Morgunblaðið - 16.02.1914, Blaðsíða 2
496
MORGUNBLAÐIÐ
JB&iga
3 herbergi samliggjandi, íneðri
hæð hússins í Kirkjustræti io, (nú
skrifstofur borgarstjóra), fást til leigu
frá 14. mai þ. á.
Semja ber við Kristján Þorgríms-
son.
ist fiskur um hrygg á skömmum
tima.
Stofnendurnir voru fremur fáir.
En í október 1913 voru félagsmenn
orðnir um 15 þúsund, samkvæmt
skýrslu aðalritara félagsins prófess-
ors E. A. Wodehouse’s. í félaginu
eru menn úr flestum stéttum mann-
félagsins og nálega af öllum þjóð-
flokkum: fjöldi þjóðkirkju- og utan-
þjóðkirkjupresta, doktorar, læknar,
herforingjar, verkfræðingar, kaup-
menn, iðnaðarmenn, verkamenn, að-
alsmenn o. s. frv.
Hér yrði of langt mál að skýra
frá rökum þeim er félagsmenn færa
fyrir máli sínu; ef til vill verður
siðar gerð nokkur grein fyrir því í
þessu blaði. En benda má á nokkr-
ar bækur, sem komið hafa út um
þetta efni t. d. »The Changing world«
(Tidskifte), »The immediate Future*
(Den nærmeste fremtid) o. fl.
Þeir sem æskja frekari upplýsinga
um »Stjörnuna í austri* geta snúið
sér til frk. Aðalbjargar Sigurðardótt-
ur á Akureyri, Jakobs Kristinssonar
stud. theol. eða Ludvigs Kaaber’s
konsúls i Reykjavik.
Smávegis.
Miðstöðvarhitun.
Þess mun naumast verða langt að
bíða, að stórborgirnar fari að taka
upp þann sið, að leiða hitann hús
úr húsi eins og nú er t. d. leitt gas,
vatn og rafmagn. Það þykir nú
tillölulega dýrt að hafa miðstöðvar-
hitun i hverju húsi, þvi gæta þarf
ofnsins dag og nótt og það kostar
of mikla vinnu. Hafa nú þegar
verið gerðar tilraunir í þá átt víða
um lönd að leiða hitann um langa
vegu og hefir árangur þess orðið
ágætur. Það sem mestu varðar er
að þannig sé frá rörunum gengið
að ekki fari of mikill hiti til ónýtis.
í Ameríku grafa menn rörin 1 %
meter niður í jörðina og eru þau
vel vafin með Asbest og pappír. í
Harrisburg er hitaleiðslustöð með 8
gufukötlum og eru hitaleiðslurörin
5000 metrar á tengd og 7%—30
cm. á vídd. í St. Joseph i Banda-
ríkjunum hafa menn tekið gufu þá,
er fór til ónýtis á rafmagnsstöð nokk-
urri, leitt hana 1600 metra veg og
látið hana hita þar upp mörg hús.
Amerískir blaðamenn
eru álitnir lævisustu blaðamenn i
heimi, enda fekk heimskautsfarinn
Shackleton að kenna á því. Hann
fór með skipinu Mauretania í fyrir-
lestraför til Ameríku og á leiðinni
hélt hann fyrirlestur um heimskauts-
ferð sína fyrir farþegana. Þegar
skipið kom til Ameriku, kom heill
hópur af blaðamönnum á móti Maure-
tania til að ná tali af Shackleton.
En til þess að koma í veg fyrir það
að þeir næðu tali af farþegum og
þannig næðu efni fyrirlestra þeirra,
sem hann ætlaði að halda víðsvegar
í Ameríku, bauð hann öllum blaða-
mönnunum til góðs morgunverðar
og byrjaði að skýra frá ferðum sín-
um. Blaðamennirnir fundu fljótt að
hér var ekki alt með feldu og að
verið var að gabba þá. Létu þeir
þó á engu bera og hraðrituðu hvert
orð er hann sagði. Þegar komið
var að kaffinu, fekk einn þeirra,
Vilh. Heydrik, merki um að finna
upp eitthvert ráð, þvi í svona mál-
um vinna allir fyrir einn og einn
fyrir alla. Þegar búið var að kveikja
í vindlunum, skreið hann undir borð-
ið og út á þilfar, án þess að Shack-
leton yrði þess var og náði greini-
legri skýrslu af fyrirlestri hans hjá
farþegunum. £n á meðan sátu hinir
blaðamennirnir rólegir og skrifuðu
upp lygasögur þær, sem Shackleton
sagði. Hann var mjög hreykinn yfir
bragði sínu, en brá heldur i brún,
þegar hann las fyrirlestur sinn i öll-
um kvöldblöðum New-Yorkborgar.
Frá útlfindum.
SíldveiBi í SvíþjóB. í fyrra mán-
uði veiddu Svíar undan Skaganum
70 þús. hektolitra af sild og var
verðið á hverjum hektoliter, er sild-
in var seld, 7—15 krónur. Sama
daginn veiddust i Gautaborg 50 þús.
hektolitrar af síld og var verðið þar
15—20 krónur hektolitirinn.
Laglegur skildingur. Mál hefir
verið höfðað móti forstjórum St.
Louis og San Francisco bankanna,
sem urðu að hætta viðskiftum sín-
um fyrir nokkru. Málfærslumennn-
irnir heimta það að þeir greiði bönk-
unum 14 miljónir dala.
iárnbraut í Alaska. Þingið í
Washington hefir samþykt með 46
atkvæðum gegn ié, að leggja járn-
braut í Alaska á 1000 mílna svæði.
Kostnaður má þó ekki fara fram úr
40 milj. dala.
MorBvargurínn þýzki, Wagnerskóla-
kennari, sem áður hefir verið getið
hér í Mbl., hefir nú verið rannsak-
aður af geðveikralæknum og álíta
þeir hann að öllu leyti sakbæran.
Hann verður því að bera ábyrgð á
illverkum sínum, sem ekki eru lítil;
það eru 5 morð í Degerloch, 10 morð
og 10 morðtilraunir i Míihlhausen
og loks 9 áformaðar íkveikjur. Bíð-
ur hann nú dóms sins.
Ulfar hafa ekki sést í manna minn-
um i nánd við St. Pétursborg, fyr
en nú í síðasta mánuði að frost og
snjóar hafa flæmt þá alveg upp að
bænum til að leyta sér bráðar. Bænd-
ur all margir fóru i hópum til bæ-
jarins með sleða fulla af kjötvörum;
alt í einu tóku hestarnir að tryllast
og urðu bændurnir þess fljótt varir
að á eftir þeim voru stórir flokkar
af úlfum, sem altaf komu nær og
nær,þó hestarnir væru á harða spretti
og byssuskotin dyndu á úlfunum.
Urðu bændurnir að kasta út til þeirra
heilum nautsskrokkum til að kom-
ast undan óvættum þessum.
Bankarot i Mexikó. Eftir því er
skeyti herma, hefir stjórnin i Mexi-
kó séð sér þann kost vænstan að
stöðva um 6 mánaða skeið innborg-
anir sinar á ríkisskuldarentum. En
jafnframt því skuldbindur stjórnin
sig til þess að svara skaðlausri greiðslu
allra skulda og ber því við, að þetta
fyrirkomulag sé nauðsynlegt til þess
að hún geti trygt frið í landinu.
Snjór i Madrid. I fyrra mánuði
voru kuldar miklir i Madrid á Spáni
og fannkyngi óvenjuíeg. A öllum
vegum lágu stórir skaflar og urðu
vagnar allir að hætta umferð aðrir
en bifreiðar. Hálkan var þar engu
minni en hér í Reykjavík og féllu
á einum degi 36 menn á strætin og
limlestust válega. Nokkrir frusu i
hel.
Svíar í Berlín. Svíar þeir, er bú-
settir eru í Berlin, héldu nýlega
stórt landvarnarþing. Margt var þar
jafnaðarmanna og héldu þeir fast
fram landvarnarkröfum Svia, ekki
síður en aðrir. Var þar aðeins einn
ræðumaður á mó'i mörgum og var
fundarályktunin á þá leið, að fund-
urinn félst á tillögu Staafs, en skaut
þó máli því undir konung og ósk-
uðu þess, að séð yrði um það, að
herinn sænski fengi þær æfingar, er
honum væru nauðsynlegar að dómi
þeirra manna, er mest hugsuðu um
það mál.
=3 DAGrBÓE^IN.
Afmæli í dag:
Anna Einarson, húsfrú.
Magnús Pálsson, verzlunarm.
Sólarupprás kl. 8.24 árd.
Sólarlag kl. 5 siðd.
HáflóS er í dag kl. 9.21 árd.
og".kl. 9.49 sfðd.
Veðrið í gær:
Rvík n.a. kul, frost 2.3
íf. n. hvassviðri, frost 4.8.
Ak. n, gola, snjór, frost 6,3.
Gr. v.n.v. gola, snjór, frost 10.0.
Sf. n. gola, frost 3.5.
Vm. logn, frost 0.4.
Þh. F. v.n.v. kul, hiti 3.1.
Forvaxtalækkun. Oss láðist
að geta þess í gær, er talað var um
forvaxtalækkun Landsbankans, að ís-
landsbanki lækkar einnig sína forvöxtu
niður í 5V2%. En þrátt fyrir þetta
verða sparisjóðsvextir hinir sömu og
áður í báðum bönkunum.
Leikfélagið hefir undanfarin 2
kvöld sýnt »Æfint/ri á gönguför«, fyrir
troöfullu húsi. — Leikur þessi fer mjög
vel á leiksviði, er svo lífgandi og hress-
andi og samspll leikenda svo afbragðs-
gott, að hver sá, sem ekki skemtir sór,
hl/tur að vera steingjörfingur.
í fyrravetur var leikur þessi leik-
inn 15 sinnum í röð og altaf fyrir
fuilu húsi. Nú verður hann leikinn
að eins nokkrum sinnum vegna for-
falla eins leikandans. Leiknum var
hrósað mjög i blöðum bæjarins síðast-
liðinn vetur og á hann nú, eins og
þá, sama lof skilið, enda var honum
bæði kvöldin tekið með dynjandi lófa-
taki.
Leikritið verður sýnt aftur á fimtudag,
Skíðamenn bæjarins notuðu mik-
ið góða veðrið og skíðafærðina í gær,-
Fjöldi ungra manna fóru á skíðum um
göturnar og upp fyrir bæinu.
B r e z k u r botnvörpungur, »Tri-
bune« frá Grimsby, kom hingað í fyrra-
dag. Skipið fór aftur á fiskiveiðar í
gær.
»Earl Herefnd« kom af fiski-
veiðum í fyrradag og hafði aflað tæpar
1000 körfur. Skipið fer til Bretlands
með aflann.
Botnia fer til Austurlands og út-
landa í dag kl. 6. Með skipinu taka
sór fari Jón Jónsson dócent, frú Flora
Zimsen, Ólafur Arnason kaupm., Guðm.
Guðmundsson kaupfólagsstj. frá Eyrar-
bakka. — Frá Austurlandi fara Jón
Arnesen verzlunarstj. og kona hans,
ennfr. Stefán Guðmundsson kaupm.
V e 8 t a var ókomin til Borðeyrar
í gær kl. 5, Kvað vera á Hvamms-
tanga ennþá.
Kong Helge fór frá Brétlaudi
á föstudaginn áleiðis til Bvíkur, hlað-
inn kolum til Björns kaupm. Guð-
mundssonar. Hóðan fer skipið til Vest-
urlands og tekur þar fisk fyrir P. J,
Th og Co. — það sem Force átti að
taka. En það er um 1500 skpd.
Tilraunakosningu Sjálfstæð-
ismanna var lokið á Laugardag. Var
kosið leynilega, eins og við reglulegar
alþingiskosningar. Fékk Sveinn Björns-
son yfirdómslögmaður % en Sigurður
Jónsson Y2 allra greiddra atkvæða.
Sveinn Björnsson er nú erlendis og
var honum þegar sent skeyti um ár-
angur kosningarinnar. Svaraði hann
aftur og kvaðst mundi bjóða sig fram
til þingmensku fyrir Reykvíkinga.
Verða þeir því l kjöri af Sjálfstæðis-
manna hálfu, Sveinn og Sigurður.
Ekkert hefir enn frózt um það hverj-
ir muni gefa kost á sór fleiri. Hafa
Fram-menn og Þjóðreisnar-menn ekkert
látið uppi um það enn, hver fulltrúa-
efni þeir muni velja sór.