Morgunblaðið - 03.03.1914, Síða 1
Þriðiudag
1. argangr
3.
marz 1914
HOBfiDNBLADID
119.
tðlublað
Ritstjórnarsimi nr. 500| Ritstjóri: Vilhjálmut Finsen. [ísafoldarprentsmiðja|Afgreiðslusími nr. 140
Biografteater
Reyb j avtkur.
Bio
Konusæmd
Astarsjónleikur í 3 þáttum.
í aðalhlutverkunum:
Einar Zangenberg. Edith Psilander
La Rocbello (náttúrumynd).
Skrifsfofa
Eimskipaféíags Ísíands
Austurstræti 7
Opin kl. 5—7. Tals. 409.
Notið sendisvein
frá sendisveinaskrifstofunni.
S i m i 4 4 4.
Bíómsfurfræ,
JtJatjurtafræ,
nr Georginer,
xanunkler, Bnemoner.
M. Hansen
Lækjarg. 12 A (uppi bakdyramegin).
Hringurinn.
Fundur á venjulegum stað og
tíma.
Stjórnin.
Kosningaskrifstofa
Sjálfstæðismanna
i Templarasundi 3. Opin
® kl. 5-—8 siðdegis. ®
Minningarsjóður
Björns Jónssonar.
Tekið móti gjöfum í skrifstofu og
bókverzlun ísafoldar, pappírsverzlun-
inni Björn Kristjánsson og verzlun
íóns frá Vaðnesi á Laugavegi.
Stjórnarbreyfing
í Svfþjóð.
í Svíþjóð eru, eins og í öðrum
ríkjum, þar sem er þÍDgbundin kon-
ungsstjórn, tveir aðal-stjórnmáiaflokk-
ar: frjálslyndi flokkurinn og íhalds-
flokkurinn, og við síðustu þingkosn-
ingar varð frjálslyndi flokkurinn ofan
á og myndaði hann þá líka ráðuneyti
konungs, en forseti þess hét Staaff.
Landvarnarmálið hefir verið ofarlega
á dagskrá í Svíþjóð á seinni tímum
og á það að nokkru leyti rót sína
að rekja til þess, að Rússar þykja
hafa orðið uppvísir að því að halda
njósnarmenn í Sviþjóð til þess að
kynnast hervörnum Svía á landamær-
unum að austurenda, og að margir
eru hræddir um, að Rússar muni
ágirnast lönd þau í Sviþjóð, sem
liggja Rússlandi næst, enda hafa ýms-
ar æsingar gerst í Svíþjóð út af
þessum beig af Rússum, sem land-
könnuðurinn Sven Hedin hefir átt
allmikinn þátt í að koma á stað.
Annars hafa utanríkisráðherrar Svía,
úr báðum stjórnmálaflokkum, ávalt
fylgt því fram, að Svíþjóð eigi að
vera að öllu leyti hlutlaus af öllum
ófriði milli annara ríkja, og þó að
ýmsir íhaldsmenn hafi mælt með því
að efla hervarnir, þá er það alls ekki
í því skyni að hefja ófrið, heldur
aðeins til að verja hlutleysi sitt.
Staaff ráðuneytisforseti hélt ekki
alls fyrir löngu ræðu í Karlskrona,
þar sem hann skýrði frá fyrirætlun-
nm stjórnarinnar í landvarnarmálinu,
og þótti ýmsum, einkum íhaldsmönn-
um, stjórnin ætla að gerast helzt til
smátæk í þeim efnum. Bændur }
Svíþjóð eru flestir ihaldsmenn, og
þeim sér i lagi mislíkaði fyrirætlan-
ir stjórnarinnar í hermálinu og vildu
gera meiri gangskör að hervörnum.
Maður er nefndur Uno V. Nyberq,
bóndi á Tiundalandi í Svíþjóð; hann
gekst fyrir þvi, að skora á bændur
um alla Svíþjóð til þess að fara á
fund konungs og tjá honum vilja
bænda i landvarnarmálinu, og var
áskorun hans tekið svo vel, að 3100
bændur úr öllum fylkjum í Sviþjóð
söfnuðust saman i Stokkhólmi fimtu-
daginn 5. febrúar þ. á. til þess að
ganga á fund konungs, votta honum
hylli sina og bera fram fyrir
hann óskir sínar um hervarnirnar.
Auk þess voru 4000 bændur, sem
senda skriflega yfirlýsingu um, að
þeirværu samþykkir framsögumanni
bændaleiðangursins, og loks flokkur
manna af öðrum stéttum, sem létu
lýsa þvi yfir fyrir sina hönd, að þeir
væru á sama máli og bændurnir.
Öllum bændaflokknum var útvegað
húsnæði og viðurværi, og daginn
eftir, föstudaginn 6. febrúar, var strax
um morguninn hringt öllum kirkju-
klukkum borgarinnar og hlýddu bænd-
urnir fyrst tíðum i ýmsum kirkjum
í Stokkhólmi og gengu síðan í fylk-
ingu til hallar konungs, Þar var
reistur pallur, og stóð konungur og
drotning og alt skyldulið konungs
þar uppi, þegar bændaliðið brunaði
þar að; höfðu sænskar konur saum-
að dýrðlegan fána, sem þær gáfu
bændunum og var hann borinn á
undan fylkingunni. Þegar bændurn-
ir höfðu skipað sér i hallargarðinum
kvað við lúðrahljómur og sungu
bændurnir kvæðið: »Ur svenska
hjártans djup engáng*. Gekk sið-
an fram áður nefndur sjálfseignar-
bóndi Uno Nyber%, hár maður og
þrekinn, og ávarpaði konung og
sagði, að nú væri um það að ræða
að vernda frelsi og sjálfstæði þjóð-
arinnar og bændurnir leituðu þvi á
konungs fund til þess að láta hon-
um i ljósi óskir sínar og vonir um
að vörnum landsins yrði skipað svo,
að land það, sem forfeðurnir hefðu
yrkt, yrði verndað handa niðjunum,
svo að þeir gætu notað það eftir-
leiðis í fullu frelsi. Bað hann kon-
unginn að vera þess fullvissan, að
bændur væru reiðubúnir til að leggja
til herliðs og flota alt það, sem skyn-
berandi menn teldu nauðsynlegt, og
óskuðu þeir, að landvarnarmálinu
væri að fullu og öllu ráðið til lykta
þegar í ár. Var konungi síðan feng-
inn i hendur kvennafáninn til minn-
ingar um daginn, og var hann reist-
ur upp á pallinum.
Tók þá konungur til máls, og
kvað ekkert geta verið dýrmætara
fyrir sig, en að heyra af vörum þjóð-
arinnar yfirlýsingu hennar um fús-
leika hennar til að láta honum í té
trygga stoð i því, að fullnægja hin-
um oft þungu konungsskyldum hans.
Hann fullvissaði þá urr, að hann
mundi ávalt fylgja fram sannfæringu
sinni um það, hvað væri rétt og
nauðsynlegt að gera til að vernda
sjálfstæði rikisins, og lofaði, að hann
skyldi ekki bregðast þeim. Kvaðst
hann vera bændunum sammála um,
að landvarnarmálinu eigi að skipa
fyrir i einu lagi og tafarlaust, og að
hann héldi fast fram þeim kröfum
um vígbúnað herliðsins, sem skyn-
bærir menn teldu óhjákvæmanlegar;
þyrfti því að lengja æfingartíma hinna
varnarskyldu og ekki að eins halda
við, heldur auka flotann. »Almátt-
ugur guð, sem hingað til hefir hald-
ið verndarhendi sinni yfir Sviþjóð,
hann varðveiti land vort og þjóð
vora nú og framvegis. Guð blessi
yður alla. Lifi vort ástkæra föður-
land. Lifi Sviþjóð*.
Laust þá upp fagnaðarópum, sem
aldrei ætlaði að linna, þangað til
konungur gerði bendingu með hend-
inni og sagði blátt áfram: »Eg
þakka yður öllum fyrir komuna*.
Um hádegi sama dag áttu 10 full-
trúar bændaliðsins tal við stjórnar-
ráðið fyrir framan Kansellíið, og
hafði Tráff sjálfseignarbóndi orð fyrir
þeim. Hann brýndi fyrir Staafl, að
bændur teldu landvarnir Sviþjóðar,
eins og þær væru nú, ónógar, að
þeir vildu að landið verði frjálst og
öllum óháð nú eins og að undan-
förnu, að þeir vildu, að allir vopn-
færir menn væru notaðir til land-
varnar, að þeir vildu, að herliðið
gæti staðið í stórveldi, ef til þess
kæmi, að þeir vildu að flotinn yrði
tafarlaust efldur, að þeir vildu, að
eingöngu væri farið eftir því, sem
skynbærir menn teldu rétt, og að
landvarnarmálinu væri ráðið til lykta
í ár. Kvað hann bændur búast við
að landstjórnin léti í té öfluga og
ljósa forustu til þess að ráða land-
varnarmálinu til farsællegra lykta
fyrir framtíð rikisins, og lofuðu þeir
á móti að taka upp á sig allar þær
byrðar i mönnum og fjármunum,
sem landvarnirnar þörfnuðust, enda
mætti landstjórnin eiga vist, ef hún
réði landvarnarmálinu til lykta, eins
og hér er bent á, að fá alvarlega og
öfluga stoð hjá mönnunum úr bænda-
förinni.
Staaff svaraði að það væri vita-
skuld, að stjórnin, sem væri af al-
efli að undirbúa uppástungur til gagn-
gerðra bóta á landvörn ríkisins,
kynni að meta og yrði fegin að
þiggja þá stoð, sem er fólgin í yfir-
lýsingu mikils mannfjölda, um að
hann sé fús á að bera auknar byrðar
fyrir landvörnina. Kvaðst hann vona,
að þegar stjórnarfrumvarpið væri
fullsamið, mundi það koma í ljós,
að vér með von um góðan árangur,
gætum varið oss — og til annars
en varnar væri herlið vort ekki fall-
ið — á móti hverjum þeim, sem
vildi leita á oss. Um eitt atriði í
ræðu framsögumannsins: að ráða
ætti landvarnarmálinu til lykta á
þann hátt, sem skynbærir menn
teldu rétt vera, vildi hann taka fram,
að það væri sjálfsagt að leita skýrslna
hjá skynbærum mönnum, en ef
bændur ætluðust til, að skoðanir
þeirra ættu einar að ráða úrslitum,
þá gæti hann ekki verið því sam-
þykkur, því þó sjálfsagt væri að veita
skoðunum skynberandi manna fult
athygli, mætti stjórnin ekki afsala
sér rétti sínum og skyldu til þess
að 3æma sjálf og prófa. Annars
kvaðst hann vilja nota tækifærið til
að vara menn við að trúa öllurn
sögum, sem gengju fjöllunum hærra
um útlenda njósnarmenn og um lið-
safnað við landamærin, alt þetta væru
mestu ýkjur, sem ekki mætti trúa.
Að lokum mælti hann með innileg-
um orðum fyrir velfarnan fóstur-
jarðarinnar.
Niðurl. næst.