Morgunblaðið - 22.06.1914, Side 2

Morgunblaðið - 22.06.1914, Side 2
io66 MORGUNBLAÐIÐ nú verzlunarmaður í Borgarnesi. Hinn bróðirinn kom hingað i byrjun þessa mánaðar til þess að vera mágkonu sinni til aðstoðar við bú- skapinn í sumar, er það nokkur bót f hinni þungu raun. Einar Helgason. Tyrkir og Grikkir. Grimmilegar ofsóknir. Galib Bey, tyrkneskur ráðherra, fór snemma í þessum mánuði áleiðis til Macedóniu, til þess að athuga sjálfur, hvort kvartanir Tyrkja væri á rökum bygðar. För hans var ráð- in að óskum Grikkjastjórnar, þegar þeir höfðu talast við Galib Bey og M. Venezelos, stjórnarformaður á Grikklandi. Þegar ráðherrann heim- sótti stjórnarformanninn, bar hann fram fyrir hann alls konar kvartanir frá Tyrkjum. Venezelos sagðist sjálf- ur hafa látið rannsaka málið og kvaðst vita, að kvartanir Tyrkja væri ánnað hvort algerlega tilhæfulausar, eða mjög orðum auknar, en þó að hann hefði sent trúnaðarmann sinn til rannsóknar, þá þótti honum mjög æskilegt, ef Galib Bey gæti sjálfur farið til Macedóníu og sannfærst um að klaganirnar væri ástæðulausar. >The Tirnes« flytur bréf það, sem hér fer á eftir, dagsett 26. f. m. frá fréttaritara sinum i nánd við Dar- danella-sundið: — Fyrir eitthvað 10 dögum bárust grisku þorpunum Neokhori, Yenis- helr og Karafutli skipanir frá yfir- völdum Dardanella að útbúa »bráða- birgða hæli« handa 100 tyrkneskum fjölskyldum, sem væri að flýja úr Macedóníu, með því að rýma úr nægilega mörgum húsum. Tveim dögum síðar komu þessir boðuðu gestir og settust að i húsunum, sem rýmt hafði verið úr. Þeir hegðuðu sér mjög vel gagnvart Grikkjum. Þeir virtust friðsamir og vingjarn- legir; þetta voru bændur úr Mace- dóniu. En 23. mai, um sólarlagsbil, kom nýr flokkur flóttamanna alveg að óvöru til Kelafutli þorps. Þeir létu hið dólgslegasta, tóku þegar að leggja undir sig hús, ráku ibúana út, og ieyfðu þeim ekki að hafa annað en fötin með sér, eða í mesta lagi vagna. Þeir tóku líka undir sig kvik- fé sumra, ráku smaia á burtu og kváðust eiga alt, laust og fast. Hver sem veitti hið minsta viðnám, var barinn til óbóta. Þeir sögðu mönn- um að þetta væri ekki annað en makaskifti; þeir gæti farið yfir til Macedóníu og sezt f þær eignir, sem þeir (aðkomumennirnir) hefði orðið að yfirgefa þar. Þessar frásagnir hefi eg frá mörg- um grískum fjölskyldnm, sem komu til mín kl. 10 um kvöldið, gangandi og hörmulega farnar af hræðslu og örbyrgð. Degi síðar komumst við að raun um, að sams konar verk höfðu ver- ið framin í Yenishelur. Þó að nægi- lega margir varðmenn væri þar á næstu grösum, var ekki einn þeirra sendur til þess að vernda íbúa þess- ara bæja. Þessir nýju og óstýrilátu gestir eru frá Bosniu og Poma. Gizkað er á að þeir séu um 15 hundruð. Þeir hafa verið fluttir á skipum til Koumkaleh, reknir þar í land, sýnd leið til grísku þorpanna og sagt að leggja undir sig hús og eignir lands- manna. Allir Grikkir á þessum stöðum eru nú útlægir. Tyrkneskir land- eigendur, sem höfðu gert félag við Grikki um jarðyrkju eða kvikfjárrækt, hafa rekið frá sér alla kristna verka- menn, án þess að gjalda þeim kaup eða gera öunur skil, en halda eftir hjörðunum, ullinni og öllum afurð- um akranna in toto. í dag er sagt, að allir Grikkir i Troad héraði og við sundin, verði reknir burt og fluttir til Grikklands, en ekki leyft að hafa nokkurn snefil af eignum sínum með sér. Það þykir eftirtektavert, að þessi skyndilega árás var gerð skömmu eftir að Talaat Bey átti tal við Zar- inn. Simskeyti til Times frá Chios, dagsett 2. júní, segir svo: Meir en 3000 konur og börn, yfirkomin af ótta, komu hingað í gær og i dag á flótta frá Asíu- ströhdum, hörmulega leikin, svívirt og hrakin af blóðþyrstum, hams- lausum Tyrkjum. Vér biðjum yður að taka svari þessara margþreyttu, hrjáðu vesalinga, sem tyrkneskur ofsi hefir rænt eign- um, heimilum og föðurlandi. Æði óaldarseggjanna linnir ekki. Búist við þúsundum flóttamanna enn. Vér biðjum oss líknar í nafni mannúð- arinnar. 17. júní. Samsöngur í Goodtemplarahúsi. »17. júní* syngurl Þá er uppi fjöður og fit í öllum bænum. Þá vita menn að skemtun er i boði — bezta skemtunin, sem bæjarmönnum er boðin. Enginn af söngunnandi mönnum borgarinnar, og þeir eru margir, lætur þá tæki- færið ónotað. Og svo vinsælir eru samsöngvar félagsins, að það er al- veg óþarfi að auglýsa þá, húsið fyll- ist samt. Menn rífast um aðgöngu- miðana. Þessi hefir reynslan verið og ekki fara vinsældir félagsins þverr- andi. Á föstudaginn og laugardaginn hélt félagið samsöng undir stjórn Sigfús- ar Einarssonar tónskálds. Söngskráin var hin allra bezta. Þar voru mörg ný lög, svo sem »Várens vandringf eftir Hugo Alfvén, »Tonerna« eftir Lagercrantz, sem var snildarlega sungið, og »Klunkom, Welam Wel- amsson* eftir Selim Palmgren. En >ar voru einnig fornir góðvinir eins og t. d. »Ett Bondbröllop* eftir Söderman, »Kornmodsglandsen« eftir Lange-Mtiller, »Landkjending« Griegs o. fl. Raddir söngmannanna eru fram úr skarandi góðar, hljómmiklar og styrkar. En manni varð það ósjálfrátt að andvarpa, er maður hugsaði til húsakynnanna og bar þau saman við erlendar sönghallir, þar sem alt er gert til þess að söngur- inn geti notið sin. Hr. Ragnar Hjörleifsson söng ein- söng í »Dronning Dagmar ligger i Ribe syg« með þýðri rödd og af góðum skilningi, en hr. Pétur Hall- dórsson söng einsöng í »Landkjend- ing« Griegs, seinasta laginu á söng- skránni. Það er hreinasti óþarfi að fara að hæla rödd Péturs, maður hefir svo oft dáðst að henni áður, að það væri að bera í bakkafullan lækinn, og ekki tókst honum mið- ur nú en endranær. Lagið þettta var yfirleitt ágætlega sungið, en mætti maður nokkuð að því finna, þá þótti mér það helzt á skorta, að það hefði ekki verið sungið afnógu miklum eldmóði. »17. júní« er vandur að virðingu sinni. Hann syngur ekki nema því aðeins að hanu viti það fyrirfram að söngurinn sé í alla staði góður. Og þess vegna gengur aldrei nokk- ur maður að því gruflandi hvernig skemtanirnar muni verða. Og þess vegna er altaf húsfyllir þegar hann lætur til sín heyra. — — Áheyrendur klöppuðu óspart lof i lófa og guldu söngmönnunum einróma þakklæti. Héðinn. Mannætnr á Nýju-Gnineu. T)r. Tumwald, þýzkur vísinda- maður, hefur verið á rannsóknarför um Nýju-Guineu, sem er stór eyja í miðju hitabeltinu fyrir norðan Ástraliu. »Neues Wiener JournaU 2. þ. m. hefur eftir áströlsku blaði frásögn doktorsins um ferð sína eftir Augusta-fljótinu i nýlendum Þjóð- verja á eynni. Fór hann fyrst á vélbát, svo langt sem hann komst, en síðan fótgangandi. Villimenn þeir, er hann hitti, voru ýmist mein- lausir eða fjandsamlegir. Eftir sögu- sögn hans eru mannætur víðast hvar inni á eynni, og safna þ'eir höfðum þeirra er þeir hafa drepið og geyma þau i kofum sínum til skrauts, þurka þau fyrst og mála síðan með ýms- um litum. Þegar samkomur eru, hafa þeir hausana með sér og skreyta með þeim samkomustaðinn og þyk- ir mest virðing í því að hafa sem flesta hausa meðferðis. Aftur á móti eru skrokkar þeirra, er drepn- ir eru, steiktir og étnir. Af þvi að kynflokkarnir eiga i sifeldum skær- um og bardögum innbyrðis, fellur einlægt til meira og minna af manna- kjöti til búbætis hjá þeim. (Dr. Turnwald er, sem kunnugt er, kvæntur islenzkri konu, frú Kristínu, systur Dr. Helga Péturss.) Friðun héra. (Aðsent). Eg býst við, að margir hafi, eins og eg, rekið upp stór augu, þegar þeir lásu í Morgunblaðinu, að stjórn- in legði fyrir næsta alþingi frumvarp um friðun héra. Mér lék forvitni á að sjá þetta frv. og af því að eg býst við, að fleiri langi til þess, ætla eg að biðja Morgunblaðið að lofa mér að fara nokkrum orðum um það. Frumvarpið er stutt, aðeins tvær greinar. Fyrri greinin er þessi: »Stjórnarráð íslands getur ákveðið, að hérar skuli fiiðaðir vera, nokk- urn hluta árs eða alt árið«. í hinni greininni er lögð 20 kr. sekt við héradrápi. Orsökin til þess, að frumvarp þetta er fram komið er sú, að stjórnar- ráðinu hefir borist bréf frá veiðistjóra Th. Havsteen i Hróarskeldu, og mæl- ist hann til þess, að löggilt verði áðurgreind ákvæði um friðun héra, svo að hann geti gert tilraun til að flytja hingað alt að 50 héra frá Nor- egi eða Færeyjum og sleppa þeim f apríl eða maí 1913, fyrst á Suður- landi, en síðar á Norðurlandi, ef til- raunin hepnast. Ef eg man rétt, þá var einhvern' tíma gerð tilraun til að flytja héra hingað til lands, en ekkert man eg hvenær það var. Tilraunin hefir mistekist. Það eru ekki mörg ár síðan Eimreið- in flutti grein um ýms dýr, sem hér mundu geta lifað, ef þeim væri slept á land, en þá var þessu nauðsyuja- máli enginn gaumur gefinn. Nú er þó loksins rekspölur kom- inn á málið, og er vonandi því verði vel tekið. Hérar eru mjög meinlaus dýr, eins og allir þekkjar en kjöt þeirra er afbragðs gott, og er enginn vafi á því, að gagn mætti verða að þeim, ef þeir fjölguðu. Það getur ef til vill verið álita mál hvort ekki væri bezt að fá héra frá Grænlandi. Eg get verið hræddur um, að norskir eða færeyskir hérar þoli ekki kuldann hér. Annað er það, sem athuga ber f þessu máli: Geta ekki tófur orðið hérunum skæðir óvinir? Eg fyrir mitt leyti efast ekki um, að svo geti farið, en það gæti að því leyti verið gróði, að tófur bönuðu þá ekki ám eða lömbum á meðan. Sjálfsagt mætti flytja hingað mörg fleiri dýr til gagns og gamans. 18. júní 1914. Dýravinur. Birting þessarar greinar hefir dreg- ist lengur en skyldi, vegna rúm- leysis í blaðinu. Ritst j.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.