Morgunblaðið - 07.03.1914, Blaðsíða 1
laugardag
1. argangr
i
123.
tðlublað]
Ritstjórnarsími nr. 500| Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen. |ísafoldarprentsmiðja j Afgreiðslusími nr. 140
I. O. O. F. 95369.
Bio
Biografteater Pin
teykjavfknr. P*"
Tlýtt ágæfis-
prógram
í kvöld.
Bio-Kafé er bezt.
’ Sími 349. Hartvig Nielsen. ’
ji -»r 1 iIl.
Skrifsfofa
Eimskipaféíags Ísíands
Austurstræti 7
Opin kl. 5—7. Tals. 409.
Notið sendisvein
frá sendisveinaskrifstofunni.
Sími 4 4 4.
Karla og kvenna-
regnkápur
nýkomnar
í Yörnhósið.
K 0 sningaskrifstofa
Sjálfstæðismanna
i Templarasundi 3. Opin
kl. 5—8 siðdegis. ®
Minningarsjóður
Björns Jónssonar.
Tekið móti gjöfum í skrifstofu og
bókverzlun ísafoldar, pappírsverzlun-
inni Björn Kristjánsson og verzlun
lóns frá Vaðnesi á Laugavegi.
JuaiRfdlag dtayfijavíRur.
AUGU ÍSTARINNAR
Eftir JOHAN BOJER.
í kvðld laugardaginn 7. marz kl. 8 síðd.
Aðgöngumiðar verða seldir í Iðnaðarmannahúsinu.
i^=i Erlendar símfregnir. r=^1
Þingrof í Svíþjððu.
Kaupmannahojn í gær M. j.
Svíaping hefir verið rofið. Berjast nú flokkarnir með hnúum og hnef-
um að undirbúningi nýrra kosninga. Hefir aldrei í manna minnum verið
neytt par í landi slíkra cesinga, sem nú.
Innlendur iðnaður.
VIII.
íslendingar hafa löngum fengið
orð á sig fyrir það að vera drykkju-
menn. En nú .er loku fyrir það
skotið að þeir geti verið það í orðs-
ins fylslu merkingu. En drekka
þurfa þeir þó — og er þá ekki um
annað að gera en öl, því mjólkin
er svo dýr að fæ-stir hafa efni á þvi
að drekka hana enda er hún af mjög
skornum skamti hér. En útlent öl
er dýrt og fæstir þeir, sem hafa efni
á því að kaupa það. Rak þá að því
að hér yrði stofnað ölgerðarhús, sem
sæi bcenum að minsta kosti fyrir öli,
sem hér væri drukkið. Voru þá sett
á stofn tvö ölgerðarhús hér í bæn-
um ognefnd »Ölgerðarhúsið Reykja-
vík« og »Egill Skallagrímssont. Skal
hér nú að nokkru talað um fyrir-
komulag þessara ölgerðarhúsa og það
erindi er þau eiga til íslendinga.
Skal þó fáum orðum um þau farið
og aðeins drepið á það helzta.
I.
Olgerðarhusið »Reykjavík«.
Fyrir tveim árum síðan byrjuðu
tveir danskir menn hér í Reykjavík
ölgerð og höfðu þeir aðsetur sitt í
Fischerssundi. Var byrjað aðeins
með því að gera eina tegund af öli,
hvítöl. Skömmu siðar urðu eigenda-
skifti að ölgerðarhúsinu og flutti sá
maður öll áhöld sin á Norðurstig,
þar sem áður var sláturhús Gunnars
kaupmanns Einarssonar. Maðurinn
sem keypti var Guðmundur bryggju-
smiður og kaupmaður Guðmundsson
og rekur hann ölgerðarhúsið enn.
Þegar vér í gær fórum að skoða öl-
gerðarhúsið var eigandinn sjálfur með
oss og skýrði bæði hann og ölgerð-
aimaðurinn, hr. Carlquist fyrir oss
allar vélar og tæki þau er notuð eru
við ölgerðina.
A miðju gólfi er heljarslór gufu-
ketill og virðist vera mjög vel frá
honum gengið. Pípur ganga úr katl-
inum upp í annan ketil, er stendur
á palli upp undir þaki. Er vatn alt
soðið í þessum katli á þann hátt að
gufunni er veitt í pípum gegnum
ketilinn. Er sá mjög rammbygður
og þannig útbúinn að engin óhrein-
indi geta komist i vatnið. Ketill
þessi rúmar um 6oo potta af vatni.
Síðan er vatninu soðnu veitt í meski-
kerið og soðið þar í 2—4 klukku-
stundir. Kerið er koparþakið að inn-
an og er það vandlega þvegið og
skolað í hvert sinn að soðið hefir
verið í þvl.
Úr meskikerinu er malt og malt-
extrakt blandað vatninu, og er því
síðan dælt upp í önnnr ker, eftir að
hafa verið kælt á þann hátt, að
kældu vatni er veitt Pgegnum pípur
er liggja um eitt kerið.
Nú er ölið jastrað og loks látið á
tunnur, sem geymdar eru í sérstöku
herbergi. í herbergi þessu töldum
vér 10 tunnur, og mörg hundruð
flöskur stóðu þar. Allar flöskur eru
sérstak'esa vandlega ög vel skolaðar,
eru til þessa notuð samskonar tæki
og tíðkast á beztu ölgerðarhúsum er-
lendis, þar sem eftirlitið er strangast
og enginn óþrifnaður leyfist. Hver
einasta flaska er þvegin í þrem vötn-
um, blönduðum soda, og loks gufu-
hreinsaðar þar á eftir. Yfirleitt er
hreinlætis gætt í ölgerðarhúsinu.
— Hve margar flöskur seljið þér
daglega? spurðum vér eigandann.
— Vér seljum 6—8 hundruð á
degi hverjum. Annars höfum vér i
hyggju að færa út kvíarnar og koma
hér á stóru ölgerðarhúsi. Er i ráði
að byrja smiði þá í sumar, og mun-
um vér þá fyllilega geta uppfylt þær
kröfur, er fólk gérir til ölgerðarhúsa
hvar sem er.
II.
OlgerOin »Egill Skallagrims8on«.
Nafnið er íslenzkt og islenzk er
stofnunin. Er það á margra vitorði
að Egill gamli Skallagrimsson hafn-
aði aldrei góðum miði, en var hinn
mesti svelgur í þeirri grein. Er
þvi nafnið eigi illa til fundið, þótt
fáir muni nú Egils makar.
Eigandi verksmiðjunnar er Tómas
Tómasson og var hann fyrrum hjá
gosdrykkjaverksmiðjunni Sanitas. Er
hann ötull maður og framsýnn að
dómi þeirra er hann þekkja, enda
mundi og ölgerðin aldrei hafa náð
þeirri almenningshylli, er nú hefir
hún, ef svo væri ekki.
Ölgerðin er í kjallara í húsi Sig-
urjóns Sigurðssonar snikkara við
Templarasund. Er þar um bakdyr
inn að ganga og því ekki sem bezt-
ur verzlunarstaður. Enda hefir nú
eigandinn í hyggju að breyta um til
batnaðar með bústaðinn innan skams.
Vér göngum niður i kjallarann.
Verður þá fyrst fyrir okkur gríðar-
stór suðuketill, sem rúmar þúsund
litra og stendur hann þar á gólfi.
Þar er og stór kassi þar sem í sóda-
vatni liggja þær flöskur er hreinsa á.
Eru þær fyrst þvegnar úr því vatni
volgu og síðan úr hreinum köldum
vötnum. Er til þess hafður sérstak-
ur útbúnaður. Er þar álma all-löng,
sem vatnið flytur, og er henni stung-
ið inn í flöskurnar. Síðan er vatn-
inu helt úr þeim og þeim stungið á
stútinn niður i þar til gerðan um-
búnað. Spýtist þá vatnið inn í þær
af nokkrum krafti og skolast þær
þannig miklu betur en þótt þær
væru skolaðar á venjulegan hátt.
Annar kassi er þar einnig og eru
í þeim kassa »pastoriseraðar« allar
þær flöskur, sem ölgerðinni berast.
í þessu sambandi getum vér ekki
látið hjá liða að minnast atviks nokk-
urs, sem kom fyrir í vetur og mörg-
um var tiðrætt um, þótt aðrir hafi
ef til vill ekki heyrt þess getið.
í desembermánuði kom maður
nokkur inn í ölgerðina og bað um
öl. Var það til reiðu sem endra-
nær. Siðar koma tómar flöskur frá
þessum manni og kom þá upp úr
kafinu að hann var sjúklingur á Laug-
arnesspitala. Reis þá mörgum hug-
ur við, er þeir heyrðu það og ótt-
uðust veikina ef þeir keyptu öl hjá
ölgerðinni. Þótti þeim það sýnt að
flöskurnar væru ekki svo vel hreins-
aðar sem skyldi og liöfðu heldur
ýmugust á ölgerðinni.
Þó er frá þvi að segja, að enginn
ölgerðarmanna hafði hugmynd um
það að kaupandi væri holdsveikur.
En er þeim barst það til eyrna leit-
uðu þeir sér nákvæmra upplýsinga.
Kom þá og hið sanna i ljós. En f