Morgunblaðið - 18.06.1914, Page 2

Morgunblaðið - 18.06.1914, Page 2
 MORGUNBLAÐIÐ 1046 lagsins, haíði leitað á náðir bræðra sinna áður en baukinn hætti störf- um og höíðu þeir heitið honum hjálp, en er þeir vissu að örðugleik- arnir voru glæpsamlegu athæfi hans að kenna, neituðu þeir algerlega að hjálpa honum nokkuð. Danskir fjárprettir enn. Bankaþjónn nokkur i Grundeier- banken, Mickelsen að nafni, hefir hnuplað frá bankanum 45,990 krón- um. Mickelsen var i víxladeild bankans, og náði undir sig fé með því móti að falsa víxia og fá þá greidda hjá gjaldkera. Eftir öllum líkum að dæma, hafa þeir verið 2 í félagi um þetta bankamennirnir, en hver hinn er, hefir enn eigi upp- götvast. Svikin komust þannig upp, að mismunur varð í aðalreikningi bankans. Voru þá endurskoðendur tilkvaddir, en á meðan þeir voru að verki, flýði Mickelsen úr landi. Það er álitið að hann muni hafa eytt fénu í gróðabralli. Lögreglan hefir sent lýsingu mannsins í 'allar áttir og heitir hverjum þeim þúsund kr. verðlaunum, sem handsamar piltinn. Tjónið, sem bankinn hefir liðið, er mjög tilfinnanlegt, því hann stóð ekki of vel að vigi áður. Eitur-hringur. Lögreglan í London er að svipast eftir manni, sem sakaður er um að hafa »eitraðf stúlku þar í borginni á einkennileg- an hátt. Stúlkan, sem er vélritari í Fleet Street, sagðist hafa verið á gangi um fjölfarna götu, þegar prúð- búinn maður náði henni og þreif um úlfliðinn á henni. Hún kendi óþægilegs sviða undan takinu. Þeg- ar heim kom, leið yfir haua þrí- vegis hvað ofan í annað. Á úlfliðn- um mátti sjá smáför, eins og eftir marga títuprjóns-odda. Á sumum stöðum Bandaríkjanna er það altítt, að menn beiti slíkum brögðum til að tæla kvenfólk í hendur »hvítu þrælasalannac. Þegar stúlkurnar hníga niður á strætunum, koma bófarnir þeim til aðstoðar, látast vera ættingjar þeirra, leigja vign handa þeim og flytja þær á leyndar stöðv- ar. Eitrinu er þrýst inn í úlfliðinn með því að styðja á fingurhring, sem eitur er í. Caruso og Crusoe. Caruso hefir nýlega sagt smásögu þessa til dæmis um það, að menn séu ekki ætíð jafn nafnfrægir og þeir gera sér í hugarlund. Það var þegar hann var seinast í Bandaríkjunum, að hann fór í lang- ferð á bifreið. En á einhverjum stað bilaði vagninn og meðan vagn- stjórinn gerði við skemdir þær, sem á voru orðnar, gekk Caruso til bónda- bæjar, sem þar var í grend. Þar hitti hann húsráðanda og ræddust þeir við nokkra hríð. Bóndi spurði hann þá að nafni og hinn sagði hið sanna til. En þá varð bóndinn al- veg forviða. »Crusoe, Crusoe, — Robinson Crusoe, hinn nafnkunni æfintýramaður«, hrópaði hann. Aldrei hafði eg haldið það að mér mundi á gamals aldri veitast sú ánægja að sjá svo nafnfrægan mann! Caruso datt auðvitað ekki í hug að spilla gleði mannsins með því að segja honum hið sanna. Þjóðmenjasafn Norðmanna. Þjóðmenjasafn Norðmanna, (Norsk Folkemuseum) í Kristjaníu er að koma sér upp nýju og veglegu húsi, sem safnið er nú að flytjast í. Hið nýja safnhús verður opnað fimtu- daginn 25. júní n. k. með mikilli viðhöfn og í nærveru konungs. Stjórn safnsins hefir sýnt oss ís- lendingum þá sæmd, að bjóða forn- menjaverði vorum, cand. Matthíasi Þórðarsyni, að vera við þessi hátíða- höld, sem standa tvo daga, en hann getur þvi miður ekki tekið boðinu. íslendingar frá Vesturheimi. Allmargir landa vorra frá Vestur- heimi hafa komið . hingað í sumar, auk þeirra sem áður eru taldir. Með Sterling komu: Mrs. G. Pálmason og móðir hennar, Mrs. Helgason frá Argyle og sonur hennar 12 ára, Mrs. Sigurbjörg Pálsson og Matthías Einarsson. Ennfremur voru í þess- um flokki til Englands Torfi Steins- son, kaupmaður frá Kandahar, Sask. bróðir Halldórs læknis i Ólafsvík, og þeirra systkina, og Sveinn Kristjánsson (ættaður frá Bjarnar- stöðum i Bárðardal) mágur síra Jóhanns dómkirkjuprests. Þeir fóru til Norðurlands með Ingólfi. Shackleton. Eins og getið hefir verið í Morq- unblaðinu áður fór Shackleton i vor til Noregs til þess að undirbúa þar suðurför sina. Sérstaklega hafði hann i hyggju að reyna til þrautar bif- sleða þá, er hann ætlar að hafa með í suðurförinni. Nú er hann aftur nýfarinn heim til Englands og læt- ur hið bezta yfir förinni. Honum þykir það nú fullsannað, að bifsleðarnir muni koma að ágæt- um notum i heimskautalöndunum. Þeir eru knúðir áfram með loftskrúfu og hraðinn er 15—20 mílur á klukku- stund þótt á þeim sé 500 tvípunda þungi og fara þeir jafnt upp og of- an brekkur. í heimskautalöndunum er snjórinn miklu þéttari heldur en þó i Noregi og álítur því Shackle- ton að sleðarnir muni reynast betur þar. Enda komst hann og að raun um að þeir runnu bezt á morgnana meðan frostið var í fönnunum. Annars hefir hann í hyggju að breyta þeim nokkuð, áður en hann leggur á stað í suðurförina, en það verður 1. ágúst. Verða þeir sextíu saman á skipi hans »Endurance«. Sjálfur ætlar hann við sjötta mann að ferð- ast yfir ísaflæmið milli Weddelshafs og Rosshafs, en þau héruð eru ókönnuð til þessa. -------■» é «■----- Ástar-ævintýri. í Kentucky er kona nokkur, sem heitir Adams. Hún er að eins 24 ára að aldri, hefir verið gift, en er nú skilin við mann sinn. Tveir bændasynir voru þar í nágrenninu, Hubbard Miniard og Henderson Hensley, og leizt þeim báðum vel á konuna. Hinn fyrnefndi var 17, en hinn síðarnefndi 18 vetra. Frúin vksi það vel að þeir mundu- hafa illan augastað hvor á öðrum en kom sízt til hugar að það mundi tjóni valda. Og svo var það einn góðan veðurdag að hún bauð þeim báðum til veizlu, ásamt nokkrum ungum stúlkum. Það var einhverntíma um kvödið, að þau ræddust við, frú Adams og Hensley. En það þoldi keppinautur hans eigi. Varð hann svo ábrúðugur að hann misti alt vald á sjálfum sér og skoraði á hinn til einvígis. Gripu þeir báðir til vopna og skutust á marghleypu skotum inni í veizlu- salnum. Frú Adams gekk á milli þeirra, en þeir hættu ekki skothríð- inni að heldur. Féll þar frúin og hafði áður fengið þrjú sár. En pilt- arnir lintu ekki fyr en báðir hnigu öiendir til jarðar. Frúin var flutt á sjúkrahús og er nú tekin að hressast. Henni verður ekki kent um þenna sorglega atburð, því álit dómaranna er það, að hún hafi alls eigi gefið piltunum nokkra ástæðu til ábrýði. Mörg ráðherraefni. — Stjórnmálabréf. — Lesendur Morgunblaðsins munar. að tíð símskeyti hafa borist um ráð- gjafaskifti á Frakklandi. Fyrst var Viviani tilnefndur, þá Ribot, sem »ríkti« 3 daga eða svo, en nú hefir Viviani tekist að koma ráðuneyti á fót. Af bréfi því, sem hér fer á eftirr má ráða, að fleiri hafa átt kost á ráðherratigninni heldur en þessir tveir, og víðar eru til »ráðherraefni« en á íslandi. Bréfið er frá frétta- ritara Daily Telegraph, svohljóðandi: »París, sunnud.kvöld 7. júní. Síðan eg skýrði frá því fyrra laugardag, að M. Léon Bourgeois hefði hætt stjórnarstörfum og M. Viviani hefði mistekist að koma ráðuneyti á fót, hafa fátíðar stjórn- arhorfur komið í ljós, skapast og skifst svo að segja á hverri klukku- stund. Þar er þá til að taka, að fyrri hluta laugardags varð M. Viviani þess var, að hann gat ekki komið fótum undir ráðuneyti. Forseti lýð- veldisins kallaði þá M. Paul Deschan-- el, forseta fulltrúa þingsins, og bauð honum stjórnarformennskuna. M. Deschanel færðist þegar undan, fyrir þá sök, að hann hefði veri(5 kosinn forseti með 411 atkv. og teldi það skyldu sina að gegna forsetastörfum þingsins framvegis. Þetta var í gærkvöldi. Nær sam-- stundis bauð M. Poincaré M. Delcassé að stofna nýja ráðuneytið. Hann svar- aði, kvaðst veikur og rúmfastur, en vonaði að geta séð forsetann næsta morgun. í morgun tilkynnti hann forseta 'lýðveldisins, að hann væri enn við rúmið með köldu. M. Poincaré leitaði þá til M. Jean Dupuy, Briandliða, formanns franska blaða- félagsins og eiganda blaðsins Petit þjóðverjar og Rússar. Tveir þýzkir liðsforingjar voru ný- lega að æfa sig í flugi í grend við landamærin. Tókst þá svo slysa- lega til að þeir urðu neyddir til þess að lenda innan landamæranna rúss- nesku í Plezk-fylkinu. Þeir voru þegar í stað teknir fastir og munu nú Rússar ekki láta þá ganga sér eins auðveldlega úr greipum og flugmanninn þann í vetur, sem tók lögregluþjóninn með sér og flaug með hann til Þýzkalands. Gríkkir kaupa herskip. Flotamálaráðherra Bandamanna, Dan- iel heitir hann, hefir lagt fyrir flota- málanefnd þingsins tillögu um það, að seld yrðu herskipin »Idaho« og »Missisippi« til útlanda, fyrir 1,426,000 dollara, eða hið sama verð og Bandaríkin keyptu þau fyr- ir árið 1908. Hann getur þess jafnframt, að þau séu ekki til ann- ars nýt en þess, að hafa þau til varna á höfnum. Það er ætlan manna að Grikkir muni eiga að sæta þessum kostaboðum. Hundrað ár. Þegar Norð- menn héldu hátíðlegan hundrað ára minningardaginn, kom það upp úr kafinu, að maður nokkur í Strande- barm átti þá hundraðasta afmælis- daginn. Hann heitir T. Haugstveit og er fæddur 17. maí árið 1814. Þorpsbúar sýndu honum þá þá virð- ingu að ganga heim til hans í skrúð- fylkingu og hélt einn þeirra hjart- næma ræðu fyrir minni afmælis- barnsins. Gamli maðurinn hélt því næst ræðu og þakkaði mönnum fyr- ir komuna og vináttumerkið. Mona Lisa þjófurinn. Eftir síðustu fregnum að dæma, mun mál- ið gegn hoiium verða látið niður falla, vegna þess að maðurinn er talinn geðveikur. Winston ChurchiII, flotamála- ráðgjafi Breta, hefir mjög mikinn hug á að nota flugvélar til hernað- ar. Hann hefir hvað eftir annað flogið langar leiðir með herforingj- um sinum, til þess að kynnast þess- um hernaðartækjum sem allra bezt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.