Morgunblaðið - 09.05.1914, Blaðsíða 1
Xiaugar dag
9.
maí 1914
R IBr D íí ÍBi I® jSl Ð ID
1. argangr
184.
tölublað
5ÖÓ~~~~1 Ritstjóri: Vilhjáltx^TFinsen. 1 jsafoldarprentsmiðja
Bio
Biografteater
Keykjavlknr.
Tals. 475
Svarfa
feikmærin
Leikrit í 3 þáttum.
Áhrifamikið frá upphafi til enda.
Bio-Rafé er begt.
' Sími 349. Hartvig Nielsen. '
Týnda stúSkan.
Æflntýri veiðimanna
í frumskógum Asíu.
Myndin sýnir einkar-fagurt landslag
og fjölda villidýra. Leikendur ágætir.
I^=ii==i
Vöruhúsið.
'13
XI
3
-
sO
>
Nikkelhnappar kosta:
3 a u r a tylftin.
Öryggisnælur kosta:
6 a u r a tylftiu.
Voruhúsið.
Skrifstoia
Eimskipafélags tstanas
Austurstræti 7
Opin kl. 3—7. Tals. 409-
Notið sendisvein
frá sendisveinaskrifstofunni.
Sími 4 44.
Gólfdúkar-
Linoleum.
Fallegastir - beztir -- ódýrastir.
Fjölbreyttast úrval. - Greið og
. ábyggileg viðskifti.
hn. Sigurðsson & Kr. Sveinsson
7 Bankastræti 7.
Kaupendur Morgunblaðsins,
þeir er búferlum flytja 14. maí, eru vinsamlegast beðnir að skýra af-
greiðslu blaðsins frá hinum nýja bústað sínum, hið allra fyrsta, svo eigi
verði ruglingur á útburðinum.
Bæjarstj.fundur
7. maí 1914.
Niðurl.
Þá var tii umræðu erindi það frá
Leikfélagi Reykjavíkur, sem vísað var
til fjárhagsnefndar á síðasta fundi.
Hóf Jón Þorláksson þar máls og
rakti ástæður þess, að beiðni þessi
væri fram komin. Leikfélagið væri
á heljarþröminni, eftir sögusögn fé-
lagsmanna sjálfra. Sagði að sér hefði
borist það til eyrna, að það mundi
hafa tapað rúmlega iroo kr. á árinu
—12. En Leikfélagið skuldaði
bæjarsjóði leikgjöld fyrir tvö síðast-
liðin ár. Gat hann þess að Árni
Eiríksson hefði sagt sér, að félagið
hefði leikið 38 kvöld hvort ár og
yrði þá gjaldið 190 krónur á ári
eða 380 krónur.
Fjárhagsnefndinni hefði ekki litist
það rétt að verða við þeirri beiðni,
því það yrði til þess að raska fjár-
hagsáætlun bæjarins. Öðru máli
hefði verið að gegna, hefði þessi eft-
irgjafarbeiðni komið fram í nóvem-
ber i vetur, því þá hefði mátt taka
tillit til þess er fjárhagsáætlunin var
gerð. Væri það gefið eftir nú mundi
það hið sama sem að taka féð úr
vasa bæjarstjórnar, því þá yrði tekju-
halli.
7 rytrqvi Gunnarsson vildi að félag-
inu væri gefin eftir þessi kvölda-
gjöld. Félagið hefði sýnt það að
það kynni að meta sitt hlutverk.
Hefði það nú þráfaldlega lagt geysi-
mikið í kostnað til þess að sýna
mönnum góð leikrit. Væri það virð-
ingarvert og því rétt af bæjarstjórn-
inni að meta það að einhverju.
Bríet tók í sama strenginn. Taldi
hún bænum naumast sama það, að
ganga svo í skrokk á þessu félagi,
að krefjast af því kvöldagjalds. Fé-
lagið ætti það skilið að dafna. Það
hefði að vísu styrk, bæði frá bæjar-
sjóði og landsjóði, en styrkur land-
sjóðs væri við það bundinn, hve
mikið félaginu væri veitt úr bæjar-
sjóði. Og yrði því nú veitt eftir-
gjöf á þessu gjaldi, mundi landssjóð-
ur veita því meiri styrk en nú.
Jón Þorldksson tók þá nftur til
máls og kvað andann í ræðum þeirra
fulltrúa, er síðast tóku til máls knýja
sig til þess. Hér væri ekki aðallega
um eflirgjöfina að ræða. En yrði
það ráð tekið, væri það hið sama
sem að bæjarsjóður yrði að taka lán
til þess að greiða þann tekjuhalla,
sem af þvi leiddi. En það kvað
hann sér kappsmál, að ekki væru
gefin eftir gjöld eða fé veitt milli
þess er fjárhagsáætlun væri gerð.
Enda væri þessi skuld Leikfélagsins
við bæjarsjóð ekki svo voðalega mikil
að mönnum þyrfti að blöskra hún.
Mundi einhver hafa séð ’ann svartari.
Tr. Gunnarsson kvað ekki rétt að
staðhæfa það, að þetta leiddi til
nokkurrar lántöku. Tekjur bæjar-
ins mundu reynast alldrjúgar þetta
ár. Áleit hann rétt að sleppa félag-
inu við þetta 5 króna gjald. Aðrar
þjóðir legðu ekki slikt gjald á leik-
hús sín, heldur styrktu þau þvert á
móti með stórfé, Og því yrði ekki
neitað, að hér væru að minsta kosti
nokkrir af leikurunum sannir lista-
menn og myndu þykja. það hvar
sem væri, og ekki ynnu þeir sér
of mikið inn með þessu.
Sveinn Björnsson var samdóma J.
Afgreiðslusimi nr. 140
Niðursoðnar
vörur
Beauvais og Bjellands
fást ætíð hjá
Gunnari Þorbjörnssyni.
JTtunid effir
blómsveigasjóðsspjcldum Þorbjargar
Sveinsdóttur.
Allir félagar reglunnar eru beðnir
að koma á fund í st. Einingin
np. 14 í kveld kl. 8^/a-
Þórarinn Guðmundsson
leikur á fiðlu með aðstoð frú Bryn-
jólfsson.
Stefanía Guðmundsdóttir
les kvæði.
Auk þessa ræður og gamanyrði.
Veitingar verða á staðnum fyrir
þá sem vilja.
Komið! Komið allir!
Látið húsið verða troðfult.
Þorl. i »principinu«, en játaði hins-
vegar að sér þætti bæjarstjórnin oft
hafa verið heldur nánasarleg við
leikfélagið. Því að þótt það jafnist
eigi við hið bezta hjá nágrannaþjóð-
unum, geti það orðið grundvöllur
annars betra, ef eigi er skorið um
of við nögl sér við það.
SiqurÓur Jónsson hélt að það væri
misskilningur hjá J. Þorl., með
skuldirnar, en þetta ár hefði orðið
félaginu dýrt, vegna leikrits, sem
það varð að sýna, sóma síns vegna.
— Það ætið stefna þess, að sýna
ieiki, sem hafa bókmentagildi, en
ekki rusl. Mikið til í þvi, að
grauta ekki í fjárhagsáætlun, en
þetta gjald ranglátt og hjákátlegt að
heimta það, en verða svo að styrkja
félagið um leið. Því rétt að veita
þetta, þótt það sýnist »princip«brot
í fljótu bragði.
Jóh. Jóhannesson kvaðst eiginlega
samþykkur öllu, sem sagt hefði
verið. Vildi ekki stryka gjaldið út
núna, það væri »princip«brot, held-
ur nema það brott næst, því að allir
teldu það ranglátt.
Borqarstjóri (P. E.) vakti athygli á
þvi, að slíkt gjald væri beint lög-
boðið, og því ekki á valdi bæjarstj.
að fella það burtu. Þess vegna væri