Morgunblaðið - 16.06.1914, Síða 2

Morgunblaðið - 16.06.1914, Síða 2
1038 MORGUNBLAÐIÐ Sambandsþing U. M. F. I. Þetta var fjórða sambandsþing Ungmennafélaganna, sem nú stóð yfir, en sjálfur er félagsskapurinn orðinn átta ára. Fulltrúarnir voru 17, auk sambandsstjórans, Guð- brands Magnússonar. Þrír þeirra voru af Norðurlandi, tveir aí Vest- fjörðum og tólf af Suðurlandi. — Fjallað var um öll aðalmál Ung- mennafélaganna, og ýmsar breytandi ákvarðanir teknar. Sambandslögin endurskoðuð og þeim breytt aðallega að því, að heimiluð eru smærri samvinnusambönd en verið hefir innan aðalsambandsins, héraðasam- bönd í stað fjórðungssambanda. Þá voru og samin fjárlög fyrir sam- bandið næstu þrjú ár og aðalfjár- hæðirnar veittar til skóggræðslu, fyr- irlestra, íþróttakenslu og sambands- blaðs, en eins og mörgum er kunn- ugt, er Skinfaxi málgagn Ungmenna- félaganna, blað, sem vakið hefir all- mikla eftirtekt á sér í seinni tíð. Ritstjóri þess er Jónas Jónsson frá Hriflu. I sambandsstjórn verða nú þrír menn í stað eins áður, og hlutu kosningu þeir Guðmundur Davíðs- son skógræktarmaður, Guðmundur kennari Jónsson frá Brennu og Eg- ill Guttormsson verzlunarmaður. Alt bendir til, að framför sé í Ungmennafélögunum, þó ekki auk- ist þar kannske höfðatalan, og mun það þá eiga rót sína í festu þeirri, sem komin virðist í félögin, enda eiga þau marga efnismenn. Fulltrúar þeir er þingið sóttu skutu saman fé og keyptu málverk eftir Asgrím Jónsson «Morgun í Múlakoti*. Fengu þeir Stefán Ei- ríksson til þess að gera umgerð ut- anum myndina eins og henni sómdi bezt og jáfu hana síðan Guðbrandi Magnússyni fráfarandi sambandsstjóra. Var í umgerð myndarinnar greyptur silfurskjöldur og áletrað: »Þökk frá Ungmennafélögum íslands*. — Gjöf- in var hin fegursta. Frægur flugmaður látinn. Mr. Gustav Hamel ferst i flugvél. Einhver frægasti flugmaður Breta, Mr. Gustav Hamel, flaug frá Frakk- landi áleiðis til Englands laugardag- inn 23. f. m., en hann hefir eigi enn fram komið, og má telja víst að hann hafi farist. Veður var dimt af þoku og regni, svo að eigi sást til hans á sundinu. Hans var leitað samfleytt í 48 standir á herskipum og flugvélum og spurzt fyrir um hann með loftskeytum. Hamel var svo frægur flugmaður, að hann ætlaði að freista flugs yfir Atlanzhaf í sumar, ef honum hefði enzt aldur til og var hann sá mað- ur, er allir treystu bezt til að leysa þá þraut af hendi. Marga frægðarför hafði hann flogið um dagana, margsinnis flogið yfir Ermarsund, flutt með sér farþega langar leiðir og var leikinn í að steypa sér í hring á fluginu. Hann hefði orðið 25 ára 25. þ. m., ef honum hefði enzt aldur til. Gústav V, S ví akon ungur á afmælisdag í dag. Hann er fædd- ur árið 1858 og þvi 56 ára að aldri. Konungur hefir átt við vanheilsu að stríða i vetur, en er nú alheill og hinn ernasti. Konsúll Svía, hr. Kr. Ó. Þor- grímsson, hefir fána á stöng í dag til heiðurs við konunginn. Albanía. Það þykir alt með fádæmum vera nvernig ríkið fæddist,' hvernig því hefir verið stjórnað og hvernig nú horfir við þar. Ríkið myndaðist i ófriði þannig að bandaþjóðirnar unnu það af Tyrkjum og fórnuðu til þess fé og blóði. En stórveldin, sem létu Balkansennuna hlutlausa meðan hún var sem hæst, heimtuðu nú að þarna skyldi risa upp sérstakt ríki, sem tæki yfir sig sinn eigin kon- ung. Rifust þau þó um landið sin á milli, eins og hundar um kjöt- bita og áttu þeir ítalir og Austur- ríkismenn aðallega þátt að því. En það þótti ekkert keppikefli að taka þar við ríkisstjórn. Hver höndin var upp á móti annari þar i land- inu og bárust landsbúar á bana- spjót. Vildu sumir að ríkið yrði tyrkneskt en þó sjálfstætt, sumir vildu taka yfir sig kristinn konung, aðrir sameinast einhverju öðru landi o. s. fr. En stórveldin höfðu nú mælt svo fyrir að ríkisstjórinn skyldi kristinn vera, en hann varð ekki auðfundinn. Meðan þessu fór fram, vann Essad Pasha að því öllum árum að ná landinu undir sig, en er það mistókst, sá hann sér þann kost vænstan að vingast við Vilhjálm af Wied,. sem þá hafði tekið við kon- ungstign þar í landi. Mikið var um dýrðir í landinu, er Vilhjálmur hélt þar innreið sína, en skjótt brá sól sumri og fékk hann helzti snemma að kenna á því að vandi fylgir vegsemd hverri. Essad Pasha var hans önnur hönd fyrst um sinn, en það lá á tveim tungum hve hollur hann mundi vera. Þó þótti mönnum það nokkuð skjót- ráðið er Vilhjálmur rak hann í út- legð, og þótti hann þá meira fara eftir því sem íhlutunarsamir nágrannar hvísluðu honum í eyra, heldur en skynsamlegri yfirvegun. Vissu menn að þá mundi skamt að bíða stærri tíðinda, því Essad Pasha átti marga vini í landinu. Næsta stjórnarafrek furstans var svo það að kalla útlend herrkip til liðs við sig og lét þau skjóta á þegna sína. Þótti hann þá hafa fyrirgert rétti sínum til þess að ráða ríkinu, og magnaðist upp- reistin í landinu óðum. Að síðustu varð hann að hröklast á brottu frá Durazzo og leitaði á náðir ítalska herskipsins »Masurata«, sem lá þar höfninni. En styrjöldin heldur áfram í land- inu og hafa uppreistarmenn yfir all- miklum her að ráða, rúmlega 20 þúsundum, eftir því er seinast frétt- ist. Hafa þeir ung-tyrkneska hers- höfðingja og hafa heitstrengt það að ná landinu á sitt eigið vald og gera það að tyrknesku riki. En nú liggur sú spurning fyrir: Hvernig mun nú fara i framtíðinni fyrir Albaníu ? Eru nokkur líkindi til þess að hægt sé að skapa eina þjóðarheild úr jafnmörgum, ólíkum Og óvinveittum þjóðflokkum og þar eru ? Ætli stórveldin neyðist ekki til þess að viðurkenna það, að »A1- baníuríki« er samanbrasað brotasilf- ur, sem á engan tilverurétt? Allar líkur mæla með því að svo fari. Milli Austurríkis og Ítalíu, sem áfjáðust voru um það að ríkið yrði stofnað, eru nú þegar væringar miklar og úlfaþytur úr hverju horni í Rómaborg er það staðhæft að Austurríkismenn hafi róið undir og blásið að ófriðarkolunum í Albaníu í því skyni að sölsa undir sig ýms héruð, — og í Vínarborg eru ítalir ásakaðir um hið sama. Báðir hafa ef til vill nokkuð til síns máls. Og það er ekkert leynd- armál að bæði ríkin reyndu að ná fótfestu í Albaniu meðan hún laut Tyrklandi. En verði nú sú raunin á að Al- baníuríki liðist í sundur, munu fleiri hrafnar fljúga á hræið en þessir tveir. Grikkland mun þá og láta til sín taka og krefjast þess, að fá Epirus. En það þykir fullsannað að Vil- hjálmur eigi ekki afturkvæmt þang- að. Enda þykir hann fyllilega hafa unnið til þess, þó skamma hríð sæti hann að völdum, að verða einn í tölu uppgjafakonunga. ----------------------- =S DAGBÓFflN. C Afuiæli í dag: Hildur GuSmundsdóttir, húsfrú Steinunn Gísladóttir, húsfrú, Kjartan Gunnlaugsson kaupm., Sig. Thoroddsen, adjunkt. Sólarupprás kl. 2.4 Sólarlag kl. 10.53 HáflóS erí dag kl. 11.21 árd. og kl. 11.55 síSd. VeSriS í gær: Rv. sv. kul, regn, hiti 8.7. íf. logn, regn, hiti 7.2. Ak. logti, hiti 7.3. Gr. s. kul, hiti 9.5. Sf. logn, hiti 5.6. Vm. logn, regn, hiti 7.5. Þh. F. v. gola, móSa, hiti 11.0. ♦ Ingólfur fer til Borgarness og kemur þaSan aftur. Póstvagn fer til ÆgissíSu. Sterling á aS fara til BreiSafjarðar á morgun. Steinstöpla er verið að steypa framan við Mentabúrið eða Safnahúsið og á þar aS setja girðingu meðfram veginum. Svo mun eiga að pryða garðinn framan við húsið, og er þess engin vanþörf. Einu sinni var ráð- gert að láta líkneski Jónasar Hall- grímssonar standa þar annars vegar við innganginn, og væri nú tími til kominn að gera gangskör að því, ef Jónasarnefndin er ekki horfin frá því ráði. / V æ r i n g j a r. Svo nefnist flokkur ungra sveina hór í höfuðstaðnum, og temja þeir sér hermanna íþróttir undir forystu A. V. Tuliniusar, yfir- dómslögmanns. Flokkur þessi er ein deild af K. F. U. M. hór á landi og eru í honum 80 piltar. Allir eru þeir á litklæðum þegar þeir eru á æfingum og bera alvæpni. A sunnudagiun var, fóru þeir í fylk- ingu vestur á Seltjarnarnes. Gekk hornleikaraflokkur þeirra fyrir og lók göngulag. 50—60 voru saman og var fylkingin hin ásjálegasta. Fram á Nesi léku þeir knattleik f í tvennu lagi, en sumir tóku sór sund í sjó, og komu ekki aftur fyrr en und- ir kvöld. Tulinius þefir í byggju, að láta þá æfa sig á hverjum sunnudegi í sumar, og verður þeim innan skams kent að skjóta með riflum. Hallbjörn Halldórsson prentari sigldi með Botníu síðast áleið- is til Þ/zkalands. Er förinni heitið til Leipzig til þess að vera þar á prent- s/ningu mikilli sem þar stendur yfir. Til fararinnar hlaut hann einhvern styrk og kemur hann ekki aftur fyr en síðari hluta sumars. P o 11 u x fór héðan um hádegi i gær norður um land til útlanda. Meðal farþega voru: Vilhjálmur Finsen rit- stjóri, Magnús Torfason s/slum. og bæjarfógeti, Jón Þórarinnsson fræðslu- málastjóri, Ó. G. Eyjólfsson, verzlunar- skólastjóri, frú Regína Thoroddsen, jungfrú Björg Indriðadóttir, Friðrik Jónasson, stud. theol., Jón Ólafsson stud. med., Kristín Ólafsdóttir stud. med., Skúli Thoroddsen alþingismaður

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.