Morgunblaðið - 18.06.1914, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 18.06.1914, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ 1047 Parisien, og ræddust þeir forseti lengi við í dag. Málalok urðu þau, að Dupuy hugðist ekki maður til að koma ráðuneyti á stofn, en vís- aði á M. Peytral, frjálslyndan öld- ung (senator), sem nokkrum sinnum hefir gegnt ráðherrastörfum og þris- var verið fjármálaráðherra. M. Poincaré gerði honum orð í dag, en hann kvaðst ekki heldur kenna sig mann til þess að takast þennan vanda á hendur, en vildi þó vera Poincaré til aðstoðar. Svona horfir í kvöld. Poincaré ætlaði að eyða deginum í Rouen, en varð að hætta við. Seinna ákvað hann að dvelja þar minsta kosti 2 stundir, en hvarf frá því lika. París, sunnud.kvöld (seint). M. Ribot, öldungur, sem sat á tali við forsetann fram til kl. 7 i kvöld, hefir fallist á að reyna að stofna ráðuneyti. Hann byrjar ekki að leita sér samverkamanna fyr en á morgun*. C=3 DAGBÓfjlN. Afmæli í dag: Britte L. N. Bendtsen, húsfrú. Þóra Jónsdóttir, húsfrú. Einar Pálsson, trósm. ísleifur Þorsteinsson, söðlasm. Gísli Konráðsson f. 1787. í d a g hefst 9. v. sumars. Sólaruppráskl. 2.3 Sólarlag kl. 10.54 Háflóð er í dag kl. 1.4. og kl. 1.36. VeðriS í gær: Rv. sa. kaldi, hiti 9.5. íf. ljgn, regn, hiti 10.3. Ak. s. stinngola, hiti 15.0. Gr. s. andvari, hiti 9.5. Sf. logn, hiti 12.2. Vm. s.a. kul, regn, hiti 7.7. Þh. F. v.s.v. kul, móða, hiti 9.4. Póstar á morgun: Póstvagn frá Ægisíðu. Sterling frá BreiSafirði. Þj óðmenjasafnið opið kl. 12—2. M y n d i r af nýja fánanum voru til sýnis í bókaverzlunargluggum ísafold- ar í gærdag. Fjöldi fólks stóð þar og athugaöi þá. * M e r k i Eimskipafólagsins, blátt Þórsmerki á hvítum feldi, var fyrsta sinni dregið á stöng f gærmorgun yfir skrifstofu fólagsins. Geröin er fögur, en feldurinn þyrfti að vera stærri, til þess að njóta sín verulega vel. Háskólinn kaus rektor sinn í gær fyrir næsta ár. Hlaut kosningu Jón Helgason prófessor. K r í u e g g fundu tveir drengir í gær í hólmanum í tjörninni. Fánanefndinni bárust 35 kross- fánatillögur, 11 till. um margbrotna gerð, 7 áskoranir um að halda fánan- um óbreyttum. Uppboð. Nokkur hundruð pund af smjörlíki, sem orðið hefir fyrir skemdum, verður selt á uppboði í verzlunarhúsum Hliðin á Austurvelli verða opnuð, eins og sjálfsagt er, þegar hann telst hæfilega þur. G. Zoéga, Leiðrótting. Fyrra verkefniðí róttarfari við háskólaprófin var ekki rétt tilgrelnt í Morgunblaðinu í gær. Það átti aS vera: j>Riftingar-reglur gjaldþrotalaganna«. í dag kl. 6 síðdegis. Frá landsímastöðinni. Stúlka á aldrinum 18—23 ára verður tekin til kenslu við lands- símastöðina i Reykjavík. Kenslutimi 2 mánuðir. Eiginhandar umsóknir, ásamt læknisvottorði og vottorði um kunnáttu, stílaðar til landssímastjór- ans ber að senda undirrituðum fyrir 28. þ. m. Símastjórinn f Reykjavík, 17. júní 1914. Gísli J. Ólafsson. Gamla Bíó. Þar eru nú sýndar myndir Böcklins, málarans heimsfræga og er þess vegna mjög lærdómsríkt og mentandi að koma í Gamla Bíó. Fræg- asta mynd hans er Heley eða Dauðra- eyjan ; þangað flytjast dánir menn. ' Ari Jónsson, sýslumaður Hún- vetninga, fór héðan í fyrradag norður til sýslu sinnar, landveg úr Borgarnesi. Hann kemur hingað um næstu mánað- amót, til að vera á fundi íslands- banka. Langlífi. Landinn lífseigastur. Danska blaðið >Nationaltidende« er hreykið yfir því, að með Dönum deyi nú færri af þúsundi hverju ár- lega, en í nokkru öðru landi Norð- urálfunnar. Árið sem leið, 1913, voru þeir komnir niður í 12.5 af þúsundi, og er það óneitanlega mjög lág tala. Þeir hafa líka verið að smálækka lengi, svona jafnt og þétt um þetta tæpan l/% af þúsundi á ári. Eigi er oss kunnugt um það, hvort þeir hafa talið okkur íslendinga með i þessum síðari ára skýrslum — lík- ast til þó að það sé ekki, þvi að ur en að við eignuðumst hagstof- una höfum við verið svo langt á effir allri aðgæzlu, að vinna úr öllu slíku. En þeir mega vara sig á okkur, þeg- ar við komum með okkar gögn, því að þótt við stæðum þeim langt að baki að þessu fram yfir aldamót, þá er nú svo skjót breyting á því orð- in, að X9H, síðasta árið sem við eigum skýrslu um, erum við ein- mitt búnir að ná þeim. Þá var 13.4 hjá báðum. Og þá má mikið vera ef vér erum ekki komnir fram úr þeim núna, jafnhratt og oss hefir miðað. Það væri engin furða held- ur, virðist mér, hér er hreinna loft og strjálli bygð. ------■■■ Beauvais Leverpostej er bezt. ^ £eiga Á Vesttjðrðum, á rólegum stað, fást leigð 5 herbergi í nýju húsi, um tvo sumarmánuði, hentug handa þeim, er tæki sér sumarleyfi. Póstafgreiðsla, sími og hafskipa- bryggja. Afgr. v. á. 17. júni. Svo fór sem til var ætlast ogvér höfðum áður um getið. Kl. 3 l/z söng »17. júní« og síðan hélt Bjarni Jónsson frá Vogi skörulega ræðu. Þá söng »17. júní« aftur og síðan var gengið til íþróttavallarins undir trumbuslætti og lúðrahljómi. Leik- mótið var sett með því að allir þátt- takendur gengu í skrúðfylkingu um völlinn, en formaður í. S. í., Axel Tulinius yfirdómslögmaður setti mót- ið með snjallri ræðu. Síðan gengu hetjurnar aftur um völlinn, og að lokum sýndi U. M. F. Iðunn fim- leika, og var það fyrsta atriðið á skrá leikmótsins. Væri vel ef annað færi þar eftir og eiga »Iðunarkonur« þakklæti okkar óskert fyrir fram- komu sína. En þetta er að eins byrjun. Hér mun margt á eftir fara, er alla góða íslendinga varðar, og mun að því síðar vikið. Aðalfundnr Bókmenta- télagsins var haldinn í Iðnó í gærkveldi. Embættismenn voru þess- ir kosnir: Forseti prófessor Bjöm M. Ólsen, Dr. phil. 188 atkv. Vara- forseti Dr. Jón Þorkelsson, 37 atkv. í fulltrúaráð: Jón Jónsson dócent 158 atkv. og Einar prófessor Arn- órsson 28 atkv. Halldór sýslum. Júlíusson kom til bæjarins I fyrrakvöld. Hér með tilkynnist vinum og vanda- mönnum, að jarðarför míns hjartkæra eiginmanns Bergþórs Eyjólfsonar, skip- stjóra, sem andaðist 7. júnf er ákveðin föstudaglnn 19. júni og hefst með hús- kveðju kl. II ‘/2 á heimili hins látna, Laugaveg 53. Valgerður Árnadóttir. Gullarmband týndist á götum bæjarins. Finnandi beðinn að skila því til Morgunblaðsins gegn fundar- launum. í verzlun Ó Ámundasonar er nýkomið ágætt bygg. Sódi fæst hvergi eins ódýr í bænum eins og hjá h|, P. J. Thorsteinsson & Co. Pundið aieins 4 au. Sýrenur, Rösir, Hegg og Geitblöð selnr Einar Sæmundsen skógvörður. Er að hitta í Gróðrarstöðinni frá 12—1 e. h. og 5—6 e. h. Reiðbjól fást leigð gegn lágu gjaldi hjá Jóh. Norðfjðrð, Bankastrati 12.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.