Morgunblaðið - 16.02.1914, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 16.02.1914, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ 497 Fyrir sjómenn allskonar rúmteppi með stórum afslætti. Einnig sjómannadýnur, vandaðar og ódýrar hjá Jónatan hrsteinssyni, Langaveg 31. Siglingalögin gengu í gildi þ. i. þ. m. Þess vegna er ómissandi fyrir alla kaup- menn, útgerðarmenn skipa, afgreiðslur skipa og lögfræðinga, að eignast bókina: Certepartier og Konnossementer, Haandbog udgivet af Nordisk Skibrederforening 1912. — Nokkur eintök fást enn í Bókaverzlun ísafoldar. Einkasala fyrir Island. Piano frá verksmiðjunni Weissbrod, hirðsala á Saxlandi, fást keypt með útsöluverði. Snúið yður til undirritaðs umboðsmanns. Arni Thorsteinsson. Hafi nokkur efast nm að Vöruhúsið væri bezta verzlunin í bænum* þá væri gerandi að líta inn núna. Nú eru nýjar vörur komnar með »Botniu« i háum haugum. Meðal annars: Drengjahúfur úr ull frá 0.25—2.53. Vetlingar, allar stærðir, úr ull bómull og skinni, frá 0.40—3.75. Golftreyjur, nýjir smekklegir litir. Kvenhúfur, Ijómandi fallegar. Treflar frá 0.35—2.95. Sokkar, nóg á allar fætur í borginni, frá 0.22—2.75. Barnabuxur, nóg á öll börn á landinu, frá 0.35. Karlmannsnærföt, margar nýjar tegundir. Einnig hin gömlu góðu alþektu og maigt, margt fleira. Vöruhúsið. Kjaííari íií íeigu. Stór, pur kjallari, með miðstöðvarhita, í Austurstræti 13 (Edinborg), fæst til leigu frá 14. mai. Menn snúi sér til Tlaffjati & Oíseti, J1afnarstra2ti 21. Uppboð. Þann 18. þessa mán. verður að Akrakoti á Alftanesi haldið opinbert uppboð og hefst það kl. 12 á hádegi. Þar verður selt, ef viðunanlegt boð fæst: 3 kýr, kindur, hey, búsáhöld af ýmsn tagi, utan húss og innan, veiðarfæri, ýmsar tegundir, búðarvörur o. m. fl. Lattgur gjaldfresfur. á drengi, 4—12 ára gamla, eru komnar i stóru úrvali í verzlun Jóns Zoega, Bankastræti 14. Ennfremur kápur af öllum stærðum á ífullorðna menn, þar á meðal kápur sem vega að eins 8/4 punds, en eru þó áreiðanlega vatnsheldar. Rauða akurliljan. Skáldsaga frá 61 stjórnarbyltingunni miklu eftir baronessu Orczy. (Framh.) Veggjapappírinn hékk í tætlum á veggjunum og ekki var þar nokkuð af húsgögnum inni er kallast gæti óbrotið. í einu horninu var stórt arinstæði og stóð þar grautarpottur á hlóðum, en ógeðslega súpulygt lagði um stofuna. í hinum enda stofunnar var dálítið loft, ef svo skyldi kalla og tjaldað fyrir með rifnum dúki. Lá gamall og hrör- legur stigi upp á loft þetta. Á veggina var hingað og þangað ritað með stóru og feitu letri: »Li- berté-Egalité-Fraternité*. Margrétu hraus hugur við að að ganga inn í þetta óþrifabæli og staðnæmdist því á þröskuldinum. En Sir Andrew gekk inn án minstu umhugsunar. — Við erum enskir ferðamennn, mælti hann djarflega á frönsku við veitingatnanninn. Húsráðandi var þrekinn og krafta- legur maður. Hann var í úlpu, sem einhverntima hafði verið blá, en nú sá 'naumast lit á henni fyrir skít. A fótum hafði hann stóra tréskó og stóðu hálmstrá upp úr þeim. Bræk- ur hans voru gamlar, en á höfðinu hafði hann rauðu húfuna með þrí- lita merkinu. Hann leit fyrir- litlega við þeim og muldraði: »Sacrrrés Anglais« um leið og hann spýtti á gólfið til þess að sýna þeim að hann væri fráls borgari í frjálsu landi. En þó vék hann svo til hliðar, að þau gátu gengið inn, því hann vissi vel, að þessir «Sacrrrés Anglais« höfðu ætíð nóg fé. — Þetta er voðaleg svínastía, mælti Margrét um leið og hún gekk inn. Eruð þér viss um að þetta sé staðurinn? — Já, eg er viss um það, svar- aði Sir Andrew og þurkaði rykið af einum stólnum með silkikniplinga- klútnum sinum. En það segi eg satt, að aldrei hefi eg óþrifalegra greni séð. — Það segið þér eflaust satt, mælti hún og virti fyrir sér her- bergið. Hér er fátt aðlaðandi. Húsráðandi hét Brogard. Hann lét gesti sína eiga sig, því það var sóma hans ósamboðið sem byltinga- manni að vera kurteis við aðals- menn. Við arineldinn sat einhver vera, klædd í eintómar tuskur, og hefði ekki lítil húfa og gauðrifið pils bent á að það væri kvennmaður, þá hefði verið ómögulegt að dæma um það, hvors kyns þessi mannræfill væri. Hún sat þar án þess að hreifa sig og talaði hátt við sjálfa sig um leið og hún hrærði í súpunni. — Heyrðu félagi! kallaði Sir Andrew til húsráðanda. Okkur langar í kvöldverð. Og eg er viss um það að frúin þarna, — bætti hann við og benti á fatahrúguna við eldinn — er að sjóða ágæta súpu og húsmóðir mín hefir ekki bragðað mat í marg- ar klukkustundir. Brogard íhugaði málið. — »Sacrrrés aristos U tautaði hann í hálfum hljóðum og spýtti aftur á gólfið. Síðan gekk hann út i horn og tók þar súpuskál úr tini, er stóð þar á borðskrifli. Rétti hann hana síðan þegjandi að frú sinni, er fylti skálina af súpu, án þess að segja eitt einasta orð. Margrét fyltist viðbjóði er hún horfði á matreiðsluna. Og hefði ekki vonin um það, að finna Sir Percy þarna hamlað henni frá því að hlaupa burtu, mundi hún ekki hafa dvalið þarna eina mínútu. — Mér virðast húsráðendur hér ekki neitt sérlega skemtilegir, mælti Sir Andrew er hann sá hvað Mar- grétu bjó í huga. Eg vildi að eins að eg gæti boðið yður betri og lystugri máltíð. — — — En eg vona samt að súpan sé bragðgóð og vínin ljúffeng. Fólkið veltir sér að visu í skít, en það borðar þó góðan mat. — Nei, Sir Andrew, mælti hún þýðlega. Þér skuluð ekki bera neinar áhyggjur min vegna. En eg hefi enga matarlyst núna. Brogard fór sér að engu óðslega. Hann setti á borðið hjá þeim skeið- ar, diska og tvö glös, en Sir And- rew þótti það vissara að þurka af þeim áður en þau Margrét tæku til matar. Brogard kom einnig með eina flösku af víni og Margrét varð að láta sem hún borðaði og drykki. Sir Andrew stóð að baki hennar, eins og þjóni samdi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.