Morgunblaðið - 17.05.1914, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ
9°1
Liverpool- kaffið.
Stendur ætíð íremst
[t ( Það drekka allir kaffivinir
Það er bragðbeztog*ódýrast ^
^ Kaupið því ætíð •—<
Liverpool-kaffið.
VÁTÍf YGGING Aí^ Vátryggið hjá: Magdeborgar brunabótaíélagi Den Kjöbenhavnske Söassurance Forening limit Aðalumboðsmenn: O. Johnson & Kaaber. ■IíÖGMENN \ Sveinn Bjðrnsson yfird.lögm. Hafnarstræti 22. Sími 202. Skrifstoíutími kl. 10—2 og 4—6. Sjálfur við kl. n—12 og 4—6.
Eggert Claessen, yfirréttarmála- fiutningsmaður Pósthússtr. 17. Venjulega heima 10—11 og 4—5. Simi 16.
Carl Finsen Austurstr. s, Rvík. Brunatryggingar. Heima 61/4—7 x/4. Talsími 331.
Jiarföfíur ódýrastar og beztar hjá P e f e r s e n frá Viðey, Hafnarstræti 22. Hjðrtur Hjartarson yfirdóms- lögmaður. Bókhl.stíg 10. Sími 28. Venjulega heima kl. 12^/2—2 og 4—5 Va síðdegis.
Jarðarberjasyltetau, Pikles, Karry, Kapers nýkomnir til verzlunar (B. cflmunóasonar.
Niðursoðið kjöt frá Beauvais þykir bezt á ferðalagi.
Breiðablik.
Manaöarrit gefið út í Wmnipeg. — Ritstjóri síra Fr. J. Bergmann,
Verð árgangsins er á íslandi
að eins 2 krónur - kostaði áður 4 krönur -
þó jafn-stórt og áður.
Spyrjist fyrir og gjörist áskrifendur ritsins hjá útsölumanni þess hér á
landi, sem er
Guðbjörn Guðmundsson, TJorðursfíg 7,
(Hittist einnig daglega í ísafoldarprentsmiðju).
JTlafvörur
aííar bezfar og ódtjrasfar
í Liverpooí.
Niðursuðuvörur
frá A.S De danske Yin & Conserves Fabr. Kanpmannahöiii
I. D. Beauvais & M. Rasmussen
eru viðurkendar að vera beztar í heimi.
^HI^1 TTlorgunbíaðið
kostar ekki nema 65 aura á mánuði
fyrir áskrifendur (34—35 blöð).
Sent heim eldsnemma
á h v e r j u m
morgni.
Eina blaðið,
sem enginn
má án vera. Gerist
áskrifendur þegar í dag.
Það margborgar sig, — munið það!
flfram
eftir
0. Sweff JTJarden.
Ftamb.
XIII. kapituli
Alitið og traustið á sjálfum sér.
»Enginn kann að meta oss rétt, nema vér sjálfir*.
Fátækur skozkur vefari beiddist þess daglega að eignast gott
álit á sjálfum sér. Og þetta var eigi ófyrirsynju því að ekki get
eg vænst þess, að aðrir fái álit á mér, ef eg hefi það eigi sjalfur.
Kínverjar segja, að eigi tjái að virða þann mann er eigi ben virð-
ing fyrir sjálfum sér. Þegar að veröldin sér, að eg ber eigi virð-
ing fyrir sjálfum mér, fæiist hún mig eins og hræsnara, er heimtir,
að aðrir geri það, sem hann eigi gerir sjálfur. Virðing fyrir sjalf-
um sér, er reist á sömu undirstöðu og virðing fynr öðrum. Vogar-
skál réttlætisins er til i hverri sál; morðinginn virðir jafnvel dom-
arann sein dæmir hann, vegna þess að innri rödd hans hvislar að
honum: »Þetta er réttlátt«. Réttlætið spyr aldrei um það, hver
á vogarskálunum situr. Konungar og kotungar eru þar jafn réttháir.
»Um stundarsakir er hægt að leika á hvern sem vera vill«,
segir Lincoln forseti, »á suma menn stöðugt, en eigi er unt að leika
á alla til lengdar«. Við göbbum yfirleitt eigi sjálfa oss, og eina
leiðin til þess að afla oss virðingar fyrir sjálfum oss er að vinna til
hennar. Hvað mundir þú ætla um þann, er metti sjálfan sig einkis
en sýndi skugganum sínum mikla virðingu«?
Það er hyggilegt af veröldinni að snúa sér til sjalfra vor til
þess að komast á snoðir um manngildi vort. Vér verðleggjum oss
sjálfir og reynum eigi að búast við hærra mati hjá öðrum. Þegar þú
ert kyntur einhverjum, lítur hann framan í þig og í augu þér og
reynir að lesa út úr þér, hve mikils þú metur sjálfan þig. Og lesi
hann lágt mat, er engin furða, þótt hann sé eigi að ómaka sig til
að rannsaka, hvort þu eiginlega metur þig ekki of lítils. Menn vita
að þú hefir buið með sjalfum þér svo og svo lengi, svo að enginn
ætti betur að þekkja manngildi þitt. &
»Fullþroskaðar gáfur, er menn kunna að beita, eiga jafnan vísan
markað«, segir Washmgton-Irving, »en sitji þær heima og bíði þess
að uppy se spurðar, verður ekki mikið úr þeim«. Oft verður fólki
skrafdrjugt um »frekju« einstakra manna, er olnbogi sig áfram og
tram ser fram fynr óframfæru mennina, er eigi komist áfram fyrir
látleysi sitt En þess ber og að gæta, að »freki« maðurinn á oftast
1 fan smu framkvæmdaþrek og stundvísi í öllu, eiginleika, sem eigi
eru litilsvirði 1 daglegu lífi. Geltandi hundur getur verið gaffnleeri
stundum en sofandi ljón. &
Það, sem oss hinum virðist vera taumlaus dýrkun einstakra
manna a sjálrum ser, er oft eigi annað en traust þeirra á hæfileik-
um sínum til þess að komast áfram í heiminum.
Miklir menn hafa venjulega ákaflegt sjálfsáíit.
Wordsworth kinnokaði sér eigi við að tala um frægð þá er
sagan mundi síðar meir tileinka honum. Dante spáði sjálfur að
hann mundi verða frægur maður. Kepler biskup kvað sér á sárna
standa þótt sinnar tíðar menn læsu eigi bækur sínar: »Eg ætti að
geta unað því að bíða eftir lesendum í 100 ár, úr þvi guð hefir getað
beðið eftir öðrum eins mánni og mér í 6000 ár«. »Óttastu ekki«
mælti Júlíus Cæsar við leiðsögumann sinn, er tók að æðrast úti í
ofviðris-stormi, »Cæsar og gifta hans er innanborðs«.
»Það er til nokkurs konar innri tign«, segir La Raehefoucauld,
»sem eigi stendur neitt í sambandi við ytri kjör vor. Hún kemur
fram i svipnum og gerir þá, er hana eiga, ólíka almenningi, bendir
til, að þeim se ætlað mikilsvert erindi í heiminn. Þessi tign er það
verð, sem vér setjum utan á oss sjálfa. Hún færir oss ósjálfrátt
virðmg annara, frekara en ættgöfgi, embættistign og jafnvel frekar
en,averðleikar vorir ættu skilið« •
TraustJi á sjálfum >ér_ og virðing fyrir sjálfum sér, lætur oss
b6tur 6n alt annað finna til orku vorrar og vald.s yfir öðrum.