Morgunblaðið - 17.05.1914, Side 2

Morgunblaðið - 17.05.1914, Side 2
902 MORGUNBLAÐIÐ í Reykjavik og landstjórnin senda frændum vorum austan hafs sam- íagnaðarskeyti, en bæjarbúar draga fána á stöng. Er það vonandi að þeir sýni þá íslenzku litina, eins og Norðmenn munu nú um landið þvert og endilangt láta blakta sinn eigin fána. Þurfa þeir engan til þess að spyrja og við eigi heldur. A Hótel Reykjavík verður að síð- ustu samsæti allmikið og efna til þess Norðmenn þeir, er hér dvelja. Hugheilustu óskir vorar flytjum vér nú »gamle Norge* og óskum þjóðinni þess vegs og þeirrar virð- ingar á komandi árum er hún á að fullu skilið. + Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi. Nú er hann dáinn í hárri elli, sagnaþulurinn margfróði og minnugi. Einn hinn síðasti af þeim einkenni- lega flokki manna hér á landi, sem nefndir hafa verið alþýðu-fræðimenn. Hver er sá, er eigi veit meiri eða minni deili á mönnum eins og Birni á Skarðsá, Gisla Konráðssyni, Daða fróða, Jóni Borgfirðing o. fl., og hvað þeir hafa verið islenzkri ætt- vísi og sagnfræði ? Fyr og síðar hafa þeir verið þjóð vorri til gagns og sóma. Nú að síðustu stóðu tveir uppi þessara manna, þeir er af öðr- um báru. Það voru þeir Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi og Sighvat- ur Grímsson Borgfirðingur, og nú er enn annar þeirra hr.iginn i valinn, Brynjúlfur Jónsson i fyrri nótt úr lungnabólgu austur á Eyrarbakka. Brynjólfur fæddist 26. sept. 1838, og var því vel hálfáttræður er hann lézt, og ól hann allan eða mestalian aldur sinn á Suðurlandsundirlendinu. Hér er þess eigi kostur að geta itar- lega æfiatriða hans. Að eins skal þess getið, að hann var fátækur alla æfi og löngum vanheill. Hann fekst alimikið við barnakenslu, en nú á síðari árum hafði hann fastan styrk til starfa i þarfir Fornfræðafélagsins, og hefir hann þar unnið verk, er uppi mun halda minningu hans lengi. Brynjúlfur heitinn var fæddurheim- spekingur. Brast hann alla skóla- mentun í því sem öðru, en djúp- hygni hans og rannsóknarviðleitni leynir sér hvergi. Og þá var eljan og fróðleiksfýsnin að sama skapi. Nam hann af sjálfum sér Þýzku og Ensku og furðaði marga útlendinga, er kyntust honum, á fróðleik hans. Við kveðskap fekst hanrv nokkuð, þótt ekki væri hann að sama skapi skáld, sem fræðimaður. En þau störf hans, sem mest er um vert, og ótvíræðlega merkust, eru þó skrif hans um íslenzk fræði forn og ný. Margt hefir Brynjúlfur skrifað um dagana, prentað og óprentað. Hið helzta, sem út hefir komið, mun vera: Skuggsjá og ráðgáta, heim- spekilegs efnis og kvæði aftan við. Ljóðmæli og sérstakur kvæðaflokkur. Guðrún Ósvífursdóttir. Sagan af Þuríði formanni og Kambsráns- mönnum, áreiðanlega bezta verk hans og gull í sinni röð. Dulrænar smá- sögur, allmerkt safn. Þýðing á æfi- sögu Jósefs Garibalda. Þá stílfærði hann og Bólu-Hjálmarssögu og Nat- hans sögu og Skáld-Rósu, er aðrir höfðu unnið i, og síðast kom Saga hugsunar minnar, en er rituð fyrir mörgum árum. Auk þessa er mesti urmull af einstökum kvæðum og greinum i alls konar blöðum og tímaritum. Langmerkust af því eru skrif hans í Arbókum Fornleifafélagsins og í þvi riti átti hann stundum allan meginhlutann, og þar átti hann heima. Brynjúlfur var einkennilegur á marga lund, en hverjum manni ramm-íslenzkari. Gæðamaður var hann talinn og hvarvetna velkominn til skemtunar. Við fráfall hans mætti vel minna á stökuna: »Fræði’ og sagnir sögulands sakna manns úr ranni. — Viltu taka’ upp verkin hans og verða þar að manni? A.+E. Símfregnir. Akureyri i gær. Slys. Vélbátur af Oddeyrinni, Skarphéðinn nefndur, ætlaði i gær til selveiða út á Grímseyjarsund. Skamt fyrir utan Ólafsfjörð vildi það slys til, að vélstjórinn Jón Bárðarson frá Siglufirði, lenti með fótinn í vél- inni og meiddist allmikið. Báturinn sneri þegar heimleiðis með mann- inn og var læknis vitjað. Heldur hann að eigi muni þurfa að taka fótinn af, en nokkrar tær missir þó maðurinn. Biýreiðar. Ný bifreið er komin hingað til bæjarins og eiga hana þeir feðgar Snorri Jónsson kaup- maður og Rögnvaldur sonur hans. En bráðum er von á tveimur öðr- um bifreiðum og eru þeir eigendur þeirra Ragnar Ólafsson kaupmaður og Zophonías Baldvinsson ökumaður. Þykir þetta framför hér eigi all-lítil. Prestskosninq er nýlega um garð gengin á Skútustöðum í Mývatns- sveit. Síra Jónmundur Halldórsson á Barði var einn frambjóðenda og fóru leikar svo, að 40 atkvæði fékk hann en 80 menn sögðu nei. Svo fór um sjóferð þá. Tíðin. Kalt er hér þessa dagana þó veðurskeyti hermi hita. Frost er á nóttu og hríðarfjúk oft að morgni en sólskin um daga. Tún eru að byrja að grænka. Afli er hér nokkur enn á Pollin- um. — Hels’i Magri kom í gær af fiski- veiðum, er hann hafði stundað fyrir Suður- og Vestur-landi. Hafði hann aflað 9 þúsund. Hér í bænum hefir hann selt nokkuð af afla sínum, ýsu, kola og ufsa og var pundið selt upp og ofan á io aura. En í rauð- blikum seldu þeir pundið á 12 aura og voru þær þó gamlar. Akranesi í gær. Afli er hér dágóður, og veðráttá hin bezta. Fjöldi sjómanna, sem í veri hafa verið suður með sjó, eru nú hingað komnir aftur. Lifnar mik- ið á Skaganum, er þeir koma. Gefin voru saman í kirkjunni í dag þau Margrét Jónsdóttir, dóttir prófastsins, og Níels Kristmannsson, sjómaður. Patreksfirði i gœr. Fiskiskipið »Helga« rak hér á land í gærkvöldi kl. 8. Hér var þá versta veður á vestan. Skipið rak hliðflatt á ströndina. Er önnur hlið þess eitthvað brotin. Það er vátrygt í Samábyrgð íslands. Dýrafirði í gœr. Veður hefir verið hér mjög ilt undanfarna daga. Allir vélbátar og öll þilskip liggja inni vegna óveðurs. í Haukadal liggja 20 þilskip, sem þangað hafa flúið fyrir óveðrinu. Hægur afli utan fyrir þegar gefur. 6. maí. .... Hér hefir verið versta tíð síðan i fyrstu viku þorra. Hriðar alt af öðru hvoru, nema háfs mánað- ar tíma um sumarmálin; þá var hláka. Snjór var svo mikill áður en hlákan kom, að elstu menn mundu ekki slíkan. Út með firðinum að austanverðu var talið, að snjólagið mundi hvergi þynnra en 4 álnir, og var þó snjórinn saman barinn. Víðast kom upp nokkur jörð við hlákuna, en nú eru norðaustan hrið- ar og útlit hið versta. Heybirgðir manna eru mjög á þrotum, þótt sjaldan hafi menn verið jafnvel við vetrinum búnir sem í haust leið. Haýís er hér úti fyrir Austfjörð- um, en að eins eru það strjálings jakar. Nýlundu má telja það, að bænda- námsskeið var haldið hér í kaup- staðnum 2—4 apríl. Siðasta daginn hlustuðu á fyrirlestra yfir hundrað manna. Heilsufar er yfirleitt mjög gott... Fótbolfi. Fyrsti fótboltinn var danskur. I dönsku blaði lesum vér þessa frásögu: »Fótboltaleikurinn var i uppruna all-einkennilegur. Það er nú stað- hæft að fyrsti fótboltaleikurinn var leikinn í Chester á Englandi árið 1000 og var knötturinn höfuðið af Dana nokkrum, sem Englendingar höfðu losað við bolinn. Höfðu sigurvegararnir ánægju af því að' sparka honum á milli sín — og þannig var hugmyndin fengin«. Nú er fótknattleikur orðinn ein af aðalskemtunum og íþróttum Eng- lendinga og hafa fleiri þjóðir lært hana af þeim, þótt fæstir renni ef til vill grun í það hvert hann á rót sína að rekja. Hvar eru hinir dauöu ? Svo hljóðaði fyrirsögnin á fyrir- lestri, sem hr. J. J. Scheving endur- tók i Iðnó í gærkvöldi. Maðurinn virtist vera allfróður um ýmsa hluti, talaði annarlegum tung- um, bæði hebresku og grisku, líkt og nútíðarpresta-prófessorar, en — gleymdi því samt að fræða oss um, hvað af oss verður »þegar alt er komið í kring«, sem vonlegt var. Búumst vér helzt við þvi, að mað- urinn hafi tekið sér of erfitt við- fangsefni eftir efnum og ástæðum. Maðurinn er óþektur oss, en frem- ur ásjálegur. Vonum vér þvi, að hann sé enn ungur og óreyndur og tilheyri ekki þeim flokki manna, sem reyna að blekkja sér meiri glópa með þvi, sem þeir skilja ekki sjálfir. »Faðir, fyrirgef þeim, því þeir vita ekki hvað þeir segja*. /. Frá útlöndum. Hirðhneyksli í Rússlandi. Elzta dóttir Rússakeisara var trúlofuð Dmitrij stórfursta. En nú hefir pilturinn svikið unnustu sina. Keis- arinn varð óður og uppvægur, því stórfurstinn hefir ætið verið í miklu afhaldi hjá honum. Dmitrij stórfursti er að eins 22 ára að aldri og er hann bróðir Maríu þeirrar, er skildi við mann sinn, Vilhjálm konungsson í Svíþjóðu, í vetur. Hann hefir nú lýst þvi yfir, að hann sé fús til þess að afsala sér nafnbót og öllum réttindum fái hann að ganga að eiga ameríska blóma- rós nokkra, er honum lízt hálfu betur á en keisaradóttirina, og hefir keisari að lokum leyft honum hvoru tveggja. Blindur drengur. Við De Witt Clinton háskólann í New York varð blindur drengur efstur allra við sið- asta burtfararpróf. Bekkjarbræður hans voru 143 að tölu og höfðu þeir allir óskert skilningarvit. En drengur þessi hefir verið blindur alla æfi og hefir oiðið að lesa bæk- ur þær er blindum mönnum eru ætlaðar. Hann hefir með dæma- fárri einbeitni og ötulleik numið fræðigreinar þær, er kendar eru, án nokkurs styrks frá öðrum. Hann hefir nú í hyggju að lesa lög fram- vegis. /

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.