Morgunblaðið - 16.03.1914, Síða 2

Morgunblaðið - 16.03.1914, Síða 2
MORGUNBLAÐIÐ 624 C3 DAGBÓiJIN. Afmæli í dag: Ingibj. Gunnarsdóttir húsfrú. Sólarupprás kl. 6.47 árd. Sólariag kl. 6.27 siðd. HáflóS er í dag kl. 8.19 árd. og kl. 8.43 síðd. Veðrið í gær: Rv. logn, frost 3.9. Íf. logn, frost 5.2. Ak. logn, snjór, frost 5.2. Gr. n. gola, snjór, frost 5.0. Sf. s. gola, frost 2.9. Vm. n. gola, froat 2.6. Þh. F. v. s. v. kul, móða, hiti 5.3. P ó s t a r í dag. Hafnarf jarðarpóstur kemur og fer kl. 4. Stúdentar < háskólanum hafa í hyggju að koma upp mynnisvarða á leiði Geirs heit. Einarssonar og safna þeir fó í því skyni. F á 1 k i n n er enn ófarinn héðan. Virðist hinn núverandi skipstjóri hans eigi ætla að ofþreyta sig nó menn sína af of góðu eftirliti með botnvörp- ungunum. Vistin er líka óefað betri hór á höfninni og í landi, en úti í rúm- sjó á botnvörpungaveiðum. Stúdentafólagsfundurinn á laugardaginn var hinn fjörugasti. Töluðu þar þeir Gfsli Sveinsson, Jón Helgason prófessor, síra Bjarni Jóns- son, Ástvaldur Gíslason, Einar Arn- órBSon, Þórður Sveinsson, Knud Zim- sen, Guðm. Finnbogason, Agúst Bjarna- son og Einar Jochumsson. Fundurinn stóð til kl. iy2 um nóttina. Kvikmyndaleikhúsin. Gamla Bíó. >Armur laganna« heitir mynd sú, er þar er sýnd nú. Er hún af ítölsku bergi brotin og er efni hennar, að sýna hvernig óþreyt- andi réttvísin eltir glæpamennina fram í rauðan dauðann og hve örð- ugt þeir eiga fyrir þótt allra bragða neyti. En armur laganna nær ekki eins langt og armur dauðans og til þess að skjóta sér undan rétt- mætri hegningu, myrðir glæpamað- urinn sig og kærustu sína. Nýja Bíó sýnir núna danska mynd: >Hvor var sekur?«. Leikur þar hr. V. Psilander aðalhlutverkið. Koma þar fram á sjónarsviðíð vinir tveir, Aage og Kurt. Hinn fyrnefndi er óhófsmaður hinn mesti og svallari að sama skapi. Kurt er stiltur og vandaður piltur, en. lætur vin sinn leiða sig út á glapstigu. Aage laun- ar honum vináttuna með því að myrða föður hans og skella skuldinni á hann sjálfan. En hinn ötuli leyni- lögreglnmaður (V. Psilander) leiðir þó sannleikann í Ijós. Og laun- in eru — hönd og hjarta fagurrar yngismeyjar, systur Kurts. Æfintýr. New York Herald, Parísarútgáfan, getur um skemtilegt atvik, sem kom fyrir nýlega á landamærum Rússlands og Þýzkalands. Fyrirliði nokkur þýzkur var á flugi í þokuveðri, en varð það þá á að lenda innan landamæra Rússlands, skamt frá Thorn. Þustu þá þegar að honum landmæraverðir rússneskir. Fyrirliðinn þýzki sagði foringja þeirra þegar nafn sitt og sagði, sem var, að vegna þokunnar hefði hann vilst inn fyrir landamærin. Rússneski herforinginn heimtaði þó þegar að hann tæki flugvélina í sundur, en það kvaðst hinn ekki geta vegna þess að hann væri lítt æfður i meðferð flug- véla. Hinn íhugaði málið um stund, en sagði síðan að hann yrði að koma með sér til næsta þorps — en þang- að voru 8 rússneskar mílur — og flytja mál sitt fyrir yfirvöldunum þar. Þjóðverjinn var fús til þess og bauð Rússanum að setjast við hlið sér í loftfarið og gætu þeir þá flogið til þorpsins. Væri það bæði þaegi- legra ferðalag og eins væri það betra fyrir flugvélina að hún stæði þar ekki úti á víðavangi. Það þótti Rússanum þjóðráð og stundu síðar voru þeir komnir til þorpsins. Herforingi sá, sem þar réði fyrir, hlýddi á frásögu þeirra beggja. Kvað hann upp þann dóm, að flugmaður- inn og vélin skyldu flutt til toll- gæzluhússins á landamærunum — en þangað voru 25 mílur — og skyldi þá flugmaðurinn frjáls ferða sinna, en loftfarinu héldu þeir eftir. Var síðan fyrirliðanum rússneska, sem fyrst hitti manninn, boðið að fylgja honum á ákvörðunarstað. Þjóðverjinn stakk þá upp á því að þeir skyldu fljúga þangað, og af því engan vagn var að fá, þáði fyr- irliðinn rússneski það með þökkum. Beindi nú Þjóðverjinn hátt flugið og lenti ekki fyr en hann var kominn í grend við Thorns innan landamær- anna þýzku. Atburður þessi vakti mikla athygli og hentu Þjóðverjar hið mesta gam- an að. Rússinn varð nú að dvelja sem fangi í Thorns þangað til yfir- völdin rússnesku kröfðust þess að hann yrði laus látinn. Létu þau einn- ig í ljósi óánægju sína og mótmæltu kröftuglega meðferðinni á fy rirliðanum. En þá var því borið við, að þokan hefði verið svo. dimm, að nauðsyn befði krafið þess að hátt væri flogið og því auðvelt að villast. Húsráö. --i-- Glerkönnur er bezt að hreinsa þannig að blanda saman muldu eggja- skurni og salti, sem látið er í þvottar- vatnið. Frá útlöndum. Hestahæli. Englendingar brjóta stöðugt heilann um það, hvernig þeir fái bygt sem hagkvæmust hæli fyrir gamla menn og ellihruma, sem ekki eru lengur vinnufærir. Er mik- ið um þetta rætt og ritað og þó lít- ill sýnilegur árangur. En þótt svo sé, þá er þar samt til vel útbúið hæli fyrir ellilúna og úttaugaða hesta. Er það í þeim hluta Lundúnaborgar, sem nefnist Acton, og heitir >F.riars place farmc. Hefir það nú starfað um*þrjátíu ára skeið. Það er þó ekki .svo að skilja, að allir hestar þeir, sem hælið annast, séu aldurhnignir, heldur tekur það að sér hesta, sem illa er farið með, og eru meiddir, haltir eða horaðir. Hjarna þeir þar við og ná sér oft aftur til fulls. Hæli þetta er rekið með frjálsum fjárframiögum og eru þar 40 básar fyrir hestana. Umsjónarmaður þess er hertoginn af Portlandi og kemur hann oft þangað í eftirlitsför. Hælið hefir tekið á móti rúmlega 2 þúsund hestum síðan það tók til starfa. A siðustu árum hefir það baldið helztu borgurum Lundúna veizlu 1. janúar og leggur einhver sá maður féð fram til hátiðahaldsins, er ekki vill láta nafns síns getið. Þá er hestunum einnig gætt á gul- rófum, fínu og grófu brauði, sykri og ávöxtum. En »aldursforsetinn« fær aukreitis dálitla sæta og góða lagköku (tertu). Roald Amundsen í Paris. Suður- heimskautsfarinn norski, R. Amund- sen, kom til Parísar í byrjun þessa mánaðar. Hélt hann þar fyr- irlestur um sauðurskautsför sína. Var honum þar tekið tveim höndum og rifust menn um það að fá aðgöngu- miðana að fyrirlestrum hans. En þegar hann steig í ræðustól- inn dundu við fagnaðaróp úr mörg hundruð börkum, svo húsið lék á reiðiskjálfi. En er hann tók að mæla, varð svo hljótt, að heyra hefði mátt flugu anda. Þó gátu áheyrendur ekki setið á sér, er þeim geðjaðist vel að þvi er ræðumaður sagði en klöppuðu og hrópuðu. Norskur blaðamaður nokkur var staddur í París um þetta leyti og hafði hann tal af Amundsen. Gat Amundsen þess, að nú hefði hann haldið 300 fyrirlestra um suðurför sína. Hefir hann nú í hyggju að fara til Amsterdam og þaðan til Rússlands og halda þannig áfram fyrirlestrum sinum á hverjum degi. Frá Rússlandi fer hann heim til Kristjaniu og dvelur þar mánaðar- tima. Síðan fer hann til San Francisco og gengur þar á skip sitt Fram. í San Francisco dvelur hann þriggja vikna skeið og leggur svo á stað þaðan í norðurskautsför sína 15. júli. Þá ætlar hann að hafa með sér amer- ískan flugmann, ef ske kynni að fiugvélin gæti að haldi komið. Svelnn Björnsson yfirdómslögm. Hafnarstræti 22. Sími 202. Skrif8tofutími kl. 10—2 og 4—6. Sjálfur viö kl. 11—12 og 4—5. Dýrt málverk. Henry Frick, for- stöðumaður félagsins Frick & Co., hefir nýlega selt hertoganum af Abercorn málverk eftir van Dyck, sem heitir »Paola Adorno«. Sölu- verðið var 1.863.000 krónur. Snjóflóð drepur 15 hermenn. í grend við Gomagoi í Tyrol féll ný- lega afarmikil snjóskriða, 800 stikur á breidd, og urðu fyrir henni 4 liðsforingjar og sextán hermenn, Einn liðsforingi og 4 hermenn kom- ust lífs af en hinir fóriast allir. Her- mennirnir voru allir á skíðum og gengu í fylkingu þegar slysið bar að höndum. Voru nú þegar í stað sendir marg- ir menn á vettvang til þess að grafa upp líkin. En þau voru öll ófund- in um síðustu helgi. Holger Federspil, dr. juris, lagði niður embætti sitt sem dósent við Kaupmannahafnarháskóla, ura fyrri helgi. Orsökin til þessa er sú, að dr. Vinding hefir verið veitt prófess- orsembætti 1 lögum við háskólann, en Federspil fanst hann sjálfur sjálf- kjörinn til þéss embættis. Flugslys. Frakki nokkur, Painleve að nafni, hefir gert yfirlit yfir flug og flugslys á síðustu fimm árum. Tölurnar eru þessar: Ár flugm. kilom. dauðir; 00 0 ON IH S 1,600 1 1909 5° 44,000 3 1910 O O iy> 960,000 29 19H 1500 3,700,000 78 1912 5800 20,000,000 140 Á þessu má sjá, að slysum fer fjölgandi þeim er dauða valda. En ef tekið er tillit til þess, hve langt hefir verið flogið, verða tölurnar nokkuð með öðru móti. Fyrsta árið' drap sig einn maður og flogið var 1,600 km., en 1912 var flogið 20,000,000 og 140 menn biðu bana, eða með öðrum orðum, einn maður fyrir hvert 140 þúsund km. flug.' i Siðan hefir fluglistinni farið svo fram, að nú er lífi flugmann- anna tíu sinnum minni hætta búin en áður. Lloyde George er án efa sá stjórn- málamaður, sem á flesta vini og flesta fjandmenn. [Skiftir þar alveg í tvö horn eins og titt er þá mikil- menni eiga i hlut. Félag afturhalds- manna Farmers National Association hélt í þessum mánuði fund mikinn og var þar samþykt þessi ályktun: Enginn maður hefir gert eins mikið fyrir landbúnaðinn eins og Lloyd George. En mótstöðumenn hans hafa fund- ið upp á því að prenta á cigarettur: Fari Lloyd George til fjandans! og selst nú ekki eins mikið af nokkr- um öðrum cigarettum i Lundúnum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.