Morgunblaðið - 07.03.1914, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.03.1914, Blaðsíða 2
j8o MORGUNBLAÐIÐ VÓRUHÚSSiNS árlega útsala hefst I næstu viku. Skíðin góðu úr hickory-viði, sem kosta í raun og veru 14 kr., fást enn á 12 kr. hjá Bjarna Magnússyni Skólav.st. 4. Menn ættu að fá sér þau sem fyrst, því að öðrum kosti verða þau send í annan landsfjórðung. nú er svo um hnútana búið, að eng- inn sjúklingur holdsveikur má selja tómar flöskur nema með sérstöku leyfi. Eru allar þær flöskur nákvæm- lega sótthreinsaðar með 10% upp lausn af »Antiforminc, enda þeim flöskum haldið alveg sérskildum og ekki látnar fara til manna utan Laugarnesspítala. Verður því ástæðu- laust að vænta sýkingarhættu þaðan frekar en úr öðrum stöðum. Tómas segir oss og, að hann hafi farið til landlæknis hr. Guðm. Björns- sonar og spurt hann hvort ekki nægði að hreinsa og þvo flöskurnar á hinn venjulega hátt. Hafði land- læknir svarað því játandi og er hon- um þó manna bezt trúandi til að bera skyn á slíka hluti. Hreinlætis er að öðru leyti einnig nákvæmlega gætt í ölgerðinni. Eru gólf og veggir sótthreinsað einu smni í mánuði og einnig öll áhöld Öll tréílát eru einangruð og þess gætt sem framast má verða að engar »bakteríurc komist í þau úr loftinu Eru tunnurnar auk þess lakkbornar að innan og bómull troðið með hverj- um tappa. Ekki þýðir það hér að ætla að rekja fyrir almenningi reglur »kunstar« þessarar. En geta má þess, að hér má ekki siður framleiða áfengt öl en óáfengt. Áfenga ölið er ætíð botnjastrað, en hið óáfenga (og það sem hér er gert) er hraðjastrað (eða yfirborðsjastrað) Tekur sú jöstrun miklu skemri tíma, og verður þó ölið að standa á tunnunum 4—6 dægur eftir að jast- rið er látið í það. — Fyrst er malt- iðog maltextraktin hituð við mismun- andi hita og er það nefnt að »meskac Siðan er »urtinc eða lögurinn tekin og soðin og að því búnu kældur á svipstundu og því næst dælt í tunn- ur gegnum jasturskeraldið. Þar er maltölið látið standa í 12—14 stund- ir og síðan tappað af. En annað öl er 4—6 dægur á ílátunum cins og fyr er getið. ^ Maltölið er látið á hvitmálmtunn- ur en ekki á trétunnur eins og ann- að öl. Þykir það geymast þar betur enda hafa margar erlendar verksmiðj- ur, þar á meðal Carlsberg tekið upp þann sið, og er hann kominn frá Þjóðverjum. — Hér þýðir ekki að þylja upp hve mikið verksmiðjan framleiðir daglega. Er nú iðnaðurinn enn í æsku og stendUr án efa til bóta. En geta má þess, i sambandi við það sem áður er sagt, að sjúkrahús hafa það álit á ölinu, að þau kaupa það til eigin afnota og lúka á það mesta lofsorði. Er það með öðru sönnun þess, að hér er að risa upp heilla- vænleg iðn fyrir land og þjóð. Yélin bilar á Skjálfandaflóa. Geir kyaddur til hjálpar. í gærmorgun kl. 11 fengum • vér skeyti frá fréttaritara vorum á Akureyri um að Thorefélagsskipinu »Ingolf« hefði hlekst á norður á Skjálfandaflóa og væri þar á reki með öllu hjálparlaust. Skipið hefði orðið fyrir vélbilun, veður væri fremur ílt og hætta væri á að skip- ið mundi reka á land. Var þvi bætt við, að vélbátur hefði verið sendur frá Húsavik til þess að taka farþega »Ingólfs«, en eigi fylgdu fregninni nöfn þeirra, er með skipinu eru. Skeyti fréttaritara vors hljóðar svo: Akurepi 6/3, kl. 11 árd. Þegar »Ingolfc var nýfarinn frá Húsavík í morgun bilaði vélin. Skipið er á reki að landi. Símað hefir verið til Reykjavikur eftir björgunarskipinu Geir og vélabátur sendur frá Húsavik til þess að bjarga farþegunum. — — »Ingolf« fór frá Kaupmannahöfn þann 17. febr. áleiðis til Akureyar. Skipið kom við á Fáskrúðsfirði, Eskifirði, Norðfirði, Seyðisfirði og Húsavík og var nýfarið þaðan er. slysið bar að. Eftir því sem vér höfum frétt, munn fremur margir farþegar vera mcð skipinn, fólk sem ætlaði frá Austurlandi til Akureyrar. Þegar er þessi fregn barst Morg- unblaðinu, tilkyntum vér bæjar- mönnum fregnina í glugga vorum í Austurstræti nr. 3. Allir, sem um götuna gengu, staðnæmdust við gluggann og lásu, og voru fréttirnar komnar út um allan bæ á skömm- um tima. — Kl. 4 Vs síðdegis í gær komu nán- ari fréttir frá fréttaritara vorum á Akureyri. »Ingolf« fór kl. 8^/2 um morg- uninn frá Húsavík áleiðis til Akur- eyrar. Eftir rúma klukkustund kom stýrimaður skipsins við 5. mann á skipsbátnum til Húsavíkur og sagði frá þvl, að sambandsstengur vélar- innar hefðu bilað, er skipið var komið aðeins ®/4 röst frá landi. Var nú símað til Reykjavíkur og Geir kvaddur til hjálpar og jafnframt sendur vélabátur frá Húsavík til þess að bjarga farþegunum. Á bátn- um fóru stýrimaður og skipverjar þeir, er með honum komu í land á skipsbátnum. Kl. 2 e. h. kom vél- báturinn aftur til Húsavíkur og hafði honum eigi tekist að ná farþegunum úr skipinu vegna óveðurs. Norðan- stormur var á og sjór mikill. Skip- ið liggur 'fyrir akkerum út á Skjálf- anda og er þvi hætta búin ef veðr- ið batnar ekki. Stýrimaðurinn komst úr vélbátnum á «Ingólf« aftur, en hinir skipverjar eigi. Vélin er, eftir því sem stýrimaður sagði frá, gereyðilögð. »Ingolf« hefir meðferðis um 300 smálestir af vörum til Akureyrar. Kl. 6 l/2 í gærkvöld voru farþeg- ar frá «lngolf« enn eigi komnir á land Vélbátur frá Húsavik hafði enn á ný reynt að komast út í skipið, en orðið frá að hverfa vegna óveðurs. »Ingolf« liggur fyrir akk- erum og hefir ekkert rekið seinni hluta dagsins. Hjá Sigurði Guðmundssyni af- greiðslumanni fengum vér þær upp- lýsingar í gærkvöldi, að Geir eigi myndi fara norður til þess að hjálpa skipinu, heldur hefði félagið í Khöfn svo fyrirskipað með símskeyti þaðan, að »Kong Helge«, sem nú er á Dýrafirði, skyldi sendur til Húsa- vikur. =3 DAGBÓÍflN. C Afmæli í dag: Margrót Blöndal, húsfrú. Kirsten Poulsen, húsfrú. Bergur Jónsson, verzlunarm. Böðvar Gíslason, trósm. Holger Debell, framkvæmdastj. í d a g byrjar 20. vika vetrar. Sólarupprás kl. 6.57 árd. Sólar.ag kl. 6.21 síðd. Veðrið í gær: Rvik n.n.a. stinnur kaldi, frost 2.6 íf. n. stormur, frost 6.9 Ak. n. stinn gola, snjór, frost 4.8 Gr. n. kaldi, frost 7.0 Sf. n.a. stinn gola, snjór, frost 1.7 Vm. n.a. snarpur vindur, frost 1.3 Þh. F. n.n.a. kaldi, hiti 0.9. Háflóð er í dag kl. 12.53 árd. og kl. 1.38 síðd. P ó s t a r í dag. Hafnarfjarðarpóstur kemur og fer hóðan aftur kl. 4. Kjósarpóstur fer. Keflavíkurpóstur fer. Ingólfur til og frá Garði. S t e r 1 i n g kom fyrst til Stykkis- ishólms í gær skömmu fyrir hádegi, Hafði tafist vegna lagíss, er var á reki út af Stykkishólmi. Skipið kom ekki við á Sandi, eins og áætlað hafði verið. K o n a ein hór í bæ kom inn á skrifstofuna í gær og færði oss 4 kr. til samskotanna til Ólafsvíkur. Þó vór í raun og veru værum hættir að safna fó til Ólafsvíkur, tókurn vór samt á móti gjöfinni með þökkum. V a 11 ý r — þilskip Brydesverzlun-- ar, kom hingað í gær. Hafði aflað um 2000, sagði fisk nægan, en ill veður hömluðu veiðinni. Fríkirkjupresturinn býzt að messa aftur á morgun í fríkirkj- unni í Reykjavík kl. 12 á hádegi, Næsta sunnudag, 3. sd. í föstu, mess- ar haun í fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 12 á hádegi. N ý r u p s i stór var seldur hór f bænum í gær á 5 aura pundið. Mánaðarleyfi var í gær í Menta- skólanum. Þjóðreisn heldur fund í kvöld. Prófessor Lárus H. Bjarnason talar og allir eru velkomnir. Herbert yfirprentari Sig- mundsson lót skera sig upp og taka úr sór botnlangann fyrst í þess- ari viku. Liggur hann á Landakots- spítala og er á batavegi eftir skurðinn. Vinnumenn Skautafólagsins, þeir sem skautasvellið gera á Austurvelli, hafa tekið upp þá nýbreytni að hella vatni á völlinn úr tunnum, í stað þess að dæla vatninu beint úr vatnsæðinnl í Kirkjustræti. Alíta kunnugir að svellið verði slóttara á þennan hátt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.