Morgunblaðið - 16.06.1914, Page 4
1040
MORGUNBLAÐIÐ
0 LI Ð
frá
Ölgerðarhúsinu Reykjavík
Tækifœriskaup á morgun, 17. júní.
Minningarspjald Jóns Sigurðssonar verður selt á 50 aura í $ta>ð
krónu áður.
Þessu kjarakaupi ættu allir að sæta til minningar um fón Sigurðsson
forseta. Spjaldið fæst í öllum bókaverzlunum bæjarins og í
Safnahúsinu.
er langbezt.
Biðjið um það.
■ DÖGMENN Sveinn Björnsson yfird.lögm. Hafnarstræti 22. Simi 202. Skrifstofutími kl. 10—2 og 4—6. Sjálfur við kl. 11—12 og 4—6. Vátryggið hjá: Magdeborgar brunabótafélagi Den Kjöbenhavnske Söassurance Forening limit Aðalumboðsmenn: O. Johnson & Kaaber.
Eggert Claessen, yfirréttarmála- flutningsmaður Pósthússtr. 17. Venjulega heima 10—11 og 4—6. Sfmi 16.
Carl Finsen Austurstr. 3, Rvík. Brunatryggingar. Heima 6 '/4—7 x/4. Talsimi 331. SQg** ELDUR! Vátryggið í »General«. Umboðsm. SIG. THORODDSEN Frfkirkjuv. 3. Heima 3—6. Talsfmi 227.
Hjörtur Hjartarson yfirdóms- lögmaður. Bókhl.stíg 10. Sími 28. Venjulega heima kl. 12Y2—2 og 4—SV2 síðdegis.
Bogi Brynjólfsson, yfirréttar málaflutn.m. Hótel Island. (Aðalstr. 5). Venjulega heima 12—1 og 4—6. Talsími 384.
cTapaé
Tapast hafa gleraugu i hulstri. Finnandi beðinn að skila þeim á skrifstofu bæjargjaldkera gegn fundar- launum.
Niðursoðið kjöt frá Beauvais þykir bezt á ferðalagi.
Feningabudda hefir týnst á veginum milli Hafnarfjarðar og Spít- alastígs i Reykjavík. Finnandi er beðinn að gera Jóh. J. Reykdal á Setbergi viðvart.
Kanpið Morgunblaðið.
Nýtt 11 f.
44 Saga eftir
Hugh Conway.
Framh.
Og dag eftir dag nagaði hún sál
mína eins og eiturormur og svifti
mig hair.ingju og friði. En svo
kom að lokum það augnablik að
mér var sagt að hættan væri afstað-
in, að Pauline væri nú með réttu
ráði aftur.
Með réttu ráði? Var hún hin
sama Pauline, sem eg hafði áður
þekt, eða var hún nú hin sama og
hún hafði verið áður en hún misti
minnið? Eg gekk að hvílu hennar
og hafði ákafan hjartslátt. Hún lá
þar föl og þreytuleg og gat hvorki
hreyft legg né lið. En hún opnaði
augun og leit á mig. Hún þekti
mig auðsjáanlega ekki, en það kom
uudrunarsvipur á andlit hennar, og
þá vissi eg að hún mundi hafa
fengið skilningsgáfu sína aftur. Hún
þekti mig ekkil Það fór þá eins
og læknirinn spáði. Þegar eg gekk
fram úr herberginu aftur gat eg ekki
tára bundist, en engin orð fá lýst
tilfinningum mínum á þeirri stundu.
En svo kom mér enn lýgin hans
Macari til hugar. Hún lét mig eng-
an stundlegan frið hafa. Macari var
að vísu hinn argasti þorpari, en
hann gat þó hafa sagt satt. Og
hvað gat honum hafa gengið til
þess að drýgja glæpinn, ef saga
hans var ósönn ? Jafnvel nú, þegar
sú stund var komin, er eg hafði
heitast þráð, — þegar konan mín
hafði aftur fengið minnið — gat eg
ekki að því gert að hugsa um þessa
sögu og leggja nokkurn trúnað á
hana.
Við þekkjumst ekki, sagði eg
við sjálfan mig, eða hún þekkir mig
ekki. Og geti eg ekki fengið sannanir
fyrir því, að Macari hafi logið, þá
er það betra að hún þekki mig al-
drei.
En hvar gat eg fengið þær sann-
anir? Eg gat ekki spurt Pauline.
Og þótt eg spyrði hana, gat eg ekki
vænst þess að hún virti mig svars.
Og þótt hún gerði það nú samt
sem áður, þá var það ekki víst að
eg léti mér nægja svar hennar. Eg
þurfti að finna Ceneri. Hann var
Dömukíæóid
ágæta á 2.70
segir kvenfólkið að sé það bezta í borginni. Fæst að eins í
Tfusfursfræfi 1.
Jlsg. <3. <3unnlaucjSSon & Qo.
Konungl. hirð-verksmiðja
Bræðurnir Cloétta
mæla með sínum viðurkendu Sjókólade-tegundum,
sem eingöngu eru búnar til úr
fínasta Kakaó, Sykri og VaniIIe.
Ennfremur Kakaópúlver af beztu tegund.
Ágætir vitnisburðir frá efnarannsóknarstofum.
l=^}\&=* JTlorgunbíadið
kostar ekki nema 65 aura á mánuði
fyrir áskrifendur (34—35 blöð).
Sent heim eldsnemma
á h v e r j u m
morgni.
Eina blaðið,
sem enginn
má án vera. Gerist
áskrifendur þegar í dag.
Það margborgar sig, — munið það I
ef til vill þorpari, en hann var ekki
eins undirförull og djöfullegur og
Macari.
Og nú kom mér skyndilega neyð-
arúrræði í hug. Menn grípa stund-
um til hinna einkennilegustu og
fráleitustu ráða, þegar þeir eiga lif
sitt að verja. Hér var heiður og
hamingja tveggja manna f veði —
alt líf þeirra í veði.
Eg ætla að framkvæma þessa á-
ætlan. Það nær ef til vill ekki
nokkurri átt, en eg ætla að ferðast
til Síberíu, og svo fremi að fé,
þrautseigja, líf og brögð geta hjálpað
mér til að finna Ceneri, þá skal eg
pína hann til sagna og láta hann
segja mér sannleikann afdráttarlaust.
io. K a p í t u 1 i.
1 leit eýtir sannleikanum.
Yfir þvera Evrópu og hálfa Asíu
ætlaði eg að ferðast til þess að ná
stundartali af einum fanga þeirra
Rússanna. Það var ekkert vit í því
en þó ætlaði eg að gera það. Eg
ætlaði þó ekki að ana áfram í blindni,
svo yfirvöldin stöðvuðu mig á síð-
ustu stundu vegna tortrygni. Eg
varð að útvega mér meðmælinga-
bréf, sem veittu mér aðgang að
þeim stöðvum er eg þurfti að vitja.
Peningar voru einnig mikils virði,
og eg hafði nóg af þeim sem betur
fór. Enda var eg fús til þess að
leggja alf mitt fé í sölurnar, fyrir
það að vita sannleikann. Og það
var margt annað, sem eg þurfti
að taka tillit til, enda hafði eg næg-
an tíma til undirbúnings. Eg gat
ekki farið frá konunni minni fyr en
öll hætta var afstaðin.
Þess vegna notaði eg tímann til
þess að finna þá vini mina, sem
nokkur áhrif höfðu á æðri stöðum.
Var eg þá svo heppinn að einn
þeirra stóð svo vel að vígi, að hann
gat beðið annan mann sér miklu
æðri að veita mér liðsinni. Var
hann þegar fús til þess að hjálpa
mér og innan fárra daga fékk eg
meðmælingabréf til enska sendiherr-
ans í Pétursborg og afritun af bréfi
til hans sjálfs, þar sem getið var
um erindi mitt. Undirskrift beggja
bréfanna var næg trygging þess, að
mér mundi verða vel ágengt. Og
er eg auk þess hafði fengið mér á-
vísun í banka í Pétursborg, var eg
albúinn þess að leggja á stað.