Morgunblaðið - 09.06.1914, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ
1007
Breiðablik.
MánaBarrit gefið út í Winnipeg. — Ritstjóri sira Fr. J. Bergmann,
Verð árgangsins er á íslandi
að eins 2 krónur - kostaði áður 4 krönur -
þó jafn-stórt og áður.
Nýr (IX.) árgangur byrjaði með júní-heftinu.
Spyrjist fyrir og gjörist áskrifendur ritsins hjá útsölumanni þess hér á
landi, sem er
Guðbjörn Guðmundsson, TJorðursfíg 7.
(Hittist einnig daglega í ísafoldarprentsmiðju).
Drekkið að eins
öl frá
Ölgerðarhúsinu Reykjavík.
Hver og einn er velkominn á Norðurstíg 3 til þess að sjá hvernig
ölið er búið til.
JTJorgunbíaðið
kostar ekki nema 65 aura á mánuði
fyrir áskrifendur (34—35 blöð).
Sent heim eldsnemma
á h v e r j u m
morgni.
Eina blaðið,
sem enginn
má án vera. Gerist
áskrifendur þegar í dag.
Það margborgar sig, — munið það I
Konungl. hirð-verksmiðja
Bræöurnir Cloetta
mæla með sínum viðurkendu Sjókólade-tegundum,
sem eingöngu eru búnar til úr
fín asta Kakaó, Sykri og Vanille.
Ennfremur Kakaópúlver af beztu tegund.
Ágætir vitnisburðir frá efnarannsóknarstofum.
Niðursuöuvörur
frá A S. De danske Yin & Conseryes Fabr. Kanpmannahöfn
I. D. Beauvais & M. Rasmussen
eru viðurkendar að vera beztar í heimi.
Gerlarannsóknarstofa
Úsýnifegar flugvélar.
Þegar flugvélarnar voru svo vel
úr garði gerðar, að þær mátti nota í
hernaði, sáu menti þegar að af þeim
stóð öllum land- og sjó-her hinn
mesti voði. Lögðu þá hugvitsmenn-
irnir heila sína í bleyti til þess að
finna upp nýjar fallbyssur, sem nota
mætti til þess að senda loftbátunum
banvæn skeyti. Og þeim tókst að
smiða þæt byssur.
En þá fann hugvitsmaður nokkur
þýzkur upp á því, að gera loftvél-
arnar þannig úr garði, að ekkert
heyrðist til þeirra og þótti mikils
vert um þá uppgötvun. En nú hefir
þó annar samlandi hans gert betur.
Hann hefir sem sé fundið upp ósýni-
legar flugvélar, það er að segja, þær
eru ósýnlegar þegar þær eru komn-
ar 1000 stikur í loft upp. Galdur-
inn er í þvt fólginn, að alt annað
en grindin og vélin sjálf er gert af
gagnsæju efni, sem líkist »celluloid«
og hefir það þá kosti, að það getur
ekki brunnið og er auk þess mjög
sterkt. Eru því flugvélarnar nú hálfu
hættulegri í ófriði en áður.
Frá útlöndum.
Á Indlandi er sá siður, að for-
eldrar verða að láta af hendi álitleg-
an heimanmund með dætrum sfnum,
er þær giftast. Annarsenginn hægð-
arleikur að finna menn handa þeim.
Nýlega kom fyrir tilfelli, sem mikið
hefir verið talað og ritað um á Ind-
landi. Brahmin nokkur átti dóttur
14 ára að aldri og fagra mjög. —
Marga hafði hún biðlana, en for-
eldrarnir voru fátækir og því ekki
tiltök að nokkur biðlanna vildi ganga
að eiga hana, er þeir heyrðu hvernig
ástatt var með efnahag föðursins. —
Þeim kom þá til hugir að taka lán
og gefa dótturinni og ræddu það
mál með sér svo dóttirin heyrði.
En hún vildi ekki af þvi vita, ritaði
þeim kveðjubréf, gekk út og hengdi
sig. Og nú rita Indversk blöð langar
og miklar blaðagreinar um, hve ó-
hæft það sé, að karlmenn setji nokk-
ur skilyrði um heimamund með kon-
um sínum*. Og úr þvi hefir orðið,
að fjöldi ungra manna i Kalkutta
hefir gefið yfirlýsingu þess efnis, að
þeir eigi vilji þiggja nokkurn heiman-
mund með konum þeim, er þeir
gangi að eiga.
Reiður hafur. Bifreiðarstjóri
nokkur danskur var fyrir skemstu á
ferð upp um héruð með menn nokkra
sem voru að létta sér upp. En
meðfram veginum á einhverjum
stað stóð hafur nokkur í tjóðri.
Leit hann óhýrum augum til bif-
reiðarinnar þegar hún nálgaðist og
bjóst til varnar. Steig hann upp á
veginn og rendi sér á vagninn.
Hafurinn slapp ómeiddur frá við-
ureigninni, en ljósker bifreiðarinnar
fór í þúsund mola undan hornum
hans.
Dýrasta bók heimsins.
Hana keypti nýlega Ameríkumaður,
Huntington að nafni, í London.
Hertoginn af Devonshire átti í safni
sínu kvartoútgáfuna af Hamlet og
gaf Huntington um 330 þús. kr.
fyrir hana.
Ennfremur keypti Huntington
biblíu sem Gutenberg átti og kostaði
hún 280 þús. kr. —
Bretar eru vondir yfir að bækur
þessar skuli vera fluttar úr landinu
og segja, sem satt er, að þær auð-
vitað hefðu átt að verða i safni á
Englandi.
En Ameríkumönnum þykir fengur
í þessum bókakaupum.
Huerta hryggur. Eftir að
uppreistarmenn í Mexico höfðu tek-
ið Tampico og með öllu unnið sig-
ur á her Huertas forseta, komst
hann í standandi vandræði. Svo
þungur var hann í skapi eitt sinn,
er hann sat á ráðstefnu með ráð-
gjöfum sínum sínum, að hann kast-
aði til þeirra skammbyssu sinni og
bað einhvern þeirra að drepa sig.
En eins og allir Mexicomenn geng-
ur Huerta ætíð með skammbyssu i
vasanum.
— Fjöldi hermanna i liði hans
hefir gert uppreisn og gengið f lið
með uppreistarmönnum. Má búast
við miklum nýjungum úr þeirri átt
innan skan s.
Villudýrabardagi. í dýra-
garðinum í New York viidi það til
fyrir skömmu að tvævett ljón komst
úr búri sínu og tnn i annað búr.
Var þar fyrir tigrisdýr og hófst nú
ægileg viðureign milli þessara tveggja
óargadýra. En svo fóru leikar að
tigrisdýrið bar sigur af hólmi og
beit dýrakonunginn á barkann.
í Heming í Danmorku var ný-
lega skuldamál nokkurt fyrir dóm-
stólunum. Orsök þessa var sú, að
hinn ákærði hafði greitt lánardrotni
sínum 9 aurum minna en honum
bar. Var hann því dæmdur til þess
að greiða þessa 9 aura og auk þess
6 krónur í málskostnað.
Enskur prestur sat í hæginda-
stólnum sínum með revkjapipu í
munninum og dagblað í hendinni.
Það er barið að dyrum og inn kem-
ur vinnukona hans með bréf. í því
stendur að hann hafi erft 25 þús.
kr. eftir afa sinn, sem hann aldrei
hafði séð. — Afinn hafði lagt 20
sterlingspund í banka og mælt svo
fyrir að sonur dóttur sinnar, efhún
nokkurntíma eignaðist nokkurn,
skyldi eiga peningana. Maðurinn
var dauður þegar dóttirin giftist og
eignaðist son. En bókin fanst af
tilviljun mörgum árum siðar í bank-
anum — og þá komst alt upp.
Gísla Guðmundssonar Lækjargötu
14 B (uppi á lpfti) er venjulega opin
n—3 virka daga.
Skrifsfoja
Eimskipaféíags Ísíands
Austurstræti 7
Opin kl. 5—7. Tals. 409.