Morgunblaðið - 09.05.1914, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.05.1914, Blaðsíða 4
866 MORGUNBLAÐIÐ Útsalan stendur enn yflr á LAUGAVEGI II. Óvetiju mihitl afsíáfíur gefinn af öítu Sturía Sonsson. *íKncj, fírausf og góð mjólfíurfíýr, tímabær, óskast til kaups nú þegar. Ritstj. visar á. Höfuðfðl aí öllnm gerðnm og stærð- nm langðdýrnst hjá Sturlu Jónssyni. Beauvais Leverpostej er bezt. Jarðepíi ódýrust og bezt hjá P e t e r s e n frá Viðeij, Hafnarstræti 22. Srœnar Baunir frá Beauvais eru ljúfí' ngastarl Teípu- fjaffar alls konar, ótal margar tegundir, afar ódýrir. Sfurfa Jónsson. Bezt kaup á allri nauðsynjavðru ogeinn- ig á ávöxtum og niðursuðu eru i verzlun. Asgríms Eyþórssonar Austurstræti 18. Ufboð. l»eir, sem um næstu fjóra mánuði, að telja frá r. jiini n. k. vildu selja Heilsuhælinu eftirtaldar vörur: Flórmjöl, Haframjöl, Riis, Baunir, Viktoriubaunir, Kaffibaunir, Ex- portkaffi, Kacao, Kongothe, Melis högginn, Melis steyttan, Sveskjur, Rús- ínur, Mysuost, Mjólkurost, Kartöflumjöl, Sagomjöl, Kristalsápu og Sóda; ennfremur hve miklar prósentur frá venjulegu verði á kryddvörum o. fl., sendi ráðsmanni tilboð um lægsta verð fyrir 20. f>. m. Áskilið að allar vörurnar séu af beztu tegund. 2 fyerbergi móti sól, á ágætum stað i bænum, og með beztu húsgögnum, eru til leigu nú þegar. Ritstj. vísar á. Kaupendur Morgunblaðsins eru vinsamlegast beðnir um að borga blaðið á skrifstofu blaðsins, Austurstræti 8. Nýtt llf. 12 Saga eftir Hugh Conway. Framh. — Hefirðu gleymt því að við höfum svarið þess dýran eið að láta ekki kirkjur, málverkasöfn eða aðrar ferðamannagildrur freista okkar fram- ar. — — Já, en hvað er það sem kem- ur hinum beztu mönnum til þess að rjúfa loforð og eiðaf — Það er nú æði margt ímynda eg mér. — Jú, en þó einkum eitt. Meðan þú hefir nú staðið hér og glápt á turna og súlur og látið sem þú hefðir eins mikið vit á byggingar- list eins og Ruskin, hefi eg séð þá fegurstu sýn, sem getur hér á guðs grænni jörðu — unga og fagra stúlku. —- Eg skil þig og eg fyrirgef þér. — Þakka þér fyrirl Hún gekk inn í kirkjuna. Eg ætla að fylgja dæmi hennar, því eg kenni undar- legs fjálgsleiks. — En vindlarnir okkar? — Við köstum þeim fyrir fætur betlaranna. Þú mátt ekki vera alt of smásálarlegur, Gilbert. Eg vissi það nú samt sem áður að Kenyon fleygði ekki góðum Havannavindli að ástæðulausu og því fór eg að dæmi hans og geng- um við síðan inn í kirkjuna. Þar var engin guðsþjónusta um þær mundir. Nokkrir ferðalangar ráfuðu þar fram og aftur og reyndu að sýna áhuga, þegar þjónarnir sýndu þeim helztu minnisvarðana og minnismerkin. — Komdu með mér, mælti Ken- yon. Við skulum setjast niður eins og við séum frjálsir katólskumenn. Héðan getum við séð henni á hlið. Eg settist við hlið hans og skamt þaðan sá eg gamla ítalska konu, sem kraup frammi fyrir altarinu og baðst fyrir. Við hlið hennar sat ung stúlka, á að gizka rúmlega tutt- ugu ára gömul. En það er erfiðara að ákveða þjóð- erni konu en aldur hennar. Áugna- hár hennar og yfirlit virtist fremur bera þess vott að hún væri suðræn, en svipur hennar og látbragð var þó á þann veg að manni gat virst sem svo, að hun gæti verið skyld öllum norðurálfuþjóðum. En mér fanst þó frekast að hún mundi vera ensk. Klæðnaður hennar var blátt áfram og óbrotinn og fram- koma hennar bar þess vott að hún mundi vön því að ganga í kirkju. Hún horfði ekki i kring um sig eins og ferðamanna er siður, en sat hreyfingarlaus meðan förukona henn- ar baðst fyrir. Og svo fremi sem eg gat ákveðið, hafði hún ekki komið hingað til kirkjunnar með nokkrum föstum ásetningi — hvorki til þess að dázt að listaverkunum þar inni né til þess að biðjast fyrir. Sennilegast þótti mér það að hún mundi koma þangað með gömlu konunni, sem mér virtist mundi vera vinnuhjú hjá einhverju heldra fólki. Hún baðst fynr af svo mikilli ein- lægni að eg dáðist að því. En það var enga guðrækni að sjá á hinni ungu stúlku. Hún draup höfði og virtist dauf í dálkinn. En Kenyon var það sízt láandi þótt hann yrði hrifinn af fegurð hennar. Eg sá að vísu ekki nema á vanga hennar, en svipurinn hafði þau áhrif á mig að mér fór að hitna um hjarta- rætur. Að lokum hafði gamla konan lok- ið bænum sinum, og er eg sá að hún fór að signa sig, gekk eg fram að dyrunum og beið þar. Nokkru síðar komu þær konurnar, og fekk eg þá tækifæri til þess að virða stúlk- una fyrir mér, meðan sú eldri deif fingrum sínum í hið vígða vatn. — Stúlkan var óvenjufögur og eitthvað einkennilegt við fegurð hennar. Varð eg þess var þegar hún leit á mig sem allra snöggvast. Augu hennar voru dökk og tindrandi, en i þeim lá þó þunglyndi. Hafði augnaráð hennar mikil áhrif á mig, en af því að það var ekki nema svipstund, sem við horfðumst í augu, þá gat ekki gert mér grein fyrir því hvort áhrifin voru góð eða eigi. Þær konurnar staðnæmdust nokkra hrið við dyrnar og urðum við Ken- yon því á undan þeim út úr kirkj- unni. En við námum báðir staðar úti fyrir dyrunum, eins og við vær- um báðir til þess knúðir af ein- hverju huldu afli. Þetta var ef til vill óskammfeilni, en okkur langaði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.