Morgunblaðið - 06.03.1914, Qupperneq 2
S76
MORGUNBLAÐIÐ
Fiskiveiðahlutafélagið
„ÍSLAND“.
Framhald aðalfundar félagsins, er var frestað hinn 31. janúar stð—
astliðinn, verður nú
laugardag 7 þ. m.
kl. 5 síðdegis í »Hótel Reykjavik«.
Dagskrá hin sama og auglýst hafði verið fyrir fyr-ákveðinn
fundardag, 31. janúar.
Reykjavík 3. marz 1914.
Stjórnin.
verið að ræða um það, að afnema
stöðuna, því fé væri þegar veitt til
hennar, enda hefði og bæjarstjórnin
auglýst hana lausa. En þar eð eng-
inn hefði gefið sig fram eða sótt
um starfið, væri nú um það eitt að
ræða, hvernig bæjarstjórnin ætti að
haga sér. Væri það ekki úr vegi,
að fara þess á leit við Bened. Jón-
asson að hann héldi starfinu áfram
lengur en til hefði staðið, eða þá
að öðrum kosti að leitað yrði til
annara verkfræðinga og reynt að fá
þá til þess að gegna starfinu.
Tók þá Tryqgvi til máls. Kvað
það sízt koma sér á óvænt þótt
Knútur mælti þannig. Væri til hér
í bænum verkfræðingafélag og hefði
það nú myndað með sér hring (trust)
og því augljóst hver árangur þess
yrði að leita til þeirra. En kvað
sér þykja gaman ef einhver bæjar-
fulltrúanna gæti komið með dæmi
um það, hvort dýrara yrði að skifta
starfinu eða hafa núverandi fyrir-
komulag. Sagðist vita, að með skift-
ingu starfsins gæti kostnaður aldrei
farið fram úr 3 þús. Þótti þó rétt-
ast eins og sakir stæðu, að vísa
málinu til veganefndar,
Jóhann gat þess þá, að fljótreikn-
að væri dæmi Tryggva. Hefði bær-
inn áður goldið 2400 krónur fyrir
lítinn hluta af því starfi, sem bæj-
arverkfræðingi nú væri falið.
Síðan kom fram tillaga um það
að vísa málinu til 3 manna nefndar.
Baðst borgarstjóri þá undan því að
verða í kjöri, en sagði að sér þætti
vænt um það, ef hann mætti sitja
á fundum nefndarinnar. Siðan voru
kosnir: Jóhann, Knud Ziemsen og
Sighvatur Bjarnason.
Þá kom fram beiðni frá félaginu
»Rún« um að mega setja hreyfivél í
kjallara í húsinu 21 í Þingholtsstræti.
Ætti sú vél að knýja setjaravél
hina nýju. Varsamþykt, samkvæmt til-
lögu borgarstjóra, að vísa málinu til
brunamálanefndar.
Þá var rætt um eignanám á lóð
Helga Magnússonar við Bankastræti 7
undir framlengingu Ingólfsstrætis.
Las Þorvarður Þorvarðarson upp bréf
frá Helga, þar sem þess var getið,
að nú vildi hann ekki lengur fá lóð
i skiftum fyrir lóð sína, heldur greitt
andvirði hennar. Hafði byggingar-
nefnd matið lóðina til fjár þannig,
að 20 kr. skyldi kosta ferstikan af
landi því, sem færi undir strætið
sjálft, en 5 krónur það, sem gengi
til gangstétta. Gerði Þorvarður að
tillögu sinni, að lóðin yrði keypt með
þessu verði.
Urðu miklar umræður um málið,
og margt talað utan við efnið sjálft.
Talaði einn fulltrúanna t. d. um
framlengingu Ingólfstrætis suður
eftir og þann kostnað, sem það hefði
í för með sér. Sumir skutust á
hnútum þvert yfir salinn og lá við
að farið yrði í mannjöfnuð. Heyrð-
ist það þó á flestum, að þeim þótti
sanngjarnt matið og óhóflega lengi
dregið málið. Var það einkum Jó-
hann, sem strykaði undir þau orðin.
Sagði hann það tvent vítaverðast við
meðferð máls bessa, að ekkert fé
væri ætlað til þess í fjárhagsáætlun-
inni, að kaupa fyrir þessa lóð, þótt
nefndin hefði átt að vita þörf þess og
eins væri hitt hve óhemjulega lengi
Helgi hefði verið dreginn á svarinu.
Mundi mörgum i hans sporum hafa
þóít sér nóg boðið og leitað styrks
hjá lögunum til þess að ná rétti
sínum.
Tók þá Tryggvi til orða á þá leið,
að happ væri það bænum að hafa
hér átt við miðlunarmann en engan
ofstopa. Hefði Jsumum, og þar á
meðal bæjarfulltrúanum (J. J.) naum-
ast blöskrað það að fara í mál þótt
minni ástæða hefði verið til. Gat hann
þess og, að Helga væri hér einnig
unnið þægt verk með framlengingu
strætisins. Yrði þá hús hans horn-
hús við þá götu og mundi hækka
drjúgum í verði, því umferð yrði
ákaflega mikil um götuna eftir það
að höfnin væri fullger og kolaupp-
lagning yrði á »Batteríinu«.
Sighvatur Bjarnason vildi að mál-
inu væri frestað til næsta fundar,
því það væri svo illa undirbúið.
Borgarstjóri gat þess, að frestun
væri sama sem að vísa málinu til
annarar umræðu, enda þyrfti það að
ræðast á tveimur fundum. Urðu
menn þá á það sáttir að visa málinu
til annarar umræðu og var þá fundi
slitið.
=3 DAGBÓIflN.
Afmæli í dag:
Geir Konráðsson, trésm.
Jónas Eyfjörð, trósm.
Leifur Jóhannsson, stud. art.
Sólarupprás kl. 7.0 árd.
Sólar.ag kl. 6.18 síðd.
Háflóö er í dag kl. 12 á hádegi.
Veðrið í gær:
Rvik n.n.a. hvassviðri, frost 6,7
íf. n. stormur, frost 9.4
Ák. n.n.v. andvari, snjór, frost 7.5
Gr. logn, frost 14.0
Sf. s.v. andvari, frost 8.1
Vm. n.a. andvari, frost 3.5
Þh. F. n.v. gola, frost 1.8.
Eyrna- uef-og hálslækning
ókeypis kl. 2—3 í Austurstræti 22.
L æ k n i n g ókeypis kl. 12—1.
Austurstræti 22.
F j ö 1 d i sjómanna liggur veikur af
hettusótt. Hafa nokkur skip orðið að
koma inn aftur vegna sjúkdóms þessa,
og skila af sór sjúklingunum. Annars
er heilsufar yfirleitt heldur ilt hór í
bænum á þessum timum. Nokkrir
liggja í lungnabólgu, aðrir i magaveiki
eða hettusótt, fjöldi í kvefsótt og nokkr-
ir í gulu og taugaveiki.
M. og S. biðja oss að koma einni
krónu til Samverjans.
Kærar þakkir!
S t e r 1 i n g fór til Vesturlands í
gærmorgun.
7T1orQimblaðið
kostar ekki nema 65 aura á mánuði
fyrir áskrifendur (34—35 blöð).
Sent heim eldsnemma
á h v e r j u m
morgni.
Eina
b laðið,
sem enginn
má án vera. Gerist
áskrifendur þegar í dag.
Það margborgar sig, — munið það 1
C e r e s kom hingað frá Vesturlandi
í gærmorgun kl. 10. Hafði komið við
á Ákranesi í suðurleið. Farþegar með
skipinu voru : Sighvatur Bjarnason
bankastjóri, Debell forstjóri, Jakob
Havsteen umboðssali, Smith símaverk-
fræðingur, Jakob Möller bankamaður
o. f).
G e i r (kom hingað í gær að sunu-
an með botnvörpung þýzkan í eftir-
dragi. Heitir sá Freyja og er frá
Geestemiinde og hafði skipið strandað
nálægt Hvalsnesi. Geir fór með skip-
ið inn í Sund til viðgerða.
Grímudansleikur verzlunar-
mannafélagsins var í gærkvöldi og nótt
í Iðnó. Mátti þar sjá margar »fígúr-
ur« og mismunandi að útliti. Glóðu
búningarnir af ýmsu skrauti og voru
sumir gerðir af hinni mestu »konst«.
Þó var enginn f nýju klæðunum keis-
arans. Líktist þessi mannsöfnuður
mest huldufólki þar sem það sveifl-
aðist hvað iunan um annað með lóttu
dansstigi, en bak við grímurnar brostu
andlitin og í brjóstum ungmennanna
slógu hjörtun svo hratt að þröngt
varð um þau innan rifjanna. Var þá
mörgu ljúfu orði hvíslað í hlerandi
eyra og roðnaði margur meyjarvangi
undir grímunni, en augun tindruðu af
æskufjöri.
— Þar sem enginn þekkir mann,
þar er gott að vera ....
En — hvað var Adam lengi 1
Paradís i
S m i t h símaverkfræðingur kom í
gær með Ceres frá Isafirði. Fór hann
þangaö með skipinu og ætlaði að gera
við símabilun við ísafjarðardjúp, en
varð eigi úr vegna stöðugs óveðurs
meðan skipið stóð við.
Stefán Stefánsson — hinn
góðkunni ferðamannatúlkur, liggur
þungt haldinn af lungnabólgu.
Á Austurvelli.
í fyrradag tók Skautafélagið sig
til og ruddi öllum snjónum af Aust-
urvelli. Gamlir og reynúir veður-
spámenn sögðu að hann væri alveg
einlægur við norðanáttina. En þeg-
ar þeir sáu kallana, sem voru að
hamast við að moka snjónum burtu
og fægja svellið fyrir Skautaíélagið
þá kom áhyggjusvipur á gömul,
veðurbarin andlitin á þeim, og trúin
á norðanáttina tapaðist burtu, alveg
eins og snjórinn á svellinu. Margra
ára óyggjandi reynsla sagði þeim
það að vísu, að ekki væri sennilegt
að regnið færi að streyma niður úr
alheiðskíru lofti. En fyrir Skauta-
félaginu verður jafnvel rótgróin og
fyrirframákveðin náttúruniðurröðun
að beygja sig — það var lika margra
ára óyggjandi reynsla. Og gerast
kannske ekki margir ótrúlegir hlutir
á þessu landi nú á tímum f Höfum
við ekki nýlega mátt horfa upp á
það, að dregið væri um Ingólfshús-
iði Hefir ekki Briet verið kosin
aftur í bæjarstjórn ? Og er þá nokk-
uð ótrúlegra t. d. að bráðum verði
farið að virma að Port Reykjavíki
Eða að hellidemba komi úr heiðskíru
lofti, þegar Skautafélagið fer að böl-
sótast í snjónum ?
Svona hugsuðu gömlu karlarnir
og svona hugsaði margur maður.
En fregnin um snjómoksturinn barst
eins og fiskisaga austur um allar
sveitir og er sagt, að mikil þakkar-
hátið hafi verið haldin í gærkvöldi
af Arnesingum og Rangæingum við
Þjórsárbrú, því engum datt i hug að
efast um, að nú væri bráðlega von
á hlákunni. En upp i Borgarfjörð
fréttist það í gær með símanum, að
austankallarnir hafi mútað Skautafé-
lagsstjórninni til að láta moka snjón-
um burtu; eg get þó lýst því yfir
eftir beztu heimildum, að það eru
tilhæfulaus ósannindi.
En hver getur lýst þeirri undrun,
sem gagntók höfuðstaðarbúana, þeg-
ar á daginn leið og komið var kvöld
og enn var ekki kominn dropi úr
lofti. Menn skimuðu í allar áttir
til þess að gá að hvort hvergi sæist
regnbakki á loftina, menn hristu og;