Morgunblaðið - 07.03.1914, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.03.1914, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ Símfregnir. Vestmannaeyjum í gær. Byrjað verður á hafnargerð hér í Eyjunum fyrir i. júní næstkomandi. Monberg, sá er sér um hafnargerð- ina í Reykjavík, hefir og einnig tekið að sér þessa hafnargerð. Afli er hér góður, en gæftir litlar. Keflavík í gær. Vélbáturinn H'ófrun°ur sökk í gær á höfninni hér. Eigandi bátsins er hr. Stefán M. Bergmann. Báturinn kom að í gær ve! hlaðinn, og fóru mennirnir þegar í land. I morgun var báturinn sokkinn. Báturinn var vátrygður i Samábyrgð íslands. Frá útlöndum. Frá Danmörku. í Kaupmanna- höfn er gata, sem heitir í höfuðið á Henrik Ibsen. í þeirri götu býr 65 ára gömul ekkja og á hfin 22 ára gamlan son. Hérna um daginn gerðist hann svo ófyrirleytinn að hún varð að loka hann úti. Braut hann þá upp dyrnar með öxi og heimtaði peninga af móður sinni. En er hún hafði enga, ógnaði hann henni með öxinni og neyddi hana til þess að láta af hendi við sig ýmsa hluti til veðsetningar. En nágrannarnirheyrðu einhver ólæti í húsi þeirra og komu kerlu til hjálpar. Var þá pilturinn settur i varðhald. Fangauppreisn. í fangelsi nokkru í Mac Alester i héraðinu Ohlohama í Bandaríkjunum, réðust þrír fangar nýlega til brotthlaups. Höfðu þeir vopn og skutu til bana þrjá varð- menn og einn dómara, sem var þar staddur af tilviljun. En þá þustu þar aðrir varðmenn að og voru fang arnir skotnir niður eins og stórgripir. Harðbrjósta kona. Ungfrú Dur- ham, sem nýlega er komin heim til Englands frá Albaniu, hefir haldið ýmsa fyrirlestra um herferðir og íRauða krossinn«. Sagði hún með- al annars að heimska væri það að hjálpa sárum hermönnum. Gat hún þess, að þeir, sem ekki væru sárir til ólifis, væru fullhressir eftir 10 daga legu. Og þá hugsuðu þeir ekki um annað en berjast og ræna. Hinir einu, sem félagið ætti að hjálpa, voru þeir,“ sem veikt st af landfar- sóttum. Mörgum manni hefir þótt það ein- kennilega hlægilegt er nota á ís- lenzk orð til þess að skipa fyrir á skipum og íslenzk nafnorð á ýmsum hlutum, Sjómannamálið er nú blend- ingur úr dansk-norsku, þýzku, hol- lenzku og ensku. »Öðru vísi mér áður brá«. Eru þeir dagar nú löngu liðnir þegar þessar þjóðir allar lærðu sitt sjómál af norskum og islenzkum sjófarend- nm. Professor Alexander Bugge hef- ir ritað um þetta efni og segit hann S81 TTlorQimblaðið kostar ekki nema 65 aura á mánuði fyrir áskrifendur (34—35 blöð). Sent heim eldsnemma á h v e r j u m morgni. Eina blaðið, sem enginn má án vera. Gerist áskrifendur þegar í dag. Það margborgar sig, — munið það! Sparið peninga. Nú em komin fataefni, 50—60 teg., nýtízku alfataefni, margar teg., blá og svört efni, buxnatau, vatnsheld sport- fataefni og ulsters etc. Hvergi ödýrara eins og allir vita. NB. Meter i stað alin að verði til. Saumastofan afgreiðir fljótt og vel, þó Iægstu vinnu- laun, sem áður. Hvergi meira eða betra úrval. Guðm. Sigurðsson Taísími 377. klæðsheri. Laugaveg 10. Grímudanslekur fyrir nemendur dansskólans í Báru- búð, bæði fyrir þá sem hafa verið í vetur og fyrravetur, verður haldinn i Iðnó föstudag 13. marz. Aðgöngumiðar seldir í Austurstr. 17 (Konfektbúðinni). Sig. Guðmundsson. Skiðafélag Reykjavíkur heldur æfingar hvern sunnudag, þeg- ar færð og veður leyfir, uppi i Ár- túnsbrekku. Stjórnin. Við þökkum hjartanlega öllum, er sam hrygðust okkur við missi litla drengsins okkar. Reykjavik, Grundarst. 3. Vigdis Erlendsdóttir. Hallgr. Jónsson. Hjálpræðisheriuu; Hr. Kristján Johnsen segir i fikvöld skemtilega ferðasögu frá fimm vikna ferð sinni. Ágæt Ibúð (5 herbergi og eld- hús) á góðum stað í bænum er til leigu 14. maí. Uppl. hjá Morgunbl. þar að sjómálið írska, t. d,, sé al- gerlega af fornnorrænum toga spunn- ið. Voðasprenging varð í verksmiðju Young Torpedo Cos. 1 Sisterville í Virginiahéraðinu í Ameríku. 1 verk- smiðjunni var mikið af tundri og öðru eldfimu efni, t. d. 500 litrar af fljótandi nitroglycerin. 2. febr. kom vigahnöttur mikill þjótandi úr háa lofti og féll niður í verksmiðj- una. Varð af sprenging svo mikii að hún er síðan kölluð »Amerisk«. Húsið hrundi til grunna, en tiu metra djúp gjá varð eftir þar sem það hafði áður staðið. Grjóti rigndi yfir ná- grennið og maður nokkur, sem var í kílómeters fjarlægð, rotaðist til bana, kom steinn úr verksmiðjunni í höf- uð hans. Gamalt leikhús. í borginni Sira- gosa, sem fyr hét Syracuse. er gam- alt ieiksvið frá dögum Grikkja. Er það staðhæft, að aldrei hafi verið sýndur nokkur leikur þar síðustu 2000 árin. En nú á að leika þar »Agamemnon« eftir Airkylos. Hefir prófessor nokkur nnfi kunnur, Ettore Romagnoli frá háskóla um i Padua, tekist það á hendur a ; leiðbeina leikendum, bæði með efnismeðferð Og útbúnað. Eru búningar allir sniðnir eftir myndum, sem eru á gömlu postulíni á forngripasafni borg- arinnar. Af sérstökum ástæðum er ágæt 3—4. herbergja íbuð á miðlofti i húsi Péturs úrsmiðs Hjaltested til leigu 14. maí. Menn snúi sér til Vilh. Finsens. Góðar rjúpur fást í dag í pakkhúsi Edinborgar i Hafnaistræti, með sanngjörnu verði. Skinfaxi vill fá miklu fleiri kaupendur í Reykjavík. Spyrjist fyrir um blaðið, ef þér ekki þekkið það. Bjarni Magnússon hjá Jóni Halldórsyni & Co. og Þorleifur Gunnars SOn Félagsbókbandinu taka móti áskrifendum. Konungl. hirð-verksmiðja Bræöurnir Cloétta mæla með sínum viðurkendu Sjókólade-tegundum, sem eiúgöngu eru búnar til úr fínasta Kakaó, Sykri og Vanille. Ennfremur Kakaópúlver af beztu tegund. Agætir vitnisburðir frá efnarannsóknarstofum.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.