Morgunblaðið - 03.03.1914, Síða 2

Morgunblaðið - 03.03.1914, Síða 2
MORGUNBLAÐIÐ 564 árlega útsala hefst í næstu viku. Frá útlöndum. Landgreifinn af Hessen, sem einu sinni ferðaðist hér á landi og alment var kallaður iblindi prinsinn«, dvel- ur um þessar mundir í Lundúna- borg. Þótt hann sé fæddur blindur, hefir hann ferðast mjög mikið um sína æfi og segja kunnugir, að erfitt sé að sjá á honum, að hann sé blind- ar. Hann er söngelskur mjög og hefir jafnan í för með sér nokkra framúrskarandi hljómleika- og söng- menn. í leikhús fer hann oft og skemtir sér ágætlega, þó ekkert sjái hann af því, er gerist á leiksviðinu. Nýlega féll fiugvél til jarðar suður á írlandi og týndi flugmaðurinn lífi sínu. Hann hét Arthur og var auð- ugur mjög. Erfðaskrá hans var opnuð í Dub- lin á írlandi nýlega og kom þá í ljós að hann hafði unnað hugástum 14 ára gamalli stúlku, undurfagri. Mynd hennar fanst á líkinu, en eigi kom ættmönnum hans til hugar, að hann ætlaði að gefa henni eigur sín- ar allar eftir sinn dag. En það gerði hann. Erfðaskráin sagði svo fyrir að hún skyldi eignast allan auð hans, en það voru um 300 þús. kr. Mynd þeirra sést í glugga Mbl. Ræningjar réðust nýlega á járn- brautarlest nálægt Washington. Drápu þeir 3 menn, sem eigi vildu láta af hendi peninga sína, rændu síðan hitt fólkið alt — og hlupu svo af iestinni. Róstur á þingi Japana. Um mið- jan fyrra mánuð var á þingi Japana rætt um skattalöggjafar frumvarp fyrir landið, og voru menn þar ekki á eitt mál sáttir. Urðu mótstöðu- menn frumvarpsins all-háværir og gerðu þingspjöll. Lá við sjálft að allur þingheimur lenti í áflogum, en einn þingmaður mölbraut atkvæða- kassann í bræði sinni. Síðar um kvöldið réðist einn af mótstöðumönnum frumvarpsins inn í herbergið þar sem skattanefndin sat á rökstólum og barði svo óþyrmi- lega á einum nefndarmanninum. að flytja varð hann í sjúkrahús. En óróaseggurinn var settur í varðhald. Skóverksmiðja brann í Glasgow 15. febiúar. Er skaðinn metinn hálf miljón króna, en 15 þúsund verka- menn mistu atvinnu sína við brun- ann. Verkfalli sjómanna og hafnarmanna á Spáni, er nú lokið á þann veg að vinnuveitendur urðu að lækka seglin. Tyrkir fá fé. Banquet Perrier í Paris, hefir lánað Tyrkjum 150 þús. tyrknesk pund. Var það þá fyrsta verk stjórnarinnar tyrknesku að greiða embættismönnum sinum laun þeirra. Á þingi Þjóðverja hefir nú verið rætt allmikið um það er Amundsen var bannað að halda fyrirlestra sína á norsku í Flensborg. Vita flestir þær tiltektir og þykir, sem og er, landinu litill sómi ger með þeirri ráðstöfun. Telja þær þrjár ástæður sýna það, að bannsins hefði ekki verið þörf, i fyrsta lagi að þetta var fyrirlestur vísindalegs efnis en ekki politískur, í cðru lagi að engin ástæða hefði verið til að ætla það að Amund- sen væri Þjóðverjum andvígur í hugsunarhætti og i þriðja lagi væri norskan ekki svo lik dönskunni, að hætta gæti stafað af því að Suður- Jótar heyrðu mælt á því máli. Berklaveiki á Lapplandi. Norð- menn eru mjög hugsjúkir yfir því hve berklaveiki breiðist óðfluga út á Lapplandi og hafa nú nýlega sett nefnd til þess að rannsaka ástæður þess og koma með uppástungur um einhver hjálpráð. Hefir nefnd þessi nýlega lokið starfi sínu og sent þinginu álit sitt. Aðalorsökina til þessa þjóðarmeins, kveður hún vera ill og ónóg húsa- kynni. Búa Lappar eingöngu í torfhreysum þeim, sem nefnd eru gammar. Er þar moldargólf og eru menn, kvikfénaður, heyforði og bús- hlutir víða hvað innan um annað, því ekki er verið að skifta kofum þessum í sundur með skilrúmum Gluggar eru þar engir, eða þá alveg ófullnægjandi og engtn rúm. Verð- ur því fólkið að sofa á gólfinu. Tillögur nefndarinnar eru þær, að bændum sé veitt fé að láni til þess að reisa sér sæmileg húsakynni og að reist verði að minsta kosti þrjú heilsuhæli í landinu. Berserksgangur. Undirforingi nokk- ur frá Þelamörk í Noregi Steinólfur Dale að nafni, skaur í fyrra mánuði mann nokkurn til bana og hét sá Jóhannes Knudsen Vik. Dale kom heim að nóttu til og var ölvaður. Varð hann afarreiður, er maturinn var ekki á borðiuu handa honum og er Jóh. Vík svar- aði honum, varð hann enn reiðari og kastaði leirtaui í höfuð hins, þar sem hann lá í rúmi sínu. Reis þá Vík á fætur og tók í lurginn á honum svo eftirminnilega að hann lofaði bót og betrun og gekk því næst inn á herbergi sitt, sem var uppi á lofti. í húsinu voru 8—10 leiguiiðar og heyrðu þeir allir að Dale hleypti skoti úr skammbyssu og þaut síðan niður stigann. Heyrð- ust þá enn 3 skot. Hélt hann svo áfram niður í stofu. Voru þar fyrir fjórir til fimm menn. Miðaði Dale þá byssunni i hópinn og skaut. Varð fyrir Jóh. Vik og féll hann þegar dauður niður. Annan mann hitti kúlan einnig í hægri hendina. tók hún af einn fingur og braut annan. Var nú þegar sent eftir lækni og fógeta. Daginn eftir var Dale yfir- heyrður þar sem líkið lá á börun- um. Brá honum hvergi, en sagðist hafa haft ölæði alt til rnorguns og ekkert muna hvað fram hefði farið. Var síðan farið með hann í fangelsi. Dale þessi var áður foringi socia- lisa í Saude héraði, en hefir alla jafna þótt ófyrirleytinn og enginn jafnað- armaður ef því var að skifta. ------------------ Slys. Maður verður fyrir skammbyssuskoti. I gærmorgun bar það slys við um borð í Sterling, að skot hljóp óvart úr skammbyssu og varð fyrir maður. Særðist sá allmiklu sári. Var hann þegar fluttur í land og í sjúkrahús, Batt Matthías Einarsson læknir um sárið. Vér höfum fengið upplýsingar frá hr. Nielsen skipstjóra á Sterling um það, hvernig slysið atvikaðist. Segir hann þannig frá: í gærmorgun var vont veður og lítið að starfa um borð. Bað eg þá bátsmanninn, sem heitir Jón og er færeyskur að ætt, að fægja fyrir mig tvær byssur sem eg á og geymdar voru uppi í »bestik«-her- berginu. Var hann þeitn starfa al- vatfur. En er hann tók byssurnar tók hann einnig marghlevpu, sem þar var og fór með hana fram í klefa skipverja. Ætlaði hann þar að sýna félögum sínum hvernig vopnið væri notað, en gætti þess ekki að tvö skot voru í byssunni. Tókhann fyrst tvisvar í gikkinn og lét han- ann hlaupa en í þriðja skifti reið af skotið. Kom það skáhalt í brjóstið á öðrum manni, Svendsen að nafni, og rendi meðfram rifbeininu, kom kúlan út undir holhöndinni og fanst í fötum mannsins er hann var afklæddur. — í gærkvöldi var mað- urinn allhress og er lífi hans engin hætta búin. --------«í>X»-------- 1=3 DAGBÓFflN. C=l Afmæli í dag: GuSlaug Hjörleifs, ungfrú Amundi Arnason, kaupm. Kjartan Eyjólfsson, trósm. Sólarupprás kl. 7.33 árd. Sólar.ag kl. 5.48 síðd. Háflóð er í dag kl. 8.57 árdegis og kl. 9.18 síðd. Veðrið í gær: Rvík. v. gola stinn, snjór, frost 4.0 ísf. logn, frost 3.9 Ak. logn, frost 3.8 Gr. s. andvari, frost 10.0 Sf. v.n.v. gola, frost 2.7 Vm. v. gola stinn, snjór, frost 4.3 Þh.F. v.v.v. stinnur kaldi, hiti 2.7. P ó s t a r á morgun : Sterling fer til Breiðafjarðar. Ingólfur kemur með vestanpóst og norðanpóst. Lækning ókeypis kl. 12—1. Austurstræti 22. Tannlækning ókeypis kl. 2—3 í Austurstræti 22. Þjóðmenjasafnið opiðkl. 12-2. N a n c y — saltskip til H. P. Duus verzlunar kom hingað í gærmorgun snemma. 4 k r ó n u r sendi einhver ónefndur maður inn á skrifstofu vora í gær og bað oss koma þeim til Samverjans. Annar sendi 3.70. Vér þökkum gjafirnar. N i e 1 s e n, skipstjóri á Sterling, framkvæmdastjóri Eimskipafólagsins, sem verður, liggur sem stendur á skipi sínu veikur af het.tusótt. Skip- stjóri er þó eigi mjög þungt haldinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.