Morgunblaðið - 11.03.1914, Síða 4

Morgunblaðið - 11.03.1914, Síða 4
602 MORGUNBLAÐIÐ JTlorgutibíaðið kostar ekki nema 65 aura á mánuði fyrir áskrifendur (34—35 blöð). Sent heim eldsnemma á h v e r j u m morgni. Eina b laðið, sem enginn má án vera. Gerist áskrifendur þegar í dag. Það margborgar sig, — munið það! Otsalan mikla daginn á föstu- í Afmælt U. M. F. Iðunn yerður haldið fimtud. 12. þ. m. kl. 9 síðd. í Good- templarahúsinu. Aðgöngumiðar kosta 25 aura og fást hjá gjald- kerum beggja Ungmennafólaganna. Det kpl. oct. alm. Brandassurance Compagni tekur að sér brunatryggingar á húsum, vörum, innanhússmunum, skepn- um og ýmsum öðrum fjármunum. T. í). Tí. J. Brijde, 71. B. Tlieísen. Tií sðíu •er í Vestmannaeyjum motorbátur i ágætu standi, nýjum seglaútbúnaði og línusþili. Báturinn er sterkur og sérlega góður sjóbátur, með 8 hesta Gedionsvél tvöfaldri. Verðið er mjög sanngjarnt. Lysthafendur snúi sér til J. P. T. Brydes verzlunar i Reykjavík eða Vestmannaeyjum. Þakpappaverksmiðjan Dortheasminde " Köbenhavn B. IUL. ZACHARIAS & Co, Dortheasminde. Herkúles-þakpappi Haldgóðir þakpappalitir allsk. Strokkvoðan Saxolin. Stofnað 1896. * Tals.: Miðst. 6617. Álagning með ábyrgð Triumph-þakpappi Tjöralans — lyktarlaus. Triumph einangrunarpappj Söngkensía Frú Laura, Finssen, útskrifuð frá sönglistaskólanum í K.höfn og lengi notið framhaldskenslu á Þýzkalandi, kennir söiig. Sérstök áherzla iögð á raddmyndun og heilsusamlega öndunaraðferð (hygieinisk Pustemetode), setn hlífir hálsinum og þroskar röddina. Vanalega heima til viðtals kl. 5—6 e. h., Laugaveg 20 B (uppi). Beztu Cigarettur heimsins eru Special Sunripe irá R. & J. Hill Ltd, London. Rauða akurliljan. Skáldsaga* frá 83 stjórnarbyltingunni miklu eftir baronessu Orczy, * (Pramh.) — Percy, Percyl hrópaði hún þá eins hátt og hún gat, en var þó enn milli vonar og ótta. Eg er bérna! Komdu til mín I Hvar ertu Percy ? — Iá, það þýðir nú lítið að kalla á mig, góða mín, svaraði röddin, því eg get, svei mér, ekki komið til þin. Þessir helvítis Frakkar hafa bnndið mig á höndum og fótum, og b.trið. mig eins harðan fisk. Eg get alls ékki hreyft mig. En Margrét skildi alls ekkert enn. Hún heyrði ekkert úr hvaða átt röddin kom, því bæði var hún lág og þróttlítil og auk þess bergmáluðu klettarnir alt um kring. Enginn maður var sýnilegur annar en — — — Guð almáttugur — — gyð- ingurinn-----------? Var það mögu legt? Dreymdi hana, eða var hún -orðin vitskert? Gyðingurinn lá undir kletti nokkr- um skamt þaðan. Hann reyndi að rísa á fætur, en það var honum um megn, því hann var harðijötraður. Margrét hljóp til hans, tók höíuð hans milli handa sér og leit í tvö blá og næstum gletnisleg augu. Percyl —------------Percy!---------- Elskan mín! hvíslaði hún frá sér numin af gleði. Guði sé lof! — Gnð sé lof! Svona, svona, góða mín, mælti hann góðlátlega. Við skulum þakka guði bráðum, ef þú treystir þér til þess að leysa þennan bölv- aðan fjötur. Hún hafði engan hníf, og fingur hennar voru stirðir og máttvana af kulda. En hún reyndi þó með tönnunum að losa um hnútana og hrundu fagnaðartár hennar um leið niður á hendur hans, sem voru bæði óhreinar og þrútnar undan böndunum. — Dauði og djófull! mælti hann þegar fjöturinn fór að rakna. Það hefir víst aldrei komið fyrir fyr, að nokkur frjálsborinn Englendingur hafi látið Frakka berja sig eins og hund án þess að reyna að verja sig. Auðséð var að hann var alveg ör- magna af þreyta og kvölum,*1 því þegar fjöturinn var leystur, gat hann hvorki hreyft legg né lið. Margrét stóð ráðþrota. — Ó, eg vildi að eg hefði hér svolítið af vatni ! hrópað' hún í ör- væntingu, er hún sá að Percy lá við yfirliði. — Nei, góða mín! tautaði hann og reyndi að brosa. Þá vildi eg þó heldur svolitinn sopa af góðu koníakki. Og ef þú vilt gera svo vel að stinga hönd þinni hér í barm minn þá á að vera peli í brjóstvasanum á þessari káputusku. — — — Fjandinn hafi það ef eg get hreyft mig nokkuð. Hann dreypti í koníakkið og skipaði Margrétu að fara að dæmi sinu. — Jæja, nú líður okkur þó betur, góða mín, eða hvað finst þér? mælti hann og andvarpaði. Annars er þetta alleinkennilegt fyrir frú Blak eny að finna mann sinn þannig til reika. Og svo hefi eg ekki rakað mig í sólarhring, bætti hann við og strauk hendinni um kökuna. Eg hlýt að veia eins og versta fugla- hræða, — og svo þetta fallega hrokkna hár! — — Hann greip gerfihárið hlæjandi af höfði sér og þeytti þvi burtu. Svo hallaði hann sér áfram og horfði lengi þegjandi i augu konu sinnar. — Percy I hvíslaði hún og brá um leið fyrir roða á kinnum henn- ar og hálsi, ef þú vissir----------- — Eg veit það, elskan min — — alt, sagði hann með innilegri viðkvæmni. — Geturðu nokkru sinni fyrir- gefið mér? — Eg hefi ekkert að fyrirgefa. Þú hefir nú gert meira en að bæta fyrir brot þitt á dansleiknum. — Þú hefir þá vitað það — — altaf-------, hvíslaði hún. — Já, svaraði hann þýðlega. Eg vissi það — — altaf. En hefði eg aðetns vitað hvað þú ert góð og hugrökk, Margrét, og að þú áttir það fyllilega skilið að eg bæri fnlt traust til þin, þá skyldir þú ekki hafa þurft að líða þessar þjáningar, til þess að leita manns, sem þú hefir svo mikið að fyrirgefa.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.