaldsgæðingur Sir Percy.
í sama bili kom Sir Percy þar
að. Hann hafði skift klæðum, og
stóð nú þarna ferðbúinn og vel til
fara eins og hans var vandi.
Margrét gekk nær honum. Hann
leit upp í sama bili. sá hana og
hnyklaði brýrnar ósjálfrátt um leið.
— Þú ert á förum héðan, mælti
hún og bar hratt á. Hvert ætlarðu
að fara?
— Eg hefi haft þann heiður að
tilkynna yður að óvænt atvik krefj-
ist þess, að eg fari norður í land,
mælti hann með venjulegri hægð og
kulda.
— En gestirnir, sem koma hing.
að á morgun?
— Eg verð að biðja yðui að gera
afsökun mína við hans hátign, prins-
inn. Þér eruð svo skemtileg, að
eg vona, að enginn sakni mín.
— En þú getur sjálfsagt frestað
þessu ferðalagi — — þangað til
síðar------, mælti hún með titrandi
röddu. Erindi þitt norður í land
getur ekki verið svo knýjandi. —
Þú mintist ekki á það einu orði —
rétt áðan.
— Það kom mér einnig jafn óvænt
og það er nauðsynlegt.-----------—
Eg verð því að biðja yður um far-
arleyfi. — Er það nokkuð, sem eg
get gert fyrir yður í borginni? — á
heimleið ?
— Nei, nei þakka þér fyrir. —
En kemurðu ekki fljótt aftur? —
— Eg veit það ekki.
— Percy, mælti hún, viltu ekki
segja mér hversvegna þú ferð á
brott I dag ? Eg hlýt að hafa rétt
til þess að vita það af því að eg er
konan þín. Þú hefir ekki fengið
neinar þær fregnir, sem knýja þig
til þess að fara. Þú hafðir ekki feng-
ið nein bréf eða skilaboð þegar við
fórum í leikhúsið í gærkvöldi og
ekkert skeyti fékstu er við komum
heim af dansleiknum.----------Eg er
viss um það, að þú ferð ekki norð-
ur á bóginn. — — Hér er um eitt-
hvert leyndaimál að ræða — og —
— Nei, það er ekkert leyndarmál,
frú, mælti hann. Erindi mitt snertir
Armand — — svo eg hefi líklega
leyfi til þess að fara!
— Armand? — — Þú ætlar þó
ekki að steypa þér í háska?
— Háska? Eg? — — Nei, frú
min góð, umhyggja yðar gerir mér
alt of hátt undir höfði. Eins og
þér vitið, þá hefi eg nokkur áhrif
út á við og ætla að neyta þeirra
áður en það er um seinan.
— Lofaðu mér þó að minsta
kosti að þakka þér. —
— Nei, frú min góð, mælti hann
kuldalega. Það er engin ástæða til
þess. Lif mitt er i höndum yðar,
og eg hefi þegar þegið ríkuleg laun
verka minna.
— Og líf mitt skal tilheyra þér,
Percy, ef þú vilt þiggja það að
launum fyrir það sem þú gerir fyr-
ir Armand, mælti hún og rétti hon-
um báðar hendurnar. Og nú ætla
eg ekki að tefja þig lengur--------
eg fylgi þér í anda — vertu sæll!