Morgunblaðið - 19.02.1914, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 19.02.1914, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ 509 i h & ftrni Eiríksson 1 II Tlustursfræti m Ú 1 Vefnaðarvörur Ö m Hreinlætisvörur i p 0 1 Glysvarningur m ^ Útsalan bættir á laugardaginn. 1 Útsalan hjá Jóni Björnssyni & Go. Bankastræti 8. varir aðeins fáa daga ennþá. Góðar og gagnlegar vefnaðarvörur fást þar fyrir afarlágt verð. eru eins og sjömennirnir vilja hafa þau. Gottsnið! Gottefni! Gottverð! Sjómenn! Sjóföt -- Nærföt - Peysur kaupið þið bezt og ódýrast í Austurstrati I. Margra ára reynsla íeng-in. Ásg. G. Gunnlaugsson & Co. V. B. H. Jlú er úísaían mikta bráðum á enda. Bezt verður því að tryggja sér vandaðar og ódýrar Vefnaðarvörur 1' með því að kaupa þar þessa dagana hjá Verzt. Björn Hrisfjánsson. Piano frá verksmiðjunni Weissbrod, hirðsala á Saxlandi, fást keypt með útsöluverði. Snúið yður til undirritaðs umboðsmanns. Árni Thorsteinsson. kajr sem taka vilja þátt i félagsskap með því augnamiði að fi. PCIIi prófessor Harald Níelsson til þess að halda guðsþjón- 7 ustur í Fríkirkjunni annanhvorn sunnudag siðdegis, eru beðn- ir að rita nöfn sín og heimili á lista í bókverzlun ísafoldar eða hjá Halldóri Þóröarsyni bókbindara, Laugaveg 4, fyrir næstu mánaðamót. Rauða akurliljan. Skáldsaga frá 64 stjórnarbyltingunni miklu eftir baronessu Orczy (Framh.) Armand St. Just, de Tournay greifi og aðrir flóttamenn áttu að mæta »rauðu akurliljunni* — eða öllu heldur tveimur af sendimönn- um hans — þennan dag, annan október, á stað nokkrum, sem nefnd- ur var »Kofinn hans Pére Blanch- ards*. Og þangað átti Armand að fara með flóttamenn þessa. Hann ugði ekki að sér, því hann á- leit, að engum væri kunnugt um það i Frakklandi að hann væri í fé- lagi við »rauðu akurliljuna*. Og Percy var það auðvitað um megn, þótt hann vissi um bréfastuldinn, að breyta fyrirætlunum sínum. Það var of seint. Flóttamennirnir hlutu því að koma á hinn tiltekna stað, án þess að hafa hugmynd um hættu þá, er yfir þeim vofði og hinum djarfa lausnara þeirra. En Percy vildi auðsjáanlega ekki leiða félaga sina í neinn búinn háska og hafði því ritað þessi orð til Sir Andrew á dansleiknum hjá Grenville: »Fer á morgun — — — aleinn« Og auðsætt var og hitt, að njósn- armenn yrðu þegar sendir að leita hans, þá er Chauvelin kæmi. Mundu þeir elta hann til kofans og taka þá alla höndum, félaga. Varð nú skjótt eitthvað til ráða að taka til þess að ná í Percy og vara hann við hættunni, því einnar stundar frestur var þeim Margrétu gefinn í mesta lagi. — Skjöl þau er Chauvelin rændi oss, vísa honum veg til kofans og mun hann þegar þangað fara er hann stigur fæti á land. mælti Sir Andrew og var dapur í bragði. — Ekki mun hann til Frrkklands kominn enn, mælti hún. Stundar- frið höfum við enn og Percy er væntanlegur hingað á hverri stundu. Gæti vel farið svo, að við værum komin hálfa leið yfir sundið áður en Chauvelin vissi. Talaði hún af ákafa mildum og hugði að vekja hjá honum þær von- ir, er hún sjálf ól í brjósti. En hann hristi aðeins höfuðið. — Sir Andrew, mælti' hún af enn meiri ákafa. Hvað veldur hrygð yðar og raunasvip? — Mér geðjast ekki að þessum ráðagerðum yðar, mælti hann, er þér gleymið því, er mestu varðar. — Tala verðið þér nú ljósar, ef eg á að skilja. Engu hefi eg gleymt — Gleymt hafið þér þó Percy Blakeny, mælti hann. — Hvernig má það vera, mælti hún lágt. — Er það yðar skoðun að hann mundi fara héðan úr Calais án þess að framkvæma fyrirætlan sína ? mælti hann. Munið þér eftir de Tournay greifa ? — Greifinn---------mælti hún og hrökk við. — Og munið þér eftir St. Just og hinum flóttamönnunum. — — Bróðir minn 1 hrópaði hún og var sem angist nísti sál hennar. — Guð hjálpi mérl Honum hafði eg gleymt. — Menn þessir bíða nú «rauðu aknrliljunnar, sem gefið hefir þeim drengskaparorð sitt fyrir því, að koma þeim heilu og höldnu yfir sundið. — — — Gleymt hafði hún því einnigt Kvenleg eigingirnd hafði varnað henni þess að hugsa um annað en bónda sinn, hetjuna, sem nú átti hug hennar allan og óskiftan. — Bróðir minnl mælti hún aftur og gat þá naumast grátinum varizt,. er hún hugsaði um vináttu hans og ástúð. — Ekki mundi Sir Percy Blak- eny hafa orðið átrúnaðargoð vor allra að óreyndu, mælti Sir Andrew og hóf höfuðið, en augu hans tindr- uðu. Aldrei hefir hann ennþá geng- ið á bak orða sinna og aldrei mun hann það gera. Varð nú þögn um hrið. Margrét huldi andlit sitt í höndum sér, en tárin streymdu fram á milli fingra hennar. Sir Andrew mælti ekki fleira. Hann vildi ekki auka á sorg hennar, sem ærin var fyrir. Vissi hann og glögt í hvern háska hún hafði steypt þeim öllum. En for- ingja sinn þekti hann svo vel, að hann vissi, að drengskaparorð sitt mundi hann aldrei rjúfa. Fremur mundi hann neyta nýrra dirfsku- bragða til þess að frelsa vini sína.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.