Morgunblaðið - 16.03.1914, Page 1
Mánndag
16.
marz 1914
M0B6UNBLAÐID
1. argangr
132.
tölublað
Ritstjórnarsími nr. 500 [ Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen. ] ísafoldarprentsmiðja [ Afgreiðslusími nr. 140
Biografteater
glR’e y k j a v 1 k n
Armur laganna.
Leyiiilögreglu-sjónleikur í 3
þáttum. Ákaflega hrífandi.
»Járnhöndin« og de Croze foringi
glæpamannafél. »Hvíti hanzkinn*
heyja síðasta leikinn.
( Bio-Kafé er bezt.
' Sími 349. HartYig Nielsen. ’
í 1
w ^ir ■ ii,„jr...—a
NýjaBíó:
Tiver var sekur?
[Leynilögreglusjónleikur í 3 þáttum]
V. Psilander
leikur leynilögreglumanninn.
•Aukamynd:
Sfeepí2-Cf)ase hjá Liverpool \
Skrifsfofa
Eimskipaféíags íslancts
Austurstræti 7
Opin kl. 5—7. Tals. 409.
Karla og kvenna-
regnkápur
nýkomnar
í Yörnhúsið.
Notið sendisvein
frá sendisveinaskrifstofunni.
Sími 4 4 4.
fundur á þriðjudagskvöld kl. 8^/2 i
húsi K. F. U. M.
Sig. Jónsson og Sv. Björns-
son tala.
Allir kjósendur velkomnir.
Stjórnin.
Regnkápur
seldar með afarlágu verði.
Sturla iónsson.
Heimkoma fulltrúa
félagsins.
HaiRfdlag tSÍQtfRjavíRur.
AUGll ÍSTARINNAR
Eftir JOHAN BOJER.
Fimtudaginn 19. marz kl. 8 síðd.
Ekki leikið í kvöld sökum veikinda eins leikara. — Sunnudagspantanir
gilda til fimtudags, sé þeirra vitjað fyrir kl. 4 þann dag í Iðnó.
Aðgöngumiða má panta í Bókv. ísaf., þó ekki í síma.
Skipin.
Yiðtal Yið Svein B)örnsson
Vér gátum um það i blaði voru
í gær, að þeir Sveinn lögmaður
Björnsson og Halldór yfirdómari
Danielsson væru meðal farþega á
Botniu hingað. Skipið kom hingað
i gær kl. D/g siðd., og fórum vér
þegar á fund hr. Sveins Björnssonar,
stjórnarformanns Eimskipafélagsins,
til þess að biðja hann að segja les-
endum Morgunblaðsins frá för þeirra
Halldórs yfirdómara til dtlanda. En
þeir voru, eins og menn vita, kosn-
ir af stjórn félagsins til þess að fara
utan og semja um byggingu þeirra
tveggja skipa, sem ákveðið hefir
verið að smiða skyldi íyrir félagið.
- Velkomnir til landsins aftur,
segjum vér, um leið og vér réttum
hr.Sveini Björnssyni hendina. Hvern-
ig hefir yður liðið á ferðalaginu.
Sveinn kemur brosandi á móti oss
og þakkar oss kveðjuna.
— Eg þakka, mér hefir liðið ágæt-
lega. Tíminn hefir auðvitað verið
naumur og mikið höfum vér haft
að gera, en erindi voru höfum vér
lokið að mestu.
Vér fórum fyrst til Leith, þaðan
til Lundiinaborgar, yfir Holland og
Þýzkaland til Kaupmannahafnar.
Þegar eftir komu vora þangað leit-
uðum vér fyrir okkur um skipsmíða-
stöðvar eftir tilboðum þeim, sem
komið höfðu til Eimskipafélagsins.
Eins og kunnugt er, komu mörg til-
boð um byggingu skipanna, þar á
meðal eitt, sem var lang ódýrast,
nfl. frá Aktieselskabet Köbenhavns
Flydedok og Skibsværft.
Þetta félag sömdum vér við, en
þó eigi fyr en vér höfðum leitað
oss nákvæmra upplýsinga um þá
skipastöð og i samráði við ráðunauta
vora, menn sérfróða í vélfræði ogskipa-
byggingum. Samningar voru undir-
skrifaðir þ. 28. febr. og kostar Suð-
urlandsskipið 580 þus. kr. og verð-
ur afhent i janúar 1915, en Norður-
landsskipið 300 þús. kr. en verður
eigi tilbúið fyr en í aprílmánuði
1915. Vér fórum fram á að fá
ýmsar bætur og breytingar á skipun-
um frá því, sem áætlað hefir verið
og hefir oss tekist það að miklu
leyti.
Ennfremur gerðum vér ítrekaðar
tilraunir til þess að fá bæði norsku
og sænsku skipasmiðastöðvarnar, sem
tilboð hafði komið frá, til þess að
lækka tilboð sin og var það með
öllu árangurslaust. Flydedokken er
þvi lang-ódýrust allra þeirra, er til-
boð gerðu, og því sjálfsagt að semja
við það félag — einkum eftir þeim
upplýsingum, sem vér höfum aflað
oss um hve góð skip stöðin hefir
smiðað.
Tilboðin frá Englandi og Þýzkalandi
voru lang-hæst, svo ekki kom til
mála að gera neina tilraun til samn-
inga við þau félög. Eftir upplýsing-
um þeim, er vér höfum aflað oss,
höfum vér komist að raun um, að
Flydedokken i Khöfn er fyrsta flokks
skipabyggingaverkstæði og stendur
það fullkomlega á sporði öðrum
skipabyggingastöðvum á Norðurlönd-
um. —
— Ætluðuð þér eigi einnig að útvega
félaginu lán í erlendum bönkum?
spurðum vér.
— Rétt er það, og vér höfum
einnig verið í samningum við bæði
hollenzka, belgiska og þýzka banka
um lántöku handa félaginu. Samn-
ingar þessir hafa og verið u ndirbún
ir að mestu, en þó gátum vér eigi
algjörlega útkljáð um lánið áður vér
fórum frá K.-höfn. En vér höfum
falið hr. skrifstofustjóra Jóni Krabbe
að fullgera þá samninga fyrir vora
hönd undir eins og þess gerist kost-
ur. Að cllum likindum verður lán-
ið tekið i annaðhvort hollenzkum
eða belgiskum banka og þá eigi al-
veg eins mikið og vér hefðum ætlað
oss. En um þetta munum vér fá
nákvæmar fregnir innan skamms.
— Eruð þér eigi yfirleitt ánægðir
með árangur farar yðar til útlanda?
— Jú, alt hefir gengið eins vel
og vér höfðum búist við, og eg er
viss um að fólk verður ánægt með
skipin, þegar þau koma.
Sveinn Björnsson situr á skrif-
stofu sinni, önnum kafinn í vinnu
þó að eins fáar klukkust. séu sfðan
hann sté af skipsfjöl. Pósturinn frá
Botníu er að koma, og til dæmis
um það, hve mikla athygli stofnun
hins íslenzka Eimskipafélags hefir
vakið erlendis, sýnir hann oss um
25 bréf erlend, sem komu með
þessu skipi frá mönnum og félög-
um víðsvegar um heiminn, er vilja
eiga viðskifti við félagið og þess
vegna beiðast upplýsinga. —
Carol.
Simfregnir.
Húsavík í %œr.
Steingrímur sýslumaður Jónsson
hefir dregið sig í hlé og er því
Benedikt Sveinsson ritstjóri sjálfkjör-
inn þingmaður Norður-Þingeyinga.
Tiðin er hér afarslæm, harðindi og
fannkomur og muna menn ekki
meiri snjó. Horfir til stórvandræða
ef ekki kemur bati. Heybirgðir
manna mjög litlar og allur matfanga-
flutningur bannaður vegna ófærðar.
Nýir þingmenn.
Þingmenskuframboðsfresturinn var
útrunninn í fyrradag. Eru því allir
þeir sjálf kjörnir þingmenn, er eng-
an keppinaut eiga. En þeir verða
að minsta kosti 5 í þetta skifti. Eru
það þeir: Benedikt Sveinsson þing-
maður Norður-Þingeyinga, Hákon
Kristójersson þingmaður Barðstrend-
inga, Sifurður Eqqerz þingmaður
Vestur-Skaftfellinga, Skúli Thoroddsen
þingmaður Norður-ísfirðinga og Siq-
urður Gunnarsson þingmaður Snæ-
fellinga.
Nokkrar likur eru og taídar til
þess að Þorleiýur Jónsson í Hólum
muni sjálfkjörinn þingmaður Austur-
Skaftfellinga, vegna þess, að keppi-
nautur hans, Sigurður Sigurðsson
cand. theol., muni enn eigi hafa náð
kjöraldri.
Eru atburðir þessir eins dæmi i
sögu landsins. Þótti það tiðindum
sæta 1908, er Skúli Thoroddsen var
sjálfkjörinn þingmaður Norður-ísfirð-
inga.
Annars virðist þetta bera Ijósan
vott um »politiska« deyfð í landinu
og áhugaleysi.