Morgunblaðið - 11.03.1914, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.03.1914, Blaðsíða 2
éoo MORGUNBLAÐIÐ Suður-Þingeyjarsýsla: Sigurður Jónsson á Arnarvalni, Pétur Jónsson á Gautlöndum. Norður-Þingeyjarsýsla: Benedikt Sveinsson, Steingrímur Jóns- son. Eyjafjarðarsýsla: Krist- jánH. Benjaminsson Tjðrnum,Hann- es Hafstein, Jón Stefánsson ritstj. Stefán í Fagraskógi. A k u r e y r i: Ásgeir Pétursson kaupm., Magnús Kristjánsson kaupm. Skagafjarðarsýsla: Jósef Björnsson, Ólafur Briem. Húnavatnssýsla: Guðm. Hannesson prófessor, Guðm. Ólafs- son, Ósi, Björn Þórðarscm sýslum., Tryggvi i Kothvammi, Þórarinn Jónsson. Strandasýsla: Magnús Pét- ursson læknir, Guðjón Guðlaugsson. N orður-ísafjarðarsýsla: Skúli Thoroddsen. ísafjörður: Magnús Torla- son, Signrður Stefánsson. Vestur-Ísaíjarðarsýsla: Sira Þórður Ólafsson, Matthias Ó- lafsson. Barðastrandasýsla Há- kon Kristoífersson, Snæbjörn Krist- jánsson. D a 1 a s ý s 1 a : Bjarni Jónsson frá Vogi, Björn Magnússon síma- stjóri. Snæfellsnessýsla: Sigurð- ur Gunnarsson prófastur, Halldór Steinsson héraðslæknir. Mýrasýsla: Sveinn Níelsson á Lambastöðum, Jóhann Eyólfsson Sveinatungu. Borgarfjarðarsýsla: Hjörtur Snorrason, Skeljabrekku, Halldór Vilhjálmsson skólastjóri. 01kaup míD. Það hefir því miður farið auðsjá- anlega eitthvað á milli mála bjá þeim, sem skýrði fregnritara Morgunblaðsins frá ölkaupum minum í haust. Það er gefið ótvirætt í skyn, að eg hafi leynt ölgerðarmennina þvi, að eg væri sjúklingur frá Laugarnesi. En þegar þeim hafi borist þetta til eyrna, þá hafi þeir leitað sér nákvæmra upplýsinga. Og þá hafi hið sanna komið i ljós. Þessar »nákvæmu upplýsingarc eiga þeir mér að þakka. Þvi það var eg og enginn annar, sem gaf þeim þær áður en eg keypti nokkurt öl. Eg sagði þeim og þar á meðal herra Tómasi Tóm- assyni undir eins frá því að eg væri sjúklingur innan frá Laugarnesi, og mæltist til þess, að hann sæi um flutning á flöskunum heim til mín. Eg spurði þá, hvort þeir hefðu nokk- uð á móti þvi að selja mér fremur en öðrum. Og kváðu þeir nei við. Eg skýrði þeim svo frá því, að flösk- urnar yrðu sótthreinsaðar áður en þeir fengju þær aftur, og sögðu þeir að þess gerðist engin þörf, þar sem þeir sótthreinsuðu allar flöskur, hvað- an sem þær væru, áður en þeir fyltu þær aftur. Eg vil geta þess til að koma í veg fyrir allan misskilning hér eftir, að fíöskur þær, sem héðan koma, hafa áður farið i gegnum sótthreinsunarofninn hér í Laugar- nesi, og eru þar af leiðandi bezt sótthreinsuðu ölflöskur bæjarins. Þess er og einnig getið i grein- inni, að nú sé svo um hnútana búið, að enginn sjúklingur megi selja tómar flöskur, nema með sér- stöku leyfi. Mér er forvitni á að vita, hver hefir gefið þessar »upplýs- ingar* því þær eru ekki frá mér. Síðan haustið 1898 hafa sjúkling- arnir mátt selja »leyfislaust« alt sem þeir hafa átt og hægt er að sótt- hreinsa. Því jafn vel þótt löggjafar þjóðarinnar hafi fundið sig knúða til að takmarka frelsi okkar, þá veit eg ekki til, að þeim hafi hugkvæmst að skerða eignarétt okkar fremur en annara manna. Laugarnesi 9. marz 1914. Friðrik Valdimarsson. Fróttabréf af Miðnesi. Hettusóttin hefir gengið hér síðan á jólaföstu og er eigi enn i neínni rénun. Þó hefir hún verið heldur væg. Afli er kominn nógur hér 1 Mið- nessjó núna, en gæftalaust hefir mátt kalla síðan um nýár. Hafa opnir bátar eigi getað róið nema 3—4 róðra á þeim tíma og hafa þá aflað xo—30 til hlutar á dag skamt undan landi. TíBin hefir verið hér afarstirð og er'enn. Er þvi víða hart 1 búi hjá þeim er skepnur hafa. Heybirgðir voru 1 haust bæði litlar og lélegar og víða sett margt á lítil hey. C=l D AGBÓfjlN. C=3 Afmæli f dag: Ágústa Erlendsdóttir húsfr. Hansína Ounnarsdóttir verzlunarmær. Ragnhildur Ólafsdóttir húsfrú. Arni Björn Björnsson, gullsmiður, Guðm. Hafliðason, verzlunarm. Sigfús G. Sveinbjarnareon fasteignasali. Ólafur Thorlacius, læknir, 45 ára. Valt/r Guðmundsson, dr. phil., 54 ára. Sólarupprás kl. 7.6 árd. Sólar.ag kl. 6.12 síðd. Háflóð er í dag kl. 4.55 árd. og kl. 5.13 síðd. Veðrið i gær: Rvik logn, frost 8.5 íf. a. kul, frost 8.4 Ak. n. kaldi, frost 4.0 Gr. n.n.v. gola, snjór, frost 7.5 Sf. n.v. gola, frost 3.3 Vm. n. kul, frost 2.0 Þh. F. n. kul, frost 1.3 Augnlækning ókeypis í dag kl. 2—3 i Lækjargötu 2. P ó s t a r í dag. Hafnarfjarðarpóstur kemur og fer. Alftanespóstiur kemur og fer. Ingólfur til og frá Garði á morgun. G i f t i n g a r: Guðjón Gunnarsson frá Hafnarfirði og yngismær Arnfrlður Jónsdóttir gift 7. mars. Jón Ól. Þorkelsson Bröttugötu 3 og ym. Þóra Jónsdóttir gift í gær, Tunglmyrkvi verður í nótt og sóst hann hór í Reykjavík frá upphafi til enda. Hann stendur yfir frá kl. 1.42 til kl. 4.44 og er mestur 3.13 eða 9/10 af þvermæli tunglhvelsins. S t e r 1 i n g fór til útlanda í gær. kvöldi. Þessir tóku sór fari: Matth. Þórðarson útgerðarmaður, Þór- hallur Daníelsson kaupmaður frá Horna- firði, Sigurður Pétursson skipstjóri frá Hrólfskála, frú Ragnheiður Guðmunds- dóttir. Til Ameríku fóru : Jón Gunn- arsson Vestur-íslendingur með konu og barn, Jón P. Árnason, Gunnbjörn Ste fánsson frá Lækjamóti í Húnavatns- sýslu, Guðmundur Þorsteinsson og Daní- el Hjálmsson. Skautaferðirá Austurvelli hafa verið með mesta móti undanfarin kvöld. Skemt hefir fólki verið með hljóðfæra- slætti og hefir unga fólkinu þótt það góð skemtun. Kaupmaður einn hór í bænum færði oss 5 kr. í gær til Ólafsvíkur- samskotanna. Vór þökkum. Borgari hér í bænum hitti oss á götu í gær, tók upp 10 kr. seðil og bað oss koma honum til Samverjans. Fallega gert ! FÖstuguðsþjónustur á morgun í Dómkirkjunni kl. 6, sóra Bjarni Jónsson og Passíusálmarnir sungnir. í Fríkirkjunni kl. 6 síra Ólafur Ólafsson. Frá útlöndum. I. C. Jacobsen faðir Jacobsens öl- gerðarmanns, ákvað að aðalbygging Gamle Carlsbergs skyldi eftir sinn dag og sonar síns, verða ókeypis bústaður fyrir þann mann eða konu, sem hefði unnið þjóðfélaginu stærst- an greiða. Bygging þessi er ein hin vandað- ata I Kaupmannahöfn og hefir það þvi verið ákveðið, að Carlsbergsjóð- urinn skyldi veita þeim manni, sem húsið fengi til Ibúðar, árlega fjárupp- hæð, sem ekki næmi minna en 18 þús. krónum. En það er jafnt hin- um hæztu embættislaunum i Dan- mörku. Á nú að fara að ræða um það hver skuli hljóta hnossið og er mik- ið talað um það efni í Danmörku um þessar mundir. Dr. I. C, Jacob- sen hafði helzt óskað þess að ein- hverjum visindamanni yrði veittur heiðurinn, en setti það þó ekki sem skilyrði. Eru fyrirmæli þessi þann- ig orðuð, að sá eða sú skuli verða íbúandi hússins, sem skarað hefði fram úr öðrum' í visindum, rit- smíðum, listum eða öðru. Hafa þeir Georg Brandes, Vald. Poulsen, Vilh, Thomsen, Martin Nyrop ogjoakim Skovgaard verið taldir næstir því að hljóta heiðurinn. En um marga fleiri er að velja og er ekki ólíklegt að Danir séu ispentirc fyrir úrslit- unum. Jack Johnson svertingi, fyrverandi heimsmeistari i hnefaleik, ók nýlega með konu sinni i vagni um Roue du Faubourg í París. Framundan veitingastað nokkrum steig hann úr vagninum og gekk inn til þess að fá sér hressingu, en frúin sat kyr í vagninum á meðan. Af tilviljun kom þá gamall kennari Johnsons þar að og heitir sá Galvi. Talaði hann nokkrum hæðnisorðum til frú- arinnar og heyrði Johnson það inn á veitingastofuna, Þaut hann þá út, réðst á Galvi og sló hann í rot. Lá Galvi þar á götunni en Johnson sparkaði í hann eins og vitstola. Var það með mestu naumindum að átta lögregluþjónar fengju haldið hinum óða svertingja. Frúnni varð ekkert bilt við atvik þetta. Klappaði hún saman Iófunum af ánægju þegar Galvi féll og hvatti mann sinn til að misþyrma honum enn frekar. Peningar meö gati. Frakkar hafa í hyggju að byrja nýja peningasláttu i ár. Eru það nikkelpeningar með' gati og eiga þeir að útrýma kopar- peningum. Á hverjum degi verða slegnar 273 þús. myntir eða 82 mil- jónir á ári, svo það verður ekki fyr en árið 1925 að þeir hafa slegið nógu mikið af nikkelpeningum til þess að hinir eldri megi detta úr sögunni. Stjórnin bauð 20 þús. franka fyr- ir beztu tillöguna um gerð hinna nýju peninga. Og margan mann- inn langaði til þess að ná í skilding- inn og komu alskonar teikningar af- arskrautlegar. En dómnefndin valdi þá allra einföldustu. Varþaráfram- hlið fangamark ríkisins R. F. og á baki gildi peningsins I tölum. Fyr- ir þessa hugvitsamlegu tillögu fékk höfunduiinn 20 þús. franka. Nafn hans er Emile Lindauer og mun það' aldrei firnast I annálum Frakka. Peningar með gati hafa þegar verið slegnir í öðrum löndum, bæði Belgiu og Klna. Og verkamenn þeirra landa þræða mánaðarkaup sitt upp á band og hengja um háls sér Ef til vill munu Parísaikonur taka þetta upp á tizkuskrá sina. Er það ekki ólíklegra en hitt, að hafa hringa i nefinu, gullhringa um öklana, lita á sér neglurnar og hafa grænt hár. En það er alt saman hæst móðins fi Paris núna. Kjötlaus borg. Verkamenn slátrar- anna í Sydney, höfuðborg Ástralíu gerðu verkfall I fyrra mánuði og heimtuðu 9 króna launahækkun á viku. Slátrararnir neituðu fyrst al- gerlega að verða við þeirri kröfu,- eða hækka nokkuð laun verkamann- anna. En eftir fjóra daga urðu þeir þó að lækka seglin og buðu verka-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.